Morgunblaðið - 01.06.2004, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2004 C 27
Kynntu þér kosti www.hus.is
Sími
568 2444
a
sb
yr
g
i@
a
sb
yr
g
i.
is
•
w
w
w
.a
sb
yr
g
i.
is
•
w
w
w
.h
u
s.
is
STÆRRI EIGNIR
ÞVERÁS - PARHÚS
Glæsilegt 146,9 fm parhús með 24,5 fm
bílskúr á besta stað í Árbæ. Eignin lítur
mjög vel út í alla staði, halogen lýsing í
lofti, parket á herbergjum, flísar á baði.
(tilv.34026) Verð 25,9 millj.
HÆÐARGARÐUR - LAUS
STRAX
Mjög skemmtileg 5 herbergja íbúð með
sérinngangi á besta stað í klasahúsi við
Hæðargarð. Fallegur sólpallur, stór sam-
eiginleg lóð móti suðri. (33747) Verð 18,9
millj.
4RA - 5 HERB.
BREIÐAVÍK - ÚTSÝNI
Mjög falleg 115,3 fm endaíbúð á 3. hæð
(efstu) með glæsilegu útsýni. Íbúðin skipt-
ist í forstofu, þvottahús, 3 svefnherbergi,
baðherbergi, stofa, eldhús, svalir, og
geymslu í kjallara. (33934) Verð 16,9 millj.
3JA HERBERGJA
ÁLFATÚN - FOSSVOGUR Fal-
leg 88,5 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli
við Fossvoginn. Fábært útsýni, svalir í
norður og suður. Þvottahús innan íbúð-
ar. Einstaklega falleg eign á yndisleg-
um stað. Verð 13,9 millj.
STAPASEL Glæsilegt einbýli á fal-
legum stað ásamt stórum bílskúr.
Hornhús með miklu útsýni og stórum
garði. Eigninni hefur verið haldið mjög
vel við á ári hverju, lítur mjög vel út. 5
svefnherbergi, 3 baðherbergi, opið eld-
hús. Falleg eign. Nánari upplýsingar
gefur Gunnar í síma 690 3408. (tilv.
33878)
RAUÐHELLA - LAUS STRAX
Nýtt 1.557 fm iðnaðar og lagerhúsnæði
sem selst í einingum í stærðum frá 130
fm. Mikil lofthæð, stórar innkeyrsludyr.
Stór malbikuð lóð. Allar nánari upplýsing-
ar hjá sölumönnum Ásbyrgis í síma 568-
2444. (tilv. 31675)
SKÓLASTRÆTI - HÓTELÍBÚÐIR
Til sölu glæsilega uppgert gamalt hús er
4 samþykktum íbúðum og 2 ósamþykkt-
um íbúðum, stærð hússins er samtals
262 fm. Húsið er allt endurnýjað frá
grunni á mjög vandaðan með glæsilegum
innréttingum. Sérinngangur í hverja íbúð.
Hentar vel fyrir félagasamtök eða sem
hótelíbúðir. Selst í einu lagi. Afhendingar
strax. Allt um húsið á asbyrgi.is. Verð 59
millj.
SUNDAGARÐAR - LEIGA
Til leigu í Olíshúsinu við Sundagarða 160
fm verslunar- og skrifstofuhúsnæði á
jarðhæð. Mjög vandaðar innréttingar,
stórir verslunargluggar. Húsnæðið hentar
vel fyrir hvers konar verslun og þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir Ingileifur Einars-
son hjá Ásbyrgi í síma 568-2444. Laust
strax.
VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA
Nú vantar okkur allar gerðir eigna á skrá, höfum ákveðna kaupendur að eign-
um í Kópavogi og Árbæ. Við hjá Ásbyrgi komum og metum eignina þér að
kostnaðarlausu, ásamt því að finna eign sem þér hentar. Við erum með sam-
tengdann gagnagrunn sex fasteignasala, þú setur eignina þína í einkasölu hjá
okkur en ferð inn á sameiginlegan grunn hjá HUS.IS. Kynntu þér kosti HUS.IS
og vertu í sambandi við sölumenn okkar.
SAMTENGD SÖLUSKRÁ SEX FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR
Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík
Sími 568 2444 - Fax 568 2446
INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali.
SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR.
GUNNAR BERGMANN JÓNSSON SÖLUMAÐUR SÍMI 690 3408
GUNNAR HALLGRÍMSSON, SÖLUMAÐUR SÍMI 898 1486
Við erum í Félagi fasteignasala
GNOÐARVOGUR
Vel skipulögð 73,9 fm íbúð á 2. hæð. For-
stofa, 2 svefnherbergi, baðherbergi, eld-
hús, stór stofa, svalir, sameiginlegt þvotta-
hús og sérgeymsla í kjallara. Verð 11,9
millj.
AUÐARSTRÆTI
Mjög falleg og vel skipulögð 95,7 fm íbúð í
kjallara á þessum eftirsótta stað í Reykja-
vík. Íbúðin lítur mjög vel út, mikið verið
endurnýjað. Fallegur garður. (tilv.34068)
Verð 13,5 millj.
ATVINNUHÚSNÆÐI
HAFNARSTRÆTI - SKRIF-
STOFUR
Til leigu eða sölu 4x19 fm skrifstofupláss á
4. hæð með miklu útsýni m.a. yfir höfnina.
Herbergin eru með parketi og eða teppi á
gólfum. Góð sameign. Nánari upplýsingar
hjá Ásbyrgi fasteignasölu. (tilv. 33676)
KLEPPSVEGUR - LYFTUHÚS
Mjög falleg og björt 81,5 fm íbúð á 3.
hæð í góðu lyftuhúsi. Nýjar skápahurð-
ir og fleira endurnýjað. Íbúðin er LAUS
STRAX. (tilv. 33833) Verð 12,6 millj.
www.hus.is
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI
Köllunarklettsvegur til sölu eða leigu ný-
uppgert skrifstofu og fundarhúsnæði með
fallegu útsýni yfir sundin og til Esju, sam-
tals ca 615 fm Húsnæðið hentar vel t.d.
fyrir skrifstofur eða félagasamtök. Öll
skipti möguleg, öll tilboð skoðuð. Laus
strax. Allar nánari upplýsingar hjá sölu-
mönnum Ásbyrgi í síma 568 2444.
TIL sameignar fjöleignarhúss
telst allt ytra byrði svala, stoð- og
burðarvirki þeirra, svo og svala-
handrið. Til séreignar telst hins veg-
ar innra byrði svalaveggja og gólf-
flötur en húsfélag hefur ákvörðunar-
vald um allar breytingar, búnað og
annað á svölum er hefur áhrif á útlit
og heildarsvip hússins. Þá eru svala-
hurðir séreign og húsfélagið hefur
ákvörðunarvald um útlit og heild-
arsvip.
Við túlkun á því hvort um sameign
eða séreign er að ræða verður að
hafa í huga að í fjöleignarhúsum er
sameignin meginregla, sem þýðir að
jafnan eru löglíkur fyrir því að hlut-
ar húss og búnaður sé í sameign.
Um kostnað og
kostnaðarskiptingu
Kostnaður, hverju nafni sem hann
nefnist, sem snertir sameign fjöl-
eignarhúss, enda sé löglega til hans
stofnað getur m.a. verið fólginn í
endurbótum, endurnýjunum, við-
haldi eða viðgerðum. Þá er um að
ræða sameiginlegan kostnað og er
meginreglan sú, að hann skiptist á
eigendur eftir hlutfallstölum eign-
arhluta í viðkomandi sameign. Hver
einstakur eigandi skal hins vegar sjá
um og kosta allt viðhald á séreign
sinni og telst allur slíkur kostnaður
þess vegna sérkostnaður.
Líkur eru á því að fram-
kvæmdakostnaður í fjöleignarhúsi
sé sameiginlegur en ekki sérkostn-
aður, þannig að í vafatilvikum ber
fremur að heimfæra kostnað undir
heildina fremur en eiganda sér-
eignar.
Kostnaður vegna viðgerða, end-
urbóta og endurnýjana á ytra byrði
svala og stoð- og burðarvirki þeirra,
svo og svalahandriðs er sameigin-
legur kostnaður og skiptist á alla
eigendur viðkomandi fjöleignarhúss
eftir hlutfallstölum.
Kostnaður vegna innra byrðis
svalaveggja, svalagólfs og svala-
hurðar er hins vegar sérkostnaður
hvers eiganda fyrir sig en í því felst
að eigandi íbúðar með svölum ber að
annast allt venjulegt viðhald á yf-
irborði þeirra og er hugtakið skýrt
mjög þröngt.
Hér að framan hefur grundvall-
arreglunum um kostnaðarskiptingu
verið lýst og hana verður að túlka og
skýra í samræmi við þau sjónarmið,
sem að ofan getur, um að sameig-
inlegur kostnaður sé meginreglan
og því beri að fella allan vafakostnað
undir sameiginlegan kostnað en ekki
sérkostnað.
Þak eins er
annars gólf
Þegar um er að ræða svalir sem
innbyggðar eru í þak fjöleignarhúss,
þannig að gólf svalanna er jafnframt
þakflötur næstu hæðar fyrir neðan,
kann að rísa vafi um mörk séreignar
og sameignar og einstaka kostn-
aðarþætti og ber þá að beita þeirri
löglíkindareglu, sem nefnd hefur
verið, og túlka sérkostnað þröngt en
sameiginlegan kostnað rúmt.
Álit kærunefndar
Eins og fram kemur hér að ofan
er innra yfirborð svalaveggja og
gólfflötur svala séreign eiganda
íbúðar með svölum. Einungis er um
að ræða ysta lag innra byrðis og er
skilgreiningin þröng. Komi upp vafi
verður að telja að um sameiginlegan
kostnað sé að ræða.
Í áliti kærunefndar fjöleign-
arhúsamála frá árinu 1996 var deilt
um skiptingu kostnaðar vegna við-
gerða á þakdúki á svalagólfi tiltek-
innar íbúðar. Eigandi íbúðarinnar
taldi að um væri að ræða sameig-
inlegan kostnað en annar eigandi í
húsinu taldi að um sérkostnað við-
komandi íbúðar væri að ræða. Nið-
urstaða kærunefndar var sú að
kostnaður við endurnýjun á dúknum
væri sameiginlegur þar sem um
væri að ræða dúk sem ekki þjónaði
tilgangi sem efsta lag gólfflatarins
og að með réttu hefði átt að leggja
sérstaka slitvörn ofan á dúkinn.
Þetta álit sýnir glögglega hversu
þrönga skilgreiningu er um að ræða.
Einnig hefur verið nokkuð deilt
um skiptingu kostnaðar vegna við-
gerðar á svölum sem einnig eru þak.
Í áliti kærunefndar frá árinu 1999
var deilt um skiptingu kostnaðar
vegna framkvæmda á svalagólfi til-
tekinnar íbúðar í fjöleignarhúsi.
Ágreiningurinn laut einkum að því
hver ætti að bera kostnað af viðgerð
til að koma í veg fyrir leka af svölum
á fjórðu hæð sem jafnframt var þak
þriðju hæðar. Í forsendum álitsins
kemur fram að eigendum íbúða með
svölum beri að annast allt venjulegt
viðhald á yfirborði svalanna. Allt
annað viðhald ætti að falla á sameign
fjöleignarhússins enda verði viðgerð
ekki rakin til vanrækslu á viðhalds-
skyldu íbúðareiganda. Í álitinu er
tekið fram að regla þessi gildi einnig
þegar um er að ræða svalir sem jafn-
framt eru þak. Niðurstaðan var því
sú að kostnaður vegna viðgerða á
téðu svalagólfi væri sameiginlegur
og ætti að skiptast á alla eigendur
hlutaðeigandi fjöleignarhúss eftir
hlutfallstölum.
Morgunblaðið/Golli
Kostnaður vegna ytra byrðis svala, á stoð- og burðarvirki þeirra, og svalahand-
riðs er sameiginlegur, kostnaður vegna innra byrðis svalaveggja, svalagólfs og
svalahurða er á ábyrgð eigandans.
Svalir í fjöleignarhúsum
Hús og lög
eftir Hrund Kristinsdóttur,
lögfræðing hjá Húseigenda-
félaginu/huso2@islandia.is