Morgunblaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.06.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2004 C 31                         Bogahlíð Mjög falleg 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í fallegu húsi við Bogahlíð í Reykjavík. Rúmgóða stofa, tvö góð svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Sameiginlegt þvotta- hús og sérgeymsla í risi. Nýtt gler er í allri íbúðinni. Frábær staðsetn- ing. Verð 12,9 millj. 3ja herb. Engihjalli 3ja herbergja 89,2 fm íbúð á 10. hæð með stórglæsilegu útsýni í vestur og norður. Esjan, Faxaflói og Reykjanes blasa við í öllu sínu veldi. Eign á góðum stað. Verð 12,2 millj. Lómasalir Stór og sérlega rúmgóð 3ja her- bergja, 102 fm íbúð á 1. hæð með suðurgarði. Sérinngangur af svöl- um. Stæði í bílageymslu fylgir íbúð. Parket og flísar á gólfum. Verð 15,7 millj. Baldursgata Höfum til sölu 3ja herbergja neðri sérhæð í tvíbýlishúsi. Húsið er allt endurviðgert að utan en þarfnast lagfæringa að innan. Garður á bakvið er nýhellulagður og þar er endurnýjuð útigeymsla sem býður upp á ýmsa möguleika. Verð 14,1 millj. Básbryggja Stórglæsileg 4ra-5 herbergja 146 fm penthouse íbúð á tveimur hæðum. Íbúðin er frábærlega hönnuð með skemmtilegt skipu- lag og allt fullklárað á vandaðasta hátt. Parket og flísar á gólfum, rúmgóð herberg og góðir skápar. Vestursvalir, fallegur garður. Eign fyrir vandláta. Verð 20,5 millj. Blásalir Glæsileg 4ra herbergja íbúð á 10. hæð. Stórkostlegt útsýni er úr íbúðinni. Parket er á allri íbúðinni nema dúkur á baðgólfi og þvotta- herbergi. Allar innréttingar eru úr maghóní sem og innihurðir. Gott skápapláss er í öllum herbergjum. Verð 20,7 millj. Andrésbrunnur Falleg og skemmtilega innréttuð 4ra herbergja 112 fm íbúð á hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bíla- geymslu. Forstofa með fatahengi. Sérþvottahús og geymsla. Stofa með útgangi á suðursvalir. 3 svefnh., öll með fataskápum. Bað- herbergi flísalagt með baðkari. Íbúðin er fullinnréttuð en án gólf- efna. Sameign fullfrágengin. Verð 17,9 millj. Jónsgeisli Fallegt og vel hannað 196 fm tví- lyft parhús í norðuhluta Grafar- holts, byggt úr forsteyptum ein- ingum. Húsið er sérlega rúmgott Húsið afhendist að innan langt komið tibúið undir tréverk, rör í rör lagnakerfi, veggir tilbúnir til spörslunar, hluti raflagna komin o.fl. Lóð grófjöfnuð. Húsið skilast fullbúið að utan. Verð 20,9 millj. Þorláksgeisli Glæsilegt og vel skipulagt raðhús (endahús) í suðurhlíðum Grafar- holts með golfvöllinn í næsta ná- grenni. Húsið er úr forsteyptum einingum og er því að verða tilb. undir tréverk. Húsinu verður skilað fullb. að utan, með grófjafnaðri lóð Verð 19,3 millj. Innréttingar eru úr Maghony sem og innihurðir. Gott skápapláss er í öllum herbergjum. Verð 20,7 millj. 4ra-7 herb. Parhús Rekagrandi Mjög falleg 3ja herb. 101 fm íbúð á jarðhæð ásamt stæði í bílskýli. Rúmgott parketlagt hol með góð- um fataskáp. Sérþvottahús inn af eldhúsi. Sérstæði í lokuðu bílskýli. MJÖG FALLEG ÍBÚÐ, FRÁBÆR STAÐSETNING. Verð 16,5 millj. Lómasalir Stórglæsileg 120,8 fm endaíbúð á 3. hæð í nýju 5 hæða lyftuhúsi á frábærum stað í Salahverfi í Kópa- vogi. Íbúðinni fylgir stæði í bíl- geymslu (innangengt í sameign). Lokaður stigagangur með lyftu en opinn svalagangur að íbúðinni. Vandaðar mahogný innréttingar, hurðir og skápar. Parket og flísar. Glæsilegur garður, mikið útsýni. Verð 18,9 millj. Furugerði Stórglæsilegar íbúðir í sérbýli sem verið er að breyta frá grunni. Íbúð- irnar eru 2 hæða glæsiíbúðir með öllu sér. Forstofa flísalögð. Allar innréttingar eru frá HTH, bæði baðherb. flísalögð með upphengd salerni og lýsing og hönnun lýsing- ar er frá Lúmex. Um er að ræða tvær 3ja herbergja íbúðir og eina 4ra herbergja. Verð frá 26,3 millj. Raðhús Leó E. Löve Hrl. og löggiltur fasteignasali Kristinn B. Ragnarsson Viðskiptafræðingur Sigfús Aðalsteinsson Sölustjóri Á ÁBERANDI stað við hin mis- lægu gatnamót Grafarvogs og Grafarholts er risið 3.600 ferm. hús. Þar er að verki byggingarfyr- irtækið Gullhamrar, en húsið stendur við Þjóðhildarstíg 2. Það er sérhannað fyrir veitingarekstur og verzlunarstarfsemi. Á jarðhæð hefur Kaupás, sem m. a. rekur Nóatún, tekið á leigu 1.200 ferm. húsnæði undir verzlun, en 2.400 ferm. verða notaðir fyrir skemmti- stað og veitingahús. Húsið er steinsteypt og klætt að utan með jatobaklæðningu og múrað með stoðmúrkerfi, en hönn- uðir eru arkitektarnir Manfreð Vilhjálmsson, Árni Þórólfsson og Steinar Sigurðsson. Húsið er byggt í boga. Það stendur á áber- andi stað á hornlóð og blasir við, þegar ekið er inn í Grafarholts- hverfið. Mikið útsýni er frá þessari nýbyggingu til Úlfarsfells og Esju. „Veitingahúsið fær heitið Gull- hamrar, sem er sama nafn og á veitingastaðnum, sem ég rak áður fyrr í Iðnaðarmannahúsinu að Hallveigarstíg 1 í Reykjavík,“ seg- ir Lúðvík Halldórsson, stjórnarfor- maður Gullhamra og einn aðaleig- andi fyrirtækisins. „Þetta er fyrsti skemmtistaður- inn og veitingahúsið, sem reist er í hinum nýja Austurbæ og hannað frá grunni í þeim tilgangi. Allt í húsinu er miðað við það bezta, sem gerist erlendis, jafnt í hönnun sem í búnaði og tækjum. Áherzla verð- ur lögð á árshátíðir, dansleiki og aðra mannfagnaði en einnig á ráð- stefnur og aðrar samkomur af því tagi.“ Á jarðhæð er inngangur, fata- hengi og móttökubar, en á efri hæð eru tveir veizlusalir. Annar tekur um 1.000 manns í sæti og hinn tekur um 200 manns í sæti. Allt að 1.600 manns á dansleik Í báðum sölunum eru svið og stór dansgólf og salirnir verða búnir fullkomnu hljóðkerfi og myndsýningarkerfi. „Heildarfjöldi gesta á dansleik getur verið allt að 1.600 manns, en matargestir geta verið nálægt 1.000 á einu gólfi í súlulausu húsi,“ segir Lúðvík. „Þetta er að mínu mati afar vel heppnað hús og ég tel, að það sé mikill markaður eða eftirspurn eft- ir því að fá sal á einu gólfi, sem getur tekið allt að 1.000 manns í sæti í mat í einu. Ég er því sannfærður um, að húsinu verður afar vel tekið, ekki hvað sízt af íbúunum í austurhluta borgarinnar, þar sem stór hluti borgarbúa býr núna og fólki fer stöðugt fjölgandi. Yngra fólkið á þessu svæði mun taka þessu húsi fagnandi, þegar það sér að hér er loksins komið veitingahús og skemmtistaður, sem býður upp á dansleiki og full- nægir öllum nýjustu kröfum.“ Framkvæmdastjóri veitinga- hússins verður Þorleifur H. Lúðvíksson, en yfirmatreiðslu- meistari verður Guðmundur Við- arsson. Að sögn Lúðvíks er kostnaðaráætlun hússins yfir 500 millj. kr., en stefnt er að því að opna veitingahúsið um mánaða- mótin ágúst-september nk. og Nóatún mun opna verzlun sína á næstu dögum. Veitinga- og verzlunarhús rís við Þjóðhildarstíg Morgunblaðið/Árni Torfason Lúðvík Halldórsson, stjórnarformaður og einn aðaleigandi Gullhamra, og Stein- ar Sigurðsson arkitekt, einn af hönnuðum hússins. Myndin er tekin í anddyri nýbyggingarinnar. Morgunblaðið/Árni Torfason Á efri hæð verða tveir veizlusalir, sá stærri tekur 1.000 manns í sæti og sá minni tekur um 200 manns. Í báðum sölunum verða svið og stór dansgólf. Morgunblaðið/Árni Torfason Húsið er byggt í boga og er á tveimur hæðum. Það er um 3.600 ferm alls. Á neðri hæðinni verður opnuð Nóatúnsverzlun innan skamms í 1.200 ferm. hús- næði, en á efri hæð verður skemmti- og veitingastaður og húsnæðið þar er sér- hannað sem slíkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.