Morgunblaðið - 01.06.2004, Side 53
að er yfir aftur. Síðan er grunnolía
borin á, en í henni eru ýmis efni
sem hindra t.d. sveppamyndun og
mosavöxt. Þegar búið er að grunna
allan flötinn er málað með þekjandi
viðarvörn, tvær eða þrjár umferðir.
Þannig má halda tréverkinu við í
mörg ár, hafi það fengið rétta með-
höndlun í upphafi.“
Aldrei að spara
undirvinnuna
En hafi viðurinn ekki fengið
rétta meðhöndlun í upphafi getur
málið vandast. Fjármunum og
vinnu hefur oft verið kastað á glæ
með því að reyna að spara sér und-
irvinnuna. Vigfús tekur sérstakan
vara við því að málað sé beint á við-
inn, án þess að hann hafi verið
grunnaður fyrst. „Ef tréverkið
flagnar óeðlilega mikið eru yfir-
gnæfandi líkur á því að ekki hafi
verið notaður réttur grunnur eða
jafnvel enginn grunnur. Því miður
er það svo að alltof margir hafa
fallið í þá gryfju að mála beint á
viðinn og ekki hirt um að grunna
hann áður. Mjög fljótlega fer máln-
ingin að flagna af á álagsflötum og
síðan smátt og smátt af öllu tré-
verkinu. Þá er ekki um annað að
ræða en taka fram sköfuna og
skafa málninguna eins vel af og
kostur er. Síðan er mjög mikilvægt
að gegnvæta viðinn með grunnefni.
Að því loknu má mála aftur yfir. Í
versta falli gæti þurft að skipta um
klæðningu.“
Lóðrétt klæðning
betri en lárétt
Vigfús segir að nú sé fólk aðeins
að vakna til vitundar um það að
betra sé að hafa klæðningu á hús-
um lóðrétta, en ekki lárétta eins og
verið hefur ríkjandi um nokkurt
skeið. „Kúpt, lárétt vatnsklæðning
er mjög erfið í viðhaldi,“ segir
hann. „Þetta er mjög falleg klæðn-
ing, en hefur þann ókost að vatnið
nær ekki að renna nógu vel af
henni. Sums staðar í Svíþjóð er t.d.
ekki leyft að hafa lárétta klæðningu
á húsum, vegna þess hve erfið hún
eru í viðhaldi. Þar sérðu bara lóð-
rétta klæðningu á húsum, ef frá eru
talin bjálkahúsin sem eru olíuborin
en ekki máluð.“
En allt er forgengilegt og það á
ekki síður við um timbur en aðra
hluti. Vigfús segir að fólk þurfi að
gera upp við sig hverju það vilji til
kosta, bæði í vinnu og peningum, að
halda við gömlu tréverki. „Það
kemur að því að viðurinn eyðileggst
með tímanum, sama hversu vel
honum er haldið við. Fólk getur
náttúrulega baslað við að skrapa og
mála lungann úr sumrinu og lengt
þannig í snörunni. En á einhverjum
tímapunkti þarf hreinlega að skipta
um klæðningu eða girðingu og þá
hefst sama ferlið upp á nýtt.“
Rétt er að benda á að skynsam-
legt er að leita til fagmanna um að-
stoð og ráðgjöf áður en ráðist er í
stórtækar aðgerðir.
gudlaug@mbl.is
Girðing með glærri viðarvörn. Í baksýn má sjá að gluggarnir á húsinu eru með
hvítri, þekjandi viðarvörn.
Grindverk og snúrustaurar hafa verið málaðir með hálfþekjandi viðarvörn í
rauðum litatón.
Ljósmynd/Odd Stefán
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2004 C 53
4ra til 7 herb.
Mjóahlíð. Hæð og ris + bíl-
skúr.
Tvær stórar samliggjandi stofur til suðurs
sem snúa út að fallegum, grónum garði.
Stórt eldhús sem gefur skemmtilega mögu-
leika. Stórt hjónaherbergi á hæðinni. Í risi
eru 3 herbergi undir súð, geymsla og sjón-
varpshol. Bílskúrinn þarfnast viðgerðar. Þar
mætti hugsanlega innrétta stúdíóíbúð. Verð
15.9 millj.
Laufengi. Rúmgóð 107 fm endaíbúð á
annarri hæð með sérinngangi. Þrjú góð
svefnherbergi öll með skápum. Björt stofa
með útgang út á svalir. Þvottahús innan
íbúðar. Húsið er í góðu ástandi. Ódýrasta
4ra herbergja íbúðin í Grafarvogi verð
aðeins 13,2 millj.
Þverholt - rétt hjá Hlemm
Snyrtileg íbúð sem leynir á sér á jarðhæð.
Stór stofa sem mætti skipta. Gott svefnher-
bergi sem snýr út að bakgarði. Rúmgott
eldhús. Sérinngangur frá garði með sér-
stöku holi. Stórt þvottahús/geymsla í íbúð-
inni. Baðherbergi með baðkari. Verð 9.9
millj.
Ásbúð - Garðabæ. Rúmgóð 73 fm
íbúð á jarðhæð í þríbýlishúsi sem er á frá-
bærum stað í Garðabæ. Þvottahús innan
íbúðar. Gróið hverfi. Verð 9,9 millj.
Jón Magnússon
Hrl., löggiltur fast-
eigna og skipasali
Bergur Þorkelsson
Sölufulltrúi
gsm: 860 9906
Hilmar Viktorsson.
Viðskiptafræðingur
Valdimar R.
Tryggvason
Sölufulltrúi
gsm: 897 9929
Valdimar
Jóhannesson
Sölufulltrúi
gsm: 897 2514
Guðbjörg
Einarsdóttir
RitariFASTEIGNASALA
Í smíðum
Daggarvellir í Hafnarfirði. Erum
með til sölu 120 fm íbúðir í fjórbýlishúsi.
Sérinngangur í allar íbúðir. Garður og svalir
snúa til suðurs. Mjög gott skipulag. Íbúðirn-
ar skilast fullbúnar án gólfefna. Lóð og bíla-
stæði skilast fullfrágengin. Traustur bygg-
ingaraðili. Teikningar og frekari upplýsingar
á skrifstofu Xhúsa. Verð aðeins 16.8 millj.
Hæðir
Nesvegur. 125,5 fm neðri-sérhæð í
góðu tvíbýlishúsi. Björt og stór stofa með
nýlegu parketi, útgangur út í suður garð.
Nýlegt gler. Aðeins eru tvær íbúðir í húsinu.
Góð staðsetning stutt á KR völlinn. Laus
strax.
Baldursgata. Var að koma til sölu-
meðferðar 2ja herbergja íbúð á annarri hæð
i góðu húsi. Íbúðin er vel skipulögð og björt.
Svefnherbergið og stofan eru rúmgóð.
Verð. 9 millj.
Sumarbústaðir
Góðar og mjög ódýrar sum-
arbústaðalóðir í Grímsnesi.
Hér er tækifæri til að kaupa eignalóðir fyrir
sumarbústaði í skipulagðri byggð í Gríms-
nesi á afar sanngjörnu verði. Landið er
skjólgott og kjarrivaxið norðan þjóðvegarins
rétt austan við Kerið og vestan Seyðihóla.
Vegir og kalda vatnið innifalið. Stærð lóð-
anna á bilinu 4.810- 8.210 fermetrar og
kosta 529.100 - 903.100 kr. Kostur á heitu
vatni. Rafmagn við lóðamörk. Hér þarf ekki
að greiða leigu!
3ja herb.
Asparfell Opin og björt 3ja herbergja
íbúð á 1. hæð. Parket og flísar á gólfum.
Tvö góð herbergi. Tengi fyrir þvottavél á
baði. Frábært verð 9,9 millj. Laus strax.
Veghús. Mjög björt og góð 3ja herbergja
íbúð á jarðhæð með sérgarði. Rúmgóð stofa
með plastparketi, útgangur út á hellulagða
verönd til suðurs. Mjög stórt baðherbergi
flísalagt í hólf og gólf. Verð 13,4 millj.
Breiðavík - Lyftublokk. Mjög
björt og vel skipulögð 98 fm 3ja herbergja
íbúð á 2. hæð. Eikarparket og flísar á gólfum.
Tvö góð herbergi. Sér þvottaherbergi innan
íbúðar. Yfirbyggðar svalir sem hægt er að
opna að stórum hluta. Frábær staðsetning
innan hverfisins. Stutt í skóla - leikskóla og
framhaldsskóla svo og alla þjónustu.
2ja herb.
Þórufell Vorum að fá í einkasölu 2ja
herbergja íbúð á 1. hæð (jarðhæð).Gott her-
bergi með góðum skáp. Rúmgóð björt stofa
með útgang út í sér garð. Verð 8,4 millj.
Eign vikunnar
Útsýnisíbúð á 1. hæð við Háaleitisbraut
Góð uppgerð íbúð í húsi sem hefur verið mikið endurnýjað. Gott útsýni til
Esjunnar og Akrafjalls, einnig til suðurs yfir Háaleitishverfið. Örstutt í Ár-
múlaskóla. Prýðisíbúð á prýðisstað. Verð 12.9 millj.
Leigufélag óskar eftir
ÁTT ÞÚ 2ja, 3ja eða 4ra HERBERGJA
ÍBÚÐ Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU?
Okkur hefur verið falið að leita fyrir stórt leigufélag, eftir fjölda
íbúða til kaups. Íbúðirnar mega vera hvar sem er á höfuðborgar-
svæðinu. Staðgreiðsla í boði. Rúmur afhendingatími.
Frekari upplýsingar hjá sölufulltrúum XHÚSS.
Valdimar Tryggvason s: 897-9929
Bergur Þorkelsson s: 860-9906
Valdimar Jóhannesson s: 897-2514
www.xhus.is
xhus@xhus.is