Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 27 Sextíu og fjögur ár eru langur tími af mannsævi. Árið 1940 brautskráðust 38 stúd- entar frá Menntaskólanum á Akur- eyri. Glaður hópur, er leit björtum augum til framtíðar. Síðan hafa margir úr hópnum fallið frá. Nú síð- ast Þórir Guðmundsson, Vopnfirð- ingur að uppruna og viðskiptafræð- ingur að mennt. Þórir var ljúfur í skapi, glaður og reifur, en jafnframt alvörumaður. Á bekkjarsamkomum okkar, sem við köllum MA 40, en þær hafa verið haldnar árlega í 64 ár, var Þórir ávallt forsöngvari, enda hafði hann ágæta söngrödd og mjög tónviss. Þegar á unglingsárum fór hann að syngja með kórum. Söng m.a. með karlakórnum Geysi á Akureyri. Síð- ar söng hann með ýmsum kórum í Reykjavík. Og síðast í vor er við bekkjarfélag- ar hans komum saman stjórnaði Þórir söngnum eins og vanalega og söng manna mest og best. Ætíð var ÞÓRIR GUÐMUNDSSON ✝ Þórir Guðmunds-son fæddist í Lyngen í Tromsfylki í Noregi 9. maí 1919. Hann lést á Clinica Salus-sjúkrahúsinu á Benalmadena á Spáni mánudaginn 31. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 14. júní. skólasöngurinn Undir skólans menntamerki sunginn og svo fleiri lög frá skólaárunum í MA og endað á Rammaslag eftir Stephan G., en það er 12 vísna bálkur. Hann hefur verið sunginn í bekkjarhófum okkar frá fyrstu tíð. Það fór um mig ein- hver hrifningaralda þegar Þórir hóf söng- inn. Grána kampar græði á, gjálpir hampa skörum. Titra glampar til og frá, tifur skvampa í fjörum. Nokkrir tóku undir með Þóri, en eftir tvær eða þrjár vísur stóð hann einn uppi og söng allt kvæðið. Sjald- gæft held ég að menn á hans aldri séu svona minnugir. Þórir var dagfarsprúður maður, samviskusamur í öllu sem honum var trúað fyrir. Ungur kvæntist hann Arnfríði Snorradóttur. Hún bjó honum gott heimili og studdi hann í öllu. Gott var að koma á þeirra fallega heimili og njóta gestrisni þeirra og sjá fallega garðinn þeirra. Einnig þótti okkur hjónum gaman að fá þau í heimsókn Yfir þeim var gleði og hlýja. Minningar margar koma í hugann þegar Þórir er kvaddur. Alltaf tryggur og umhyggjusamur. Við hjónin vorum mjög þakklát þegar hann kom að útför Þorgerðar dóttur okkar á síðasta ári. Handtak hans var ætíð traust. En þennan dag var það enn þéttara og hlýlegra en fyrr. Þannig var Þórir. Hann brást aldrei. Við bekkjarbræður hans og fjöl- skyldur okkar þökkum góðum vini áratuga samfylgd og vináttu. Við sendum Arnfríði, börnum þeirra og fjölskyldum innilegar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu um góðan dreng. Sigurður Guðmundsson, Aðalbjörg Halldórsdóttir. Elsku afi. Þegar mamma sagði mér að hún þyrfti að fara til Spánar vegna þess að þú lægir veikur á spít- ala trúði ég því af öllu hjarta að þér myndi batna og þú kæmir heill heilsu til Íslands. En það gerðist ekki. Ég er samt ánægð því að allir sögðu að athöfnin á Spáni hefði verið svo falleg. Eitt finnst mér svolítið skondið með hann afa minn, hann elskaði marmelaði og keypti fimm krukkur af því á Spáni, því honum fannst það svo voðalega gott. Þegar mér var sagt að þú hefðir farið frá okkar heimi skildi ég það ekki fyrr en eftir nokkra daga. Um daginn gisti ég hjá vinkonu minni og um kvöldið þegar við vorum að fara að sofa fór ég að hágráta út af afa, en vinkona mín var voða góð og huggaði mig eins lengi og þurfti. Það er skrítin tilfinning að sjá ein- hvern aldrei aftur sem maður hefur þekkt allt sitt líf. Að lokum vil ég að þú vitir að þú ert afi minn og munt alltaf vera. Þín Malín. Það er komið að leið- arlokum. Kær frændi hefur kvatt þennan heim og öðlast frið og ró sem hann þráði svo mjög. Minningarnar leita á mig þegar ég fylgi föðurbróð- ur mínum síðasta spölinn. Þótt sam- verustundirnar hafi orðið býsna strjálar hin síðari ár, sem er ein- kennandi fyrir hraðann í nútímasam- félagi, þá var mikill og tíður sam- gangur milli fjölskyldnanna áður fyrr. Ég naut þess sérstaklega að kynnast Jóa og Róru vel, því fjög- urra ára gamall fór ég í fóstur til þeirra sumarlangt. Einkum eru mér JÓHANNES KR. ÁRNASON ✝ Jóhannes Krist-berg Árnason fæddist í Ólafsvík 24. júlí 1921. Hann lést á sambýli aldraðra í Gullsmára 11 í Kópa- vogi 10. júní síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Bú- staðakirkju 21. júní. minnisstæðar stund- irnar í sumarbústaðn- um við Meðalfellsvatn, þar sem þau áttu sitt annað heimili. Í minn- ingunni var alltaf gott veður og við eyddum ófáum stundum við ærsl og gleði, og báts- ferðirnar á vatninu voru mikið ævintýri fyrir fjögurra ára snáða. Og þótt frænd- systkin mín, Árni og Sólveig, væru komin á unglingsár þegar þetta var, voru þau oftar en ekki til í að sinna þessum unga frænda sínum og fyrir það er ég þakklátur. En það var líka gott að vera með þeim í Ásgarðinum. Á þessum árum fann ég vel, hversu barngóður Jói var og hvað hann var áhugasamur um allt það sem við börnin tókum okkur fyrir hendur og fylgdist vel með. Þess hafa barna- börn hans og barnabarnabörn líka fengið að njóta. Jói var afskaplega þægilegur mað- ur í umgengni, hafði góða nærveru, var skemmtilegur og glettinn. Okkur bræðrum þótti alltaf gaman þegar hann kom í heimsókn. Stundum kom hann sem pípulagningameistari til að sinna einhverjum viðgerðarmál- um heima, og þá var alltaf farið með honum og fylgst grannt með hverju handtaki, sem vitaskuld kveikti áhuga ungra drengja. En oftast komu þau Róra í fjölskylduheim- sókn, þá var nefnilega stundum skroppið í kaffi til vina og ættingja, og þurfti tilefnið þá ekki að vera neitt sérstakt. Þau voru ávallt au- fúsugestir á heimili foreldra minna. En þótt Jói væri gamansamur og fyndist ætíð létt yfir honum, fylgdi honum skuggi þunglyndis, sem er ættarfylgja úr föðurætt þeirra systkina. Oft á tíðum þurfti hann að glíma við þann miskunnarlausa sjúk- dóm sem svo erfitt er að ráða bót á, og ágerðist hann með árunum. Ég er því sannfærður um að þegar Jói frændi kveður nú þennan heim eftir langa og annasama ævi, fær hann þá hvíld sem hann svo mjög verðskuld- aði. Á kveðjustundu vil ég þakka Jóa frænda fyrir uppeldið og vináttu alla tíð og votta Róru, Árna og Sólveigu og öðrum ástvinum innilega samúð. Árni Þór Sigurðsson. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útför- in verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, Espigerði 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 24. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Fríkirkjusöfnuðinn í Reykjavík. Árni Þórarinsson, Valgerður Þ. Jónsdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Jón Ársæll Þórðarson, Pétur Hrafn Árnason, Þórarinn Ingi Jónsson, Þórður Ingi Jónsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GRÉTAR ÓLAFSSON læknir, Hvassaleiti 56, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 24. júní klukkan 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Lands- samtök hjartasjúklinga. Hólmfríður Magnúsdóttir, Sólveig Grétarsdóttir, Guðmundur A. Guðmundsson, Grétar Örn Guðmundsson, Jóhanna Fríða Guðmundsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURLAUG SIGGEIRSDÓTTIR, Seli, Stokkseyri, lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi, Stokks- eyri, miðvikudaginn 16. júní. Útför hennar fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 26. júní kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Ísafold, Eyjólfur Jónas Sigurðsson, Elín Ingólfsdóttir, Borgar Þorsteinsson, Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir, Birgir Kjartansson, Siggeir Ingólfsson, Regína Guðjónsdóttir, Ingólfur Gunnar Vigfússon. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA SNÆBJÖRNS VALDIMARSSONAR vélfræðings, Rauðalæk 25. Dómhildur Guðmundsdóttir, Sigríður Árnadóttir Bernhöft, Birgir Bernhöft, Magnús Árnason, Guðný Guðmundsdóttir, Marta Árnadóttir, Hafsteinn Daníelsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VILBERGS SKARPHÉÐINSSONAR, Jötunsölum 2, Kópavogi. Guðbjörg Jónsdóttir, Sigrún Vilbergsdóttir, Guðni Stefánsson, Erna Vilbergsdóttir, Sverrir Sæmundsson, Valgerður Vilbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN ÁRNADÓTTIR, Tangagötu 15a, Ísafirði, sem lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði mánudaginn 21. júní, verður jarðsett frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 25. júní kl. 14. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Árný H. Oddsdóttir, Kristján Friðbjörnsson, Sigurður Oddsson, Hrefna H. Hagalín, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.