Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 2003 9 É G ferðaðist um Norðvestur-Atl- antshafssvæðið í ágúst og sept- ember 2002 ásamt góðum vini mínum, Knud Josefsen eða Aqqaluk, sem er ljósmyndari. Markmiðið var að kynna íbúa Færeyja, Íslands og Grænlands betur innbyrðis. Íbúar þessara þriggja landa hafa verið – og eru ennþá í tilfelli Færeyja og Grænlands – undir miklum áhrif- um frá Dönum sem hafa lengi stjórnað þeim. Enn eru nokkur átök milli íbúa þessara landa og Dana. En Danmörk hefur samt verið bindi- efnið milli þessara landa. Til að gefa þér hugmynd um hverjir þessir Íslendingar eru langar mig til að segja þér litla sögu um víkinga, eins og Íslendingur sagði hana. Á áttundu öld fóru illskeyttustu og upp- reisnargjörnustu víkingahöfðingjarnir frá Noregi vegna þess að þeir vildu ekki borga skatt og þeir vildu ekki láta neinn segja sér fyrir verkum. Og þeir kærðu sig alls ekki um neinn kóng! Þeir voru hávaxnir, fúlskeggjaðir og augun rauð og tryllingsleg því að þeir voru kolgeggjaðir og blóðþyrstir. Allir báru þeir höfuðið hátt, voru með stórar axir og reiðubún- ir að drepa hvern þann sem andmælti þeim. Eftir að þeir höfðu verið í hafi á langskipum sínum í margar vikur komu þeir til Færeyja og sumir þeirra ákváðu að setjast að á þessum litlu eyjum. Þegar þeir voru spurðir hvers vegna þeir ætluðu að verða um kyrrt í Fær- eyjum sögðu þeir: „Það er óþarfi að leita langt yfir skammt.“ En hinir, sem voru alveg hams- lausir, vildu halda áfram og sögðu við fólkið sem settist að: „Kveifar, þið getið orðið hér eft- ir, en við, ofsafengnustu, harðskeyttustu og bestu víkingarnir, ætlum að halda lengra.“ Og síðan sigldu þeir frá hinum skýjuðu og þoku- slungnu Færeyjum. Harðsnúnustu, illskeytt- ustu og bestu víkingarnir báru höfuðið hátt með axir sínar, reiðubúnir að drepa hvern þann sem andmælti þeim. Eftir að þeir höfðu verið á langskipum sínum um hríð komu þeir til Íslands. Þeir gengu á land og stofnuðu Alþingi, þing sitt, til að koma á friði á milli allra trylltu og hamslausu víking- anna. Lífið hélt áfram og víkingarnir herjuðu á nágranna sína sér til skemmtunar og til að halda sér í góðu formi; trylltum, ofstopafullum og mjög harðskeyttum. Þeir voru ennþá há- vaxnir, fúlskeggjaðir og báru axir, svo þeir gátu skrattast hver í öðrum. En dag einn komst Eiríkur rauði að þeirri niðurstöðu að Íslendingar væru orðnir of slappir. Eiríkur var sannarlega rauður; föt hans voru rauð af blóðblettum, tryllingsleg augun voru rauð, hárið var rautt og öxin hans var ævinlega rauð eftir að hann hafði slátrað þrælum og nágrönnum – bara sér til skemmt- unar, til að auðveldara væri að sætta sig við langar og dimmar íslenskar vetrarnæturnar. En ekki einu sinni harðsnúnasti, illskeyttasti og besti víkingurinn gat gert alveg það sem hann lysti. Svo Alþingi úrskurðaði að hann væri of brjálaður og hamslaus og of harðsnú- inn til að halda áfram að búa á Íslandi. Því var langharðsnúnasti, illskeyttasti, versti og tryllt- asti víkingurinn sem sögur fóru af rekinn í út- legð. Hann fór með víkingum sem voru alveg jafnillskeyttir og trylltir og hann sjálfur, þeim bestu í Evrópu, hinum illskeyttustu í heim- inum. Hann hélt til Grænlands og settist að í fjörðunum: víkingar í fjarðabyggð. OG VIÐ FLÆMDUM ÞÁ BURT!!! Og sagan heldur áfram, en það er önnur saga því að hamslausu og skelfilegu víking- arnir eru vitaskuld ekki jafntrylltir og hams- lausir og Íslendingur einn sagði mér forðum. Samfélögin á Íslandi og í Færeyjum hafa þróast frá tímum hinna trylltu víkinga og orðið Grænlendingum mjög kunnugleg. Þessar þjóð- ir eru mjög líkar Dönum; tungumál þeirra er af sama meiði og norska, danska og sænska, skyld þýska tungumálahópnum sem tilheyrir indó-evrópska tungumálaflokkinum. Ef þú ferð til Íslands, sem ég ráðlegg þér að gera, muntu taka eftir því að Íslendingar taka tungumál sitt mjög alvarlega. Ef einhver frá öðrum Norðurlandaþjóðum kemur til Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur eða Færeyja er líklegt að þeir geti skilið hvað verið er að segja. En því er ekki að heilsa á Íslandi. Gangi maður um og hlusti á tungumálið gæti maður alveg eins ver- ið í Ungverjalandi. Maður verður að tala ensku til að geta gert sig skiljanlegan við Íslendinga. Og þó svo að Íslendingar líti gjarnan á sig sem „heimsborgara“ kunna margir þeirra ekki ensku (að minnsta kosti talar eldra fólk hana oft ekki). Og það er vandamálið – ef maður getur ekki farið að kröfum íslensku „tungumálalögregl- unnar“ sem aðgreinir íslenskuna frá skyldum norrænum tungumálum með því að búa til ein- hvers konar fyrirmyndarland menningar og tungu. Þetta er hvorki vandamál íslenskrar tungu né innfæddra íbúanna, sem best sést á bókakaupum þeirra sem eiga sér enga hlið- stæðu. Flestar bækurnar sem eru gefnar út á Íslandi miðast við mikið bókaflóð fyrir jólin. Allir fá margar bókagjafir um jólin. Svo spurn- ingin hlýtur að vera: Hversu margar bækur eru í rauninni lesnar? Og ef þær eru ekki lesn- ar, eins og þær ættu að vera, hver segir að þær séu þess virði að lesa þær? Og ef bækurnar þínar eru ekki þess virði að verða lesnar eru þær þá þess virði að vera skrifaðar? Ég ætla ekki að reyna að svara þessum spurningum, en eitt er víst; það er kjörið fyrir rithöfunda að fara íslensku leiðina ef þeir eru með eina eða tvær sögur í kollinum. Kerfið er einhvern veginn þannig: Þú ert búinn að gefa út að minnsta kosti tvær bækur og til að sýna að við kunnum að meta það borgum við, ís- lenska þingið, þér kennaralaun til að þú getir gert það sem liggur best fyrir þér – skrifað, í þágu íslenskra bókmennta. Og hver veit, kannski skýtur upp kollinum nýr Laxness? Og ef bækurnar eru lesnar á kannski einhver ís- lenskur rithöfundur eftir að reita Íslendinga til reiði eins og Laxness gerði forðum? Ég vil samt taka það fram að jafnvel þótt tungumálið sé einn af menningarlegu þáttun- um í lífi fólks er það ekki það eina sem hafa ber í huga. Þið skuluð ekki halda það að það sé eft- irsóknarvert að búa til fyrirmyndarríki tungu- málsins. Þótt Íslendingar séu á margan hátt mjög lík- ir okkur hafa þeir ákveðin sérkenni. Eitt af þeim er það hve þeir einblína í sífellu á það hverjir þeir eru og frá hverjum þeir eru ætt- aðir. Reyndar hafa Íslendingar stofnað stórt fyrirtæki með um 600 starfsmönnum með það að markmiði að staðsetja erfðagalla með erfða- fræðilegum rannsóknum. Fyrirtækið, Íslensk erfðagreining, byggist á afkastamikilli skrán- ingu í aldanna rás á því hver giftist hverjum og hvaða afkomendur þau eignuðust. Þessar heimildir geta sýnt hvaða erfðagallar hafa bor- ist frá einni kynslóð til annarrar. Og á þessu hyggjast Íslendingar hagnast í framtíðinni. Þeir eiga gríðarlega stóra gagnagrunna sem byggjast á mikilvirkri skráningu ættfræðiupp- lýsinga í fortíðinni. Með þessu móti geta Ís- lendingar nú greint erfðagalla og hjálpað mannkyninu með ítarlegum erfðafræðirann- sóknum. Þeir eru séðir, þessir Íslendingar. Ennfremur er Íslensk erfðagreining óðum að gera Ísland að útflytjanda á sviði upplýsinga- tækni og fyrirtækið átti drjúgan þátt í því að stofna tölvufræðideild á Akureyri. Ó, hin fagra Akureyri. Hlýlegur bær, með trjám, einfaldlega fallegur. Fullur af fegurð. Þessi 15.000 manna bær er á norðurströnd Ís- lands umkringdur fjöllum og stendur við fjörð. Hvað er hægt að segja um Akureyri? Hmm, ansi erfitt að færa það í orð, held ég. Þar er skemmtilegt Listasafn sem eldklár forstöðu- maður stjórnar. Þegar við komum í bæinn mátti heyra fagurt bænakall múslimaprests. Ef gengið er um Akureyri og horft á alla þessa önnum köfnu Íslendinga sem vinna hörðum höndum fyrir þriðja fjórhjóladrifna bílnum sín- um, er erfitt að ímynda sér að hér sé nokkra múslima að finna. Og raunar eru þeir mjög fá- ir, ef nokkrir, en snjall sýningarstjóri getur komið ýmsu til leiðar í litlu samfélagi. Háskólinn á Akureyri stendur á hæð með út- sýni yfir bæinn. Hann var stofnaður árið 1987 í húsnæði þar sem áður var rekið geðveikrahæli. Við Háskólann á Akureyri eru nú í kringum eitt þúsund stúdentar og um 400 stúdentar í fjarnámi. Ég hef ekki hugmynd um hvort andi þeirrar starfsemi sem áður fór fram í bygging- unum hefur haft áhrif á skólastarfið. Hvað sem því líður var Ísland eitt af fyrstu löndunum til að notfæra sér tölvu- og internetbyltinguna í ríkum mæli. Hin tvö löndin sem voru í far- arbroddi þessarar þróunar voru Noregur og Grænland. Nú hafa Norðmenn komið sér upp mjög stóru gervihnatta-fjarskiptaneti og lagt hluta af olíugróða sínum í þróun samskipta- tækni. Ísland, þar sem eru um 300.000 íbúar, á eng- an olíuauð. Þess í stað nota landsmenn nú tölvutæknina til að styrkja efnahagslegan grundvöll þjóðarinnar. Ein merkilegasta deild- in við Háskólann á Akureyri hlýtur að vera tölvufræðideildin sem var stofnuð í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu í Reykjavík. Um 150 af 600 starfsmönnum fyrirtækisins vinna fyrst og fremst við tölvur. Tölvuforrit hafa ver- ið þróuð og seld til að afla nauðsynlegra tekna sem að endingu er ætlað að tryggja efnahags- legan stöðugleika fyrirtækisins. Líkt og Grænlendingar eru Íslendingar mjög háðir fiskveiðum. Og líkt og Grænland er landið strjálbýlt og stórt. Atvinnulífið byggist gjarnan á einni meginatvinnugrein sem er oft mjög viðkvæm fyrir verðbreytingum sem lítið hagkerfi getur ekki ráðið við og því flytja nú orðið æ fleiri Íslendingar til höfuðborgarinnar þar sem atvinnulíf er fjölbreyttara. Þessi þró- un hefur átt sér stað um allnokkurt skeið. Rúmlega 2⁄3 íbúanna búa nú í borginni og ná- grannasveitafélögum hennar. Allar helstu at- vinnugreinar hafa flust til Reykjavíkur og fisk- vinnslan er nú mest í kringum Hafnarfjörð sem kalla má úthverfi Reykjavíkur. Þessi sam- þjöppun fjármagns og fólks þýðir að bæir eins og Ísafjörður eru að minnka og fiskvinnslu- stöðvar að hætta rekstri. Bærinn Ísafjörður má muna sinn fífil fegri. Sú var tíðin að heyra mátti grænlensku, norsku, rússnesku og önnur tungumál á þröngum götunum á Ísafirði. Þessir aðkomu- menn voru að endurnýja eldsneyti og skipta um áhöfn á Ísafirði. Atvinnulífið blómstraði. Nú getur að líta stóra höfn þar sem eru engin skip og aðeins hægt að láta sig dreyma um ak- andi mauralega lyftara og hrópandi karlmenn að störfum. Samt er enn von; íbúar á Ísafirði eru farnir að framleiða sushi. Það sem þeir gerðu var að finna bestu hrísgrjónin til þess konar framleiðslu, sjóða þau, bæta rækjum út í … og gjörið svo vel, Sushi! Einn góðan veðurdag komast menn að því að öllu máli skiptir að geta lagað sig að núverandi aðstæðum. Ég held að margir Íslendingar séu snjallir í að finna nýjar aðferðir til að græða peninga vegna þess að þeir geta ekki reitt sig á neinn nema sjálfa sig og þeir sýna nú bæði Færeyingum og Grænlendingum hvernig eigi að bera sig að. Það er gott. Til að gera langa sögu stutta: Íslendingar eru ekkert öðruvísi en allir aðrir. Þeir hafa sína kosti og galla. Þar sem þeir eru sjálfstætt ríki neyðast þeir vitaskuld til að laga sig að veru- leika nútímans. Þeir geta ekki beðið annað land um niðurlægjandi styrk. Þeir biðja ekki um neitt sem þeir geta ekki útvegað sér sjálfir. Þeir hafa áttað sig á því að mönnum er ekki gefið vald, menn taka sér það. Það gerðu trylltu víkingarnir til forna. Þess vegna lifa Ís- lendingar enn. En um leið er eftirtektarvert hve séðir Íslendingar eru í því að afla sér tekna. Þegar komið er frá Grænlandi er ekki hægt að kalla það annað en Græðgi. Sem er synd. Margir Íslendingar verja miklum tíma til vinnu. Og þar með eyða þeir meiri tíma í vinnunni í stað þess að nota hann með fjöl- skyldunni. Margir Íslendingar eyða stórfé í gríðarstóra bíla. Margir Íslendingar eyða of miklu í allt. Það er svo dýrt að búa á Íslandi. Og eina ástæðan fyrir því sem ég fæ séð er Græðgi. Árni Óskarsson þýddi textann úr ensku. BRÉF TIL ÓFÆDDS BARNS E F T I R J O K U M N I E L S E N Höfundur er grænlenskur barnabókahöfundur. Ljósmynd/Knud Josefsen „Þar sem þeir eru sjálfstætt ríki neyðast þeir vitaskuld til að laga sig að veruleika nútímans.“ Við Landakotskirkju. Ljósmynd/Knud Josefsen „Ég vil samt taka það fram að jafnvel þótt tungumálið sé einn af menningarlegu þáttunum í lífi fólks er það ekki það eina sem hafa ber í huga.“ Úr Íslensku óperunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.