Morgunblaðið - 01.06.2004, Síða 47
gamlir eru þeir ónýtir, jafnvel þótt
yngri séu.
Gamla retúrlokahlunka notar
enginn í dag, þú færð þér loka sem
stjórnast af lofthitanum í herberg-
inu.
Kannski eru lokarnir í lagi, en
þig vantar nýja stýringu, nýja
nema, nýja hitastilla.
Fram að þessu hefur þetta allt
verið á ofninum og það getur vel
gengið í eldhúsi, baði og forstofu,
en nú gerum við bragarbót í stof-
um og svefnherbergjum.
Þar færðu þér nýja stýringu þar
sem hitaneminn er undir ofninum
en hitastillirinn uppi á vegg í augn-
hæð og alltaf hægt að komast að
honum.
Líttu á myndina af hitastillinum
og hugsaðu þér að þú sért kominn
með slíkan upp á vegg við hliðina á
hjónarúminu eða á vegg við stóra
gluggann í stofunni. Stillinguna
miðarðu við punktinn efst, þar und-
ir er talan þrír sem þýðir að þú ert
að biðja um 20°C hita. (Það er
ágætt í stofunni en að sjálfsögðu
allt of heitt í hjónaherberginu, eða
hvað?) Nú kemur að því að þér
finnst þér of kalt, þá er að hækka
stillinguna.
En farðu nú varlega, ekki stór-
karlalegar breytingar, hækkaðu að-
eins á næsta punkt. Það gerist ekk-
ert á svipstundu en vertu viss; það
mun hitna. Ef það hefur hefur ekki
hitnað nóg eftir segjum klukkutíma
þá er sjálfsagt að bæta við, fara á
næsta punkt.
En umfram allt, taktu lítil skref.
En nú kemur það mikilvægasta.
Svo getur farið að þér finnist of
heitt og er þá ekki sjálfsagt að
færa niður um einn punkt eins og
þegar átti að auka hitann? Nei það
er ekki sjálfgefið.
Taktu fyrst á ofninum, það getur
verið að þú finnir nokkuð skrítið.
Ofninn er kaldur.
En það er samt of heitt.
Svo sannarlega getur það verið
en ef ofninn er kaldur kemur hit-
inn ekki frá honum og þá verður
ekki svalara þótt þú lækkir á hita-
stillinum, ef þú gerir það getur það
hefnt sín síðar, Af hverju er þá of
heitt? Það skyldi þó ekki hafa verið
sterkt sólskin inn um gluggann all-
an daginn.
Var verið að baka og steikja all-
an daginn og nú eru allir gestirnir
komnir? Það er fleira en ofnarnir
sem gefa hita, það er sólin, eldavél-
in og hver maður er góður hita-
gjafi, það hafa allir fundið ekki
satt? Þá er ráðið að opna glugga og
svaladyr, í slíkum tilfellum er það
sjálfsagt.
En ef þú í fljótræði hefðir lækk-
að á öllum hitastillum þá kann að
vera að þú hefðir vaknað upp við
vondan draum morguninn eftir.
Þá er orðið of kalt í húsinu.
Allur ókeypis varminn farinn því
partýið er búið og ofnarnir hita
ekki, þú skipaðir þeim að hafa
hægt um sig.
Feiri góð ráð eru uppi í erminni
en þetta verður að nægja að sinni.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2004 C 47
Blikahöfði - 3ja herb. *NÝTT Á
SKRÁ* Vorum að fá mjög fallega 77 fm 2ja-3ja
herbergja íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli. 2
svefnherbergi, baðherbergi m/kari, eldhús með
kirsuberjainnréttingu og stór stofa. Eikarparket og
flísar á gólfum. Svalir í suðvestur með fallegu út-
sýni - stutt í skóla og leikskóla, sem og á golfvöll-
inn.
Verð 12,8 m. - áhv. 7,0 m.
Klapparhlíð - 3ja herb. *NÝTT Á
SKRÁ* Mjög falleg 74,6 fm 3ja herbergja íbúð á 2.
hæð við Klapparhlíð. Stórt hjónaherbergi með
mahony skáp, gott barnaherbergi, baðherbergi
með kari, geymsla/vinnurými í íbúð, stofa og mjög
fallegt eldhús. Þetta er glæsileg eign í nýju húsi,
stutt í skóla og á golfvöllinn.
Verð 13,4 m. - áhv. 8,0 m.
Þverholt - penthouse íbúð
Erum með 159,9 fm, 5 herbergja penthouse-
íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli. Íbúðin er
113 fm að grunnfleti en auk þess er 46,9 fm
risloft. 3 svefnherbergi, stórt eldhús, sér
þvottahús, geymsla, borðstofa og baðher-
bergi á aðalhæð en stór stofa og svefnher-
bergi er á rislofti. Íbúðin er björt og rúmgóð
og stutt er í alla þjónustu.
Verð 16,2 m. - áhv. 8,4 m (5,9 m í bygginga-
sjóð)
Hlíðarás - 195 fm parhús *NÝTT
Á SKRÁ* Vorum að fá 195 fm parhús á tveimur
hæðum með innbyggðum bílskúr. Á efri hæð er
stór stofa, eldhús, gestasalerni, forstofa og bíl-
skúr og á neðri hæð eru 3 svefnherbergi, sjón-
varpsstofa, baðherbergi og þvottahús. Mjög mik-
ið útsýni er yfir Leirvoginn, til Reykjavíkur og að
Esjunni. Húsið stendur innarlega í botnlanga við
óbyggt svæði.
Verð 21,9 m. - áhv. 11,8 m.
Bollatangi - raðhús m/bílskúr
*NÝTT Á SKRÁ* Mjög fallegt 145,5 fm raðhús á
einni hæð með innbyggðum bílskúr. 3 góð svefn-
herbergi, eldhús, baðherbergi m/kari, stofa/sól-
stofa, stór borðstofa og sjónvarpshol. Gott
þvottahús og 23,5 fm bílskúr. Flísar og plastpark-
et á gólfum og mikil lofthæð. Stór timburverönd
og gott bílastæði. Frábær staðsetning.
Verð 23,4 m - áhv. 8,0 m.
Álmholt - 142 fm hæð + tvöf.
bílskúr *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 142,8
fm efri hæð ásamt 50 fm tvöföldum bílskúr með
glæsilegu útsýni yfir Leirvoginn og að Esjunni.
Fjögur góð svefnherbergi, eldhús m/borðkrók,
stór stofa með arni og björt borðstofa, sjónvarps-
hol, baðherbergi og gestasalerni ásamt góðu
þvottahúsi. Frábær staðsetning, neðst í botn-
langa í grónu hverfi.
Verð 23,9 m. - áhv. 8,6 m.
Skólabraut - einbýli *NÝTT Á SKRÁ*
Vorum að fá til sölu 160,9 fm einbýlishús með bíl-
skúr við Holtahverfið í Mosfellsbæ. Í húsinu eru 4
svefnherbergi, nýupptekið baðherbergi flísalagt í
hólf og gólf, eldhús með nýrri kirsuberjainnrétt-
ingu, stór stofa, hol, geymsla og þvottahús. Húsið
stendur á 1.032 fm hornlóð í göngufæri við
grunnskóla, íþróttasvæði og sundlaug.
Verð 22,4 m. - áhv. 11,1 m.
Skeljatangi – 3ja herb. jarð-
hæð *NÝTT Á SKRÁ* 85 m2, 3ja herbergja
íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli með sérinngangi og
sérgarði. Forstofa, gangur, tvö góð svefnherbergi
með góðu skápaplássi, baðherbergi með sturtu,
geymsla, stofa og rúmgott eldhús. Íbúðinni fylgir
sérafnota af lóð. Gangstétt er hellulögð með
snjóbræðslu. Leikskóli og grunnskóli í næstu
götu.
Verð kr. 12,7 m.
Sumarbústaður í Mosfellsdal
*NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá ca 78 fm sumarbú-
stað í skógi vöxnu landi á sérstaklega fallegum
stað í Mosfellsdal. Einnig fylgir bústaðnum 10 fm
gestahús og 15 fm gróðurhús. Bústaðurinn
stendur á 2.852 fm eignarlandi sem er skógi vaxið
og skjólgott. Lítill lækur rennur í gegnum landið,
meðfram bústaðnum. Sjón er söguríkari.
Verð 11,5 m.
Háls í Kjósarsýslu *NÝTT Á SKRÁ*
Vorum að fá 40 fm bjálkabústað í skipulögðu
sumarhúsalandi við Háls í Kjós. Húsið er á tveim-
ur 30 fm hæðum, en efri hæð er að hluta undir
súð. Á jarðhæð er stofa, eldhúskrókur og baðher-
bergi, en tvö svefnherbergi og svalir á 2. hæð.
Kalt vatn og rafmagn í bústaðnum, rafmagnsofnar
og 150 l. hitatúba. Mjög fallegt útsýni er frá bú-
staðnum yfir Hvalfjörðinn.
Verð 4,99 m.
ÁBENDING!
Hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar er það aðeins löggilt-
ur fasteignasali sem skoðar allar eignir, verðmetur og
sér um allan skjalafrágang varðandi kaup og sölu á
fasteignum. - Þetta virðist ekki vera sjálfgefið í dag!
Vertu viss um að löggiltur fasteignasali sjái um fast-
eignaviðskipti þín - frá upphafi til enda!
ERUM VIÐ MEÐ
KAUPANDA AÐ ÞINNI EIGN?
Hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar er fjöldi kaupenda á
skrá sem bíður eftir draumaeigninni í Mosfellsbæ.
Hver veit nema að kaupandi bíði eftir þinni eign.
Hafðu samband við okkur hjá Fasteignasölu Mosfells-
bæjar og kannaðu málið.
Klapparhlíð 5 - 50 ára og
eldri Erum með 11 íbúðir í sölu í 4ra hæða
lyftuhúsi með 20 íbúðum fyrir 50 ára og eldri í
Klapparhlíð í Mosfellsbæ. Sérinngangur er í hverja
íbúð af svalagangi með glerskermum. Innangengt
er í bílageymslu með 16 bílastæðum. Húsið er
einangrað að utan og klætt með bárumálmklæðn-
ingu og harðvið. Þetta eru 3ja herbergja íbúðir
107 - 120 fm. Íbúðirnar verða afhentar í október
nk. Verð frá 15,6 - 19,5 m.
Klapparhlíð - 2ja herbergja
Erum með 2ja herbergja íbúðir til sölu í nýbygg-
ingum við Klapparhlíð. Íbúðirnar eru 63 - 66 fm á
1., 2. og 3. hæð. Þeim verður skilað fullfrágengn-
um án gólfefna, en baðherbergis- og þvottahús-
gólf verða flísalögð. Fallegar mahony innréttingar í
eldhúsi og svefnherbergi, en sprautulökkuð inn-
rétting á baði.
Verð frá 10,6 - 11,1 m.
Helgugrund - 170 fm ein-
býli - Kjalarnesi Erum með nýlegt
122,9 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 47,4
fm bílskúr. Þetta er kanadískt timburhús og
skiptist í 3 góð svefnherbergi, baðherbergi
m/kari, stofu og eldhús með fallegri innrétt-
ing. Húsið er byggt 2001 og er ýmis lokafrá-
gangur eftir.
Verð 18,9 m.
Frostafold - 3ja herb. -
Grafarvogi Rúmgóð 96 fm, 3ja her-
bergja íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýlis-
húsi. Sérinngangur er af opnum svalagangi.
Íbúðin skiptist í hol, stóra stofu, setustofu,
eldhús með borðkrók, baðherbergi m/kari,
gott hjónaherbergi og barnaherbergi. Eikar-
parket á stofu, flísar á setustofu en linoleum
dúkur á öðrum gólfum. Þetta er falleg og björt
íbúð á góðum stað í Grafarvogi.
Verð 12,9 m - afhending í júlí nk.
SELT
BOLUNGARVÍKURBÆR seldi á
dögunum þrjár íbúðir í fjölbýlishúsi í
bænum á samtals eina milljón. Að
sögn Einars Péturssonar, bæjar-
stjóra Bolungarvíkur, er skýringin á
þessu lága verði sú, að ástand íbúð-
anna hafi verið orðið afar hrörlegt.
„Það eru fimm íbúðir í þessum stiga-
gangi. Bærinn átti þrjár íbúðir og
Íbúðalánasjóður tvær. Stigagangur-
inn var búinn að vera lokaður í nokk-
ur ár og allt orðið óíbúðarhæft,
skólp- og vatnslagnir ónýtar og fleira
að. Því var ákveðið að láta þetta fara
svona ódýrt,“ segir Einar.
Einar segir að aðilar hafi komið
með góðar hugmyndir um nýtingu
íbúðanna til íbúðagistingar í þessum
nyrsta kaupstað Íslands. Þá verði
þær leigðar út í daga eða vikur í
senn. Íbúðalánasjóður seldi þessum
aðilum sínar tvær íbúðir, þannig að
nú eiga þeir allan stigaganginn.
Spurður um hvort þetta sé dæmigert
fyrir ástand mála á fasteignamark-
aði í Bolungarvík segir Einar langt
því frá. „Þetta var mjög sérstakt
ástand vegna ásigkomulags íbúð-
anna. Það hefur ekki verið mikil
velta á blokkaríbúðum, en það er
alltaf einhver hreyfing á markaðnum
þótt verðið sé náttúrlega lágt,“ segir
Einar.
Þrjár íbúðir seldar á eina milljón
Morgunblaðið/Gunnar
Frá Bolungarvík.