Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 16
MINN STAÐUR 16 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Mjög falleg og mikið endurnýjuð ca 70 fm íbúð á 2. hæð í 6-býli á rólegum og góðum stað. Íbúðin hefur verið endurnýjuð nánast frá grunni, m.a. gluggar og gler, gólfefni, innréttingar, rafmagn, lagnir og baðherbergi. Veggja- klæðningar, skápar, listar, gereft o.fl. er sérsmíðað og sérsniðið að þessari íbúð, á mjög vandaðan og glæsilegan hátt. Suðvestursvalir. Verð 12,9 millj. Hraunteigur - glæsileg íbúð Rúmgóð 2ja herbergja, vel stað- sett, 62 fm kjallaraíbúð með sér- inngangi. Íbúðin skiptist í hol, baðherbergi, eldhús, stofu og herbergi. Í sameign er sér- geymsla og sameiginlegt þvotta- hús. Íbúðin er staðsett nálægt Háskóla Íslands og stutt er í alla þjónustu m.a. verslun, skóla, leikskóla og sundlaug vesturbæjar. Verð 10,7 millj. Víðimelur - laus strax Falleg fimm herb. 120 fm hæð í einu elstu og fallegustu húsum í gamla miðbænum. Húsið er byggt árið 1880 og skiptist í anddyri, borðstofu, stofu, þrjú herbergi, baðherb. og eldhús. Sameiginlegt þvottahús. Góð lofthæð er í íbúðinni og stórir gluggar sem gera íbúðina mjög bjarta og sérstaka. V. 18,9 m. Á jarðhæð eru einnig til sölu tvær samþ. ca 55 fm 2ja herbergja íbúðir. Laufásvegur - hæð Miðborgin | Sýning fransks mannfræðings og ljósmynd- ara á sýn sinni á frönsku skútusjómennina sem veiddu við Íslandsstrendur frá miðri nítjándu öld fram á þá tuttugustu er nú í gangi í húsakynnum Alliance fran- çaise í Reykjavík, og stend- ur út mánuðinn. Hervé Jézéquel ljósmynd- ari og Vanessa Doutreleau mannfræðingur ferðuðust um slóðir frönsku sjómann- anna á Íslandi árið 2003, leituðu minja og ræddu við fólk sem kunni sögur af sjó- mönnunum. Doutreleau segir að þau hafi komið hingað í marsmán- uði til þess að upplifa Ísland á þann hátt sem sjómennirnir sáu það, ekki að sumri til þegar veður er betra. Leiðin lá um slóðir sjómannanna á Patreksfirði, Grundarfirði, Fá- skrúðsfirði, Skeiðarársandi og víð- ar. Ekki er til mikið af munum eftir þessa sjómenn frá fjarlægu landi sem komu hingað til að sækja sjóinn, en þó leynist alltaf eitthvað þegar vel er leitað, segir Doutreleau. Bæði var eitthvað um að munir væru til á söfnum, mest á Patreksfirði og Fá- skrúðsfirði, en einnig var nokkuð um muni í einkaeign sem ef til vill höfðu verið keyptir eftir strand skipa, t.d. skipsklukka og önglar af tegund sem ekki var notuð hér við land þar til frönsku sjómennirnir fóru að venja komur sínar hingað. Doutreleau segir að ekki síst hafi þau skoðað grafreiti þar sem franskir sjómenn sem létust hér við land eru grafnir, en nokkuð er af slík- um gröfum víða um land. Kom til að rannsaka álfa Mannfræðingurinn Do- utreleau hefur verið mikið hér á landi síðan 1997, en þá kom hún hingað til lands til að rannsaka álfatrú Íslend- inga. Hún segist svo hafa fengið áhuga á þessum hluta sameig- inlegrar sögu Íslendinga og Frakka og ákveðið að skoða þessi samskipti betur. Hún segir augljóst að Íslend- ingar séu að fá meiri áhuga á þess- um samskiptum en áður hafi verið, og bendir á nýlegt safn á Fáskrúðs- firði, Fransmenn á Íslandi, máli sínu til staðfestingar. Á slóðum franskra skútusjómanna Morgunblaðið/Jim Smart Vanessa Doutreleau og Hervé Jézéquel unnu um- fangsmikið starf í heimildaöflun vegna sýning- arinnar um franska sjómenn. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Breiðholt | Fyrsti brettagarður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar var tekinn í notkun við íþróttamiðstöðina Austurberg í Breiðholti á föstudaginn. Hefur það lengi verið baráttumál hjóla- brettafólks í Reykjavík að aðstaða til að stunda ýmsar brettakúnstir yrði byggð upp. Hefur ÍTR ákveðið að bregðast við þessari þörf með því að byggja bretta- garða við helstu frístundamiðstöðvar borgarinnar, og verða næstu garðar sett- ir upp í Grafarvogi og við Tónabæ. Í tilefni dagsins hélt Brettafélag Breiðholts brettamót í nýja garðinum, og var öllum heimil þátttaka. Brettin fá bækistöð Morgunblaðið/Jim Smart Hópur brettafólks í nýja brettagarðinum í Breiðholti „Ég hef bara ekkert heyrt í honum í nokkra daga,“ segir Sonja Kristinsson sem býr á fimmtu hæð í fjölbýlis- húsi við Drekagil. Fyrir nokkru gerði þrastapar sér hreiður í blómavasa, í öruggu skjóli við sýpr- usinn sem þar vex og dafnar. Nú hefur Sonja áhyggjur af karlfugl- inum, hann virðist hafa gufað upp, en frúin má fyrir vikið hafa sig alla við að fæða unga sína. Þeir litu dagsins ljós fyrir um viku og þurfa sífellt meira til sín með hverjum deginum. „Ég tók fyrst eftir því að það var alltaf svo mikið kusk á svölunum hjá mér,“ segir Sonja sem áttaði sig svo á því að þrastaparið átti þar sök á. Var í óða önn við hreiðurgerðina og skildi þá gjarnan eftir sig verksummerki. Hún hef- ur svo fylgst grannt með gangi mála hjá fjöl- skyldunni. Þrastamóð- irin lætur sér nú orðið fátt um finnast þótt Sonja sitji út á svölum og lesi í bók. „Hún er al- veg orðin sátt við það að ég sitji hér í stólnum mínum og fylgist með, en var í fyrstu ekki of hrifin af nærveru minni,“ segir hún. „Við höfum náð ágætlega saman. Ég læt nú ekki þvæla mér af svölunum.“ Sonja segir að karlinn hafi haft fyrir vana að syngja bæði kvölds og morgna. „Hann var mættur hér á handriðið kl. 6 á morgnana og söng til 7 og svo hóf hann aft- ur upp raust sína kl. 11 á kvöld- in,“ segir hún en ekkert hefur heyrst í honum í nokkra daga. „Það er alveg synd, hann söng svo fallega. Hann hlýtur að hafa dáið eða þá hann hefur yfirgefið fjölskylduna,“ segir Sonja og hallast þó frekar að fyrri tilgát- unni. Telur í það minnsta fullvíst að eitthvað sé bogið við brott- hvarfið. Nú er móðirin ein með ungana fimm og gerir vart annað en afla fæðu, flýgur niður á tún sunnan við húsið og tínir þar til orma og annað ætilegt sem til fellur. „En hún stendur sig nú vel.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Svona geyin mín! Þrastamamman kemur færandi heim í hreiðrið, búin að fanga nokkra gómsæta orma sem ungarnir fúlsa ekki við. Aflar fæðu í óða önn Einstæð þrastamóðir á svölum við Drekagil með fimm sísvanga unga Við viljum meira! Við viljum meira ... Ekkert á að fara til spillis, mamman sér til þess að öll fæðan rati rétta leið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.