Morgunblaðið - 21.06.2004, Side 38
38 C MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Bergholt - 178 fm einbýlishús
*NÝTT Á SKRÁ* Flott 145 fm einbýlishús á einni
hæð ásamt 33 fm innbyggðum bílskúr. 4 svefn-
herbergi, baðherbergi með hornbaðkari, eldhús,
borðstofa, stór stofa, gestasnyrting og geymsla.
Húsið stendur á fallegri hornlóð með miklum
gróðri í gróinni og rólegri götu, en stutt er í alla
þjónustu.
Verð 24,9 m.
Súluhöfði - 168 fm parhús
*NÝTT Á SKRÁ* Mjög glæsilegt 167,7 fm parhús
á einni hæð með innbyggðum bílskúr innst í botn-
langa, með 3-4 svefnherbergjum. Húsið er hið
vandaðast í alla staði, HTH kirsuberjainnr. í eld-
húsi og baði, gegnheilt Iberaro parket og náttúru-
steinn á gólfum og innfelld halogenlýsing í loftum.
Verð 26,4 m. Áhv. 13,6 m.
Lækjartún - 224 fm parhús.
*NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 134 fm parhús á
einni hæð með sérlega fallegum og grónum garði
innst í botnlanga. Auk þess er sambyggt húsinu
89,7 fm bílskúr og vinnustofa. Í eldhúsi er nýleg
viðarinnrétting, stór stofa og borðstofa, 3 svefn-
herbergi, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf,
gestasnyrting og þvottahús.
Verð 24,3 m.
Bjartahlíð - 4ra herb. perma-
form *NÝTT Á SKRÁ* 4ra herbergja, 94,6 fm
íbúð á 2. hæð í litlu tveggja hæða fjölbýli með
sérinngangi og svölum. Rúmgott eldhús með
borðkrók, baðherbergi með kari, tvö barnaher-
bergi, hjónaherbergi með góðu skápaplássi,
geymsla og björt stofa. Mjög góð staðsetning,
stutt í Lágafellskóla og leikskóla.
Verð 14,3 m. Áhv. 6,2 m.
Reykjabyggð - einbýli *NÝTT Á
SKRÁ* Vorum að fá mjög fallegt 173,2 fm einbýl-
ishús á einni hæð með bílskúr á gróinni lóð, innar-
lega í botnlanga í Mosfellsbæ. Húsið skiptist í
stóra stofu og eldhús, sjónvarpskrók, 4 svefnher-
bergi, baðherbergi með kari og minna baðher-
bergi með sturtu, þvottahús og 25 fm bílskúr. Fal-
legt útsýni er frá húsinu yfir sveit og fjöll.
Verð 27,9 m. Áhv. 16,4 m.
Þverholt - „penthouse íbúð“
Erum með 159,9 fm, 5 herbergja penthouse-
íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli. Íbúðin er
113 fm að grunnfleti auk 46,9 fm rislofts. 3
svefnherbergi, stórt eldhús, sérþvottahús,
geymsla, borðstofa og baðherbergi á aðal-
hæð en stór stofa og svefnherbergi er á ris-
lofti. Íbúðin er björt og rúmgóð og stutt er í
alla þjónustu.
Verð 16,2 m. Áhv. 8,4 m (5,9 í bygginga-
sjóð).
Álmholt - 142 fm hæð + tvöf.
bílskúr. Erum með 142,8 fm efri hæð ásamt
50 fm tvöföldum bílskúr með glæsilegu útsýni yfir
Leirvoginn og að Esjunni. Fjögur góð svefnher-
bergi, eldhús m/borðkrók, stór stofa með arni og
björt borðstofa, sjónvarpshol, baðherbergi og
gestasalerni ásamt góðu þvottahúsi. Frábær
staðsetning, neðst í botnlanga í grónu hverfi.
Húsið er til afhendingar strax.
Verð 23,9 m. Áhv. 12,7 m.
Háls í Kjósarsýslu Erum með 40 fm
bjálkabústað í skipulögðu sumarhúsalandi við
Háls í Kjós. Húsið er á tveimur 30 fm hæðum, en
efri hæð er að hluta undir súð. Á jarðhæð er stofa,
eldhúskrókur og baðherbergi, en 2 svefnherbergi
og svalir á 2. hæð. Kalt vatn og rafmagn í bú-
staðnum, rafmagnsofnar og 150 L. hitatúpa. Mjög
fallegt útsýni er frá bústaðnum yfir Hvalfjörðinn.
Verð 4,5 m.
Klapparhlíð 5 - 50 ára og
eldri Erum með 11 íbúðir í sölu í 4ra hæða
lyftuhúsi með 20 íbúðum fyrir 50 ára og eldri í
Klapparhlíð í Mosfellsbæ. Sérinngangur er í hverja
íbúð af svalagangi með glerskermun. Innangengt
er í bílageymslu með 16 bílastæðum. Húsið er
einangrað að utan og klætt með bárumálmklæðn-
ingu og harðvið. Þetta eru 3ja herbergja íbúðir
107 - 120 fm, verð frá kr. 15,6 m - 19,5 m. Íbúð-
irnar verða afhentar í október nk.
www.fastmos.is
ÁBENDING!
Hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar er það aðeins löggiltur fast-
eignasali sem skoðar allar eignir, verðmetur og sér um allan
skjalafrágang varðandi kaup og sölu á fasteignum. Þetta virðist
ekki vera sjálfgefið í dag! Vertu viss um að löggiltur fasteigna-
sali sjái um fasteignaviðskipti þín - frá upphafi til enda!
ERUM VIÐ MEÐ KAUPANDA
AÐ ÞINNI EIGN?
Hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar er fjöldi kaupenda á skrá sem
bíður eftir draumaeigninni í Mosfellsbæ. Hver veit nema að
kaupandi bíði eftir þinni eign. Hafðu samband við okkur hjá
Fasteignasölu Mosfellsbæjar og kannaðu málið.
Klapparhlíð - 2ja herbergja
Erum með 2ja herbergja íbúðir til sölu í nýbygg-
ingum við Klapparhlíð. Íbúðirnar eru 63-66 fm á
1., 2. og 3. hæð. Þeim verður skilað fullfrágengn-
um án gólfefna, en baðherbergis- og þvottahús-
gólf verða flísalögð. Fallegar mahogny innrétting-
ar í eldhúsi og svefnherbergi, en sprautulökkuð
innrétting á baði.
Verð frá 10,6 m. - 11,1 m.
Veghús - 2ja herb. *NÝTT Á SKRÁ*
Vorum að fá fallega og rúmgóða 2ja herbergja 70
fm íbúð á 9. hæð í 10 hæða fjölbýli með mjög
miklu útsýni yfir Reykjavík, sundin og að Esjunni.
Stór stofa/borðstofa, eldhús með fínni innréttingu,
baðherbergi m/kari og þvottaaðstöðu og svefn-
herbergi með stórum fataskáp.
Verð 10,9 m.
Réttarholt - Gnúpverjahreppi
Jörðin Réttarholt, við Árnes í Gnúpverjahreppi er
7 ha ræktað land ásamt 200 fm útihúsum og 300
fm hlöðu. Á jörðinni er einnig heitt og kalt vatn
ásamt rafmagni og steyptri plötu fyrir hús. Tilvalin
eign fyrir útivistar- og hestafólk.
Verð 7,2 m.
Frostafold - 3ja herb -
Grafarvogi
Rúmgóð 96 fm, 3ja herbergja íbúð á efstu
hæð í 3ja hæða fjölbýlishúsi, sérinngangur er
af opnum svalagangi. Íbúðin skiptist í hol,
stóra stofu, setustofu, eldhús með borðkrók,
baðherbergi m/kari, gott hjónaherbergi og
barnaherbergi. Eikarparket á stofu, flísar á
setustofu en linoleum dúkur öðrum gólfum.
Þetta er falleg og björt íbúð á góðum stað í
Grafarvogi.
Verð 12,9 m. - afhending í júlí nk.
TÚLÍPANAR eru fjölærar lauk-
plöntur sem geyma forða í laukum
sínum yfir óhagstæð tímabil ársins.
Þeim má skipta gróflega í tvo flokka,
garðatúlípana sem eru í ótal út-
gáfum og svo villitúlípana. Á vaxt-
arsvæðum túlípana eru
sumurin heit og þurr og
liggja laukarnir þá í
dvala. Yfir veturinn er
það svo kuldinn sem
kemur í veg fyrir að
laukarnir vaxi upp. Þeg-
ar hlýnar á vorin verður
rakt í lofti og laukarnir
vaxa upp og blómstra á
þessu stutta vaxtar-
tímabili. Við blómg-
unina tæmist næringin
alveg úr lauknum og
viðkomandi laukur
deyr. Plantan myndar
hins vegar nýja hliðar-
lauka sem taka við af
móðurlauknum. Eftir að
blómgun lýkur standa
blöð laukanna eftir og
safna næringarforða í nýju hliðar-
laukana. Þegar hitnar enn frekar
fella laukarnir blöðin og leggjast aft-
ur í dvala yfir heitt og þurrt sum-
arið. Til þess að geta blómstrað þarf
laukurinn að ná ákveðinni stærð,
venjulega verður einn hliðarlauk-
anna stærstur og er það hann sem
blómstrar næsta vor.
Ræktun túlípanalauka hérlendis
fer þannig fram að laukarnir eru
settir niður að haustlagi, í október-
nóvember. Laukana þarf að gróður-
setja fremur djúpt en almennt er
miðað við það að jarðvegslagið sem
fer ofan á laukinn sé tvöföld þykkt
lauksins. Túlípanar þurfa frjósaman
og vel framræstan jarðveg, gott er
að blanda dálitlum sandi saman við
jarðveginn til að tryggja loftinnihald
og frárennsli. Þeir þurfa sólríkan og
hlýjan vaxtarstað eigi þeir að þrífast
vel og ekki er verra að
þeir séu í skjóli því
blómin eru oft stór og
taka á sig vind.
Það sem helst haml-
ar ræktun garðatúlíp-
ana hérlendis er það að
laukarnir ná ekki að
vaxa upp í fulla blómg-
unarstærð eftir blómg-
un. Næsta vor verður
blómgunin þá lítil og lé-
leg og fáir garðatúlíp-
anar ná að lifa þriðja
árið, nema þeir séu á
sérlega góðum og hlýj-
um vaxtarstað. Sumir
garðeigendur leggja
það á sig að grafa lauk-
ana upp eftir blómgun,
koma þeim fyrir til
dæmis inni í gróðurhúsi þar sem er
þurrt og hlýtt og láta þá klára að
safna næringarforða þar inni. Þegar
blöðin eru visnuð eru laukarnir svo
flokkaðir eftir stærð og um haustið
eru stærstu laukarnir gróðursettir
aftur. Villitúlípanar hins vegar þríf-
ast ágætlega hérlendis og geta lifað
árum saman og blómstra alltaf jafn-
vel, án þess að viðhafa þurfi sérstak-
ar tilfæringar til þess að þeir dafni.
Þegar laukarnir eru settir niður
er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum
á umbúðum laukanna um millibil.
Millibil milli lauka getur verið á
bilinu 10–30 cm, allt eftir umfangi
viðkomandi yrkis. Túlípanar verða
að vera nokkrir saman í þyrpingu,
fátt er einmanalegra en einn túlípani
stakur í beði. Í raun er lágmark að
hafa 5 túlípana í hóp til að plönturn-
ar njóti sín, þeir mega alveg vera
fleiri. Blómgunartími túlípana er allt
frá því í apríl og fram á mitt sumar.
Þannig er hægt að vera með
blómstrandi túlípana í garðinum all-
an fyrri hluta sumarsins.
Garðatúlípanar eru hópur blend-
inga sem fást í ótal yrkjum og
blómstra á mismunandi tíma. Hægt
er að flokka garðatúlípana í fjöl-
marga flokka eftir blómlögun og
blómgunartíma og verða nokkrir
flokkar tilgreindir hér. Listinn er þó
ekki tæmandi.
Einfaldir, snemmblómstrandi túl-
ípanar bera einföld blóm og
blómstra einna fyrst af garðatúlí-
pönum eða í apríl–maí. Þeir eru
fremur lágvaxnir, 30–40 cm á hæð.
Fylltir, snemmblómstrandi túlíp-
anar bera fyllt blóm og blómstra líka
í apríl–maí. Þeir eru einnig lágvaxn-
ir, 30–40 cm háir.
Einfaldir, síðblómstrandi túlípan-
ar (Kotatúlípanar) bera blóm sem
eru aflöng og eru blómin oft tvílit,
blómgunartíminn er júní–júlí. Þeir
eru hávaxnir, 60–70 cm.
Tromptúlípanar blómstra í júní.
Þeir eru með einföld, oft tvílit blóm
en einnig finnast þar einlit yrki.
Tromptúlípanar eru um 50 cm háir.
Darwins-túlípanar blómstra einn-
ig í júní. Þeir eru með einföld blóm í
ýmsum litum. Hæð þessa flokks er í
kringum 60 cm.
Liljutúlípanar eru mjög sérstakir
og ákaflega vinsælir. Krónublöð
blómanna sveigjast út á við og minna
þannig á liljur. Liljutúlípanar eru í
ýmsum litum og blómstra í júní. Þeir
ná 60–70 cm hæð.
Rembrandt- og páfagaukatúlípan-
ar innihalda veirusýkingu sem gerir
það að verkum að blómin verða eins
og sprengd á litinn. Jaðar krónu-
blaðanna er oft kögraður. Þeir eru
mjög skrautlegir, blómstra í júní–
júlí og hæðin er 30–60 cm.
Fylltir, síðblómstrandi túlípanar
eru skállaga og fyllt blóm sem minna
þannig á blóm bóndarósa. Þeir
blómstra í júní–júlí og ná 50–60 cm
hæð.
Grænblóma túlípanar bera blóm
sem eru græn í grunninn en svo eru
aðrir litir með þessum græna. Þeir
geta verið ákaflega skrautlegir.
Blómgunartíminn er í júní og þeir
geta verið 40–60 cm háir.
Margblóma túlípanar bera nokkur
blóm saman á hverjum stilk en aðrir
garðatúlípanar eru alltaf með eitt
blóm á hverjum stilk. Þeir blómstra í
júní–júlí og eru í hávaxnari kantin-
um, 50–70 cm.
Svo er það í þessu eins og öllu
öðru, sá á kvölina sem á völina…
Guðríður Helgadóttir,
garðyrkjufræðingur
Túlípanaræktun
VIKUNNAR
BLÓM
Um s j ó n S i g r í ð u r
H j a r t a r
514. þáttur