Morgunblaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 42
42 C MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Glæsilegar fullbúnar íbúðir Við bjóðum vandaðar, nýtískulegar og vel hannaðar 2ja og 3ja herbergja íbúðir í 101 Skuggahverfi. Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar án gólfefna. Hverri íbúð fylgir bílastæði í lokaðri bílageymslu. Gerið samanburð á gæðum og verði við aðrar eignir á svæðinu. 2 og 3 herbergja íbúðir í miðborginni Íbúðir til afhendingar í október 2004 Verðdæmi: 68 m2 2 herb. 15,7 m kr.* 95 m2 2 herb. 20,4 m kr.* 96 m2 2 herb. 20,3 m kr.* 101 m2 3 herb. 21,9 m kr.* 105 m2 3 herb. 24,6 m kr.* 126 m2 3 herb. 25,9 m kr.* Bílastæði í lokaðri bílageymslu fylgir. www.101skuggi.is Sími 588-9090 *m. v. byggingavísitölu 6 3 7 3 18 9 Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fastsali. Gsm 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 4RA-5 HERBERGJA ÁLFASKEIÐ Falleg 4ra-5 herb. endaíbúð 115,5 fm á 4. hæð í góðu fjölbýli ásamt 13,2 fm sér- geymslu og 23,7 fm bílskúr. Mikið endur- nýjuð eign. Nýleg eldhúsinnrétting, 3 svefnherb., baðherb. með baðkari, rúm- góð stofa, sjónvarpshol, tvennar svalir, góð gólfefni. Gott þvottaherb. í íbúð. Vönduð eign í góðu ástandi. Áhvíl. 8 millj. Verð 15.9 millj. 4RA HERBERGJA HRAUNBÆR 3JA HERBERGJA VEGHÚS KLEPPSVEGUR 3ja herb. íbúð 82,7 fm á 4. hæð í lyftuhúsi. Stofa, 2 svefnherb., eldhús og bað. Suð- ursvalir. Sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús og þurrkherb. í kjallara. Íbúðin þarfnast endurbóta. Skuldlaus eign. Verð 11 millj. Gullfalleg 3ja herb. íbúð á jarðhæð með sérgarði og bílskúr. Fallegar innrétting- ar. Parket og flísar á gólfum. Áhvílandi húsbréf 6.5 millj. Verð 14 millj. Falleg 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Björt stofa, ný innrétting í eldhúsi, fallegt baðherb. og 3 svefnherb. Skuldlaus eign. Verð 13,3 millj. STIGAHLÍÐ RAUÐARÁRSTÍGUR Til sölu 3ja herb. íbúð 58,1 fm á 1. hæð auk sérgeymslu í risi. Stofa, tvö svefn- herb., endurnýjað eldhús, bað með sturtu og tengi fyrir þvottavél. Parket og flísar á gólfum. Vestursvalir. Verð 10,5 millj. ATVINNUHÚSNÆÐI KÁRSNESBRAUT Iðnaðarhúsnæði á jarðhæð 88,9 fm. Skiptist í vinnusal, kaffistofu og snyrtingu. Góðar innkeyrsludyr og göngudyr. Loft- hæð u.þ.b. 3,7 m. Laust strax. Áhvílandi 3,4 millj. FISKISLÓÐ Til sölu iðnaðarhúsnæði 499,2 fm. Húsið er stálgrindarhús á 2 hæðum að hluta til. Húsið er hentugt til ýmis konar fiskvinnslu eða skyldra starfa. Verð 39,0 millj. Falleg og rúmgóð 3ja herb. endaíbúð á 1. hæð í góðu og vel staðsettu fjölbýli. Góð innrétting í eldhúsi. Flísalagt bað. Verð 12,9 millj. VIÐURNEFNINU „skúlptúr“ er í daglegu tali splæst á alla skapaða hluti af fólki með meiningar um hönnun og er þá meint sem hrós. Mörgum þykir nóg um þar eð bróðurpartur þess sem um er rætt á nafnbótina hvergi skilda. En inni á milli eru auðvitað meist- arastykki sem eru hreinn skúlptúr þegar horft er hjá notagildi hlut- arins. Má þar nefna plaststólinn eftir Verner Panton, Savoy- vasann eftir Aalto eða Casa Batllò í Barcelona eftir Gaudí. Einnig er í þessum flokki sófaborð sem kennt er við hönnuð þess, jap- anska myndhöggvarann Isamu Noguchi. Noguchi lét eitt sinn hafa eftir sér að allt væri skúlptúr í sínum augum; hvaða hráefni eða hugmynd sem tekur sér form og verður að veruleika er í reynd skúlptúr. Hvort sem fólk deilir þessu við- horfi eður ei er borðið ein sönnun þess fornkveðna að í einfaldleik- anum felst iðulega besta lausnin. Um er að ræða tvö hráefni, við og gler, og þrjá hluta, tvískiptan fót- grunn og borðplötu. Grunnurinn samanstendur af tveimur L-laga viðarplötum sem eru festar saman í annan endann þannig að þær mynda tæplega 90° horn sem snertir gólfið í endana og í mið- punktinum. Þar sem stykkin tvö sem mynda grunninn eru eins, eru snertipunktarnir við glerið ná- kvæmlega sams konar. Ofan á hvílir svo rúnnuð glerplatan, tæp- lega ¾ úr tommu að þykkt. Flókn- ara er það nú ekki – nema hvað grunnurinn, sem er úr eik, er fá- anlegur í náttúrulegum eikarlit eða biksvartur. Áhugasömum er bent á að ósvikin eintök eru með áritun hönnuðarins greypta af framleiðslufyrirtækinu í borð- plötukantinn auk þess sem upp- hafsstafina I.N. má finna á smárri málmplötu á botni viðargrunnsins. Isamu Noguchi var haldið um sjö mánaða skeið í fangabúðum í Arizona fyrir Japani búsetta í Bandaríkjunum undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Vegna tím- ans sem þar glataðist ákvað hann að helga líf sitt listinni eingöngu og einsetti hann sér að öll hans verk skyldu uppfylla skilyrði notagildis og fegurðar í senn, ell- egar yrðu þau ekki að veruleika. Þegar hann gat loks um frjálst höfuð strokið tók hann þegar til óspilltra málanna og meðal hug- arsmíða hans eru leikvellir, torg, húsgögn, garðar, gosbrunnar, leikmyndir fyrir leikhús og brjóst- myndir höggnar í stein. Óhætt er að segja að sófaborð Noguchis uppfylli áðurnefnd skil- yrði hans fyrir því að hugmynd fengi efnislega tilveru. Í því má finna fágæta formfegurð án þess að það komi á nokkurn hátt niður á notagildinu – listaverk og hag- nýtt húsgagn í senn. Oft er sagt að borðið henti heimilum hvort sem þar búi einn eða fleiri því það virki hvetjandi á samræður en líka róandi fyrir þá sem vilja hug- leiða í einrúmi. Form borðsins „per se“ er auðvitað snilld út af fyrir sig, en það sem gerir hönn- unina tímalausa er auðvitað að hafa borðplötuna gagnsæja svo hún skyggi ekki á fæturna. Isamu Noguchi lést í New York hinn 30.desember 1988. Sígild hönnun Tær snilld – bókstaflega jonagnar@mbl.is Noguchi-sófaborðið Hönnuður: Isamu Noguchi 1944 UPPBOD.IS er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í rafrænu uppboði á antikmunum. Vefurinn var opnaður formlega hinn 17. júní sl. Hjónin Ari Magnússon antikkaup- maður og Guðrún Þórisdóttir, graf- ískur hönnuður, eiga og reka upp- bod.is en Ari rekur einnig verslunina Antikmuni á Klapparstíg 40. Á uppbod.is verður hægt að kaupa og selja antikvörur og hefur Ari milligöngu um viðskiptin. Ari segir að þörfin fyrir trausta þjónustu af þessu tagi hafi verið orð- in mikil og alltaf komi betur og betur í ljós að Netið er viðskiptamáti fram- tíðarinnar. Hugmyndin að vefnum hafi kviknað vegna þess að nokkuð hafi verið um að fólk leitaði til hans um milligöngu um sölu á antikmun- um eða hafi viljað fá fagmann til að aldursgreina og verðleggja muni fyr- ir sig. Einnig hafi hann orðið var við það að mörgum, sem þurfa að selja munina sína, er af ýmsum ástæðum illa við að auglýsa og fá ókunnuga heim til sín. Uppbod.is leysir þeirra vanda. „Mín sérþekking liggur helst í antikmunum. Móðir mín, Magnea Bergmann, stofnaði verslunina Antikmuni árið 1974 og ég er því að hluta til alinn upp í þessu umhverfi. Árið 1991 tók ég við versluninni og hef rekið hana síðan og þekking mín er að mestu leyti byggð á rekstri þessarar verslunar.“ Ari segir að töluvert eigulegra antikmuna sé til hér á landi. Eigend- ur þeirra eigi stundum erfitt með að gera sér grein fyrir verðmæti eigin muna og því sé nauðsynlegt að fá þriðja aðila til að meta hlutinn, bæði með tilliti til aldurs og verðgildis. „Við höfum haft það að leiðarljósi að versla eingöngu með vandaðar vörur og svo mun einnig verða á upp- bod.is. Ég legg metnað minn í það að gera þetta eftir bestu getu og af þeirri reynslu sem ég hef viðað að mér í gegnum tíðina. Það er ekki á hvers manns færi að selja antik því það þarf ákveðna þekkingu til að geta metið og greint slíka muni. Við teljum okkur vera að koma til móts við þessar þarfir með þessum vef.“ Þeir sem hafa áhuga á að selja muni á uppbod.is geta haft samband við Ara Magnússon í Antikmunum á afgreiðslutíma verslunarinnar, eða sent tölvupóst á uppbod@uppbod.is. Ari mun dæma um hvort varan upp- fyllir þær gæðakröfur sem fyrirtæk- ið viðhefur. Reynist svo vera kemur seljandi vörunni til uppbod.is og síð- an verður hún boðin upp á vefnum, í samráði við seljanda. Þá er hægt að skoða og bjóða í vöruna á vefnum. Uppbod.is tekur 12% í sölulaun og dragast þau af slegnu söluverði, en síðan bætast 18,8% við þá upphæð sem kaupandi greiðir. Ari segir að þetta sé svipað fyrirkomulag og tíðk- ast í sambærilegum uppboðum ann- ars staðar. Nú þegar eru margir eigulegir hlutir komnir í uppboðsmeðferð hjá uppbod.is. Má þar t.d. nefna fransk- an blaðgylltan spegil frá því um 1850 eða fyrr og tvo antik-íkona sem og ýmislega aðra muni, en fyrsta upp- boðinu lýkur þann 1. júlí nk. Antikmunir boðnir upp áNetinu Morgunblaðið/G.Sig. Ari Magnússon situr í dönskum sófa frá því um 1900 sem er til sölu í Antik- munum. Sófinn er í svokölluðum Jugend-stíl og er nýbólstraður af Hafsteini Gunnarssyni bólstrara. Hann dugar næstu kynslóð, að sögn Ara. Franskur antikspegill með blaðgyll- ingu frá því um 1850. Svarta rósin er fágætt stell. FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.