Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 36
MENNING 36 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Yfir 5.000 miðar seldir í forsölu fim. 24 júní kl. 19.30, fös. 25. júní kl. 19.30, mið. 30. júní kl. 19.30, fim. 1. júlí kl. 19.30, fös. 2. júlí kl. 19.30, sun. 4. júlí kl. 17.00, lau. 10. júlí kl. 16.30 & lau. 10. júlí kl. 19.30. Ósóttar pantanir seldar daglega Til sölu er heil húseign sem er um 1.120 fm á 3 hæðum ásamt 61 fm bílskúr. Einstaklega mikið útsýni frá efri hæðum hússins. Ýmsir möguleikar eru á að nýta húsnæðið. Næg bílastæði bæði að framanverðu og einnig aftan við húsið. Húseignin er laus nú þegar. Nánari uppl. veitir Kristberg í síma 595 9000 eða 892 1931. Auðbrekka 10 – Kópavogi 24. júní kl. 12.00: Vilborg Helgadóttir sópran og Kjartan Sigurjónsson orgel 26. júní kl. 12.00: Erling With Aasgård orgel 27. júní kl. 20.00 Erling With Aasgård frá Noregi leikur verk m.a. eftir Dupré, Duruflé, Bach og Vierne. Sumarkvöld við orgelið Listahátíð var gagnrýnd áþessum vettvangi á sunnu-dag, fyrir að sinna „æðri listum fyrir útvalda“ en vanrækja hinn almenna listunnanda, með því að bjóða ekki upp á popp- eða rokk- tónleika. Ein besta tónleikaminning mín er einmitt frá fyrstu Listahátíð í Reykjvík – þeim stórviðburði þeg- ar hljómsveitin Led Zeppelin spilaði í troð- fullri Laug- ardalshöll fyrir gagntekinn unglingaskara höfuðborgarinnar. Annað eins „sánd“ og annað eins „dræv“ hafði maður aldrei heyrt. Robert Plant og Jimmy Page voru settir á guðastall, veinandi blúsað rokk á raddbönd og gítar, af tilfinn- ingu sem maður hafði ekki heyrt í neinni tónlist áður. Í dag er öldin önnur, og sem betur fer eru popp- og rokktónleikar erlendra lista- manna ekki slík eylönd í menning- arlífi höfuðborgarinnar og þá var. Að því leyti má fullyrða að hlutverk Listahátíðar hafi breyst hvað slíka tónleika varðar, og jafnvel má full- yrða að einmitt fyrir tilstilli og rækt Listahátíðar við popp og rokk hafi það landslag breyst í tímans rás. Hámenning og lágmenning eru úrelt hugtök.    Nú eru kollegar Zeppelin í DeepPurple komnir til landsins og halda tvenna tónleika, í kvöld og fimmtudagskvöld. Í þá daga fannst manni Deep Purple ekki jafnast á við Zeppelin – kannski einmitt vegna tækifærisins sem Listahátíð skaffaði okkur unglingunum, en góðir voru þeir samt. Deep Purple var hljómsveit sem engan veginn var hægt að forakta; ef maður á annað borð hafði gaman af tónlist. Skólaböllin, Lög unga fólksins, partíin – lagið Strange Kind of Woman á fullum styrk – eldra fólk- inu mikið áhyggjuefni, en svona átti þetta bara að vera. Ný menning var í mótun, tilfinningaþrungin, raf- mögnuð, melódísk hávaðamúsík, sem átti eftir að móta fleiri kyn- slóðir, löngu áður en hugtökin „á fullu blasti“ og „þungarokk“ urðu til. Það verður vonandi ánægjulegt að ganga á vit nostalgíunnar í Laugardalshöll, og rifja upp kynnin af þessari frábæru hljómsveit.    Aðrir magnaðir tónleikar semlifa munu í minningunni um ókomna tíð eru tónleikar Kamm- ersveitar Reykjavíkur og Hamra- hlíðarkóra Þorgerðar Ingólfs- dóttur í ársbyrjun 1998, þar sem flutt voru verk eftir eistneska tón- skáldið Arvo Pärt, að honum sjálf- um viðstöddum. Þeir tónleikar gátu af sér nýtt tónverk, „which was the son of“, sem Pärt samdi fyrir Þor- gerði, og flutt var á tónleikum Radda Evrópu á Menningarborg- arárinu. Samstarf leiðir nefninlega af sér samstarf og það er menning- unni mikilvægt. Nú er Þorgerður á leið á kóramótið Evrópa Cantat, í borginni Tartu í heimalandi Pärts með Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Borgarstjóri Tartu- borgar hefur óskað eftir að kórinn opni hátíðina með íslenskri tónlist. Kórinn tekur einnig þátt í Söng- og danshátíð Eistlands, sem haldin er í höfuðborginni Tallin fjórða hvert ár. Með í ferðinni til Eistlands verð- ur svo auðvitað tónverkið sem Pärt samdi fyrir Þorgerði og vafalítið ýmislegt fleira, auk íslensku tónlist- arinnar. Kórar Þorgerðar við Hamrahlíðina hafa löngum verið meðal okkar bestu menningar- sendiherra um allan heim, og oft unnið til viðurkenninga og verð- launa fyrir söng sinn. Það verður því örugglega mörgum kærkomið tækifæri að fá að smella kveðju- kossi á kórinn með því að sækja tónleika hans í Háteigskirkju í kvöld klukkan hálfníu, með hluta þeirrar efnisskrár sem Eistlend- ingum verður boðið að heyra.    Getur nokkur gleymt sýningunniJörðin séð frá himni, á Aust- urvelli í fyrra, með heillandi ljós- myndum Frakkans Yann Arthus- Bertrand? Ég spái því að sýningin sem nú er búið að setja upp á Aust- urvelli veki ekki minni eftirtekt. Þar eru Íslendingar séðir frá jörðu í aðalhlutverki. Ég orða þetta þann- ig, því þarna getur að líta okkur sjálf í okkar jarðbundnustu mynd, séð með augum Sigurgeirs Sig- urjónssonar ljósmyndara og Unnar Jökulsdóttur rithöfundar. Í bókinni sem út er komin í tilefni sýning- arinnar getur að líta hvernig þau Sigurgeir og Unnur hafa náð að fanga einhvern alveg sérstakan kjarna okkar hversdagslega sjálfs; við eldhúsborðið, úti á túni, í stáss- stofunni, í beitningarskúrnum, á kóræfingu, með vinum okkar og fjölskyldum, innan um dýrin, góbel- ínpúðana, gunnarsmæjónesið, lömbin, matarkexið og mávastellið. Þetta er ekki „hin“ þjóðin sem við sjáum hjá Völu Matt, þetta er þessi þjóð. Menning á háreistri jarðhæð AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is ’Það má jafnvel fullyrðaað fyrir rækt Listahá- tíðar við popp og rokk hafi það landslag breyst í tímans rás. Hámenn- ing og lágmenning eru úrelt hugtök.‘ UM SEXTÍU málverk sem boðin voru upp hjá Sotheby’s í London á mánu- dagskvöld höluðu inn um 61 milljón punda, sem samsvarar ríflega átta millj- örðum íslenskra króna. Uppboðið er sagt vera stærsta sala á nútímamyndlist í Bretlandi í áratug og eru málverkin, sem þar voru seld, meðal annars eftir Picasso, Renoir, Monet, Van Gogh og Modigliani. Verk þess síðastnefnda var verðhæst á upp- boðinu, selt á um 6,2 milljónir punda eða um 820 milljónir íslenskra króna. Málverk fyrir 8 milljarða Reuters Eitt verka Pablos Picassos sem seldist á uppboðinu. NORRÆN dómnefnd hefst handa í lok vikunnar við að velja úr þeim 449 nýju stutt- og heimildarmyndum sem sendar hafa verið í norrænu kvikmyndahátíðina og -keppnina Nordisk Panorama. Hátíð sem hald- in er í 15. sinn verður að þessu sinni í Reykjavík og hefst 24. september. Í fréttatilkynningu frá íslenskum skipuleggjendum hátíðarinnar kem- ur fram að aldrei hafi eins margar myndir verið sendar inn í keppnina og á það einnig við um íslensku myndirnar sem eru alls 40. Síðast fór Nordisk Panorama fram á Íslandi fyrir fimm árum. Hátíðinni verður slitið 29. sept- ember með því að sýna sigurmynd- ina undir berum himni í útibíói sem sett verður upp í miðborginni. Útibíó í mið- borginni MAROKKÓSKI rithöfundurinn Tahar Ben Jelloun, sem er búsettur í Frakklandi, hlaut alþjóðlegu Impac- bókmenntaverðlaunin í ár fyrir bók sína „Cette aveuglante absence de lumière“ eða „Þessi blindandi fjar- vera birtu“. Bók Tahar Ben Jellouns var valin af lista bóka sem 162 al- menningsbókasöfn í 47 löndum höfðu tilnefnt til þessara virtu verð- launa. Dómnefndin sagði í áliti sínu að bókin væri skrifuð með brennandi einfaldleika og miklum glæsibrag. Bókin er byggð á sannsögulegum at- burðum og segir frá hinum enda- lausu kvölum sem þeir sem sluppu úr þrælabúðum í Tazmamart í Mar- okkó, sem var lokað árið 1991, upp- lifðu á átján ára dvöl sinni þar. „Saga dýflissa og þeirra sem lifðu af – lifandi dauðra – er á sama tíma lýs- ing á helvíti án takmarkana og and- legum krafti og lífsvilja,“ segir í um- sögn dómnefndar. Árið 1987 fékk Tahar Ben Jelloun Goncourt-verðlaunin. Hann kom í heimsókn hingað til lands fyrir rúm- um tveimur árum. Ben Jelloun hlaut Impac- verðlaunin EINN þekktasti organisti Breta, Christopher Herrick, hélt tónleika í Hallgríms- kirkju á sunnudagskvöldið. Þetta er í fimmta sinn sem Herrick sækir okkur heim; mér er í fersku minni stór- brotinn flutningur hans á Fantasíu og fúgu um þema Meyerbeers úr óperunni Spámanninum fyrir tveimur árum. Á tónleikunum á sunnudagskvöldið lék hann aðra tónsmíð eftir Liszt, „Weinen, Klagen, Sorgen, Zagen“, tilbrigði við stef úr kantötu eftir Bach. Liszt samdi verkið er hann missti tvö börn sín og er tónlistin átakamikil tjáning reiði og sorgar er víkur í lokin fyrir fallegum, innilegum sálmi. Herrick flutti tónsmíðina af innblásinni snilld; leikur hans var tæknilega úthugs- aður og öruggur; túlkunin í senn öguð og tilfinn- ingaþrungin. Þegar sálm- urinn tók óvænt við og varð að gríðarlegum fögnuði í há- punkti tónlistarinnar var það svo fallegt að einstakt hlýtur að teljast. Óhætt er að full- yrða að þetta hafi verið eitt mergjaðasta augnablik í ís- lensku tónlistarlífi í lengri tíma. Samanborið við Liszt voru hin viðfangsefni Herricks ekki alveg jafn glansandi, en hann spilaði þó ávallt vel eins og við var að búast. Þrír sálmforleikir Bachs við að- ventusálminn Nú kemur heimsins hjálparráð voru t.d. sérlega hugljúfir og hin mikla svíta op. 5 eftir Mau- rice Duruflé var glæsilega leikin. Sérstaklega verður að nefna afburðaflutning hans á síðasta þætti svítunnar, tokk- ötunni frægu sem var svo haganlega byggð upp og með svo markvissri stígandi að unaður var á að hlýða. Þetta voru frábærir tónleikar; megi Herrick koma hingað til tónleikahalds aftur og aft- ur. TÓNLIST Hallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR Christopher Herrick lék verk eftir Widor, Guilmant, Bach, Liszt og Duruflé. Sunnudaginn 20. júní. Jónas Sen ÞAÐ verður áhugavert að fylgjast með Árna Ólafi Ás- geirssyni kvikmyndagerð- armanni á komandi árum, en hann lauk nýlega námi við kvikmyndaskóla Póllands og teflir fram frábæru byrj- andaverki með stuttmynd- inni Dagur Önnu. Það er reyndar enginn byrj- endabragur á verkinu, heldur sýnir leikstjórinn frábær tök á stuttmyndaforminu og áberandi hæfileika sem handritshöfundur í þessari látlausu en eftirminnilegu stuttmynd. Sagan á sér stað á einum degi í til- veru Önnu (Iben Hjejle), þrítugrar einstæðrar móður sem býr í Kaup- mannahöfn. Á um- ræddum degi er brúðkaup í aðsigi, sem Önnu langar lítið til að vera við. Brúðguminn er nefnilega barns- faðir Önnu og brúðurin kon- an sem „kom upp á milli“ þeirra hjóna. Við fylgjumst með aðalpersónunni þar sem hún reynir að harka af sér og láta viðburðinn ekki henda sér úr jafnvægi. En áður en nóttin er úti kemur í ljós að Anna er ekki sú eina sem glímir við mótsagnakenndar tilfinningar um ást, tryggð, stolt og fyrirgefningu. Í Degi Önnu tekst Árna Ólafi og samstarfsfólki hans að fjalla um flóknar tilfinn- ingar á einkar næman hátt. Dönsku leikararnir gera það sem norrænir kvikmynda- leikarar virðast kunna best allra, að miðla djúpum til- finningaumbrotum án þess að grípa til leikhúslegra eða dramatískra tilþrifa, svo að áhorfandanum finnst hann verða vitni að togstreitum í lífi raunverulegs fólks. Leikkonan Iben Hjejle er miðpunkturinn í þeirri frá- bæru vinnu, og minnir frammistaða hennar á það hvað hægt að gera merkilega hluti þegar svona góðir leik- arar eru fyrir hendi. En nóg um það, Dagur Önnu er í heild ákaflega vel heppnað verk, sem er til þess fallið að styrkja áhuga manns á hinu knappa og einfalda formi stuttmyndarinnar. STUTTMYND Reykjavík Shorts & Docs Leikstjórn og handrit: Árni Ólafur Ásgeirsson. Aðalhlutverk: Iben Hjejle, Troela Lyby og Stine Sten- gade. Stuttmynd. 27 mín. Dan- mörk, 2003. DAGUR ÖNNU / ANNAS DAG Heiða Jóhannsdóttir Úr kvikmyndinni Dagur Önnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.