Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 44
MARGIR höfuðborgarbúar hafa tekið eftir auknum fjölda húsflugna í híbýl- um sínum nú undanfarið. Að sögn Er- lings Ólafssonar skordýrafræðings er þar fyrst og fremst hlýindunum um að kenna. „Húsflugan er ákveðin tegund flugna sem sækir mjög eindregið inn í hús, og getur fólk þekkt hana á atferl- inu einu saman, þar sem nær ómögu- legt er að reka hana út og hún sækir ekki í glugga líkt og aðrar flugur.“ Erling segir að innan borgarinnar sé það helst í grennd við sorptunnur og í safnhaugum sem húsflugan nái að fjölga sér, og með tíðarfarinu undan- farið hafi orðið sprenging í fjölguninni. Fátt er til ráða hvað varðar útrým- ingu flugnanna. Á markaðnum hafa verið límborðar sem flugur festast í, og tússpennar með fráhrindandi lykt. Svo segja húsráð að gott sé að hafa pelargóníur, tóbakshorn eða tómat- plöntur í húsinu, og fælist húsflugan blómaanganina. Húsflugur herja á borgarana MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. LEGUDÖGUM á Landspítal- anum – háskólasjúkrahúsi hef- ur fækkað um 6,8% fyrstu fimm mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Með- allegutími styttist úr 8,7 dög- um í 8,1 dag. Komum á göngu- deildir fjölgar um 7,0% en fækkar á dagdeildum um 1,9%. Umtalsverð fjölgun er á slysa- og bráðamóttökur spítalans, aðallega á Hringbraut, á bráðamóttöku barna, bráða- móttöku geðdeilda og almenna bráðamóttöku við Hringbraut. Aukningin er 5,3% frá síðasta ári. Bráðabirgðauppgjör fyrir fyrstu fimm mánuði ársins sýnir að gjöld LSH voru 99,5 milljónir króna umfram fjár- heimildir tímabilsins. Launa- gjöld eru 0,6% umfram áætlun og rekstrar- gjöld 2,4% umfram áætl- un og lyfja- kostnaður hef- ur á þessum tíma aukist um 4,6% frá fyrra ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð framkvæmda- stjóra fjárreiðna og upplýsinga í stjórnunarupplýsingum Landspítalans fyrir mánuðina janúar–maí. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri LSH, segir að rekstur sjúkrahússins sé það gríðarlega umfangsmikill í krónum talið að þótt frávikið í gjöldum sé innan við 1%, sem þætti ekki mikið í mörgum fyr- irtækjum, geri það engu að síð- ur nær 100 milljónir króna. Það að legutími styttist og legudögum fækkar enn og aft- ur sýnir að menn hafa náð ár- angri og meðallegutími á bráðadeildum er á við það sem best gerist í heiminum. Höfum ekki gefist upp „Við náum ekki markmiðum okkar að þessu leyti. Það eru einkanlega tvö svið sem eru í erfiðleikum með að ná því markmiði sem þar var sett, lyf- lækningasvið I og svo rann- sóknarstofur sem standa að verulegu leyti fyrir umframút- gjöldum. Við erum náttúrlega að berjast við þetta og höfum ekki gefist upp við það að ná markmiðunum, alls ekki,“ seg- ir Jóhannes. Hann segir þessa niður- stöðu þýða einfaldlega að menn verði að ganga enn harð- ar fram í aðhaldi á síðari hluta ársins. Jóhannes segir að í heild virki spítalinn mjög vel. „Í rauninni held ég að við séum núna að sjá uppskeru sameiningar á mörgum deild- um. Það að biðlistar eru nánast að hverfa er ótrúlega góður ár- angur og að því leyti erum við kannski að ná umfram mark- mið.“ Skurðaðgerðum á sjúkra- húsinu fjölgaði um 2,4% fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Voru þær 6.646 í ár en 6.489 í fyrra. Mest fjölgun var á augnaðgerðum, æðaskurðlækningum og í barnaskurðlækningum. Legutími styttist og aðgerðum fjölgar Útgjöld LSH nær 100 milljónir króna umfram fjárheimildir Jóhannes Gunnarsson „ÞETTA endaði vel,“ sagði Pétur Guðmundsson, verslunarstjóri í Melabúðinni, um frækilegt björg- unarafrek í Vesturbænum en það var Stefán Krist- insson, slökkviliðsmaður í Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins, sem bjargað hafði staraunga sem var fastur undir þakskeggi í blokkinni fyrir ofan Mela- búðina að Hagamel 41–45, en þar hafði stara- fjölskyldan gert sér hreiður. Var haft á orði að rétt væri að kalla staraungann Ófeig en ekkert virtist ama að honum eftir björgunina. Foreldrarnir höfðu hins vegar haft þungar áhyggjur af Ófeigi og flögrað kringum hann með skrækjum en gátu ekki hafst að. „Það var kona í næsta húsi, Guðlaug Runólfs- dóttir, sem hringdi í mig, en hún hafði séð að unginn var fastur í bandspotta eða tágum. Þetta er hálf- stálpaður ungi og hann náði ekki að losa sig. Það er illmögulegt að komast þarna upp á þakið þannig að hún talaði við slökkviliðið og þeir voru svo elskulegir að koma og bjarga unganum. Slökkviliðsmaðurinn náði unganum og við klipptum af honum bandið og honum var síðan komið aftur fyrir í hreiðrinu uppi undir þakbrúninni,“ segir Pétur. Komu Ófeigi til bjargar Stefán og Pétur klippa bandið af fæti Ófeigs. Morgunblaðið/Þorkell Stefán Kristinsson slökkviliðsmaður losar Ófeig sem var fastur undir skyggninu á fjórðu hæð blokkarinnar. Í GREIN sinni „Örfá orð um fræðimennsku fyrr og nú“, sem birtist í bókinni Engli tímans sem út kemur í dag til minningar um Matthías Viðar Sæmundsson, gagnrýnir Álfrún Gunnlaugsdóttir, prófessor í almennri bókmennta- fræði við Háskóla Íslands, rann- sóknarsamfélagið harðlega. Að sögn Álfrúnar er orðið afar erfitt að fá fjármagn til að vinna grunnrannsóknir, sem oftar en ekki byggjast á leit þar sem ekki er öruggt að það finnist sem að er leit- að, og óttast hún að það dragi úr áræði og dirfsku við val á rann- sóknarefni. Hún gagnrýnir einnig að háskólakennarar þurfi sífellt að sanna sig og réttlæta störf sín, þar sem ekki virðist gengið út frá því að þeir vinni vinnuna sína. Álfrún telur óeðlilegt að þegar háskólakennurum eru veitt stig fyrir rannsóknir sínar sé lítið sem ekkert tillit tekið til þess hvort þær séu vel unnar eða ekki, eða hvort þær skipti einhverju máli í fræði- umræðunni. Rannsókn- arsamfélag- ið gagnrýnt  Leit að engli/41 PELARGÓNÍA, öðru nafni mánabrúður, er til í um 250 af- brigðum og þær flestar frá Suð- ur-Afríku. Hægt er að láta pel- argóníur þrífast utandyra yfir sumartímann með góðu móti. Tóbakshornið er algengt sum- arblóm hér- lendis og er bastarður suður– amerískra villitegunda. Tómatplantan barst til Evrópu frá Andesfjöllum, og var fyrstu aldirnar einungis ræktuð sem skrautplanta, og tómaturinn talinn eitraður. Gagnleg gegn flugunni Starfsstúlka Garð- heima með blóm gegn flugum. ELDRI sjómaður drukknaði í höfn- inni á Þingeyri í gærkvöld. Fyrstu athuganir bentu til þess að maður- inn hefði fallið í sjóinn eftir að hafa landað úr bát sínum, en málið er enn í rannsókn samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar á Ísafirði. Tilkynnt var um mann á floti í höfninni á Þingeyri laust fyrir kl. sjö í gærkvöldi. Lögreglan á Ísafirði sendi sjúkra- og lögreglubíl á stað- inn auk þess sem ræstur var út sjúkrabíll á Þingeyri. Menn á Þing- eyri náðu manninum úr höfninni en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Drukknaði í höfninni á Þingeyri ♦♦♦ DÓMSMÁLARÁÐHERRA Danmerkur, Lene Espersen, og dómsmálaráðherra Sví- þjóðar, Thomas Bodström, sem staddir eru hér á landi vegna fundar við Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra, fylgdust spenntir með leik Dana og Svía í Evr- ópukeppninni í knattspyrnu á Höfn í Hornafirði í gær, en leikurinn var æsispennandi og lauk með jafntefli liðanna. Leist sænska dómsmála- ráðherranum og fylgdarliði hans ekki á blikuna þegar skammt var eftir af leiknum en brúnin léttist þó á síðustu mínútunum þegar Svíarnir skoruðu, að sögn upplýsinga- fulltrúa hans. Fögnuðu ráð- herrarnir ákaft enda lið landa þeirra bæði komin áfram í átta liða úrslit keppninnar. Ráðherrarnir fara af landi brott í dag. Morgunblaðið/Heiðar Dómsmálaráðherrar Danmerkur og Svíþjóðar, Lene Espersen og Thomas Bodström, fögnuðu fyrir utan Hótel Höfn í gær. Sáttir ráðherrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.