Morgunblaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 2
2 C MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Efnisyfirlit Aðalsalan ....................................... 3 Akkurat ....................................... 45 Ás .................................................. 27 Ásbyrgi ......................................... 18 Bifröst .......................................... 19 Borgir ......................................... 6–7 Brynjólfur Jónsson .................. 56 Draumhús ............................. 50–51 Eignaborg .................................... 25 Eignalistinn ................................ 34 Eignamiðlunin .......................... 8–9 Eignamiðlun Suðurnesja ......... 22 Eignaumboðið .............................. 31 Eignaval ....................................... 47 Fasteignasala Mosfellsbæjar . 38 Fasteign.is ..................................... 11 Fasteignamiðstöðin .................. 52 Fasteignasala Íslands ................. 3 Fasteignastofan ........................ 23 Fasteignamarkaðurinn ...... 20–21 Fasteignamiðlun Hafnarfjarðar ........................................................... 15 Fjárfesting .................................. 54 Fold ............................................... 53 Foss ................................................ 13 Garðatorg .................................... 49 Garður .......................................... 22 Gimli ................................................ 5 Heimili .......................................... 35 Híbýli ............................................ 48 Hof ................................................... 4 Hóll ........................................ 26–27 Hraunhamar ........................ 32–33 Húsakaup ..................................... 39 Húsavík ........................................ 55 Húsið Smárinn ........................... 43 Húsin í bænum ........................... 46 Höfði ..................................... 36–37 Kjöreign ........................................ 10 Klettur .......................................... 12 Lundur .................................. 28–29 Miðborg ................................ 24–25 Skeifan .......................................... 14 Stakfell ........................................ 42 Valhöll ................................... 40–41 Þingholt .................................. 16–17 HÚS eru ekki merkt höfundum sín- um eins og bækur eða málverk og yf- irleitt vitum við lítið um ýmis ágæt verk arkitekta, nema ef til vill Guð- jóns Samúelssonar. Flestir vita að meðal verka hans eru Þjóðleikhúsið, Háskóli Íslands, Hallgrímskirkja og Landakotskirkja, svo nokkur dæmi séu nefnd. Ekki þarf ýkja langan göngutúr til þess að ná utan um þenn- an kjarna úr lífsverki Guðjóns. Um flesta aðra arkitekta gildir að verk þeirra á höfuðborgarsvæðinu standa svo dreift, að annaðhvort þarf að vera á röltinu í marga daga, eða vera á bíl, til þess að sjá þau, bera þau saman og íhuga hvernig tíminn hefur farið með þau. Þessi leit að framúrskarandi verkum tekur að sjálfsögðu til alls landsins og getur orðið skemmtilegt viðfangsefni. Byggingarlist er hluti af umhverfinu, hluti af menningunni og kemur okkur öllum við. Telja má að sjötti og sjöundi ára- tugur síðustu aldar hafi verið frekar magurt skeið í byggingarlist á Íslandi og sumir vilja láta áttunda tuginn fljóta þar með. Ástæðurnar eru marg- víslegar; framan af er skammt liðið frá heimsstyrjöldinni og við tekur leiðinlegt hafta- og skömmtunartíma- bil. Starfandi arkitektar voru þá að- eins lítill hópur á móti því sem nú er, tækifærin færri og ljóst að sparnaður varð að vera í fyrirrúmi. Þetta er samt tímabilið sem Sig- valdi Thordarson arkitekt fékk til að ljúka sínu lífsverki og það gerði hann með glæsibrag. Ég minnist þess frá því ég hóf að skrifa um húsagerðarlist um 1960 að mikil virðing var borin fyrir Sigvalda og raðhús í Kópavogi voru beinlínis kennd við hann; þau hétu þá Sigvaldahús og nafnið var gæðastimpill. Sigvaldi Thordarson var Húnvetn- ingur og Norður-Þingeyingur að upp- runa, en fæddur á Ljósalandi í Vopna- firði árið 1911; þar bjuggu foreldrar hans, Þórður Jónasson og Albína Jónsdóttir. Þegar tekið er tillit til þess að Sigvaldi lézt 1964, aðeins 53 ára gamall, má segja að hann fengi fá ár til að sýna hvað í honum bjó, en gerði það svo enn er að því dáðst. Skýringin á því að ekki liggur fjöldi verka eftir svo framúrskarandi arkitekt felst í þeim skamma starfstíma sem hann hafði til ráðstöfunar. Sigvaldi fór hina verklegu leið að markinu. Eftir Iðnskólapróf í Reykja- vík 1933 lauk hann sveinsprófi í húsa- smíði 1934 og síðan lá leiðin til Dan- merkur þar sem hann innritaðist í Det Tekniske Selskabs Skole. Það hefur verið góður undirbúningur fyrir akademískt nám sem hófst 1938 við Arkitektaskóla Listaakademíunnar. Því námi lauk hann 1940, en Danmörk var hernumin þá og framtíðin mjög óviss. Svo fór að Sigvaldi varð einn af Petsamoförunum sem komust til Ís- lands eftir mikilli krókaleið, en utan hélt hann aftur síðar og lauk sínu lokaprófi. Eftir heimkomuna 1940 setti Sig- valdi upp teiknistofu ásamt Gísla Halldórssyni arkitekt. Stuttur milli- kafli á ferli hans voru árin 1948–1951 þegar hann tók að sér forstöðu Teiknistofu SÍS og teiknaði þá Bif- röst, samkomustað samvinnumanna og hótel, sem nú nýtist Háskólanum á Bifröst. Frá 1951 til æviloka rak Sigvaldi eigin teiknistofu í Reykjavík. Meðal beztu verka hans er stöðvarhús Grímsárvirkjunar frá 1955–1958 og þá ekki sízt stíflan, sem er eiginlega umhverfislistaverk. Þar er inntaks- mannvirkið formað eins og „pavillion“ og tengt við land með bogadreginni brú. Ég mæli með því að taka krókinn þangað frá Egilsstöðum þegar fólk ekur hringinn í sumar. Frá sama tíma er fjölbýlishús við Skaftahlíð, sem Sigvaldi teiknaði fyrir starfsmenn Stjórnarráðsins. Á þeim tíma var húsið ekki nefnt annað en Sigvaldablokkin og er kannski enn. Eftirtektarvert er að þarna, eins og á öðrum verkum Sigvalda, eru litir sem urðu einkennismerki hans og kallaðir Sigvaldalitir. Á móti stórum, hvítum flötum teflir hann saman minni flöt- um, annars vegar bláum og hins veg- ar okkurgulum. (Gult okkur er list- málaralitur, gult með örlitlum blæ af jarðlit.) Það er ánægjulegt að sjá – og raunar einnig sjálfsögð kurteisi við höfundinn – að þessir litir einkenna hús Sigvalda enn í dag. Stigagöngum kom Sigvaldi fyrir við skilveggi íbúðanna og lét einungis eina íbúð opnast á hverri hæð. Af öðrum byggingum eftir Sigvalda má nefna Félagsheimili í Neskaup- stað, Sjúkrahús á Sauðárkróki, Or- lofsheimili ASÍ við Hveragerði og Hallveigarstaði í Reykjavík. Síðast en ekki sízt vil ég nefna einbýlishúsin Ægisíðu 90, sem Sigvaldi teiknaði fyr- ir Othar Ellingsen, og Vesturbrún 4, sem var íbúðarhús Sigurðar Thorodd- sen verkfræðings. Bæði húsin eru dæmi um frábæran arkitektúr og bæði eru þau enn með Sigvaldalitum. Með þessum pistli vil ég heiðra og hylla Sigvalda; hann er einn af mörg- um snillingum okkar sem látizt hafa fyrir aldur fram. Dætur hans tvær halda merkinu uppi: Albína og Guð- finna Thordarson eru báðar starfandi arkitektar. Árölti með augun opin „Sigvaldahús“ við Hrauntungu í Kópavogi. Eftir Gísla Sigurðsson, rithöfund og blaðamann Einbýlishúsið Vesturbrún 4 í Reykjavík, sem Sigvaldi teiknaði fyrir Sigurð Thoroddsen verkfræðing.  Fjölbýlishús við Skaftahlíð sem Sig- valdi teiknaði 1955 og markaði þá tímamót í gerð fjölbýlishúsa. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson  Inntaksmannvirki og stífla Grímsárvirkjunar sem Sig- valdi teiknaði 1955–58. Svipast um eftir Sigvalda Fasteignablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is, sími 5691323 og Magnús Sigurðsson, magn- uss@mbl.is, sími 5691223, Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prent- un Prentsmiðja Árvakurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.