Morgunblaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 30
30 C MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ M ikil og ör uppbygging á sér nú stað í austurhluta Grafarholts og ekki of- sagt, að byggðin þar breyti um yfirbragð milli mánaða. Hvarvetna má sjá byggingarkrana og stórvirkar vinnuvélar að verki. Með nútímatækni eru afköstin í byggingariðnaði orðin miklu meiri en eitt sinn var. Austurhlutinn er að fá á sig miklu meira mót, enda hefur íbúum þar far- ið ört fjölgandi. Frumbýlingsháttur- inn er að hverfa. Við Kirkjustétt er að rísa þjónustumiðstöð, þar sem gert er ráð fyrir verzlun, bensínstöð og bankaútibúi. Þetta er mikil framför, en lengi var aðeins lítil verzlun til staðar uppi á holtinu. Miklar framkvæmdir standa yfir við Ingunarskóla, sem er grunnskóli og verður eflaust ein glæsilegasta skólabygging landsins. Þessi bygg- ing verður væntanlega tekin í notkun í haust. Nálægðin við góð útivistarsvæði gefur byggðinni í Grafarholti aukið gildi. Fyrir vestan það er t.d. stór golfvöllur og í austri er m.a. Reyn- isvatn og skógi vaxnar brekkur. Dalurinn milli Grafarholts og Úlf- arsfells verður mikill vettvangur, en þangað hyggst íþróttafélagið Fram flytja starfsemi sína. Þar á því eftir að rísa mikil og fjölbreytt íþróttaað- staða í framtíðinni, enda svæðið bæði stórt og fallegt og kjörið fyrir margs konar íþróttir og útivist. Nútímahönnun Kambur ehf. er eitt þeirra bygg- ingarfyrirtækja, sem hafa haslað sér völl í austurhluta Grafarholts. Við Marteinslaug 8–16 er fyrirtækið langt komið með að reisa fjölbýlishús með 35 íbúðum fyrir fasteignafyrir- tækið Martein ehf., en framkvæmda- stjóri þess er Jónas A.Þ. Jónsson lög- maður. Húsið er á þremur hæðum auk bílakjallara. Hönnuðir eru Krist- inn Ragnarsson arkitekt og sam- starfsmenn hans. Stigahús eru fimm og lyfta í þeim öllum. Í kjallara eru opin, undir- byggð bílastæði, sex bílastæði fyrir hvert stigahús, en 30 malbikuð bíla- stæði utanhúss. Talsvert er í þetta hús lagt. Það er steinsteypt á hefðbundinn máta, en útveggir eru klæddir ýmist með liggjandi bárujárnsklæðningu og sléttri álklæðningu, en úthliðar út- veggja á jarðhæð eru múraðar og málaðar. Allar útihurðir, fög, K-gler, þök og þakkantar, niðurföll og svala- handrið verða fullfrágengin og upp- sett. Lóð verður skilað frágenginni með malbikuðum bílastæðum, steyptum gangstéttum, 7–8 ferm. hellulögn fyrir framan íbúðir á jarðhæð og grassvæðum þar sem við á. Að innan eru steyptir útveggir og innveggir slípaðir og sandsparslaðir en léttir milliveggir klæddir tvöföld- um gifsplötum á hvorri hlið, sem gef- ur aukinn styrk og góða hljóðein- angrun. Ofnalagnir eru lagðar í gólf að rörum, rör í rör. Í eldhúsi verður innrétting með keramikhelluborði, bakaraofni og kolasíuviftu. Íbúðirnar eru ýmist 2ja, 3ja, 4ra eða 4–5 herbergja, en í sumum íbúð- unum eru sér fataherbergi inn af hjónaherbergi.Verð á íbúðunum er að sjálfsögðu mismunandi eftir stærð. Tveggja herb. íbúðirnar eru 72–73 ferm. og kosta frá 12,9 millj. kr., þriggja herb. íbúðirnar eru 105– 109 ferm. og kosta frá 17,9 millj. kr., fjögurra herb. íbúðirnar eru 111–127 ferm. og kosta frá 17,8 millj. kr. og 4–5 herb. eru 125,6–137,4 ferm. og kosta frá 18,9 millj. kr. Íbúðunum verður skilað fullbúnum að utan og innan, en án gólfefna. Ef kaupandi óskar verður íbúð afhent með gólfefnum, en þá gegn auka- gjaldi. Íbúðirnar verða með sjón- varpssíma (dyrasímakerfi með myndavél) og tengi fyrir gervihnatta- disk, sem staðsettur verður á þaki til nota fyrir alla íbúa. Raflýsing í innbyggðum bílastæð- um verður skynvædd (photocellur) og sameign fullfrágengin með vönd- uðum teppum á stigahúsi og flísa- lögðu anddyri að lyftudyrum á jarð- hæð. Í anddyri verður dyrasími tengdur myndavél. Afhending í september „Byggingarframkvæmdir við fjöl- býlishúsið við Marteinslaug hafa gengið vel og ætlunin er að afhenda íbúðirnar í september nk.,“ segir Hörður Ragnarsson, trésmiður og einn af eigendum Kambs. Fyrirtæki hans á að baki langa reynslu í byggingarframkvæmdum og hefur byggt mikið af íbúðarhús- næði. Í febrúar sl. skilaði Kambur af sér 63 íbúðum við Andrésbrunn í Grafarholti og hóf svo fyrir skömmu framkvæmdir við stórt fjölbýlishús við Sóleyjarrima á svokallaðri Landssímalóð í Grafarvogi. Kambur er einnig með aðra lóð fyrir fjölbýlishús á Landssímalóðinni og ætlunin að byrja framkvæmdir við það í haust. Til viðbótar er Kambur að hefja framkvæmdir við fjölbýlis- hús á svokallaðri Rafhalóð við Læk- inn í Hafnarfirði. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 80 manns með undir- verktökum. Markaðurinn hefur tekið þessum íbúðum vel og nokkrar þeirra eru þegar seldar. „Þessar íbúðir eru að- gengilegar fyrir allar fjölskyldu- stærðir og aldurshópa,“ segja þeir Kristinn Erlendsson og Ólafur Haukur Haraldsson hjá fasteignasöl- unni Húsið – Smárinn, þar sem íbúð- irnar eru í sölu. „Bæði hús og íbúðir verða máluð í ljósum litum. Íbúðirnar verða því sérlega bjartar og skemmtilegar, þar sem stigahúsin tengjast saman á „hornum“ og þess vegna eru fleiri gluggar og útsýni meira úr íbúðunum en gengur og gerist. Flestar íbúðirn- ar hafa útsýni á þrjár hliðar. Húsið stendur á miklum útsýnis- stað á endimörkum Grafaholtshverf- isins í austri, skammt fyrir neðan Reynisvatn. Það verður því ekkert til þess að skyggja á útsýnið til austurs, í átt til Úlfarsfells og Esjunnar.“ Líflegur markaður Að sögn þeir félaga, Kristins og Ólafs Hauks, hefur verið mikið líf í markaðnum að undanförnu og eftir- spurn eftir íbúðarhúsnæði sennilega sjaldan verið meiri en í vor. „Síðustu viku er þó eins og eitthvert hik hafi komið í suma, sem eru í kauphugleið- ingum," segja þeir Kristinn og Ólafur Hörður. „Þeir vilja bíða með að ganga frá samningum fram til 1. júlí, en þá eiga bein peningalán að taka við af húsbréfunum og því er spáð, að vextir verði þá aðeins lægri. Fólk veltir nú meira fyrir sér vaxtafjárhæðinni en áður, enda skiptir það strax máli hvort hún er 0,1% meiri eða minni. Á móti kemur, að það er yfirverð á húsbréfunum, þannig að þau hafa sjaldan verið hagstæðari fyrir íbúðar- kaup en einmitt í vor. Þá má ekki gleyma því, að ásókn í þessar íbúðir við Marteinslaug hefur verið töluverð. Þetta eru vandaðar en hagkvæmar íbúðir og húsið stendur í fögru um- hverfi með mikilli fjallasýn og góðum útivistarsvæðum í næsta nágrenni. Það er því ástæða fyrir þá, sem áhuga hafa, að láta heyra í sér sem fyrst, svo að þeir missi ekki af eft- irsóknarverðustu íbúðunum.“ Hagkvæmni í fyrirrúmi í nýju fjölbýlishúsi við Marteinslaug Ásókn hefur verið að aukast í austurhluta Grafarholts. Magnús Sig- urðsson kynnti sér nýjar íbúðir í þriggja hæða lyftuhúsi, sem bygging- arfyrirtækið Kambur byggir við Marteinslaug. Húsið stendur austast í Grafarholti, skammt fyrir neðan Reynisvatn. Það er því stutt í skemmtileg útivistarsvæði og útsýni er mikið til austurs. Húsið er langt komið, en afhendingartími er áætlaður í september nk. Það vek- ur athygli, að stigahúsin tengjast saman á „hornum“ og þess vegna eru fleiri gluggar og útsýni meira úr íbúðunum en gengur og gerist. Flestar íbúðirnar hafa útsýni á þrjár hliðar. Morgunblaðið/Árni Torfason Kristinn Erlendsson, sölumaður hjá Húsinu, Hörður Ragnarsson, trésmiður og einn af eigendum byggingarfyrirtækisins Kambs, og Ólafur Haukur Haraldsson, sölumaður hjá Smáranum. Í baksýn er fjölbýlishúsið Marteinslaug 8–16, en íbúð- irnar eru til sölu hjá Húsinu-Smáranum. Tölvuuppdráttur af fjölbýlishúsinu Marteinslaug 8–16. Í húsinu verða 35 íbúðir, en húsið er á þremur hæðum auk bílakjallara. Stigahús eru fimm og lyfta í þeim öll- um. Hönnuðir eru Kristinn Ragnarsson arkitekt og samstarfsmenn hans. magnuss@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.