Morgunblaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 44
ÞEGAR plöntur eru valdar saman t.d. í ker eða beð er mikilvægt að gæta þess að halda jafnvægi í litum og formum. Steinar segir að sama hugsun liggi að baki samsetningu plantna í blómaker og í aðrar blómaskreytingar. Einhver einn litur eða form á að vera ríkjandi og síðan er unnið út frá því. Varast ber að setja saman grunnliti, svo sem hágulan og hárauðan, en þeir litir geta verið erfiðir saman. Sé það gert samt sem áður þarf að gæta þess að meira sé af öðrum litnum, þannig að skreytingin sé annað hvort rauð eða gul með ögn af hinum grunnlitnum. Flestir vinna þó með litatóna, þ.e.a.s. að tóna út frá t.d. rauðum lit en blanda kannski and- stæðum við í minna magni til að skerpa skreytinguna og skapa ákveðna spennu. Grænt er t.d. andstæðan við rautt, blátt er andstæða við gult o.s.frv. Einnig má nota litahringinn til að glöggva sig á litasamsetn- ingum ef maður er óöruggur. Það sama gild- ir um form og áferð samplantnanna - eitt form á að vera ríkjandi, kringlótt, ferkantað eða þríhyrnt o.s.frv. og ein gerð áferðar, glansandi, matt, loðið o.s.frv. sem síðan er unnið út frá. Þetta eru þær grunnreglur sem fagfólk vinnur gjarnan út frá, jafnt í blómaskreyt- ingum sem heilu görðunum, að sögn Stein- ars. Runnar og tré henta í ker Steinar segir að vel megi nota litla runna og tré í blómapotta og ker og á myndunum hér með má sjá sýnishorn af því. „Í þessum kerjum eru engar blómjurtir heldur runnaplöntur með mismunandi lita- tónum í blöðunum, allt frá gulu og yfir í rautt. Mig langaði að sýna andstæður í lögun blaðanna, lit og áferð.“Í stærsta pottinum er rauðblöðóttur broddhlynur, fjallarós, sígræn fjallaþöll og lindifura. Sama þema er notað í minni pott en Steinar segir að smekklegt sé að láta misstóra potta með sama þema standa saman. Í þann pott valdi Steinar lin- difuru og síberíuhlyn, en einnig rauðblöð- óttan purpurabrodd og gulblöðótta snækór- ónu, sem aðallega er ræktuð vegna blaðfegurðar. Í þriðja pottinum eru fjallarós og purpurabroddur í aðalhlutverki. Til að þekja moldina notar Steinar mosa og sprek, en hann segir að einnig megi nota möl eða tjákurl, eða hvað annað sem hug- myndaflugið blæs manni í brjóst. Pottarnir eru augnayndi á svölum eða ver- öndum og runnarnir eiga að lifa veturinn af. Potturinn heldur þó eitthvað aftur af vexti plantnanna vegna þess hve vaxtarrýmið fyr- ir ræturnar er skert. Plönturnar geta vaxið í pottunum í tvö til þrjú ár, en þá eru þær í flestum tilfellum orðnar of fyrirferð- armiklar. Þá er kjörið að planta þeim út í garð eða í skógræktina við sumarbústaðinn. Runnaplönturnar þurfa sömu umönnun og venjuleg sumarblóm í kerjum og ekki er ráð- legt að yfirgefa þær í langan tíma án þess að gera nokkrar ráðstafanir, því sjaldnast dug- ar regnvatnið eitt og sér til að vökva plöntur í pottum. „Eitt ráð er að kaupa vatnskristalla sem fást í blóma- og garðvöruverslunum og blanda þeim saman við moldina. Þeir sjúga í sig vatn og miðla til plöntunnar eftir þörfum. Sé þetta gert þarf ekki að vökva eins oft, og þá má kannski kaupa nokkurn frest með þessu. Allar plöntur hafa gott af áburð- arvatni.“ Að velja saman liti og form Lindifura, síberíuhlynur, purpura- broddur og gulblöðótt snækóróna. Fjallarósin er fögur. Hér sjást vel andstæður í litum og áferð. Hér eru fjallarós og purpurabroddur í aðalhlutverki. Rauðblöðóttur broddhlynur með fjallarós, fjallaþöll og lindifuru. 44 C MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ STEINAR Björgvinsson var sæmdur titl- inum Íslandsmeistari í blómaskreytingum árið 2004 fyrr á árinu. Steinar starfar hjá Blómálfinum við Vesturgötu á veturna en á sumrin snýr hann sér að öðrum störfum á sviði gróðurs og ræktunar. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar starfrækir Gróðrarstöðina Þöll við Kaldárselsveg en Steinar er ræktunarstjóri þar og eyðir sumr- inu við hlið Hólmfríðar Finnbogadóttur, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Hafn- arfjarðar. Félagið var stofnað árið 1946 og nú eru í því á sjötta hundrað félagar - og fer fjölgandi að sögn Hólmfríðar. Fleira gott fólk starfar einnig við stöðina og hjá Skógræktarfélaginu og nú eru meðal annarra ungmenni á vegum Landsvirkjunar í stígagerð og gróðursetn- ingu og öðrum tilfallandi störfum. Í upphafi var stöðin stofnuð til að fram- leiða tré til gróðursetningar á útivistarsvæð- inu ofan Hafnarfjarðar, sem Skógræktar- félagið sér um. Síðan hefur starfsemin þróast yfir í það að selja einnig plöntur til al- mennings og hefur úrvalið aukist jafnt og þétt. Trjásýnilundur Allar plönturnar eru aldar upp í stöðinni, annaðhvort af fræi eða græðlingum, og hafa verið reyndar við náttúrulegar aðstæður. Steinar segir að áhugamenn og safnarar komi jafnvel með fræ og græðlinga og gefi stöðinni til reynslu. Fyrir neðan gróðrarstöðina, í Höfðaskógi, sem er rétt upp af Hvaleyrarvatni, er trjásýnilundur, sem er safn trjáa og runna. „Við erum búin að safna saman um tvö hundruð mismunandi tegundum og yrkjum trjáa og runna sem við höfum gróðursett við göngustíga sem liggja í hring hér í skóginum og fólk getur skoðað þær og séð hvernig þær standa sig. Þær hafa þurft að spjara sig við náttúrulegar aðstæður og án mikillar ut- anaðkomandi aðstoðar og gefa því góða mynd af því hvað hentar best til ræktunar í sumarbústaðalönd o.þ.h. ekki síður en í garða,“ segir Steinar. Úrvalið af fallegum plöntum í garða er mikið en Steinar segir að núorðið sé mun auðveldara að rækta plöntur sem áður var ekki talið ráðlegt að reyna. Hlýnandi veð- urfar með aukinni gróðursæld og skjóli helst í hendur við að auðvelda ræktun nýrra og viðkvæmari tegunda. Þá hefur áhugi almenn- ings á skógrækt aukist gífurlega hin síðari ár og Steinar telur að það hljóti að vera ein- stakt á heimsmælikvarða. „Óvíða í heiminum annars staðar en á Íslandi er hægt að kaupa land og hefja skógrækt að eigin geðþótta. Við seljum mjög mikið af skógarplöntum af mismunandi tegundum í bökkum til almenn- ings, sem ætlar að nota þær við að rækta skóg á landinu sínu eða við sumarbústaðinn. Þá er einnig vert að geta þess að ein mesta skógrækt á landinu fer fram á höfuðborg- arsvæðinu, enda hefur loftslagið hér tekið stórfelldum breytingum.“ Áherslurnar í garðrækt hafa hins vegar breyst töluvert hin síðari ár, að mati Stein- ars. „Ef maður horfir til baka sér maður hvernig áherslurnar breytast. Alaskaösp var til dæmis mikið seld fyrir nokkrum árum, en hún var mjög vinsæl vegna þess hve hratt hún óx og var beinvaxin. Þá var þetta alveg nýtt fyrir okkur Íslendingum. En nú er lítið spurt eftir henni og hún er ekki lengur eft- irsótt í garða vegna þess hve plássfrek hún er og með stórt rótakerfi. Nú beinist áhug- inn að minni trjám enda er úrvalið af þeim orðið talsvert. Sem dæmi um slík tré má nefna síberíuhlyn og gljáhlyn sem eru mun sterkari en t.d. japanshlynur sem marga dreymir um að rækta, kúrileyjakirsi, blend- ingsgullregn, alpareyni, alaskaepli sem og ótalmargar aðrar tegundir skrauttrjáa sem lifa hér góðu lífi.“ Vinsælast í dag Nýjustu tegundirnar í Gróðrarstöðinni Þöll eru t.d. fyrrgreindur síberíuhlynur, sem er nett garðtré og verður líklega ekki mikið meira en 3–4 metrar á hæð og fær af- skaplega fallega rauða haustliti. Þá má nefna blóðhegg sem er með purpuralitum blöðum allt sumarið og blómstrar bleikum blómum í klösum. Næfurbjörk er seld bæði í pottum og bökkum, en hún er glæsilegt beinvaxið birki með ljósan stofn. Hún er ræktuð upp af fræi sem félagar í Skógræktarfélaginu söfn- uðu í Alaska árið 2001. Sitkaelri er harð- gerður og frísklegur runni með stórum blöð- um og fallegum hangandi reklum. Hann þolir vel að vera í rýrum jarðvegi. Steinar bendir á að heimilisgarðurinn sé alltaf í mótun. Gróðurinn er lifandi og tekur sífelldum breytingum, runnarnir stækka, trén hækka og fjölæringarnir vaxa úr sér. Það er því aldrei hægt að segja að garðurinn sé kominn í endanlegt horf og fólk getur allt- af skipt um skoðun ef það vill breyta yf- irbragði garðsins. Meiri áhugi á skrauttrjám og blómstrandi runnum Áherslur í garðrækt hafa breyst mikið á síðustu árum og nú er meiri áhugi á ræktun nettra skrauttrjáa og blómstrandi runna. Guðlaug Sigurðardóttir ræddi við Steinar Björgvinsson, Íslandsmeistara í blómaskreyt- ingum, en hann er ræktunarstjóri Gróðrarstöðvarinnar Þallar ehf. við Kaldárselsveg. Morgunblaðið/G.Sig. Það er stutt í brosið hjá Hólmfríði Finn- bogadóttur og Steinari Björgvinssyni hjá Gróðr- arstöðinni Þöll og þau eru reiðubúin að leiðbeina fólki við plöntuval. gudlaug@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.