Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MÖRG þúsund rússneskir hermenn voru í gær sendir til borgarinnar Tsérmen í sunnanverðu landinu til að elta uppi tétsenska uppreisnar- menn sem myrtu 57 manns í skyndi- árásum sem gerðar voru samtímis á nokkra staði í sjálfstjórnarhéraðinu Ingúsetíu í Kákasus á mánudags- kvöld. Meðal hinna föllnu voru tugir lögreglumanna og þrír háttsettir embættismenn, þar á meðal heil- brigðisráðherra og einn af aðstoð- arráðherrum Ingúsetíu. Rússneskar sjónvarpsstöðvar sýndu í gær myndir af brenndum húsum og farartækjum í Ingúsetíu, víða lagði enn reyk upp í loftið. Um hundrað menn, sem talið er víst að séu herskáir Tétsenar, tóku þátt í árásunum og munu tveir þeirra hafa fallið. Mennirnir voru vopnaðir handsprengjuvörpum og léttum sprengjuflaugum, þeir lögðu m.a. undir sig ráðuneyti innanlandsmála í Nazran, stærstu borg Ingúsetíu. Bílalest rússneskra hermanna sem var á leið til borgarinnar og var stödd í um þriggja km fjarlægð var gerð fyrirsát. Þrír herbílar sáust seinna snúa aftur til Vladikavkaz, höfuðborgar Norður-Ossetíu, en ekki er vitað hve margir fallnir eða særðir hermenn voru í bílunum. Einnig réðust árásarmenn á lög- reglustöðvar í bæjunum Sleptsovsk, Karabúlak og Jandara við landa- mörk Tétsníu. Þrír liðsmenn rúss- nesku sjónvarpsstöðvarinnar NTV gengu fram á nokkra af árásar- mönnunum við landamæri Norður- Ossetíu og Ingúsetíu. Voru menn- irnir með grímur fyrir andlitinu og einn bar sjálfvirkan riffil, þeir sögð- ust vera félagar í Herfylki píslar- vottanna. „Við skutum alla hérna, segið frá því,“ sagði einn mannanna. Tétsenar eru flestir múslímar og áhrif bókstafstrúarmanna meðal þeirra hafa aukist mjög eftir að stríðið gegn Rússum hófst. Vitni sögðu að sumir árásarmennirnir hefðu hrópað „Allah er mikill!“ (Al- lah-u-Akbar) er þeir hurfu á brott. Rændu vopnabúr lögreglu Rússnesku hermennirnir héldu um borgina Tsérmen í héraðinu Norður-Ossetíu inn í Ingúsetíu í langri lest af brynvörðum liðsflutn- ingavögnum og vörubílum. Er leið á mánudagsmorgun höfðu flestir árásarmannanna flúið inn í þykka skóga sem eru á mörkum Ingúsetíu og Tétsníu. Forseti Ingúsetíu, Múr- at Zjasíkov, sagði rússnesku Inter- fax-fréttastofunni að miklu af vopn- um og skotfærum hefði verið rænt úr birgðageymslum lögreglunnar á stöðum sem ráðist var á. Mannfall mun einnig hafa orðið í átökum í öðru grannhéraði Tétsena, Dagestan þar sem árásarmenn lögðu undir sig opinbera byggingu í höfuðstaðnum, Makatsjakala en voru loks hraktir burt. Tugþúsundir tétsenskra flótta- manna eru í Ingúsetíu en stjórn héraðsins hefur tekist að halda því að mestu utan við átökin í Tétsníu. Innanríkisráðherra Tétsníu, Alú Alkhanov, sagðist telja að uppreisn- arforinginn Sjamíl Basajev hefði staðið á bak við árásirnar en hann hefur verið sakaður um sumar af blóðugustu árásum Tétsena og mannrán. Moskvuhollir embættis- menn Tétsena sögðu einnig að for- seti uppreisnarhópanna, Aslan Maskhadov, hefði lagt blessun sína yfir aðgerðirnar. Kjörinn verður nýr héraðsstjóri Tétsníu í ágúst en sá er síðast gegndi embættinu, Akh- med Kadýrov, var myrtur í sprengjutilræði í maí. Hann naut stuðnings Moskvustjórnarinnar og það gerir einnig Alkhanov sem er í framboði núna. Rússnesk stjórnvöld hafa um hríð fullyrt að þau séu að ná stjórn á ástandinu í Tétsníu sem sé að verða „eðlilegt“ en ljóst þykir að því fari fjarri. Hermenn þeirra í héraðinu verða oft fyrir árásum og oft hefur verið bent á að átökin gætu breiðst út til næstu héraða. Þar búa margar þjóðir og þjóðarbrot, margir íbú- anna eru múslímar og sumir mjög ósáttir við rússnesk yfirráð. Harðlínustefna Rússa Rússar viðurkenndu forsetakjör Mashkadovs 1997 en segja nú að hann sé einfaldlega hryðjuverka- maður. Harkaleg stefna Rússa í Tétsníu hefur orðið til þess að þótt margir séu orðnir þreyttir á átök- unum og séu lítt hrifnir af arab- ískum trúarofstækismönnum, sem berjast með uppreisnarflokkum í héraðinu, vilja margir losna við Rússa. Ingúsetía er grannhérað Tétsníu þar sem geisað hefur blóðugt stríð milli uppreisnarmanna og rúss- nesks herliðs í fimm ár. Um 300.000 manns búa í héraðinu, þeir eru súnní-múslímar eins og Tétsenar og tala tungu sem er skyld tétsensku. Rússar lögðu umrædd héruð undir sig snemma á 19. öld. Einræðisherr- ann Jósef Stalín lét í seinni heims- styrjöld flytja alla íbúa Ingúsetíu og Tétsníu með nauðung til Síberíu vegna þess að margir íbúarnir höfðu sýnt innrásarherjum Þjóð- verja stuðning. Fólkið fékk loks að snúa heim 1957.   %& -3  /,  !  9 "!/, L '6, 9 ' ,  !  , %:  , /( ( ! E,' ,   ,   3! "  9 "! ,1 !0 ),   9 / (! !  ',' 0 " '()! * +'%$ ,%*-'.$ ?&4 $  / )  ))(  ( (    0  123    ( ! )   (  !!  , (4 5   5 674  3! 7#   ! 89 (    5   !"#$% :! 4N..*;I Uppreisnarmenn Tétsena felldu 57 manns í Ingúsetíu Rússnesk stjórnvöld senda þúsundir hermanna til Kákasushéraðsins Nazran, Tsérmen. AP, AFP. Reuters Rússneskur hermaður í Makatsja- kala, höfuðstað Dagestan, í gær. Tétsenskir uppreisnarmenn lögðu opinbert hús í borginni undir sig. ALI Reza Afshar, sem situr í herráði Ír- ans, sagði í gær að svo gæti farið að átta breskum landgönguhermönnum, sem handteknir voru á mánudag fyrir að sigla inn í íranska lögsögu, yrði fljótlega sleppt. Sagði hann að það yrði gert ef í ljós kæmi í yfirheyrslum að mennirnir hefðu ekki haft neitt illt í huga. Íranar segja þá hafa siglt um kílómetra inn í ír- anska hluta Shatt al-Arab-vatnaleiðar- innar þröngu milli Írans og Íraks í suðri. Ríkissjónvarpið í Íran sýndi í gær myndir af mönnunum átta þar sem þeir játuðu brot sín, sögðu til nafns og báðust afsökunar á því að hafa gert mistök. Talsmenn breska heraflans í Írak segja að varðbátarnir þrír sem þeir voru á séu vopnaðir. Segja þeir að mennirnir hafi borið handvopn en þeir hafi verið að ferja bátana frá hafnarborginni Umm Qasr til Basra þar sem yrðu afhentir nýju landamæravörsluliði Íraka. Líklegt er talið að bátana hafi borið af leið en miklir straumar eru í sundinu. Segjast munu sleppa hermönnum & &$&&'$& $!   5(2!   ;1  (!  572!  12  ( ;(  (    5 (      $# '5 < , %"     " ./  %  # ,   $ ' $ !  ! !, # H,(0 $ 6  % '5 $ 6  " .OI$ 4$ )N>?L=     5 Teheran. AP. Í GÆR lauk formlega endurreisn Frúar- kirkjunnar í Dresden en þá var kúpull hennar hífður upp og komið fyrir ofan á aðalturni kirkjunnar. Kúpullinn, sem prýddur er ríkisepli með gylltum krossi, vegur um 30 tonn og því skipti það töluverðu máli að vindar blésu sem allra minnst í gær þegar honum var lyft upp í 78 metra hæð. „Ég vona að Hann þarna uppi vinni með okkur,“ sagði lúterski biskupinn Volker Kress í gær, en hann er einn eftirlif- enda loftárásanna á Dresden 1945. Þá fórust yfir 100 þúsund manns, aðallega óbreyttir borgarar. Bretar gáfu íbúum Dresden ríkiseplið og krossinn, nákvæmar eftirgerðir þeirra er prýddu kirkjuna áður, árið 2000 í tilefni af því að 55 ár voru þá liðin frá loftárásum banda- manna á borgina. Önnur ljósmyndanna sýnir rústir kirkj- unnar eftir loftárásirnar en hin sýnir verka- menn festa stálkapla í kúpulinn í gær svo að hægt yrði að hífa hann upp. AP AP Frúar- kirkja í Dresden risin á ný

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.