Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 1
Ungarnir sísvangir Einstæð þrastamóðir aflar fæðu í óðaönn | Minn staður 16 Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Sá aflmesti frá Volvo  Götuspyrna og bílasýning  Útlitshönnun Torfæruakstur Íþróttir | KR-stúlkur unnu Breiðablik Guðmundur Benediktsson á skotskónum ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði enn í gær og náði sínu hæsta lokagildi frá upphafi. Vísitalan endaði í 2.957 stigum og hækkaði um 1,1%. Það sem af er júnímánuði hefur vísitalan hækkað um 11%. Frá áramótum hef- ur Úrvalsvísitalan hækkað meira en 40% og er það töluvert meiri hækkun en á helstu markaðsvísitöl- um í heiminum. Næst kemst norski markað- urinn (OBX) með rúmlega 13%, en eng- in önnur vísitala nær 10% ávöxtun á árinu. Almenn bjartsýni er ríkjandi á íslenska markaðinum sem hefur hækkað mikið í kjölfar jákvæðra frétta af hlutafélögum í Úrvalsvísitölunni á meðan neikvæðar fréttir hafa haft lítil áhrif til lækkunar. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbank- ans segir að þau félög sem leitt hafi hækk- anirnar í mánuðinum séu Össur (27,8%), KB banki (27,2%), Marel (15,8%) og Bakkavör (14,2%). Hækkanir á bréfum KB banka koma í kjölfar kaupa á hinum danska FIH banka 14. júní sl. og bréf Bakkavarar virðast hafa hækkað vegna aukins eignarhlutar félagsins í Geest plc.            !"    #$ %& !'' ()* ' +, - ./01 #2 , '' 3 $ 4 -56  $  ,7- 89' (3 $ 4 ! $ 4 ("; %" < <= <> <? <@ < < A A A A B B B B B B B B B B B Yfir 40% hækkun Úrvalsvísi- tölu í ár SUÐUR-Kóreumenn hörmuðu í gær lát landa síns, sem mannræningjar í Írak líflétu, en s-kóresk yfirvöld ítrekuðu, að 3.000 manna herlið yrði eftir sem áður sent til Íraks. Þau ákváðu hins vegar að flytja brott alla óbreytta, s-kóreska borgara frá landinu. Bandarískir hermenn fundu í gær lík s-kóreska túlksins Kim Sun-Il og hafði hann verið hálshöggvinn. Var honum rænt í síðustu viku af hópi, sem tengist al-Qaeda-hryðjuverka- samtökunum. Mannræningjarnir höfðu á sunnu- dag hótað því að hálshöggva Kim Sun-Il innan sólarhrings ef stjórn- völd í Suður-Kóreu hættu ekki við áform sín um að fjölga í herliði sínu í Írak. Fresturinn sem mannræningj- arnir gáfu rann út um miðjan dag á mánudag en fyrr í gær bárust fregn- ir af því að mannræningjarnir hefðu framlengt hann. Fréttin um líflát Kims kom því nokkuð á óvart. S-kóreska sjónvarpið sýndi í gær myndir af foreldrum Kims hágrát- andi eftir að hafa fengið tíðindin. S-Kóreumenn harmi slegnir Bagdad, Mosul. AFP. ÓHEIMILT verður að stofna ný ættaróðul eftir gildistöku nýrra jarðalaga 1. júlí nk og skal ættaróðal falla úr óðalsböndum og jörðin erfast í samræmi við ákvæði erfðalaga. Lögin leysa af hólmi eldri lög frá 1976 og er tilgangur þeirra að færa löggjöf um jarðir í nútímahorf. For- kaupsréttur sveitarfélaga að jörðum verður afnuminn og einnig synjunar- réttur og eignarnámsheimild sveit- arfélaga vegna viðskipta með jarðir. Ekki fallist á gagnrýni SÍS Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, bendir á að ekki hafi verið fallist á gagnrýni SÍS á þær greinar frumvarps til jarðalaga sem feli landbúnaðaráðherra ákvörðun- arvald um það hvort taka megi land sem nýtt hefur verið til landbúnaðar eða sé nýtanlegt til landbúnaðar undir aðra starfsemi. Töldu sveitar- félögin eðlilegast að öll landnýting ætti að grundvallast á skipulags- áætlunum og engar röksemdir væru til að láta önnur sjónarmið gilda um landbúnað. Þá hafi Alþingi ákveðið að fella niður grein í frumvarpinu sem veitti sveitarfélögum forkaupsrétt að landi og öðrum fasteignum innan sveitar- félags og sveitarfélaginu var þörf á að fá umráð yfir fyrir opinbera starf- semi eða til sameiginlegra nota fyrir íbúa sveitarfélags. Vilhjálmur segir þrátt fyrir þetta hafa verið tekið tillit til ýmissa at- hugasemda SÍS við frumvarpið og m.a. hafi ákvæði verið fellt niður um skyldu sveitarfélaga til að kjósa sk. landbúnaðarnefndir sem ætlað hafi verið umfangsmikið hlutverk en í raun ekkert vald samhliða. Forkaupsréttur sveit- arfélaga afnuminn  Óðalsjörðum/6 Ný jarðalög taka gildi 1. júlí MIKILL lömunarveikifaraldur er að brjótast út í Mið- og Vest- ur-Afríku að því er fram kom hjá WHO, Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni, í gær. Hefur hann borist þvert yfir meginlandið, frá Nígeríu til Darfur í Súdan þar sem hundruð þúsunda flóttamanna búa við illar að- stæður. Í yfirlýsingu WHO sagði, að faraldsfræðingar hefðu varað við, að í uppsiglingu væri mesti lömunarveikifaraldur í Mið- og Vestur-Afríku í langan tíma enda fjölgaði smituðum mjög ört. Óttast er, að þúsundir afr- ískra barna lamist fyrir lífstíð. Mikið hefur verið unnið að því að kveða niður lömunar- veikina í Afríku en múslímsk yfirvöld í Kano í Norður-Níger- íu komu hins vegar í veg fyrir bólusetningu þar og báru því við, að Bandaríkjamenn hefðu laumað ófrjósemislyfi í bóluefn- ið í því skyni að fækka fólki í þriðja heiminum. Hefur þessi sögusögn náð til nokkurra nágrannaríkja og átt sinn þátt í að greiða fyrir far- aldrinum. Lömunar- veikifar- aldur í Afríku Genf, AFP. SÓLHVÖRF á sumri, sumarsól- stöður, voru í gær og sólargangur er því aftur farinn að styttast. Á morgun er Jónsmessa, fæðing- ardagur Jóhannesar skírara, en Jón og Jóhannes eru tvær útgáfur af sama nafni. Margs konar þjóðtrú eða náttúrutrú er tengd Jónsmessunóttinni. Á Jónsmessu- næturdöggin að vera mjög heil- næm, hvort sem fólk veltir sér upp úr henni nakið eða gengur í henni berfætt, og þá er gott að finna magnaða steina og tína grös til lækninga. Þessar kýr á Stóru- Ásgeirsá í Víðidal voru allt að því andaktugar á svip er þær virtu fyrir sér gullroðið aftanskinið. Morgunblaðið/Eggert Kýrnar og sumarkvöldið „SKELFILEGT, hræðilegt, óskapleg sorg“ voru upphróp- anirnar á Ítalíu í gær er ljóst var orðið að ítalska liðið kæmist ekki áfram í Evrópumeistaramótinu þrátt fyrir sigur á Búlgörum. Mikil stemning var aftur á Ráðhústorg- inu í Kaupmannahöfn er fjöldi manna, Danir og líka Svíar, fylgdist með viðureign þjóðanna. Urðu Danir ávallt fyrri til að fagna en að lokum féllust allir í faðma. Það sama má segja um þessa tvo á leikvanginum í Portúgal. Reuters „Óskapleg sorg“ Lissabon. AFP.  Íþróttir/B1 og B4 STOFNAÐ 1913 169. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.