Morgunblaðið - 23.06.2004, Blaðsíða 17
MINN STAÐUR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 17
Kjörfundur í Eyjafjarðarsveit vegna kjörs
forseta Íslands 26. júní nk.
verður í Hrafnagilsskóla frá kl. 10.00-22.00.
Hægt verður að ná í kjörstjórn
á kjördag í síma 463 1137.
Kjörstjórn
Kjörfundur vegna
kjörs forseta Íslands
26. júní 2004
Landsmót hestamanna á Hellu 28. júní - 4. júlí
Hátíð hestamanna
og allrar fjölskyldunnar
Forsala aðgöngumiða er á völdum Esso bensínstöðvum víða um land, sjá
á esso.is og landsmot.is
Nú fást sérstakir miðar í stúkusæti!
Forsala miða í stúkusæti er eingöngu í Nesti á bensínstöð Esso við
Ártúnshöfða og í síma 514 40 30.
28. JÚNÍ - 4. JÚLÍ
www.landsmot.is
Í S
L E
N
S K
A
A
U
G
L Ý
S I
N
G
A
S T
O
F A
N
/ S
I A
. I
S
L A
N
2 5
0 4
9
0 6
/ 2
0 0
4
Fjölbreytt skemmtiatriði á hverjum degi
Fjölbreyttir gistimöguleikar
Góð tjaldstæði
Stutt í golf
Áhugaverðir ferðamannastaðir í nágrenninu
Barnaleikvöllur
Barnagæsla
Spaðarnir hleypa á músíksprett á fimmtudagskvöld
Stuðmenn halda uppi fjörinu á föstudagskvöld
Milljónamæringarnir með Stefáni Hilmars og
Bogomil Font slá í á laugardagskvöld
Kynnið ykkur dagskrána og leitið frekari upplýsinga á www.landsmot.is
Forsala miða hefst í dag
FRAMTÍÐARHLUTVERK Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri verður
aðalumræðuefni ársfundar FSA sem
haldinn verður
á fimmtudag,
24. júní.
Fulltrúar ráðu-
neytis heil-
brigðismála,
landlæknir, fulltrúar heilbrigðisstofn-
ana á Ísafirði, Sauðárkróki, Húsavík
og Austurlandi auk FSA munu þar
fjalla um sjúkrahúsið í nútíð og fram-
tíð. Á fundinum verður einnig und-
irritaður samningur um kaup á seg-
ulómtæki og þeim starfsmönnum sem
náð hafa 25 ára starfsaldri hjá FSA
verður veitt viðurkenning og þeir
sem hætt hafa störfum verða heiðr-
aðir. Fundurinn hefst kl. 13.30 í ný-
byggingu sjúkrahússins, Suðurálmu
á annarri hæð og er öllum opinn.
Framtíð FSA
rædd á ársfundi
MARGRÉT Víkingsdóttir hefur ver-
ið ráðin í starf upplýsingafulltrúa
hjá Dalvíkurbyggð og mun hún
hefja störf í haust.
Alls sóttu 42 um
starfið. Hún tekur
við starfinu af Þórði
Kristleifssyni sem
mun láta af störfum
síðar í sumar.
Margrét er fædd
1978 og er með B.Sc.
gráðu í rekstr-
arfræði með áherslu á markaðsmál
frá Háskólanum á Akureyri. Eig-
inmaður Margrétar er Klemenz
Bjarki Gunnarsson, verkefnisstjóri á
Alþjóðasviði Háskólans á Akureyri.
Þau eru búsett í Svarfaðardal og
eiga eitt barn.
42 sóttu um starf
upplýsingafulltrúa
Margrét
Víkingsdóttir
♦♦♦
♦♦♦
LISTASUMAR er hafið á
Akureyri, í 12. sinn. Fram-
undan er fjöldi viðburða af
ýmsu tagi, en Listasumar
stendur yfir í 10 vikur, lýk-
ur með Akureyrarvöku í
lok ágúst.
Nefna má að í kvöld, mið-
vikudagskvöld, verður
Jónsmessuhátíð í Kjarna-
skógi, frá kl. 19 til 22.
Þar geta gestir gengið
um á milli stöðva og fylgst með en börn taka virkan
þátt í því sem fram fer. Þau hafa verið í smiðju hjá
brúðugerðarmanninum Bernd Ogrodnik og sýna af-
raksturinn í skóginum. Þá verður Jónsmessubál
tendrað og sunginn brekku-
söngur.
Heitir fimmtudagar hafa
skipað sér sess í dagskrá Lista-
sumars og mun djassinn áfram
duna í Deiglunni á fimmtudags-
kvöldum. Djangódjasshátíðin er
á sínum stað í byrjun ágúst með
Robin Nolan tríó í fararbroddi. Í
hádeginu á föstudögum verða
svo tónleikar í Ketilhúsinu.
Sumartónleikar verða í Ak-
ureyrarkirkju, boðið verður upp á sögugöngur um
hverfi bæjarins og söfn taka virkan þátt í dagskránni.
Myndlistasýningar verða opnaðar um allan bæ í allt
sumar, svo sem venja er.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Listrænar veitingar: Boðið var upp á léttar
veitingar við opnun Listasumars á Akureyri.
Listasumar í tólfta sinn
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Sýning á steindu gleri| Sigríður
Ásgeirsdóttir hefur opnað sýningu á
steindu gleri á Amtsbókasafninu á
Akureyri. Sýninguna kallar hún „30
dagar í Kevalaer“ og er þetta þrett-
ánda einkasýning hennar, en að auki
hefur hún tekið þátt í fjölda samsýn-
inga. Verkin vann hún á verkstæði í
Hein Derix í Kevalaer í Þýskalandi
síðastliðið vor.
Fyrirlestur| Í tengslum við sýn-
inguna heldur hún fyrirlestur á
Amtsbókasafninu í dag, miðvikudag-
inn 23. júní kl. 17. Fjallar hún þar al-
mennt um glerlist og um þá tækni og
verkferil sem er beitt við sköpun
steindra glerlistaverka. Einnig mun
Sigríður fjalla um tilurð verkanna á
sýningunni og um feril sinn.
Sýning Sigríðar stendur yfir á
Amtsbókasafninu til 16. júlí næst-
komandi.