Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.05.2004, Blaðsíða 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 2004 23 Ársfundur Háskóla Íslands verður haldinn í Öskju, hinu nýja náttúrufræðahúsi Háskólans í Vatnsmýrinni, miðvikudaginn 26. maí 2004 kl. 11.00 - 12.00. Dagskrá 1. Páll Skúlason háskólarektor setur fundinn, fer yfir starfsemi síðasta árs og fjallar um meginatriði í starfi Háskólans. 2. Ingjaldur Hannibalsson, formaður fjármálanefndar háskólaráðs, gerir grein fyrir reikningum ársins 2003 og kynnir fjárhag Háskólans. 3. Hörður Filippusson, forseti raunvísindadeildar, kynnir starfsemi Háskólans sem fram fer í Öskju. 4. Rektor svarar fyrirspurnum. Að loknum ársfundi verður boðið upp á létt hádegissnarl. ÁRSFUNDUR ÍSLAND á iði er fræðslu- og hvatn- ingarverkefni á vegum Íþrótta- sambands Íslands. Meginmarkmið þess er að hvetja og styðja lands- menn á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar. Hjólað í vinnuna er einn liður í að nálgast þetta markmið og var það verkefni í fyrsta skipti haldið í fyrra. Þá stóð það yfir í eina viku, en nú stendur það yfir í tvær vikur, frá 17.–28. maí. Að sögn Gígju Gunnarsdóttur, sviðs- stjóra almenningsíþróttasviðs, er sérstök áhersla lögð á þátttöku fyr- irtækja um allt land. Í fyrra tóku 45 fyrirtæki þátt í átakinu, en nú þegar hafa 65 fyrirtæki skráð sig til leiks. Medcare Flaga bar sigur úr být- um í keppninni í fyrra og því er nokkuð ljóst að fyrirtækið á titil að verja. „Við ætlum að veita harða keppni í ár og höfum skipt fyrirtæk- inu upp í nokkur keppnislið, sem öll ætla að standa sig og keppa einnig hvert við annað, en auk hjólreið- anna, gilda bæði hlaupnir og gengn- ir kílómetrar. Hér ríkir mikill keppnisandi því við erum bæði að keppa við önnur fyrirtæki og inn- byrðis innan fyrirtækisins, segir Búlgarinn Marco Mintchev, sem bú- ið hefur á Íslandi í sjö ár og starfar nú sem hönnuður hjá Medcare Flögu. Marco er maðurinn sem heldur kílómetrafjölda samstarfsmanna sinna til haga ásamt liðsstjórum og sér um að stappa stálinu í sína menn. Vegalengdirnar eru svo skráðar daglega inn á heimasíðu ÍSÍ þar sem fylgjast má með frammi- stöðu annarra fyrirtækja. Marco, sem stundað hefur hjólreiðar frá þriggja ára aldri og hjólar 10–15 km á venjulegum degi, segir að hjól- hesturinn sé frábær ferðafélagi og Ísland ævintýraland hjólreiða- mannsins enda flykkist erlendir fjallahjólreiðamenn til landsins. „Við ætlum aðeins að gefa í meðan á átakinu stendur. Við keyptum kíló- metramæla, sem starfsmenn geta fengið lánaða og svo er gott að gera sér grein fyrir vegalengdum á slóð- inni www.borgarvefsja.is Frábær aðstaða Hjá Medcare Flögu starfa sam- tals 66 manns og lætur nærri að um helmingur þeirra hjóli reglulega til og frá vinnu. Fyrirtækið er sér mjög meðvitandi um kosti hreyfing- arinnar og gerir starfsmönnum sín- um sem auðveldast fyrir að stunda þetta áhugamál sitt. Fyrirtækið var flutt í björt og falleg húsakynni við Síðumúla 24 í janúar síðastliðnum þar sem m.a. er að finna hjólastanda utan dyra, hjólageymslu innan dyra, búnings- og sturtuaðstöðu auk borð- tennis- og leikfimisalar, en blásið er í flautu klukkan tíu á hverjum morgni til merkis um að komið sé að tíu mínútna teygjuæfingaþætti. „Á föstudögum teygjum við í takt við tónlist og má fastlega búast við að Evróvisjón-lögin komi sterk inn næsta föstudag,“ segir Marco. Inn- an fyrirtækisins eru svo hópar sem stunda knattspyrnu og badminton í hádeginu auk þess sem hlaupahópar fara á stjá þrisvar í viku. Á hverju sumri efnir fyrirtækið til fjöl- skylduhjólaferða og var síðast hjól- að frá Öskjuhlíð, yfir í Fossvogsdal og upp í Elliðaárdal þar sem var grillað og farið í leiki. Þess má geta að Medcare Flaga var valið fyr- irtæki ársins í árlegri könnun Versl- unarmannafélags Reykjavíkur, en niðurstöður könnunarinnar voru kynntar með viðhöfn í síðustu viku. Í tilefni af átakinu „Hjólað í vinn- una“ hyggst ÍSÍ standa fyrir skrúð- reið næsta fimmtudag, uppstigning- ardag, frá Laugardalsvelli klukkan 14.30, um Laugaveg niður að Ing- ólfstorgi. Þar munu hjóla fremst í flokki Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra og Ellert B. Schram, for- seti ÍSÍ. Markmið hjólalestarinnar er að vekja enn frekari athygli á hjólhestinum og þeim kostum, sem honum fylgja.  HJÓLREIÐAR|Hjólað í vinnuna er átaksverkefni ÍSÍ Hjólhesturinn er frábær ferðafélagi Morgunblaðið/Ásdís Hjólaáhugi: Starfsfólk Medcare Flögu notar hvert tækifæri sem gefst til að fara út að hjóla. Óvíða í fyrirtækjum er jafnmikill áhugi á hjól- reiðum og hjá starfs- mönnum Medcare Flögu, en þar hjólar um helmingur í og úr vinnu. Jóhanna Ingvarsdóttir þáði morgunsopann með sveittum hjólagörpum. TENGLAR .............................................. http://hjolad.isisport.is „ÞETTA VAR afar hressandi í góða veðrinu. Búinn að hjóla 50 kílómetra í morgun og ætla í 70 kílómetrana seinni partinn,“ sagði Böðvar Þór- isson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Medcare Flögu, þegar hann mætti til vinnu sinnar löð- ursveittur sl. mánudagsmorgun með jakkafötin í poka. Böðvar hefur verið með óbilandi hjóladellu frá því hann var smágutti, en sjaldan meiri en nú. „Hjólreiðarnar eru algjör snilld og rækta bæði líkama og sál. Hægt er að tengja alla fjölskylduna í þessu áhugamáli auk þess sem ég er í góð- um tíu manna hjólaklúbbi, sem við köllum saumaklúbbinn. Meðlimir hans hittast á hverju þriðjudags- kvöldi til að hjóla saman og allt sum- arið er skipulagt vel fram í tímann. Í fyrrasumar hjóluðum við Laugaveg- inn, 55 kílómetra, á einum degi og í sumar eru fyrirhugaðar tvær slíkar ferðir. Þetta tekur auðvitað á, en við lítum á þetta sem hópefli í heilbrigði.“ Að sögn Böðvars eiga mörg sveit- arfélög þakkir skildar fyrir sýnda við- leitni í því að bæta aðgengi fyrir hjól- reiðamenn. Nú sé nánast hægt að fara á reiðhjólum um allt án þess að vera í bráðri lífshættu þótt ákveðna hjólatengingu kunni að vanta á milli sveitarfélaga. „Maður er á hjólastíg- um í borginni frá austri til vesturs án þess að þurfa yfir götu, en ætli maður að fara frá Reykjavík til Hafn- arfjarðar, vantar að tengja saman stíga.“ Svæfir börnin á hjóli Dellukarlinn Böðvar býr að mörgum reiðhjólum, en neitar því alfarið að einhver flottræf- ilsháttur ráði ríkjum í vali. „Sum minna hjóla hafa kostað mig mörg hundruð þúsund, en fyrir mér er það aðeins eðlilegur hluti af áhugamálinu. Í mínum huga er aðalatriðið að hjólið virki eins og til er ætlast.“ Í sumarfríinu ætlar Böðvar, ásamt eiginkonu og börnum, 4 og 6 ára, í vikulangan hjólatúr um skosku há- löndin. „Við komum til með að leigja okkur hjól úti og verður yngsti fjöl- skyldumeðlimurinn dreginn í kerru. Börnin eru orðin býsna vön hjóla- kerrunni því ég svæfi þau oft á kvöld- in með því að setja þau í kerruna í náttfötunum, hjálminn á og sængina. Svo fer ég bara út að hjóla, svæfi börnin og svala minni hreyfiþörf í leið- inni. Þeim finnst þetta æðislegt og allir eru sáttir.“  DELLUKARLINN| Böðvar Þórisson hjólreiðakappi Svæfir börnin í hjólatúr M or gu nb la ði ð/ Þ Ö K Böðvar Þórisson með börnunum sínum, Sigfinni, 6 ára, og Kristínu, sem er að verða 4 ára, í hjólakerru. LENGI hefur verið talið að vítam- ín gætu verndað hjartað en nú benda rannsóknir vísindamanna við New York-háskóla til þess að inntaka vítamína geti líklega auk- ið slæma kólesterólið í lík- amanum, að því er fram kemur á vef BBC. E- og C-vítamín, auk betakarót- íns, geta stöðvað niðurbrot lifr- arinnar á kólesteróli á frumstigi, að því er rannsóknirnar benda til, og vísindamennirnir segjast því ekki geta mælt með því að fólk taki inn vítamín. Þessi vítamín eru andoxunar- efni og eru gagnleg til að verjast sýkingum sem herjað geta á lík- amann, en nú hafa komið í ljós þessi neikvæðu áhrif á kólester- ólið. Vísindamennirnir leggja þó áherslu á að frekari rannsóknir séu nauðsynlegar til að staðfesta þessar niðurstöður.  HEILSA Vítamín auka kól- esteról Morgunblaðið/Arnaldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.