Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 33
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 33
Þann 9.–13. ágúst 2004 mun fara framnámskeið í nútímadansi í Reykjavíksem ber heitið Dans Work-Shop.Steinunn Ketilsdóttir sér um skipu-
lagningu námskeiðsins og hún hefur náð sam-
komulagi við Miguel Gutierrez, sem er þekktur
danshöfundur og dansari frá New York, um að
kenna á námskeiðinu. Námskeiðið mun skiptast
í tvo hluta: frá 10.00–12.00 verða módern tækni-
tímar og frá 13.00–16.00 verður kennd dans-
smíði. Steinunn segir að námskeiðið sé gullið
tækifæri fyrir dansara og hún vonar að skiln-
ingur Íslendinga á nútímadansi aukist í kjölfar
námskeiðsins.
Hvað varð til þess að þú ákvaðst að skipu-
leggja námskeið í nútímadansi á Íslandi?
„Eftir að ég fór út í nám til New York sá ég
að það yrði mjög gott ef námskeið í nútímadansi
yrði skipulagt á Íslandi. Í New York er ótrúlega
mikið af góðum dansnámskeiðum en hérna
heima á sumrin er ekki mikið í boði fyrir þá sem
vilja mennta sig í dansi. Dans Work-Shop er
gullið tækifæri fyrir íslenska dansara til að sjá
hvað nýtt er að gerast í nútímadansi. Ég vona
að með þessu námskeiði verði nútímadans enn
sýnilegri og aðgengilegri fyrir Íslendinga.“
Hversu mikilvægt er að Miguel Gutierrez
kennir á námskeiðinu?
„Það er frábært að hann skuli geta komið til
Íslands til að kenna á námskeiðinu. Hann er
mjög þekktur í New York og víða í nútímadans-
heiminum. Miguel er að kenna nýja og spenn-
andi hluti. Hann er með ákveðnar nýjungar þeg-
ar kemur að því að greina hvernig dans og
nútímadans er. Miguel leggur mikla áherslu á
að leita eftir sambandinu milli líkama og hugar í
nútímadansi. Hann notar ýmiss konar aðferðir í
kennslunni, líkt og spuna, hugleiðslu og orku-
vinnu, til þess að beina athyglinni að daglegum
þörfum og áhuga danslíkamans. Miguel mun
eyða töluverðum tíma í danssmíði og hann mun
reyna að leita svara við spurningum og vanda-
málum sem kunna að koma upp í ferlinu við að
búa til dansverk.“
Er mikill áhugi á nútímadansi á Íslandi?
„Það er mikil uppsveifla í nútímadansi. Þó að
ég hafi ekki búið á Íslandi síðustu tvö ár veit ég
að það eru margir spennandi og skemmtilegir
hlutir að gerast í dansheiminum á Íslandi. Til
dæmis hefur Íslenski dansflokkurinn staðið fyr-
ir ýmsum góðum sýningum í nútímadansi.“
Þú mælir þá hiklaust með að dansarar skrái
sig á Dans Work-Shop námskeiðið.
„Já, tvímælalaust. Hvort sem fólk er að kenna
dans, læra dans eða dansa með einhverjum
dansflokki þá hvet ég alla til að skrá sig. Ég lofa
að fólk lærir ýmislegt nýtt á námskeiðinu.“
Nútímadans | Íslenskir dansarar fá gullið tækifæri í ágúst
Mikil uppsveifla í nútímadansi
Steinunn Ketilsdóttir
er fædd árið 1977. Hún
er stúdent frá FG í
Garðabæ og lauk BS-
prófi í viðskiptafræði
frá Háskólanum í
Reykjavík árið 2002.
Steinunn hóf nám í
dansi við Hunter Col-
lege í New York árið
2002 og hún mun ljúka
BA-gráðu í dansi vorið
2005. Steinunn hóf að þjálfa fimleika hjá fim-
leikafélaginu Björk í Hafnarfirði árið 1993.
Hún þjálfaði meðal annars meistarahóp fé-
lagsins í hópfimleikum sem varð Íslands- og
bikarmeistari í hópfimleikum árið 2003.
Banna hundahald?
MIKIÐ varð ég undrandi þegar ég sá
grein í Velvakanda fimmtudaginn 17.
júní um að banna ætti hundahald. Ég
er yfir mig hneyksluð á þeirri óvirð-
ingu sem menn geta sýnt dýrum og
rétti þeirra til að vera til. Hundar eru
til og fólk verður víst bara að sætta
sig við það. Þeir hafa fullan rétt til að
ganga um göturnar „okkar“, svo lengi
sem þeir slasa engan. Sjálf erum við
dýr, rétt eins og hundar, dýr sem
virðast ætla að leggja undir sig alla
jörðina, og höfum mengað hana,
drullað hana út svo mikið að smávegis
hundaskítur kemst ekki nálægt því að
vera eins alvarlegur. Vandamálið er
vel hægt að leysa án þess að banna
heilli dýrategund að lifa hérna.
Hundaeigendur verða að taka sig á
og þrífa eftir dýrin sín ef þeir vilja
halda þeim. Auk þess hefur hund-
urinn verið besti vinur mannsins í
óralanga tíð og hjálpað honum á ótal
vegu. Lausaganga hunda er bönnuð
og ef hundahald væri bannað líka,
hvar í ósköpunum mættu hundarnir
þá vera? Gott væri ef fólk hætti að
hugsa um sjálft sig smástund og gæfi
sér tíma til að bera virðingu fyrir dýr-
unum og einnig öllum þeim hundaeig-
endum, oft börnum, sem myndu
missa við þetta sinn besta og stund-
um eina vin.
Dýravinur
Hjólastóll tapaðist
HJÓLASTÓLL týndist frá Eið-
ismýri 30 fyrir skömmu. Finnandi
vinsamlega hafi samband í síma
552 5646.
Prinsessa er týnd
LÆÐAN Prinsessa hvarf frá Egils-
götu 12, 29. maí sl. Hún er brún-
bröndótt og ber ól með gulu merki
um hálsinn. Prinsessa hefur hvíta
sokka á hverri loppu. Þeir sem hafa
orðið varir við Prinsessu eru vinsam-
lega beðnir að hafa samband við Gos-
iu í síma 551 7091.
Tveir kettlingar fást gefins
TVO yndislega kassavana kettlinga
bráðvantar heimili. Upplýsingar í
síma 699 7369.
Uppáþrengjandi köttur
SVARTUR köttur hefur undanfarið
gert íbúum við Brekkuhvamm 6 og 8
lífið leitt. Kötturinn, sem er eyrna-
merktur, er uppáþrengjandi og lætur
ófriðlega. Eigandi kattarins er beðinn
um að sækja dýrið og hafa hemil á
því. Uppl. gefur Ásta í síma 691 1605.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Staðan kom upp í viðureign heims-
liðsins gegn liði Tigrans Petrosjans sem
lauk fyrir skömmu í Moskvu. Rafael
Vagjanjan (2639), hvítt, lauk skák sinni
gegn ofurstórmeistaranum Michael
Adams (2731) á snyrtilegan máta. 37.
d5! Bxd5 hvítur hefði einnig unnið eftir
37... exd5 38. Rf5+. 38. Rxb5 og svartur
taldi sig knúinn til að gefast upp enda
staða hans harla vonlítil.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is
Opnunartími
mán.-fös. kl. 11-18
lau. kl. 11-14
Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949
Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939
Fallegar sumarvörur
Flottar tilboðsslár
eitt verð kr. 1.500
af Þingvöllum, málað af Ásgrími
Jónssyni, og var málverkið hugsað
sem táknræn gjöf frá Íslendingum,
sem fagna 100 ára heimastjórn-
arafmæli og 60 ára lýðveldissögu, til
Grænlendinga. Siv segir að tals-
verðar framfarir séu í grænlensku
samfélagi sem Grænlendingar reki
að hluta til heimastjórnarinnar en
margir góðir gestir sóttu afmælishá-
tíðina sl. mánudag.
SIV Friðleifsdóttir umhverf-
isráðherra og Halldór Blöndal, for-
seti Alþingis, afhentu á mánudag
Hans Enoksen, formanni græn-
lensku landsstjórnarinnar, málverk í
tilefni 25 ára heimastjórnarafmælis
Grænlendinga. Var Siv viðstödd fyr-
ir hönd ríkisstjórnarinnar, í fjarveru
Davíðs Oddsonar, og Halldór fyrir
hönd Alþingis. Afhendingin fór fram
í þinghúsinu í Nuuk og er málverkið
Færðu Grænlending-
um táknræna gjöf
félagsmenn í GA, verða um 40 á
mótinu.
Fyrsti hópurinn hefur leik kl. 16 á
morgun, fimmtudag, og síðasti hópur
kl. 23. Þeir kylfingar sem síðast hefja
leik ljúka keppni væntanlega á milli
klukkan 4 og 5 aðfararnótt föstudags.
Á föstudag verður aftur ræst kl. 16 og
keppni lýkur því undir morgun á laug-
ardaginn.
Blíða hefur verið á Akureyri síðustu
daga. Jón Birgir segist hafa fylgst vel
með veðurspánni undanfarið, en í sann-
leika sagt er spáin ekki sérlega góð
fyrir mótsdagana. „Það er samt alltaf
gott veður á Akureyri, bara misjafn-
lega gott. Við erum því bjartsýn á að
mótið takist vel,“ sagði Jón Birgir.
ÁTJÁNDA Arctic Open golfmótið verð-
ur sett í kvöld að Jaðri og keppni hefst
síðdegis á morgun. Að þessu sinni eru
útlendir þátttakendur 26, sem er held-
ur minna en oft áður. „Keppendur að
þessu sinni verða 140, þar af 26 spil-
andi útlendingar. Þeir eru heldur færri
nú en síðustu ár og talsvert hefur verið
um að útlendingarnir hafi afboðað sig
síðustu daga,“ sagði Jón Birgir Guð-
mundsson, formaður Arctic Open
nefndarinnar.
Þeir sem að utan koma eru flestir frá
Bretlandi og Bandaríkjunum, en einnig
koma Hollendingar, Þjóðverjar og
Grænlendingar, svo einhverjir séu
nefndir. Íslenskir kylfingar mæta til
leiks víða af landinu, en heimamenn,
Miðnæturgolf að Jaðri
Jón Birgir: Alltaf gott veð-
ur á Akureyri, bara mis-
jafnlega gott.
Morgunblaðið/Skapti
VINIR og aðstandendur Ísaks Mána
Hjaltasonar, f. 6. apríl sl., hafa stofn-
að reikning við Íslandsbanka í
Mjódd, númer 0537-14-104000, kt.:
040273-4419.
Tilgangurinn er að safna fé til
stuðnings Ísak litla, en hann fæddist
með alvarlegan hjartagalla og
skemmt nýra. Framundan eru ferðir
foreldranna, Hjalta Björnssonar og
Helgu Jóhannsdóttur, jafnvel fleiri
en ein, með Ísak Mána til Boston í
Massachusetts, Bandaríkjunum, þar
sem hann mun gangast undir lækn-
isaðgerðir. Ábyrgðarmenn söfn-
unarinnar eru sr. Gunnar Björnsson
sóknarprestur og Hlöðver Magn-
ússon lögreglumaður.
Fjársöfnun til styrktar
Ísak Mána HjaltasyniLÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir vitnum að hörðum árekstri á
gatnamótum Miklubrautar og Háa-
leitisbrautar mánudaginn 21. júní
kl. 15.32. Þar rákust saman grænn
Nissan Double Cab og svartur
Volkswagen Golf. Ágreiningur er
með ökumönnum um stöðu umferð-
arljósanna á gatnamótunum þegar
óhappið varð. Vitni eru beðin um að
hafa samband við lögregluna.
Lýst eftir vitnum
www.thumalina.is