Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 2003 FORD-bílaverksmiðjurnar eiga aldarafmæli um þessar mundir, en stofnandi þeirra Henry Ford sem og verksmiðjurnar sjálfar eru ein- mitt viðfangsefni Douglas Brink- ley í nýjust bók hans Wheels For the World: Henry Ford, His Comp- any, and a Cent- ury of Progress, 1903–2003. Bókin er að stórum hlut ævisaga Fords sem hafði þann metnað að framleiða ódýra bíla fyrir al- menning, en Douglas fléttar saman við frásögn sína sögu- legum, bókmenntalegum og fé- lagsfræðilegum staðreyndum frá þessum tíma til að ná fram heilsteyptri mynd af tímabilinu. Wheels for the World þykir vel unnin að mati bókatímarits New York Times og dregur fram mynd af göllum jafnt sem kost- um bílaframleiðandans. Morðherbergið BRESKI spennusagnahöfund- urinn P.D. James sendi nýlega frá sér sína sextándu sögu. Bók- in nefnist The Murder Room, sem útleggja má sem Morð- herbergið, og er sögusviðið lítið einkasafn í Hampstead sem til- einkað hefur verið þekktustu morðum sem framin voru á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Það vekur því að vonum athygli er einn eigandi safnsins er myrtur í anda þessara morða, en líkt og í mörgum fyrri sögum James þá fellur það í hlut lög- reglustjórans Adam Dalgliesh að leysa málið. Höfundur Ripley BANDARÍSKI rithöfundurinn Patricia Highsmith, höfundur bókanna um geð- sjúklinginn Rip- ley sem ratað hefur á hvíta tjaldið í túlkun ekki minni leik- ara en Alan De- lon, Matt Damon og nú síðast John Malkovich, hefur nú fengið ævi- sögu sína ritaða af Andrew Wilson, en Highsmith lést fyrir átta árum. Bókin nefn- ist Beautiful Shadow: Life of Patricia Highsmith, sem út- leggja má sem Fallegi skuggi: Líf Patriciu Highsmith og hefur Wilson leitað víða fanga í þeirri leit sinni að draga upp sem heil- steyptasta mynd af Highsmith. Þar bendir hann m.a. á að þrátt fyrir þá viðurkenningu sem höf- undurinn naut í Evrópu þá átti hún í erfiðleikum með að fá bæk- ur sínar gefnar út í Bandaríkj- unum þar sem útgefendur virt- ust ríghalda í hugmyndir um hefðbundnari spennusögur. Skýjum ofar í Kilburn ÖNNUR skáldsaga rithöfund- arins Helen Falconer fær veru- lega góða dóma hjá gagnrýn- anda Daily Telegraph. Sögusvið bókarinnar sem nefnist Sky High, eða Skýjum ofar, er Kil- burn í London og segir þar frá fátæklegu lífi í fjölþjóðlegu hverfi þar sem glæpir eru dag- legt brauð, skilnaðir tíðir, fram- kvæmdir eru dæmdar til að mis- takast og draumar rætast sjaldnast. Frásagnarhæfni Falconer þykir minna á Zadie Smith og Hanif Kureishi í því hvernig höfundur beitir háði og húmor jafnframt því sem hún dregur fram drungalega mynd af daglegu lífi íbúanna. ERLENDAR BÆKUR Saga Ford Henry Ford. Patricia Highsmith. „MINORITY Report“ og „Rabbit-Proof Fence“ voru valdar frjálshyggjumyndir ársins 2002. Minority Report þótti lýsa því vel hvað getur farið úrskeiðis í ofur-ríki auk þess sem í sög- unni fólst gagnrýni á afskipti hins opinbera af einkalífi fólks. Það eru lesendur netfréttabréfsins Miss Lib- erty’s Film and TV Update sem velja frjáls- hyggjumyndir ársins. [...] Ritstjóri fréttabréfsins sagði að frjáls- hyggjumenn hefðu kunnað að meta Minority Report vegna þess að í myndinni fólst gagn- rýni á afskipti hins opinbera af einkalífi fólks auk þess sem þar kom fram hvað getur farið úrskeiðis í ofur-ríki, jafnvel þó menn vilji vel. Þá þótti Rabbit-ProofFence lýsa vel hetjudáð- um ungrar stúlku sem þurfti að þola ofríki hins opinbera. Kvikmyndaformið er oft besta leiðin til að vekja athygli á því að of mikil afskipti hins opinbera af lífi borgaranna eru ekki alltaf jafn skynsamleg og virðast kann í fyrstu. Það er því ánægjulegt að slíkar hugsjónir eigi sér málsvara í heimi kvikmyndanna, en kvik- myndagerðarmenn, einkum í Hollywood, sæta oft gagnrýni fyrir að hallast frekar til vinstri en hægri. Auk þess er það gott fram- tak hjá fyrrnefndu netfréttabréfi að vekja at- hygli á slíkum kvikmyndum með verðlaunum sem þessum. Frelsi www.frelsi.is Meira Matrix Þegar Matrix var frumsýnd 1999 voru ekki margir sem áttuðu sig á að hér var meistaraverk á ferð. Það gerðu hins vegar tveir tilvonandi Múrverjar þar sem þeir sátu í Kringlubíói ásamt þáverandi menntamálaráðherra (borgaralega klæddum raunar) og tveimur öðrum bíó- gestum. Matrix var síðan „uppgötvuð“ og varð fljótlega að nokkurs konar költmynd sem allir sem yndi hafa af vasabrots- heimspeki horfðu á oft og mörgum sinnum og komu með nýjar túlkanir í hvert sinn. [...] Þannig er Matrix ekki aðeins fyrir póst- móderníska heimspekinga heldur líka og ekki síður fyrir þá sem hafa áhuga á tísku og auðvitað hasarmyndaaðdáendur. Það er helst að þeir sem hafa áhuga á sígildri goðafræði furði sig á því hvernig grísk nöfn eins og Morfeus eru innan um Zíón og þrenningartáknið – þó að hörðustu Matr- ixsinnar geti eflaust komið þessu öllu heim og saman. Við fyrstu sýn virðist Matrix þó því nútímalega marki brennd að vera full af vísunum sem safnað er hingað og þang- að þannig að menningararfurinn rennur saman í einn graut, dálítið svipað og Harry Potter og fleiri vinsæl fyrirbæri nútímans. Ármann Jakobsson og Katrín Jakobsdóttir Múrinn www.murinn.is Morgunblaðið/Jim Smart Sól skein sunnan. FRJÁLSHYGGJU- MYNDIR ÁRSINS H EIMSBYGGÐIN hefur fylgst grannt með fréttum af skyndilegu fráfalli kamer- únska knattspyrnumannsins Marc-Viviens Foe. Þúsundir manna í áhorfendastúkunum urðu vitni að hinum voveiflega atburði þegar Foe hné skyndilega niður í hörkuspennandi landsleik Kamerúns og Kólumbíu (sýnt á risaskjá á leik- vanginum) og milljónir manna horfðu á það í nærmynd í beinni útsendingu heima í stofu. Eng- inn áttaði sig á alvöru málsins í fyrstu. En kvik- myndatökuvélarnar súmmuðu strax á hinn fallna þar sem hann lá á vellinum, það hvítmataði í aug- un á honum þegar lífið fjaraði út. Dauða hans var sjónvarpað um heim allan, og síðan var hann sýndur aftur; hægt, hægt. Aðstoðarmenn komu hlaupandi, lögðu hann á börur og báru á brott. Blaðaljósmyndarar náðu myndum af honum á (lík)börunum og ein þeirra var á baksíðu DV næsta dag undir fyrirsögninni „Harmleikur“. Á myndinni, sem þekur rúma hálfsíðu, liggur líf- laus líkami Foes, í Puma-bol, augun eru hálfopin enda ekki búið að veita honum nábjargirnar og máttlaus handleggur hans dregst eftir gervi- grasinu. Vitaskuld er Foe félögum sínum og fjölskyldu harmdauði. En er rétt að tala um „harmleik“ í þessu samhengi? Fyrirsögnin er skemmtilega tvíræð hvort sem það var nú ætlunin eður ei; leik- ur snerist upp í harm. En er það harmleikur þeg- ar maður einn fær hjartaáfall út í hinum stóra heimi? Hvað eigum við þá að kalla það þegar tug- ir farast í snjóflóði? Fjölmiðlarnir japla á tungu- málinu, sjúga úr því safa og lit og spýta því út úr sér, gráu og bragðlausu, eins og gamalli tygg- jóslummu. Kannski felst harmleikurinn í því að við skulum hafa horft með nokkru fálæti á andlát Foes í óumbeðnu raunveruleikasjónvarpi. Hve- nær fara fjölmiðlar yfir strikið í æsifréttaflutn- ingi? Hvenær segjum við hingað og ekki lengra? Þarf að sýna dauðateygjurnar í sjónvarpinu til að við trúum því sem í rauninni gerðist? Horfum við e.t.v. á með sömu óttablöndnu forvitninni og múgurinn sem forðum mætti á opinberar aftök- ur? Dauðinn býr yfir dularfullu seiðmagni; á degi hverjum deyr fréttnæmur fjöldi manna í stríðs- átökum um heim allan, morð eru framin, slys ber að höndum og náttúruhamfarir dynja yfir; og allt er þetta fréttamatur. En dauðinn er fjarlægur nema í fjölmiðlum, nútímasamfélag er dauð- hreinsað; allt sem viðkemur dauðanum sjálfum er tabú, falið og dulbúið, lokað af á stofnunum. Hvers á Foe þá að gjalda? Hví litu tökuvélarnar ekki af honum í dauðanum? Er engin virðing bor- in fyrir manni ef gott skúbb er annars vegar? Dauði Foes er fjölmiðladauði. Fyrir mér var Foe ekki til fyrr en hann dó. Fjölmiðlarnir velta sér upp úr atburðinum eins og svín í keldu og neytendurnir svelgja hann í sig af undarlegri fíkn. Birst hafa greinar um líðan félaga hans í lið- inu, þar segir að þeir hafi tárast og minnst hans með mínútu þögn. Kevin Keegan er niðurbrot- inn, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins einnig. Fyrsta markið í næsta leik liðsins var Foe til heiðurs. Og málinu er ekki lokið. Þegar þetta er ritað vitum við ekki dánarorsökina alveg fyrir víst og útförin á eftir að fara fram með tilheyr- andi fjölmiðlafári. Og við sem aldrei höfum séð fólk deyja í alvöru sjáum það að minnsta kosti í sjónvarpinu – í alvöru – aftur og aftur. FJÖLMIÐLAR DAUÐINN ENDURSÝNDUR S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R Fjölmiðlarnir japla á tungu- málinu, sjúga úr því safa og lit og spýta því út úr sér, gráu og bragðlausu, eins og gamalli tyggjóslummu. Kannski felst harmleikurinn í því að við skulum hafa horft með nokkru fálæti á andlát Foes í óumbeðnu raunveru- leikasjónvarpi. IMinningabók Hillary Rodham Clinton, LivingHistory, vakti mikla athygli þegar hún kom út í byrjun júní. Það vakti þó ekki síst athygli að fjöl- miðlar höfðu mestan áhuga á því sem forsetafrúin fyrrverandi hafði að segja um framhjáhald eigin- manns síns með lærlingnum Monicu Lewinsky. Lýsing hennar á vonbrigðum sínum var prentuð í flestum fjölmiðlum hins vestræna heims við út- komu bókarinnar. Síðan heyrðist ekki mikið meira um innihald bókarinnar fyrr en nú að ritdómar málsmetandi bókmenntatímarita eru að birtast. Og miðað við álit þeirra er ekki margt annað í þessari bók en fyrrnefnd lýsing. II Peter Stothard, gagnrýnandi Times LiterarySupplement, skrifar langan ritdóm um tvær bækur sem tengjast forsetatíð Clintons, bók Hillary og bókina The Clinton Wars sem Sidney Blumen- thal blaðamaður og aðstoðarmaður Clintons á ár- unum 1997 til 2001 skrifar. Stothard þykir bók Blumenthals vera beisk vörn fyrir vondan málstað forsetans og hans manna á þessu síðara kjör- tímabili, hún sé óáreiðanleg og beri fá tíðindi þótt hún sé löng – of löng – en eigi að síður sé hún þess virði að vera lesin. Þótt hún kenni okkur ekki mikið um forsetatíð Clintons þá sé hún góð heimild um fólk eins og Blumenthal sem sé svo áberandi í bandarískum stjórnmálum samtímans, blaðamenn sem verða stjórnmálamenn og setjast svo aftur við skriftir til að lýsa reynslu sinni af pólitíkinni. Nán- ast allur ritdómur Stothards fjallar um bók Blum- enthals en um bók Hillary hefur hann fátt að segja nema hvað hún sé skrifuð í allt öðrum tilgangi en bók aðstoðarmannsins: „Forsetafrúin fyrrverandi er að hugsa um forsetakosningarnar árið 2008,“ segir Stothard. Bókin sé því fyrst og fremst skrifuð til þess að ganga í augun á kjósendum og engan veginn marktæk um þá sögu sem henni sé ætlað að fjalla um, þótt hún kunni að lýsa vel konunni sem póli- tískir andstæðingar muni þurfa að glíma við í að- draganda kosninganna 2008. Og ef eitthvað er þá sé það talsvert harðari nagli en sá sem þeir hafi þurft að fást við hingað til. IIIMaureen Dowd, dálkahöfundur New YorkTimes, kemst að sömu niðurstöðu í ritdómi í bókablaði Times. Hillary er með hugann við fram- boð sitt til forseta árið 2008 í þessari bók. „Mik- ilvægi bókarinnar felst ekki í sögunni sem hún segir heldur þeirri sem hún segir ekki,“ segir Dowd og bætir við að bókinni sé ekki ætlað að vekja spurn- ingar heldur klóra yfir þær sem hugsanlega kunna að vakna. Þegar upp er staðið má skilja á Dowd að bókin sé fyrst og fremst forvitnileg heimild um það hvernig Hillary hefur reynt að snúa sig út úr kvennamálum eiginmanns síns en í henni sé lítið hægt að lesa um raunveruleg viðhorf hennar og gjörðir. IVOg hvaða ályktun má þá draga af þessum rit-dómum? Að þessar bækur séu nánast alveg gagnslausar og ekki til vitnis um annað en túlk- unar- og bókmenntahæfileika höfundanna. Fyrir okkur lesendur eru þetta talsverð vonbrigði en sennilega spyrja útgefendurnir sig líka hvort þeim 8 milljónum dollara sem þeir borguðu Hillary fyrir að skrifa bókina hefði ekki verið betur varið í eitt- hvað annað. Þeir ættu að minnsta kosti að spyrja sig þeirrar spurningar. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.