Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 2003 11
Hvað er viðmið?
SVAR: Orðið viðmið hefur meðal annars verið
notað sem þýðing á enska hugtakinu para-
digm sem er dregið af gríska orðinu para-
deigma, en það merkir sönnun, dæmi, mynst-
ur, líkan eða frummynd. Í málfræði er það
notað um beygingamynstur. Hjá Platoni er
paradeigma meðal annars notað um einstakt
dæmi einhvers almenns eiginleika, eða um
fyrirmynd, mælikvarða eða mynstur, sam-
anber frummyndakenningu hans.
Á síðari tímum hefur hugtakið orðið fræg-
ast í meðförum bandaríska vísindasagnfræð-
ingsins og vísindaheimspekingsins Thomas S.
Kuhn (1922–1996), sem setur það fram í hinni
frægu bók sinni The Structure of Scientific
Revolutions (Formgerð vís-
indabyltinga, 1962), en hún hefur
haft áhrif langt út fyrir heimspeki
á síðustu áratugum.
Það var þó þýski vísindamað-
urinn Georg Christoph Lichten-
berg (1742–1799) sem notaði hug-
takið fyrstur í vísindasögu, um
nokkurs konar „beygingarmynst-
ur“ vísindanna. Lichtenberg, sem
var prófessor í eðlisfræði við há-
skólann í Göttingen frá 1770 til
dauðadags, sagði til dæmis um
kerfi Kópernikusar að það væri
„það viðmið sem allar aðrar upp-
götvanir ætti að beygja eftir“. Á
sama hátt og við hegðum beygingu
nafnorða og sagna í málfræði eftir
þekktri beygingu ákveðins orðs
taldi hann að við „skýrðum“ fyr-
irbæri náttúrunnar með því að
tengja þau ákveðnum þekktum fyr-
irbærum eða mynstrum.
Lichtenberg var einn af þeim fáu
hugsuðum, sem austurríski heim-
spekingurinn Ludwig Wittgenstein
(1889–1951) las af alvöru, en segja
má að viðmiðshugtak Lichtenbergs
lifi áfram í hugtökum Wittgensteins um „rök-
fræðilega málfræði“, „málaleiki“ og „ætt-
armót“. Þessi hugtök höfðu aftur áhrif á hug-
myndir Kuhns.
Wittgenstein benti á að ekki er hægt að
finna eitthvert eitt mengi eiginleika sem ein-
kenna alla leiki, heldur aðeins „ættarsvip“
með leikjum (til dæmis skák, sjónleik, fót-
boltaleik og bridge), og á sama hátt telur
Kuhn, að ekki sé hægt að skilgreina nákvæm-
lega í hverju aristótelísk eðlisfræði felst, eða
nútíma skammtaeðlisfræði. Aðeins sé unnt að
benda á ákveðin „ættareinkenni“ allrar starf-
semi sem eðlisfræðingur innan hefðar Arist-
ótelesar stundar. Þessi ættareinkenni felast
meðal annars í því hvers konar frumspeki all-
ir vísindamenn innan þessarar hefðar aðhyll-
ast (til dæmis um tilvist verunda (súbstansa),
um hlutverk markmiðshugtaksins o.s.frv.),
hvernig þeir vilja haga tilraunum sínum, um
það hvaða form kenningar eiga að taka,
hvernig safna á gögnum, hvernig setja á fram
kenningar sínar og þannig fram eftir göt-
unum.
Öll vísindastarfsemi sem snýst um ákveðið
viðmið fellur undir það sem Kuhn kallar
„normal science“ („hversdagsvísindi“). Þróun
vísinda felst þá samkvæmt Kuhn í því að ein
hversdagsvísindi taka við af öðrum, það er að
segja að eitt viðmið tekur við af öðru, eins og
þegar viðmið afstæðiskenningar Einsteins tók
við af viðmiðinu sem felst í aflfræði Newtons í
upphafi tuttugustu aldar. Kuhn kallar það vís-
indabyltingu þegar eitt viðmið tekur við af
öðru. Þessar hugmyndir um „bylting-
arkennda“ og ósamfellda þróun vísinda áttu
sér reyndar fyrirrennara í ritum franska vís-
indaheimspekingsins Gaston Bachelard
(1884–1962).
Upphaflega notaði Kuhn viðmiðshugtakið
ekki í skarpt skilgreindri merkingu (í sam-
ræmi við kenninguna um „ættarmót“), heldur
hafði hann aðeins viðmið um viðmið! Enski
vísindaheimspekingurinn Margaret Mast-
erman greindi reyndar að minnsta kosti 21
mismunandi merkingu í orðinu paradigm í
Formgerð vísindabyltinga. Seinna hætti
Kuhn að nota orðið paradigm og kaus heldur
„disciplinary matrix“ („fræðafylki“), sem
hann gat gert nákvæmari grein fyrir.
Náskyldar hugmynd Kuhns um viðmið, vís-
indabyltingar og hversdagsvísindi eru hug-
myndir ungverska heimspekingsins Michael
Polanyi (1891–1976) um „þegjandi þekkingu“
(e. tacit knowledge), hugmyndir austurríska
vísindaheimspekingsins Paul K. Feyerabend
(1924–1994) um hlutverk óhefðbundinna,
„óskynsamlegra“ þátta í vísindum og ung-
verska vísindaheimspekingsins Imre Lakatos
(1922–1974) um „rannsóknaáætlanir“ (scienti-
fic research programmes).
Erlendur Jónsson, prófessor í heimspeki við HÍ.
Hvað er miðbaugur langur?
SVAR: Svonefnt bauganet jarðar byggist á
ímynduðu hnitakerfi lengdar- og breiddar-
bauga sem lagt er yfir jarðarkúluna. Bauga-
netið er notað til að gefa upp nákvæma stað-
setningu á yfirborði jarðar. Breiddarbaugar
ákvarða staðsetningu til norðurs eða suðurs
og lengdarbaugar til austurs eða vesturs.
Í þessu kerfi er miðbaugur (sem stundum
er kallaður 0-baugur) svokallaður stórhringur
sem skiptir yfirborði jarðar í tvo jafnstóra
hluta, norðurhvel og suðurhvel. Miðbaugur er
því einn breiddarbauganna og samhliða hon-
um eru 90 breiddarbaugar til norðurs og 90
til suðurs.
Bilið á milli breiddarbauga er nokkuð jafnt,
að meðaltali um 111 km, en eðli málsins sam-
kvæmt eru þeir mislangir. Lengstur er mið-
baugur, en síðan styttast þeir eftir því sem
nær dregur pólunum.
Ummál jarðar við miðbaug, og þar með
lengd miðbaugsins, er 40.075 km. Þar sem
jörðin er ekki fullkomlega hnöttótt heldur
flatari til pólanna er ummál hennar aðeins
minna þegar mælt er yfir pólana, eða 40.007,8
km.
Þessi lögun jarðar gerir það að verkum að
geisli hennar eða radíus er um 21 km styttri
við pólana en við miðju. Radíus jarðar frá
miðpunkti hennar að miðbaug er 6.378,1 km
en 6.356,8 við heimskautin.
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir, landfræðingur.
HVAÐ ER
VIÐMIÐ?
Á meðal spurninga sem hefur verið svarað á Vís-
indavefnum að undanförnu má nefna: Hvað er
útópía, hvað veldur vindgangi, hvað voru stærstu grameðlutennurnar
stórar og af hverju fær maður blöðrubólgu?
VÍSINDI
AP
Svonefnt bauganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi
lengdar- og breiddarbauga sem lagt er yfir jarðarkúluna.
É
G hef verið að lesa nýjasta heftið
af Andvara. Hann er góður og
menningarlegur að vanda. Þar
eru meðal annars efnis þrjár
greinar þar sem fjallað er um
verk Halldórs Laxness, eins og
er vel við hæfi, á því ári þegar
öld var liðin frá fæðingu skálds-
ins. Hjalti Hugason skrifar grein um Íslands-
klukkuna í kirkjusögulegu ljósi. Ármann Jak-
obsson skrifar um organistann í Atómstöðinni.
Jón Viðar Jónsson spyr hvort hægt sé að leik-
gera Laxness. Allar eru þessar greinar vand-
aðar og hin þekkilegasta lesning. Þær eru ekki
lengri en svo, að nokkur þurfi að fráfælast þær
þess vegna, og ekki svo uppskrúfuð „fræði-
mennska“ að venjulegu, sæmilega skynugu
fólki sé nokkur vorkunn að skilja hvað höfund-
arnir eru að segja. Gaman væri að fjalla nánar
um þetta stórmerka Andvarahefti, en það er
ekki í mínum verkahring, enda er tilgangur
minn með þessum fáu línum reyndar allur
annar. Aðeins skal minnzt á tvennt: 1): Ég er
ósammála sumu sem Ármann Jakobsson segir
í sinni grein, þótt margt í henni þyki mér með
miklum ágætum. Og: 2) Mjög þykir mér
áhugaverð sú uppástunga Jóns Viðars Jóns-
sonar, að ef til vill væri hægt að „semja áhrifa-
mikið leikrit upp úr Atómstöðinni með örlög
þessara tveggja lífa í sjónarmiðju …“ En þar á
Jón að sjálfsögðu við þær tvær þunganir sem
getið er um í sögunni, annars vegar barn höfð-
ingjadótturinnar – fóstrið sem faðir hennar
lætur eyða – og svo barn Uglu, hinnar heil-
brigðu, eðlilegu sveitastúlku, sem hún fæðir,
eins og náttúran hefur ætlazt til. Að vísu eiga
þær í raun ekki annað sameiginlegt en að vera
báðar kvenkyns og að verða óléttar. (Óvilj-
andi!) Önnur er fullveðja manneskja og and-
lega þroskuð, hin fjórtán ára krakkagerpi,
sem hefur auðvitað ekkert með smábarn að
gera. Og barnsfaðirinn auk þess harðgiftur út-
lendingur. Hins vegar sýnist manni nú, að ekki
hefði verið ofverk foreldra hennar að vernda
hana í þrengingum hennar og ala upp barn
hennar. Margt lausaleiksbarnið hefur alizt
upp hjá afa sínum og ömmu og notið þar miklu
betra atlætis en það hefði fengið hjá foreldr-
unum, og án efa hefði sú leið verið farin, ef al-
þýðufjölskylda til sjávar eða sveita hefði átt
hlut að máli. En auðvitað hlaut Árlandfjöl-
skyldan, samkvæmt ógæfu stéttar sinnar, að
taka þann kostinn sem verstur var. – Hér er
um að ræða einn af mörgum soraþáttum í til-
veru Reykvíkinga, sem margir vissu um, en
enginn þorði að minnast á að neinu gagni,
„nema svona í hálfum hljóðum/heima og í
veizlum góðum“. Jakobína Sigurðardóttir get-
ur hans þó í skáldsögu sinni, Dægurvísu, – og
svo Halldór Kiljan Laxness í Atómstöðinni.
Skuggahliðarnar á mannlífinu í Reykjavík hér
á árum áður hafa ekki verið tíundaðar á neinn
viðhlítandi hátt fyrr en þessum voðaverkum
hefur verið reistur viðeigandi minnisvarði.
En hvað sem slíkum hugleiðingum líður, þá
ýttu þessar tvær Andvaragreinar, þar sem
fjallað er um efni úr Atómstöðinni, svo ræki-
lega við mér, að ég get nú ekki lengur á mér
setið að birta stutta athugasemd, sem mig hef-
ur oft langað til að skrifa, þótt ekki hafi orðið
af því fyrr en nú.
Guðmundur Egilsson
Ég var tuttugu og eins árs gamall, þegar At-
ómstöðin kom út. Síðan hefur hálfur sjötti ára-
tugur horfið í tímans djúp. Margt er ég búinn
að sjá og heyra sagt um þá ágætu bók á þeim
langa tíma, og ekki allt af miklu viti eða sann-
girni. En ekkert af því kom mér eins skemmti-
lega á óvart og það sem góðvinur minn, Guð-
mundur heitinn Egilsson fornbóksali, sagði við
mig fyrir um það bil fjörutíu árum:
– Atómstöðin, hún er bara sinfónía í orðum,
sagði hann.
– Ha, sagði ég, gersamlega skilningslaus.
– Já, sérðu það ekki, sagði hann þá, hún er
byggð upp alveg nákvæmlega eins og sinfón-
íur eru gerðar.
Nei, ég sá það nú ekki, enda tel ég mig van-
gefinn til eyrans, þótt ég viðurkenni annars
ekki að vera formlega laglaus, í venjubundinni
merkingu þess orðs. En ég ber ekki neitt
skynbragð á sígilda tónlist, þótt mér þyki dýr-
legt að hlusta á margt þess háttar.
En hver var þá menntun Guðmundar Egils-
sonar á þessu sviði? Ég veit ekkert hver form-
leg tónlistarmenntun hans var, en hitt vissi ég
af áratugalöngum kynnum við hann, að hann
var ástríðufullur unnandi klassískrar tónlistar.
Og sinfóníutónleika lét hann ekki ótilneyddur
framhjá sér fara, hvorki í útvarpi né á sviði.
Hann lét sér ekki heldur nægja að vera vin-
sæll bóksali, en Fornbókaverzlunina Bókina
rak hann um langt árabil. Hann var einnig
mikill unnandi fagurbókmennta og bjó yfir
hárnæmum smekk og skilningi á þeim hlutum.
Auðvitað er víða mikil tónlist í stíl Kiljans,
sem ekki er að undra með svo músíkalskan rit-
höfund, sem sat og spilaði Bach löngum stund-
um. Hver hefur ekki þótzt heyra hljómsveit
flytja þrettánda kaflann í Atómstöðinni? Hann
heitir Jörfagleði. Fyrst eru það alls kyns há-
vaðahljóðfæri, svo mann sker í eyrun (svall-
veizla unglinganna). Svo kemur annað, ljúft,
létt og friðandi – þegar vinnukonan kemur að
drengjunum sitjandi að tafli inni í klæða-
skápnum, „í miðri jörfagleði aldarinnar“. „… í
órafjarlægð alls sem gerist fastvið þá …“ Og
þá varð hún „aftur gagntekin því öryggi lífs-
ins, þeirri birtu hugdjúpsins og svíun hjartans
sem ekkert slys fær skert“. (Atómstöðin bls.
142.)
Ég kann ekkert í tónlist, en margoft hefur
mér fundizt ég vera að hlusta á hljómsveit-
arleik, þegar ég les þennan frábæra kafla At-
ómstöðvarinnar.
En það var ekki þetta, sem Guðmundur
fornkunningi minn átti við, heldur sjálf bygg-
ing verksins. Gaman væri að fá úr því skorið,
hvort kenning hans stenzt, eða hvort hér var
aðeins um að ræða sérvizku eins manns. Vill
nú ekki einhver menntaður tónlistarmaður,
sem er einnig handgenginn byggingu skáld-
sagna, kanna þetta mál fræðilega, svo við, fá-
kunnandi leikmenn, vitum hið rétta. Ég hef
ekki séð eða heyrt neinn halda þessu fram,
nema Guðmund Egilsson. Hafi það verið gert,
þá hefur það a.m.k. farið framhjá mér. Ekki
hef ég heldur boðað þessa kenningu, utan að
ég sagði hana nokkrum vinum mínum í gamla
daga, og einnig þeim Auði og Einari Laxness
heima á Gljúfrasteini sumarið sem við vorum,
ásamt mörgum öðrum, að vinna að bókinni
Nærmynd af Nóbelsskáldi. Þau gerðu auðvit-
að hvorki að játa þessu né neita, enda ætlaðist
ég ekki heldur til þess.
Mörgum nægir ekki að lesa góðar bækur
sér til sálubótar, þeir vilja einnig vita nokkuð
um tilurð þeirra og innri gerð. Forvitnin er
mannkindinni eðlislæg, – sem betur fer. Og
bókmenntarýni er virðuleg fræðigrein. Því
djúpsærra sem eitthvert skáldverk er, þeim
mun áhugaverðara er það til rannsóknar. Hin
eru fljótafgreidd, þar sem kostirnir, ef ein-
hverjir eru, fljóta allir á yfirborðinu.
ER ATÓMSTÖÐIN
SINFÓNÍA?
E F T I R VA L G E I R S I G U R Ð S S O N
Í þessari grein er því
varpað fram hvort At-
ómstöðin eftir Halldór
Laxness sé í byggingu
eins og sinfónía.
Atómstöðin kom út 22. mars 1948.
Höfundur er fyrrverandi skjalavörður Alþingis.