Morgunblaðið - 01.06.2004, Síða 31

Morgunblaðið - 01.06.2004, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2004 C 31 nýtt og það strax,“ heldur Eiríkur Óli áfram. „Það vill komast tafar- laust í fína íbúð eða raðhús. Breyttur hugsunarháttur Við þessu er kannski ekkert að segja og það lýsir aðallega breyttum hugsunarhætti. Í gamla daga byrjaði fólk á því að flytja inn í bílskúrinn og bjó þar á meðan verið var að koma húsinu upp. Þetta þekkist varla leng- ur.“ Eftirspurnin eftir íbúðum í nýjum hverfum er líka meiri en var. Áður fyrr guldu nýhverfin gjarnan fyrir frumbýlingsbraginn, sem á þeim var, oft í langan tíma. Það var byrjað á framkvæmdum og lítið hugsað um grundvallarþætti eins og umferðar- mannvirki. Afleiðingin var sú, að á álagstímum gátu íbúarnir hvorki komist út úr þessum hverfum né inn í þau. Nú eru umferðarmannvirkin yfir- leitt hönnuð fyrirfram. Þannig var þetta í Grafarholti, þar sem hiti var lagður í aðalgöturnar inn í hverfið strax í upphafi. Af þessu hlýzt mikið hagræði, enda er Grafarholt að verða mjög vinsælt hverfi og nú flykkist þangað fólk á öllum aldri.“ m lántakenda magnuss@mbl.is LÁNSTÍMI er allt að 40 ár, veð- setningarhlutfall m.v. markaðs- verð er 80%, farið er fram á greiðslumat ef lánveiting er á bilinu 75%–80%, lánað allt að 100% af brunbótamati en þó ekki hærra en 80% af markaðsverði. Boðið er upp á endurgreiðsluform, jafnar afborganir og jafnar greiðslur, en nær allir velja jafnar greiðslur. Grunnvextir eru 5% og vaxtaálag m.v. veðsetningarmörk. Lægstu vextir er 5,4% og hæstu vextir 8,0%. Bankinn ráðleggur viðskipta- vinum sínum að taka lán í íslensk- um krónum, þó svo að bankinn bjóði einnig lán í erlendri mynt. Krónan hefur verið sterk og þetta er því ekki besti tíminn til þess að taka erlend lán. Einnig eru vextir á erlendum gjaldmiðlum í lágmarki sem gefur ekki rétta mynd af því hvernig greiðslubyrði lána í erlendri mynt mun verða í framtíðinni. Þar af leiðandi miðast tillögur bankans við lán í íslenskum krónum. Öll lán frá Frjálsa fjárfestingarbankanum og Íbúðalánasjóði miðast við jafnar greiðslur. Dæmi: Par að kaupa sína fyrstu íbúð, kaupverð 15.000.000 kr., notuð íbúð. Parið stenst greiðslumat. Í þessu tilviki myndu lánafulltrúar Frjálsa fjárfestingarbankans ráðleggja að taka húsbréfalán og síðan viðbótarlán allt að 90% frá Íbúðalánasjóði, ef gengið er út frá að tekjurnar séu lægri en 270 þús. kr. á mánuði og hrein eign sé undir 2.505.000 kr. Miðað er við að viðkomandi fái hámarksviðbótarlán sem nemur 25% af markaðsverði íbúðar. Upphæð viðbótarláns miðast við þætti líkt og húsnæðisstærð og fjölskyldustærð. Áhrif vaxtabóta Þar sem fólkið stenst ekki greiðslumat, hefur lágar tekjur eða gefur upp á sig lágar tekjur, fær það því vaxtabætur frá RSK. Ekki kemur til skerðingar vegna eignar. Dæmi um smið sem starfar einn eða með einn ófaglærðan mann í vinnu. Lágmarks reiknað endurgjald er 230.000 kr. á mánuði. Til einföldunar er gert ráð fyrir að viðkomandi eigi fyrir útborgun og beri ekki aðrar skuldir né eigi aðrar eignir. Maki er heimavinnandi án launa. Vaxtagjöld á ári 703.125 kr. Vaxtagjöld geta að hámarki numið 5,5% af eftirstöðvum lána m.v. 2004 618.750 kr. Hámark vaxtagjalda til ákvörðunar vaxtabóta árið 2004 hjá hjónum er: 618.750 kr. Stofn til ákvörðunar vaxtabóta verður því: 618.750 kr. Frá dragast 6% af launum eða af (230.000*12) -165.600 kr. 453.150 kr. Hámarksvaxtabætur eru skv. RSK fyrir hjón 239.010 kr. Hjónin fá því vaxtabætur 239.010 kr. á ári eða 19.918 kr. á mánuði. Greiðslubyrði á mánuði 63.871 Vaxtabætur -19.918 Greiðslubyrði á mánuði að teknu tilliti til vaxtabóta 43.953 kr. Þar sem hámarksvaxtabætur 239.010 kr. fyrir hjón takmarka vaxtabætur, gætu laun þeirra hjóna hækkað um tæpar 300.000 kr. á mánuði án þess að það hefði áhrif á vaxtabætur að því gefnu að ekki kæmi til skerðingar vegna eigna en vaxtabætur byrja að skerðast m.v. eign hjóna 5.843.331 kr. Heimilt er að flytja lánið með sér ef veðstaða á nýrri eign er sú sama eða betri, hægt er að breyta lánstíma, einnig er mögulegt að sækja um að skil- málabreyta vanskilum og skeyta við höfuðstól. Frjálsa bankans EKKI er allt gull sem glóir, segir gamalt máltæki. Það má velta því fyrir sér hvort það geti átt við túnfíf- ilinn sem glóir eins og gull hvar sem nokkurn jarðveg er að finna. Túnfífillinn virðir engin landa- mæri. Hann er afskaplega harðger og fjölgunargetan er gríðarleg. Hann þarf hvorki mikinn né merki- legan jarðveg til að geta skotið rót- um og kærir sig kollóttan þótt nær- veru hans sé ekki óskað. Ýmsilegt hefur verið fundið upp og framleitt fíflinum til höfuðs. En þrátt fyrir mikla eljusemi getur ver- ið erfitt að uppræta hann. Víða má sjá logagylltar brekkur þar sem fíf- illinn hefur algjöra yfirhönd og alltaf bætist við mergðina. Fljótlega um- breytist fífillinn í biðukollu sem svíf- ur um hverfið líkt og skæðadrífa þegar verst lætur. Mótmæli garðeig- enda mega sín lítils og þótt þeir standi með fíflajárn í hendi og pjakki allan daginn tekst fíflinum alltaf að hreiðra einhvers staðar um sig. En hvað er til ráða þegar túnfífill hefur tekið yfirráðin í flöt skrúð- garðeigandans? Fjölær planta Leitað var í smiðju Sigríðar Hjartar, en hún hefur haldið úti þættinum Blóm vikunnar sem verið hefur hér í blaðinu áratugum saman. Sigríður segir að fíflajárnið dugi oft ágætlega, sérstaklega þar sem ekki er mjög mikið af fíflum. Það þarf svolitla lagni til að nota það en það tekst með æfingunni. Ekki er nóg að slá blettinn því rótin situr eftir og vex og dafnar þrátt fyrir að það sem stendur upp úr jörðinni hverfi. Síðan vex nýtt blóm upp af rótinni, enn sterkara og öflugra en hið fyrra. Guðbjörg Kristjánsdóttir í Garð- heimum er flestum fróðari um eitur- efni fyrir plöntur. Hún segir að eit- urefnið Herbamix sé hormónaefni sem vinni á tvíkímblöðungum svo sem fífli og sóley, en ekki á grasi. Efninu er blandað í vatn, t.d. í garð- könnu eða úðara, og blöð plöntunnar sem á að drepa eru vætt með lausn- inni. Guðbjörg segir að einnig megi setja lausnina í skál og pensla blöðin með henni, en þannig verður efnið mun drýgra. Þetta ber að gera í þurrviðri því efnið þarf að þorna á blöðunum. Síðan má ekki slá í 5–6 daga á meðan efnið er að virka. Fyrst hleypur ofvöxtur í blöðin og leggur og blöð krullast upp, en síðan sígur efnið niður í rótina og sprengir hana. Og þá, en ekki fyrr, er fífillinn dauður. Efnið má ekki komast í snertingu við tré eða runna, sem eru einnig tvíkímblöðungar. Guðbjörg segir að plöntueitrið Roundup henti betur t.d. í stéttar eða á þá staði þar sem enginn gróður á að vera. Roundup drepur allt grænt sem það lendir á, þar með tal- ið gras, tré og runna sem og aðrar plöntur. Efnið skilar sínu á u.þ.b. þremur vikum, en það drepur ekki fræ eða rætur sem enn eru niðri í jörðinni. Síðast má nefn efnið Casaron, það má nota í trjábeð en gæta þarf að sumar plöntur þola það ekki. Lesið leiðbeiningarnar Öll þessi eiturefni eru með ís- lenskum leiðbeiningum og Guðbjörg segir að afar mikilvægt sé að fólk kynni sér þær vandlega áður en það fer að sprauta þessu í allar áttir. Þá þurfi einnig missterka upplausn eft- ir því hvort verið er að fást við ungar plöntur eða gamlar og þetta þarf fólk að kynna sér sérstaklega vel. Hún segist hafa heyrt um tilvik þar sem röngu efni, svo sem roundup, var blandað í úðabrúsann og úðað þar sem átti að útrýma grasmaðki. Þar með voru heilu trjálundirnir fyr- ir bí. En með góðum vilja er hægt að hafa einhver not af túnfíflinum. Það er sagt að ung fíflablöð séu ágæt í salat og mjólkin úr leggnum er talin eyða vörtum. Það má svo í lokin velta því einnig fyrir sér hvort manískir garðeig- endur verða ekki bara að endur- skoða fagurfræðilegt mat sitt og fullkomnunaráráttu og bjóða túnfíf- ilinn, sóley eða njóla, þessar þjóð- legu íslensku jurtir, velkomnar í partíið. Fífill: Eitt eilífðar smáblóm sem erfitt er að uppræta. Fífilbrekka, gróin grund Frumstæðari útgáfa af fíflajárni, en þetta verkfæri má nota í ýmislegt fleira. Roundup fæst bæði tilbúið til notkunar og til blöndunar. Það drepur allt grænt. Aldrei verður ofbrýnt fyrir fólki að lesa leiðbeiningarnar, sem eru á ís- lensku. Herbamix er hormónaefni sem vinnur á tvíblöðungum, s.s. fífli og sóley, en ekki á grasi. Fíflajárni er stungið niður með rót- inni, síðan er snúið upp á og rótin tog- uð varlega upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.