Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 18
MINN STAÐUR 18 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FURUVELLIR Vorum að fá í sölu glæsilegt einbýli á einni hæð með innbyggðum bílskúr á góðum stað á Völlum í Hafnarfirði. Húsið er 195,1 fm og bílskúrinn 54,9 fm, samtals 250 fm. Möguleiki á fimm svefnherbergj- um. Húsið skilast fullbúið að utan (klætt með Steni) og rúmlega fokhelt að innan, þ.e. búið að einangra og plasta. Þetta er skemmtilegt hús innst í botnlanga. Verð 21,9 millj. SUÐURNES Grindavík | Hráefnin í heilsuvörurnar sem kenndar eru við Bláa lónið eru unnin þar en vörurnar eru framleiddar og þeim pakkað í verksmiðju í Frakklandi. Mikil breyting verður á aðstöðu til hráefnavinnslunnar þegar nýtt framleiðsluhús verður tekið í notkun við Bláa lónið en bygging þess er hafin. Heilsuvörurnar hafa verið þróaðar í rúm- an áratug og kom fyrsta varan á markað ár- ið 1995. Nú eru um fjörutíu vörur í Blue lagoon-vörulínunni. Allar eru heilsuvörurnar byggðar á virkum hráefnum frá Bláa lón- inu, kísli, salti, blágrænþörungi og jarðsjó. Dótturfyrirtæki Bláa lónsins, Bláa lónið heilsuvörur ehf., sér um vinnslu hráefnanna og hefur það aðstöðu á gamla baðstaðnum. Hráefni fyrir verksmiðju í Frakklandi Rannveig Jóhannsdóttir framleiðslustjóri segir að miklir möguleikar skapist þegar nýtt 1.500 fermetra framleiðsluhús kemst í gagnið í byrjun næsta árs. Í húsinu verða einnig skrifstofur og aðstaða fyrir viðhalds- deild. Hægt verði að auka gæði hráefnanna og auka framleiðsluna eftir því sem mark- aðurinn þróist. Aðstaða verður til að geyma birgðir af hráefni og fullunnum vörum. Þá segir hún að vinnuaðstaða starfsfólks batni til mikilla muna. Loks skapist möguleikar til þess að vinna hráefnið meira hér heima en mögulegt hafi verið til þessa. Að sögn Rannveigar stendur ekki til að flytja fram- leiðslu heilsuvaranna hingað heim. Um svo lítið magn sé að ræða að ekki svari kostnaði að fjárfesta í nauðsynlegri þekkingu og framleiðslutækjum. Kísillinn er nú grafinn upp úr námu í hrauninu, hreinsaður og sendur til verksmiðjunnar í Frakklandi. Í hálft annað ár hefur verið unnið að til- raunaverkefni sem gengur út á að skilja kísilinn beint úr heita vatninu frá orku- verinu. Rannveig segir að það hafi gefið góða raun og út úr því komi gott hráefni. Saltið er nú eimað í sérstökum kerum sem komið hefur verið upp við gamla bað- staðinn og í næsta nágrenni við orkuver Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Saltinu er mokað upp á nokkurra daga fresti, það þurrkað og malað og síðan sent út til Frakklands. Það salt sem selt er hér á landi er pakkað í neytendaumbúðir hjá Bláa lón- inu. Blágrænþörungurinn sem litar Bláa lónið er ræktaður úr jarðsjó hjá fyrirtækinu. Þörungurinn er tekinn úr tönkunum á nokkurra daga fresti og er efnið meðhöndl- að nokkuð áður en það fer til verksmiðj- unnar úti. Loks er það Bláa lóns jarðsjór- inn, hann er sendur út á brúsum til notkunar við framleiðsluna. Nýir markaðir í athugun Sala á húðvörunum frá Bláa lóninu hefur aukist ár frá ári. Mest hefur salan verið í heilsulindinni sjálfri en töluvert er einnig selt í lyfjabúðum og öðrum verslunum hér innanlands. Þá hefur markaður opnast í Þýskalandi og segir Rannveig að hann lofi góðu. Fleiri möguleikar eru í athugun. „Við erum að selja gæðavöru og það tek- ur sinn tíma að byggja markaðinn upp,“ segir Rannveig Jóhannsdóttir framleiðslu- stjóri. Fjörutíu tegundir í Blue lagoon-heilsuvörulínunni Nota virk hráefni úr Bláa lóninu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Saltmokstur: Halldóra Önundardóttir mokar upp salti sem búið er að eima úr jarðsjónum í stórum kerum í nágrenni orkuversins. Saltið er notað í heilsuvörur Bláa lónsins. Blönduós | Þetta grágæsapar með ungana sína 32 spókaði sig í blíðunni á Blönduósi fyrir skömmu. Gömlu gæsirnar voru ekki hrifnar af því að láta mynda sig og gáfu það til kynna í orði og æði. Ólíklegt er að parið hafi skil- að eitt og sér þessum 32 ungum inn í veröldina og líklegast að hjónin hafi tekið að sér unga annarra gæsa úr nágrenninu og annist þá sem sína eigin. Vert er að vekja athygli á því að Blönduós er sérlega gæsavænn bær en gæsirnar ekkert sérstaklega tillitssamar í umferðinni. Kemur það oft og iðulega fyrir að þær tefji umferð um bæinn, sérstaklega um Norðurlands- veg. Þannig háttar til að grasið er jafn grænt sunnan og norðan þjóðvegar og því eru ferðir gæsa með unga tíðar yfir þennan fjölfarna veg milli lög- reglustöðvar og sjúkrahúss. Þótt það sé ekki einbeittur vilji grágæsanna á að hægja á umferðinni þá gegna þær sama hlutverki og lögreglan á Blönduósi – að draga úr umferðarhraða. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Stór fjölskylda LANDIÐ Eskifjörður | Hann Hákarla- Guðjón er sjötíu og sjö ára gamall og lætur sig ekki muna um að fara á fætur klukkan fimm á hverjum morgni og beita sex línur í skúrn- um í striklotu. Guðjón gerir út trillu ásamt Stefáni syni sínum og línurnar þurfa að vera klárar fyrir róður. Guðjón hefur fengist við hákarla- veiðar í hálfa öld og þannig varð nafnið Hákarla-Guðjón til. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hákarla-Guðjón stendur sína plikt Selfoss | Lögreglustjórarnir á Suður- landi – í Vík, á Hvolsvelli og á Selfossi ætla að auka samstarf milli embætta sinna í sumar. Löggæsla á hálendinu verður efld. Samstarf lögreglustjór- anna þriggja hefur farið vaxandi á undanförnum árum og miðar að því að nýta betur mannafla og fé og auka um leið löggæslu á Suðurlandi. Megintilgangur með samstarfinu er að styrkja og efla löggæsluna á Suðurlandi, bæta nýtingu þeirra fjár- muna sem varið er til löggæslu á Suð- urlandi, tryggja enn betur en verið hefur öryggi íbúanna í Árnes-, Rang- árvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og að efla eftirlit á hálendi Suðurlands. Eftirliti verður sinnt með þeim hætti að ekki verður hægt að gera ráð fyrir því á ákveðnum dögum vikunnar eða ákveðnum tíma dags. Eftirlit beinist að ástandi ökumanna og öku- tækja, hraða og utanvegaakstri svo fátt eitt sé nefnt. Fylgst verður með þeim stöðum á hálendinu þar sem búast má við að fólk safnist saman. Sérstök áhersla er lögð á að ölvunarakstur er ávallt bannaður og að auki stórhættulegur, jafnt á hálendinu sem annars staðar. Aukin löggæsla á hálendinu Ljósmynd/Sigurður Jónsson Sýslumennirnir á Suðurlandi og næstu yfirmenn kynntu ný markmið um aukna löggæslu lögregluembættanna á Suðurlandi. Hveragerði | Metaðsókn er að Garð- yrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölf- usi því um 50 nemendur hafa verið teknir inn í nám á starfsmennta- brautum skólans árin 2004–2006. Á sérstökum nýnemadegi nýver- ið kom hópurinn saman þar sem starfsemi skólans var kynnt fyrir væntanlegum nemendum. Fjallað var almennt um skólastarfið, farið yfir reglur varðandi plöntusafnið og um dagbókina og verknámið. Flestir nemendurnir eru innritaðir á garðplöntubrautina, eða tuttugu talsins, síðan kemur blómaskreyt- ingabrautin, þá skrúðgarð- yrkjubrautin og loks ylrækt- arbrautin. Litlar líkur eru á að kennt verði á umhverfisbraut og skógræktarbraut í næsta árgangi þar sem of fáar umsóknir bárust um það nám. Skólastarfið hefst formlega föstudaginn 3. september. Aðsókn mikil að Garðyrkjuskólanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.