Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 2003 N AFN glerlykilsins, nor- rænu glæpasagnaverð- launanna, er nú hverjum Íslendingi tamt í munni. Ekki er langt síðan flest- ir hefðu hváð við að heyra minnst á þessi verðlaun en nú þekkja þau allir enda hafa þau nú fallið Íslendingi í skaut tvö ár í röð – og það meira að segja sama manninum, Arnaldi Indriðasyni. En hvað hefur gerst? Ekki er lengra síðan en áratugur að íslenskar glæpasögur þóttu hallærislegri en allt annað. Þær höfðu yfir sér yfirbragð óraunveruleika, bókarkápurnar sýndu gjarnan menn með blásið hár í tísku- fatnaði níunda áratugarins að bregða hnífi á háls kvenna í sömu tísku og Íslendingar fuss- uðu og sveiuðu yfir því að svona nokkuð gerðist ekki hér, þó að þeir stælust sumir í bækurnar á rigningardögum. Sprenging í glæpasögum Segja má að seint á tíunda áratugnum hafi orðið ákveðin umskipti í hérlendri glæpa- sagnaritun. Reyndar má tímasetja þetta nánar og nefna til eitt tiltekið ár; bókajólin 1997. Þá stigu skyndilega fram á sjónarsviðið þrír nýir glæpasagnahöfundar sem hver og einn vakti nokkra athygli. Hin dularfulla Stella Blóm- kvist gaf þá út fyrstu bók sína, Morðið í stjórn- arráðinu, sem fjallaði um spillingu og morð á æðstu stöðum. Stella hefur síðan alls gefið út fjórar bækur, þá síðustu í fyrra (Morðið í Al- þingishúsinu) og hlotið allnokkra athygli. Hún skrifar í harðsoðnum stíl og hasar er áberandi. Rétt nafn Stellu er þó líklega mesta ráðgátan í bókum hennar og hefur kannski vakið meiri at- hygli á þeim en innihaldið. Sama ár gaf Árni Þórarinsson út bókina Nóttin hefur þúsund augu sem reyndist fyrsta bókin um Einar, drykkfelldan blaðamann, sem leysir margháttuð dularfull mál í starfi sínu. Bækurnar um Einar eru mjög myrkar og kall- ast á við film-noir-stemmningu 5. áratugarins sem hefur svo haldið áfram í ýmsum harðsoðn- um sögum þar sem persónuleg leit spæjarans að réttlæti er ekki síður mikilvæg en lausn málsins. Síðast en ekki síst gaf Arnaldur Indriðason út bókina Synir duftsins, sem var í öðrum stíl. Bækur Árna og Stellu tengjast báðar banda- rískri glæpasagnahefð en saga Arnaldar minnti meira á norrænar glæpasögur. Sagt var frá hópi lögreglumanna, einkalífi þeirra og vinnu, sem leysir saman glæpamál. Í þessari sögu er fyrst sagt frá lögreglumönnunum Er- lendi, Sigurði Óla og Elínborgu sem nú eru orðnir heimilisvinir margra landsmanna. Bókin hlaut þó ekkert sérstaklega góðar við- tökur og segja má að vinsældir Arnaldar nú séu að nokkru leyti uppsafnaðar þar sem fyrstu þrjár bækur hans seldust ekki nándar nærri jafn vel í byrjun og þær sem síðar komu. Nú eru glæpasögur engin nýjung á Íslandi og með reglulegu millibili hafa nýir höfundar stigið fram á þennan ritvöll. Það sem er sér- stakt við árið 1997 er að allir þessir nýju höf- undar héldu áfram að skrifa glæpasögur. Fram að þeim tíma hafði Birgitta Halldórs- dóttir ein skilgreint sig ákveðið sem glæpa- og spennusagnahöfund en hún hafði ótrauð skrif- að glæpasögur með rómantísku ívafi allt frá 1983 og ber ekki að vanmeta hennar þátt í þró- un greinarinnar hér á landi. Smám saman fór að myndast jákvæður andi fyrir glæpasögum. Haldin voru þematísk glæpasagnakvöld á Súfistanum og Grand Rokk og Hið íslenska glæpafélag komst í frétt- ir en það er félagsskapur fólks sem hefur skrif- að og skrifað um glæpasögur. Almennar vin- sældir glæpasagna urðu þó ekki verulegar fyrr en árið 2000 að Arnaldur Indriðason gaf út Mýrina. Þrátt fyrir vakningu hjá smáum hópi var al- mennt álit manna að glæpasögur væru ekki bókmenntagrein sem gæti þrifist á Íslandi. Sögur af því tagi hafa þó lengi verið talsvert lesnar þó að þær væru ekki á metsölulistum. Starfsfólk bókasafna staðfestir að mikið hafi verið um útlán á sögum Arnaldar, Árna og Stellu frá fyrstu tíð en einnig á bókum Birg- ittu. Metsölubækur urðu glæpasögur þó ekki fyrr en seinustu misseri. En hvað er það í bókum Arnaldar sem höfð- ar ekki aðeins til lesenda heldur einnig til gagnrýnenda þannig að hann er bæði fasta- gestur á metsölulistum og tvíverðlaunaður fyr- ir bestu norrænu glæpasöguna? Togstreita ólíkra félaga Í Sonum duftsins sló Arnaldur þann tón sem hefur einkennt sögur hans síðan. Þar kynnir hann til sögunnar Erlend Sveinsson, geðstirð- an rannsóknarlögreglumann sem hefur ára- tuga reynslu af lögreglustörfum. Þarna kemur einnig til sögu Sigurður Óli, sem í Sonum duftsins er nýliði innan lögreglunnar, og strax reynir Arnaldur að skapa spennu þeirra á milli með því að gera þá að miklum andstæðum. Er- lendur er eldri maður, þjóðlegur í hugsun, með gagnfræðapróf og hefur almennt neikvætt við- horf til lífsins sem reyndar skýrist af ævi hans sem lesandi kynnist smátt og smátt í sögunum. Sigurður Óli er yngri maður, snobbar fyrir Bandaríkjunum og er æstur í að vinna sig upp. Spenna milli starfsfélaga er alþekkt minni úr glæpasagnaheiminum. Nefna má samskipti Taggarts og Jardines úr sjónvarpsþáttunum sívinsælu um Taggart, en einnig má nefna fé- laga á borð við Dalziel og Pascoe í sögum Reg- inalds Hills og endalaust er leikið með þetta þema í bandarískum löggumyndum með því að láta löggufélagana vera hvorn af sínu kyni, kynþætti eða jafnvel tegund. Arnaldi tekst frá byrjun vel upp í að gera spennuna milli Sigurðar Óla og Erlendar bæði spaugilega og einlæga þannig að hún verður drifkraftur í sögunum. Bæði skiptir hún máli fyrir atburðarásina en brýtur um leið upp frá- sögnina á spaugilegan hátt: „Hann [Sigurður Óli] fór einatt í taugarnar á Erlendi en það var fátt sem ekki fór í taugarnar á honum hvort sem var. Sigurður lét það ekki á sig fá. Hann hafði einnig komið á staðinn um nóttina en ekki farið heim til sín aftur eins og Erlendur. Er- lendi leiddist að sjá að hann leit út eins og ný- sleginn túskildingur. […] Ætli hann sé á ster- um, helvítið? hugsaði Erlendur með sér …“ (Synir duftsins, 27.) Spennan milli þeirra fé- laga minnkar ekki eftir því sem tíminn líður en þeim verður þó smám saman hlýtt hvorum til annars eftir því sem þeir kynnast hvor öðrum betur og lesandi kynnist þeim báðum að sama skapi betur. Hins vegar halda þeir áfram að skjóta hvor á annan en skotin verða fínni, fág- aðri og um leið fyndnari: „Þessi Henry þarf ekki endilega að vera hótelgestur, sagði Sig- urður Óli á meðan þeir biðu eftir lyftunni niður aftur. Þarf ekki einu sinni að vera útlendingur. Það eru til Íslendingar sem heita Henry. Ein- mitt, sagði Erlendur. Hann er sjálfsagt af Strókahlíðarætt.“ (Röddin, 58.) Þjóðlegi spæjarinn Persónur Erlendar og Sigurðar Óla eiga stóran þátt í vinsældum bókanna. Erlendur er að mörgu leyti erkiþjóðlegur. Hann les annála og sögur af vondum veðrum og mannssköðum, nokkurs konar Úti hafa orðið-seríu. Hann vandar um við félaga sína þegar honum finnst þeir tala vont mál og bölvar reglulega tísku- nöfnunum sem fyrrum eiginkona hans valdi börnum þeirra; Eva Lind og Sindri Snær. Síðast en ekki síst er Erlendur sveitamaður á mölinni sem er líklega það þjóðlegasta sem hægt er að vera í íslensku nútímasamfélagi og í honum endurspeglast mesta orrusta íslensks sálarlífs á 20. öld sem er byggðavandinn, tengslin við náttúruna annars vegar og sveit- ina hins vegar. Þannig er Erlendur maður sem virðir nátt- úruna. Það sést til að mynda á skoðunum hans á einræktun: „Djöfulsins ógeð, sagði Erlendur eins og við sjálfan sig. Grípa svona fram fyrir hendurnar á náttúrunni.“ (Synir duftsins, 35.) Það sést líka á því hvernig Erlendur skynjar sjálfan sig sem aðkomumann í Reykjavík: „Hann var aðkomumaður og leit á sig sem slík- an þótt hann hefði búið í borginni mestanpart ævinnar og séð hana breiða úr sér út yfir voga og hæðir eftir því sem byggðum hafði fækkað í landinu. Nútímaborg sem tútnaði út af fólki sem vildi ekki lengur búa í sveitunum eða sjáv- arplássunum eða gat ekki búið þar lengur og kom til borgarinnar til að byrja nýtt líf en missti rætur sínar og stóð uppi án fortíðar og með óvissa framtíð. Honum hafði aldrei liðið vel í þessari borg. Liðið eins og útlendingi.“ (Grafarþögn, 40.) Saga borgarinnar kemur iðulega við sögu, til að mynda í Sonum duftsins þegar lýst er atburðum sem urðu þegar Smá- íbúðahverfið var að byggjast og barnmargar fjölskyldur utan af landi fylltu hverfið með há- vaða og látum. Í Grafarþögn er saga borgar- innar einnig höfuðatriði en þar finnst líkið í nýjasta hverfi Reykjavíkur, Grafarholti, og kafa þarf í sögu þess svæðis til að leysa málið. Byggðavandinn er til umræðu í Dauðarósum og Mýrinni og er ávallt nærstaddur í sögunum, rétt eins og almennri umræðu nútímans. Sigurður Óli er svo andstæðan við Erlend. Hann er alinn upp í borginni og menntaður í Bandaríkjunum, lítur á einræktun sem fram- farir og á erfitt með að skilja að nöfn eins og Eva Lind geti farið í taugarnar á einhverjum. „Hann var klæddur í ný jakkaföt, hávaxinn og myndarlegur, menntaður í glæpafræðum í Bandaríkjunum. Hann var allt það sem Er- lendur var ekki, nútímalegur og skipulagður.“ (Mýrin, 35.) Um leið og þeir félagar kynnast betur eykst þó skilningur þeirra hvors á öðrum – og samúð þeirra með hinum. Innkoma kvenna Í BA-ritgerð minni, sem skrifuð var haustið 1999 og síðar gefin út (Glæpurinn sem ekki fannst, 2001), gagnrýndi ég íslenska glæpa- sagnahöfunda fyrir að vera karllægir í skrifum sínum og draga upp staðlaðar kvenmyndir án mikillar ígrundunar. Nefndar voru undantekn- ingar á þessu, t.d. rómantískar kvenhetjur Birgittu Halldórsdóttur, en nú má segja að staðan hafi að nokkru leyti breyst, ekki síst í sögum Arnaldar. Athyglisvert er að þó að fórnarlömbin í sög- um Arnaldar séu ýmist karlmenn eða konur snúast tvær af vinsælustu sögum hans, Mýrin (2000) og Grafarþögn (2001), beinlínis um glæpi gegn konum; þ.e. kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi. Þessi aukna áhersla á konur og raunveruleg vandamál þeim tengd kann að eiga sinn þátt í velgengni Arnaldar. Kannski hefur Arnaldur öðrum betur áttað sig á mik- ilvægi kvenlesenda á íslenskum bókamarkaði, ekki síst í heimi afþreyingarbókmennta. Enn- fremur hefur hann aukið verulega vægi rann- sóknarlögreglukonunnar Elínborgar í síðari sögum sínum. Elínborg kemur lítillega við sögu í Sonum duftsins, og er henni þá lýst sem miðaldra konu, einni af fáum konum sem unnu hjá rann- sóknarlögreglunni. Hún kemur helst við sögu á fundum rann- sóknarlögreglunnar og leikur ekkert veiga- meira hlutverk en aðrir starfsmenn lögregl- unnar. Hlutverk hennar eykst aðeins í Dauðarósum þar sem hún útvegar Erlendi augnleppa til að sofa með og mætir á vettvang, ólíkt fyrstu bók- inni. Þar er henni einnig lýst betur og gefin af henni mynd sem matmóður; hún er sögð vera „í góðum holdum án þess að vera feitlagin“ og var „annálaður kokkur“. Þá er minnst á kjúk- ling sem „hennar eftirlæti“ en kjúklingamat- reiðsla Elínborgar verður nokkurs konar leið- arminni í persónulýsingu hennar þaðan í frá. Að lokum er sagt að eiginmaður hennar hafi á henni „ómælda matarást“. (Dauðarósir, 29.) Elínborg kemur mun meira við sögu í Mýrinni og má segja að þá séu hún, Erlendur og Sig- urður Óli að verða nokkurs konar þríeyki þar sem átakaöxullinn liggur þó á milli Erlendar og Sigurðar Óla. Í Grafarþögn eykst enn vægi Elínborgar og eftirminnileg er senan þar sem hún og Sigurður Óli ræða við gamalmennið Róbert sem er bókstaflega á grafarbakkanum. Sigurður Óli hefur enga þolinmæði en Elín- borg bíður eins og „ljónynja í sefi“ og uppsker laun erfiðisins á meðan Sigurður Óli ráfar fram í matsal og situr þar maulandi banana. (Graf- arþögn, 84–85.) Í Röddinni má segja að hlut- verk Elínborgar og Sigurðar Óla sé orðið álíka mikið og veitt er meiri innsýn en áður í einkalíf Elínborgar, þó ekki eins mikil og hjá Erlendi og Sigurði Óla. Fram kemur að Elínborg eldar ekki aðeins tandoori-kjúkling (eins og höfundi verður tíðrætt um í fyrri bókum) heldur er jólamaturinn svínslæri. En þó að matmóðirin sé ráðandi þáttur í persónusköpun Elínborgar verða aðrir þættir smám saman meira áber- andi og hún er orðin gild persóna í bókaflokkn- um. Fléttur og flækjur Eins og áður sagði hófst bókaflokkur Arn- aldar með Sonum duftsins (1997). Í kjölfarið komu Dauðarósir (1998). Síðan tók Arnaldur hliðarspor og skrifaði Napóleonsskjölin (1999) þar sem Erlendur og félagar eru ekki aðal- persónur en koma reyndar við sögu í litlu en skemmtilegu aukahlutverki. Aðalpersóna Napóleonsskjalanna var reyndar kona, lög- fræðingurinn Kristín, og er hér á ferðinni has- arbók fremur en ráðgáta þó að reyndar þurfi að leysa gátu. Umgjörðin er hins vegar mjög reyfarakennd og Kristín lendir í skotbardaga í Hafnarstrætinu svo eitthvað sé nefnt. Napóleonsskjölin var engan veginn besta bók Arnaldar en hún virðist eigi að síður vera ákveðinn vendipunktur á ferlinum og virkar sem hressandi innspýting í sögulegu ljósi. Arn- aldur tók sér árs frí frá ritun hefðbundinna glæpasagna og sneri tvíefldur til baka. Mýrin var nefnilega næsta bók og hún hlaut þegar í stað mjög góðar viðtökur gagnrýnenda og mörgum þykir hún enn besta bók Arnaldar. Glæpasögur Arnaldar Indriðasonar njóta ekki síst mikilla vinsælda vegna þess að þær snerta á ýmsum kimum íslenskrar þjóðarsálar, segir í þessari grein sem leitast við að varpa ljósi á skjótan frama Arnaldar á glæpasagna- sviðinu og uppgang þessarar bókagreinar hérlendis. GLÆPASÖGUR OG ÍSLENSK ÞJÓÐARSÁL E F T I R K AT R Í N U J A K O B S D Ó T T U R Morgunblaðið/Einar Falur Arnaldur Indriðason Athyglisvert er að þó að fórnarlömbin í sögum Arnaldar séu ýmist karlmenn eða konur snúast tvær af vinsælustu sögum hans, Mýrin (2000) og Grafarþögn (2001), beinlínis um glæpi gegn konum; þ.e. kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.