Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2003, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 2003 13
B
ANDARÍSKI myndlistarmað-
urinn William Anthony hefur
síðustu fjóra áratugi verið að
vinna með sérstæðan mynd-
heim; einfaldar fígúratífar
teikningar, sem oft eru tvíræðar
og birta kaldhæðna sýn á sam-
félagið, myndlistarheiminn og
söguna. Teikningar hans hafa jafnt verið
birtar á síðum tímarita og í söfnum, en mörg
helstu listasöfn Bandaríkjanna eiga verk eft-
ir hann.
„Myndirnar mínar eru satírískar – það er
orðið sem lýsir þeim,“ segir William. „Stund-
um er þetta kallað teiknimyndir, ég pirra
mig ekkert yfir því en er samt ekki sáttur við
það. Í teiknimyndum og hefðbundnum skop-
myndum vill allt verða frekar sætlegt en
verkin mín eru bara slæmar teikningar eða
slæm málverk! Ef þú horfir á hendur fólksins
þá sérðu að ég kann alls ekki að teikna hönd.
Og get ennþá síður teiknað andlit. Nei, þetta
eru frekar satírísk verk en teiknimyndir.“
Anthony kom fram á sjónarsviðið með
bylgju pop-listamanna á sjötta áratugnum og
fékkst talsvert við kennslu um tíma.
„Árið 1962 var ég að kenna ungu fólki í
listaskóla og nemendurnir vildu læra að
teikna hendur á réttan hátt, þannig að þær
litu út eins og hendur. Ég kunni það vel og
var þessvegna í hlutverki kennarans. Krakk-
arnir héldu áfram að gera sömu mistökin aft-
ur og aftur. Ég setti öll mistökin þeirra sam-
an og bjó til fígúru, mjög líka þeirri sem í dag
sést í verkum mínum. Ég hengdi myndina
upp, krakkarnir hlógu og ég held þau hafi
lært mikið af henni. Ég fór svo að þróa þessu
fígúru frekar, gerði hana verri og verri – eða
betri og betri – og komst smám saman að því
að hún bauð upp á vissa möguleika í minni
eigin list. Á þeim tíma vann ég myndverk í
allt öðrum stíl, en á fimm árum tók þessi
myndgerð yfir. Síðan hefur þetta ekki breyst
mikið.“
Anthony vill kenna sig við liststefnu sem
hann kallar fönk en innan hennar eru og
voru margir listamenn sem fjölluðu iðulega
um manninn í samfélaginu í verkum sínum.
„Ég hafði gert þessar myndir lengi áður en
sá frægi Philip Guston fór útí skylda mynd-
gerð,“ segir hann. „Guston kom seint um
borð í lestina. En það voru góðir samtíð-
armenn innan þessarar stefnu, eins og West-
erman og vitaskuld Saul Steinberg.“
Anthony hefur iðulega unnið með nokkur
þemu, gert til dæmis myndir eftir listaverk-
um, um kynni sjálfs sín af fólki og atburði
seinni heimsstyrjaldarinnar.
„Margt af þessu kemur úr hugsunum mín-
um úr bernsku, þegar ég var svona tíu ára
gamall. Ég var einmitt tíu ára þegar heims-
styrjöldinni lauk og allir krakkar í Ameríku
elskuðu þetta stríð. Feður okkar og bræður
fóru í stríðið en þeir sneru aftur; í sam-
anburði við evrópsku herina var mjög lítið
mannfall hjá Bandaríkjamönnum. Þetta var
bara eitt stórt ævintýri fyrir okkur. Við
hörmuðum að stríðinu skyldi ljúka, við ætl-
uðum allir í herinn. Og vitaskuld elskuðum
við að hata Þjóðverja og Japana.
Svo hugsaði maður á þessum árum mikið
um kúreka og indjána og ég er enn að hugsa
um þá í myndunum mínum.
Þá hef ég gert talsvert mikið af því að
teikna útfrá frægum málverkum. Mig langar
oft að snúa svolítið útúr þeim. Það er venju-
lega einhver húmor í aðstæðunum sem ég
endurgeri.
Mér er sama þótt menn segi þetta fávitaleg
verk, en það er heldur ekki neinn and-
styggilegur broddur í þeim.“
Verk þeirra Williams Anthony og dönsku
listakonunnar Anne Bennike hafa verið sýnd
í Stalke galleríinu í Kaupmannahöfn. Þar eru
verk Gunnars Arnar einnig sýnd reglulega
og það er fyrir milligöngu gallerísins sem
þessir tveir listamenn eru nú komnir með
verk sín til sýningar í Galleríi Kambi, sem er
á samnefndum sveitabæ Gunnars í Holtum.
„Ég er afar ánægður yfir því að sýna hér
með Anne, því við erum andlega skyld, þrátt
fyrir aldursmuninn“ – hann er fæddur 1934
en hún 1974 – „og við höfum gert teikningar
saman. Ég byrjaði kannski, teiknaði hluta af
líkömum og síðan tók hún við og setti höfuð á
þá.“
Sýningin verður opnuð klukkan 15 í dag að
Kambi en klukkan 17 mun Anthony sýna
skyggnur af verkum sínum og bjóða upp á
umræður um lífið og listina.
SNÚIÐ UPPÁ
RAUNVERU-
LEIKANN
Mér er sama þótt menn segi þetta fávitaleg verk, segir bandaríski myndlistarmaðurinn William Anthony
og brosir; bætir síðan við að verkin séu umfram allt satírísk. Sýning á teikningum hans og verkum
dönsku listakonunnar Anne Bennike verður opnuð í Galleríi Kambi, heimagalleríi Gunnars Arnar
myndlistarmanns, í Holtum í dag. EINAR FALUR INGÓLFSSON hitti Anthony að máli.
Teikning sem William Anthony og Anne Bennike gerðu saman.
Morgunblaðið/Einar Falur
William Anthony myndlistarmaður. Listrýni, 1983. Blýantsteikning.
efi@mbl.is
ÉG hygg að menn hafi notað orðið erlendi
hér á landi frá því á síðmiðöldum. Það tengist
framandleika manns á jörðinni. Að upplifa sig
sem útlending, framandi mann, innan um ann-
að fólk. Líklegast er slíkt erlendi megininntak
þekktrar skáldsögu sagnaskáldsins Vilhelms
Moberg, sem á íslensku hefur fengið heitið
Stund þín á jörðu í ágætri þýðingu Magnúsar
Ásmundssonar. Moberg er þekktastur fyrir
Vesturfarana og segja má að í bók sinni sé hann
ekki órafjarri vettvangi þeirra sagna. Vestur-
farir í lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. voru
án vafa einhver merkilegustu sögulegu tíðindi
seinni alda og má kannski einna helst líkja við
þjóðflutningana miklu. Í viðauka við söguna,
broti úr Frásögnum úr lífi mínu, sem þýðandi
bætir við þetta verk, bendir Moberg á það að
fjórðungur sænsku þjóðarinnar hafi lagt land
undir fót á þessum tíma til Ameríku.
Stund þín á jörðu greinir einmitt frá gömlum
sænskum manni, vesturfara, sem situr á hót-
elherbergi á Kyrrahafsströndinni og horfir um
öxl, gerir upp líf sitt. Honum hefur farnast mis-
jafnlega, oftast þó allvel fjárhagslega, komið
undir sig fótunum en í reynd skiptir það
minnstu máli á þessari stundu. Hótelherbergið
sem hann er staddur í verður landamærastöð
tilverunnar. Þar mætast tími og eilífð, líf og
dauði. Gamli maðurinn er kannski fyrir bragðið
landlausastur allra. Auk þess að vera útlend-
ingur, maður án heimilis, sem býr í hótelher-
bergi, tekst honum hvergi að finna samhljóm-
inn í lífssynfóníu sinni. Í meitluðum orðum í lok
bókar lýsir Moberg tilvistarlegri stöðu manns-
ins á milli þess hverfula og hins varanlega: ,,Á
langri ævi hefur hann átt marga bústaði en
ekkert heimili. Hann býr hér um stundarsakir
og berst við vitneskju sem hann kemst ekki
framhjá.“
Kúbudeilan er í baksviði sögunnar og sömu-
leiðis jarðskjálftahrinur sem minna á tímanlegt
eðli sögunnar. En einhvern veginn verða þessir
atburðir eins og í móðu og sama gildir um hið
daglega líf mannsins. Það er einsemdin, fram-
andleikinn og mishljómur tilverunnar sem eru í
brennipunkti. Og eina öryggið og festan í lífinu
er fullvissan að stund hans á jörðu sé bráðum
liðin.
Gamli maðurinn kennir nefnilega ekki ein-
ungis erlendis á Kaliforníuströndinni. Sagan
gerist raunar á tveimur sviðum. Í Ameríku og í
Smálöndunum, æskustöðvum gamla mannsins.
Við sjáum í baksýnisspegli æsku hans og ferðir
hans til baka til gamla landsins. Í heimsóknum
sínum finnur hann hvergi það sem hann leitar
að. Það er horfið ef það var þá einhvern tímann
til. Ef til vill er orsakanna að erlendi hans að
einhverju leyti þar að leita en ef til vill eru ör-
lagasímu manna líka eitthvað sem þeir spinna
sjálfir í gegnum tíðina. Þetta lætur höfundur
lesendum um að dæma.
Á vissan hátt hefur frásögnin á sér raunsæ-
isblæ líkt og vesturfarasögurnar en samt sem
áður eru söguformið og sagan sjálf mjög hug-
læg. Kannski söguefnið sé þesslegt og leiði til
þess að tilvistarumræðan geri þetta mjög ein-
lægt og persónulegt verk. Það er knappt og
víða glittir í leiðarminni og tákn. Sagan er sam-
anþjöppuð og örlagasaga mannsins átakamikil
og minnir dálítið á leikrit enda hefur Moberg
skrifað leikgerð verksins. Hér er á ferðinni
saga sem hefur einhvern þann sjávarnið eilífð-
arinnar að varla er hægt að lesa hana án þess
að verða snortinn.
Þýðing Magnúsar er á látlausu máli og hæfir
vel stíl Mobergs sem er í senn ljóðrænn og ein-
faldur. Það er einnig vel til fundið hjá þýðanda
að bæta við ævisögubroti Mobergs sem varpar
ljósi á meginþema verksins.
Í leit að samhljómi tilverunnar
BÆKUR
Skáldsaga – þýðing
eftir Vilhelm Moberg. Magnús Ásmundsson íslensk-
aði. Fjölvi 2002 – 299 bls.
STUND ÞÍN Á JÖRÐU
Skafti Þ. Halldórsson