Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 2003 Þ AÐ er ekkert launungarmál að myndlist er undirorpin stöðugum tæknilegum breytingum. Senni- lega hefur engin listgrein gengið í gegnum eins gagnger formræn – og þar með útlitsleg umskipti – og myndlistin á undanförnum ára- tugum. Til loka sjötta áratugarins má heita að málaralist og höggmyndalist hafi borið ægishjálm yfir aðra miðla, og er þá átt við málverk á striga og höggmyndir steyptar í brons. Nú er það liðin tíð að almenningur gangi að því vísu að myndlistarmaður sé málari eða myndhöggvari. Það má fullt eins vera að hann taki ljósmyndir, búi til umhverfisverk, innan dyra sem utan, vinni við tölvur, semji textaverk eða smelli saman myndböndum og kvikmynd- um. Því örar sem tækninni fleygir fram verða þeir fleiri listamennirnir sem kjósa að taka hana í þjónustu sína. Jafnvel er nú svo komið að mál- arar og hefðbundnir myndhöggvarar nýta sér æ oftar tölvuna sem millilið við gerð verka sinna. Ef til vill er þetta ekki eins mikil bylting og ætla mætti því þegar um miðja nítjándu öld voru heimsfrægir listmálarar og myndhöggvarar farnir að nýta sér ljósmyndir sem hjálpartæki við útfærslu verka sinna. Það væri því réttara að tala um megindlega breytingu en eigindlega þegar fjallað er um nýja miðla í myndlistinni, svo langt er síðan umbyltingin átti sér stað. Hinu er ekki að leyna að miklar og örar tækniframfarir í ljósmyndun og myndbandagerð á tveim síðustu áratugum hafa skilað marfeldisáhrifum í list líð- andi stundar og jafnvel orðið til að hræra saman listgreinum sem áður heyrðu hver sínu sviði. Norræn endurreisn? Þannig er svo komið að viss tegund mynd- bandalistar er farin að renna saman við kvik- myndalist með þeim hætti að segja má að fram sé komið þriðja listformið, einhvers konar milli- stig myndbanda og kvikmynda. Svo nýleg er þessi breyting að hún hefur ekki enn öðlast eigið heiti, en vissulega má sjá anga hennar, jafnvel í Reykjavík, þar sem enn er verið að sýna verk bandaríska listamannsins Matthews Barney, í Nýlistasafninu og Regnboganum, en þau standa meðal annars saman af fimm kvikmyndum sem Barney fullyrðir að fjalli um höggmyndalist þeg- ar öll kurl koma til grafar. Þannig er enn brotið blað í því mikla samrunaferli sem átt hefur sér stað í myndlist síðustu áratuga. Höggmynda- listin hefur fundið sér farveg í kvikmyndum, sem eru orðnar eins konar rissblokkir fyrir þrívíða list. Segja má að þessi nýja skipan mála hafi hlotið byr undir vængi síðasta áratuginn með þeim ánægjulegu afleiðingum að Norðurlöndin hafa nú í fyrsta sinn brotist út úr landfræðilegri einangrun sinni og skipað sér í raðir mest um- ræddu þjóða á myndlistarsviðinu. Reyndar er svo komið að listheimurinn á meginlandi Evrópu er farinn að horfa til Norðurlanda með svolitlum ugg og óró. Það er ekki laust við að Norðrið sé sakað um að hafa meginlandið útundan, með svipuðum hætti og það var lengstum sjálft skilið eftir afsíðis. Eflaust á þessi ótti eftir að jafna sig enda er evrópskur listheimur á mikilli hreyfingu sem ekki verður séð hvar nema muni staðar. Enn eitt hefur þó breyst til batnaðar með nýja- bruminu og það er heimsmyndin. Fyrir tveim árum hélt sænski heimspekingurinn Daniel Birnbaum – einhver atkvæðamesti gagnrýn- andi, listskólarektor og sýningastjóri samtímans – því fram í viðtali við landa sinn, myndlistar- manninn Jan Svenungsson, að það væri ekki lengur nein þörf fyrir norræna listamenn að flýja land. Í því sambandi benti hann á finnsku listakonuna Eiju-Liisu Ahtila, sem hann sagði ekki þurfa að fara út fyrir Helsinki til að vera einn mest umtalaði listamaður samtímans. Eija-Liisa Ahtila er meðal þeirra fjölmörgu myndlistarmanna á Norðurlöndunum sem hafa hrundið af stað bylgju sem þegar er farið að kalla endurreisn norrænnar listar á tíunda ára- tugnum. Ásamt starfssystrum sínum – öðrum finnskum og norrænum listamönnum, svo sem Elinu Brotherus, Henriettu Lehtonen, Salla Tykkä, Anniku Larsson, Ann-Sofi Sidén, Ann Lislegaard og Vibeke Tandberg – og að minnsta kosti jafnvænum hópi starfsbræðra hefur hún komið skandinavískri samtímalist á alþjóðakort- ið. Og það sem er ef til vill meir um vert; þessum nýju endurreisnarmönnum hefur tekist þetta án þess að fórna nokkru af sérkennum norrænnar listar. Eija-Liisa Ahtila er einmitt glöggt dæmi um það, og varla er á nokkurn hallað þótt hún sé talin fremst meðal jafningja. Grátt gaman Margir sjá í henni August Strindberg, Edvard Munch, Carl Dreyer og Ingmar Bergman end- urborna enda fjalla verk hennar eins og þeirra um jafnáleitin og tilvistarkennd yrkisefni; ang- ist, einveru, trú, trúleysi, samskipti kynjanna, foreldraímyndir, og hinstu rök vitundar og sjálfsvitundar. Hljómi þessi upptalning dapur- lega þá er það vegna þess að kjarninn í norrænni heimssýn er oftar en ekki alvarlegur, drama- tískur – þar með afar rómantískur – og beinlínis harmrænn. Það verður varla sagt um Íslend- ingasögurnar, Sturlungu, Hallgrím Pétursson, Jónas Hallgrímsson eða Einar Ben. að þar keyri glaðværðin um þverbak. Þó svo að húmor finnist hér og hvar í gullaldarbókmenntum okkar er sú fyndni ekki beinlínis á léttustu nótunum, eða hvar annars staðar en í fornsögunum eru gleði- viðbrögð á borð við hlátur órofa fyrirboði feigðar og válegra tíðinda? Vissulega er næga fyndni að finna í verkum Eiju-Liisu Ahtila, en eins og gullaldarkátínan okkar er það gaman gjarnan hálfgerð Þórðar- gleði. Hvort það er þetta beinlínis sem veldur því að Íslendingum og Finnum er einkar vel til vina skal ósagt látið, en víst er að almenn norræn lyndiseinkunn, eins og hún birtist í bókmennt- um, leiklist og kvikmyndum liðinna alda er gjarnan sjálfri sér lík, hvar og hvenær sem um er litast á Norðurlöndum. Þetta skýrir að sjálf- sögðu gagnkvæmar vinsældir og einstakan sam- eiginlegan skilning Norðurlandabúa á því besta sem framleitt er í menningu svæðisins. Eins og búast mátti við, þegar Peter Hallberg fékk ofur- áhuga á skrifum Halldórs Laxness, má gera því skóna að minna þurfi til að Íslendingar skilji myndræna frásagnarlist Eiju-Liisu Ahtila en fólk frá fjarlægari menningarsvæðum, þar sem veðurfar, geðslag, trúarbrögð og gamansemi er öðruvísi. Eija-Liisa Ahtila er fædd í Hämeenlinna – sem á sænsku heitir Tavastehus – árið 1959. Hún er ekki eini heimsfrægi Finninn frá þeim stað því tónskáldið ástsæla Jean Sibelius – þekktasti listamaður Finnlands fyrr og síðar – fæddist einmitt þar, tæpum hundrað árum fyrr. Lesendum er látið eftir að geta hvort um hreina tilviljun er að ræða eða álög, en héraðið norðan við Helsinki, með Tampere, næststærstu borg landsins, í hjartastað nefnist einmitt Hämeenl- inna. Eftir fimm ára nám við lagadeild Helsinki- háskóla, á árunum 1980 til 1985, og fjögurra ára aukanám í Frjálsa listmálaraskólanum í Hels- inki áttaði Eija-Liisa sig á að hvorugt átti fyrir henni að liggja, lögfræðin né málaralistin, og með þá vissu að leiðarljósi hellti hún sér af krafti út í myndlistina. Minnismerki um módernismann Fyrstu árin, eða frá 1986 til 1990, vann hún flest verk sín í samstarfi við aðra listakonu, Mar- iu Ruotsala, og byggðu þær stöllur verk sín gjarnan á ljósmyndaröðum með texta. Ljós- myndaraðir þeirra líktust einna helst fallegum og lokkandi glansauglýsingum úr tískublöðum. Það var næsta augljóst hvað þær Ahtila og Ruotsala voru að fara með þessum verkum. Þær beindu spjótum sínum óspart að skrumi því og lygum sem ætlar sér konur að markhópi með fögrum loforðum um eilífa æsku og fegurð. Engu var líkara en þær vinkonur vildu afhjúpa í einu vetfangi allan þann vitundariðnað sem nýtir sér fagurfræði í bland við auglýsingasálfræði til að veiða grunlausa lesendur tískupressunnar í net blekkinga og neyslugríðar. Það er frá þess- um árum sem Eija-Liisa ávann sér stimpil sem feminískur listamaður, enda þótt smám saman kæmi í ljós mun víðtækari áætlun þeirra Ruots- ala, sú að afhjúpa hvers kyns ímyndalygar, hvar sem þær var að finna. En eins og oft vill verða þegar haldið er í stór- brotna krossferð, þá belgist út umfang ósómans sem krossfarinn hugðist kveða niður, svo bar- átta hans fyrir réttlætinu verður brátt óvinnandi og endalaus. Fyrir hvert höfuð sem hann heggur af drekanum spretta fram þrjú í staðinn. Segja má að þá fyrst hafi frægðarferill Eiju-Liisu Aht- ila byrjað þegar hún áttaði sig á því að vaðall tískublaðanna var aðeins smáangi af miklu stærri og útsmognari ímyndarheimi. Hún hafði þá þegar sýnt hve nærri hún fór ljóðskáldinu þegar hún lýsti dæmigerðum ástarmálum í því framsetningarformi sem hún kallaði ljósmynda- ljóð og bar titilinn „Í fullkominni nálægð hans“, frá 1988. Ljósmyndir á mismunandi máluðum veggjum, ásamt ljóði sem hermdi eftir klisju- skotnu málfari ástarsagna gaf til kynna að skiln- ingur Ahtila og Ruotsala á táknfræðilegri merk- ingu tungumálsins hafði dýpkað mjög. Þó var þetta ljósmyndaljóð jafnframt uppfullt af því ævintýralega andrúmslofti sem síðar átti eftir að setja svip sinn á myndbönd Eiju-Liisu. Reyndar er vert að benda á tvö verk önnur sem þær Ahtila og Ruotsala höfðu þegar unnið og gáfu til kynni hárfína hugmyndlæga nálgun þeirra. Eitt fyrsta sameiginlega verk þeirra var legsteinn sem þær keyptu tilbúinn árið 1986 og kölluðu „Minnismerki“. Á steininn grófu þær í hástöfum, orðin „Innsæi, tjáning og frumleiki“ og bættu undir áletrunina ártölunum 1832–1979, líkt og þessi mikilvægu hugtök hefðu einvörð- ungu lifað í tvo mannsaldra. Það er næsta auð- velt að geta sér til um valið á ártölunum. Franski málarinn Edouard Manet, sem varð átrúnaðar- goð framúrstefnumanna á sjöunda áratug 19. aldar, og margir telja fyrsta nútímamálarann, fæddist einmitt á því herrans ári 1832. Að sama skapi er álitið að nútímalistin hafa liðið undir lok með postmódernismanum og allri þeirri sögu- legu endurskoðun sem honum fylgdi. Í hinum engilsaxneska heimi er jafnan vísað til ártalsins 1979, en þá er talið að hugtakið hafi þrengt sér inn í vitund almennings. Það var þegar AT&T- byggingin, eftir bandaríska arkitektinn Philip Johnson, stóð fullgerð á miðri Manhattan með sínu undarlega og margumtalaða Chippendale- þaki. Eðli hluta og manna Annað táknrænt verk eftir Ahtila og Ruotsala leit dagsins ljós ári síðar undir heitinu „Eðli hlutanna“. Um var að ræða 10 mínútna mynd- band þar sem þær stöllur fjalla af innblæstri um andlegt gildi varnings í markaðssamfélagi nú- tímans. Í frámunalega fyndnum samræðum hafa þær endaskipti á útópískum hugmyndum Willi- ams Morris og „Arts and Crafts“-hreyfingar hans, og Bauhaus-skólans, afkvæmi þeirrar hug- sjónar. Þær staðahæfa að ákveðinn öskubakki hafi valdið straumhvörfum í lífi þeirra; að þær hafi fundið sig með hjálp fagurrar framleiðslu, eða þær sæki ákveðið kaffihús vegna hrífandi bollanna sem þar eru bornir á borð. Titill verks- ins bendir fastlega til þess að þær hafi sökkt sér ofan í kenningar franska félagsfræðingsins Jeans Baudrillard, áður en þær sömdu smellið handritið. En brátt dofnaði áhugi Eiju-Liisu Ahtila á dauðum hlutum og mannleg samskipti með öll- um sínum blekkingarleik urðu aðalinntakið í verkum hennar. Árið 1993 samdi hún „Me/We, Okay, Gray“, þrjár örmyndir sem voru 90 sek- úndur hver. Þessa trílogíu er hægt að sýna í kvikmyndahúsi sem 35 mm ræmur, eða á þrem- ur skjám með hjálp DVD, en þannig er verkið sýnt á sýningu. Einnig er hægt að smella mynd- unum inn í sjónvarpssendingar, á auglýsinga- Þegar öllu er á botninn hvolft eru verk finnsku listakonunnar Eiju-Liisu Ahtila b Ahtila er í hópi norrænna listamanna sem hafa hrundið af stað bylgju sem TILVISTIN ER E F T I R H A L L D Ó R B J Ö R N R U N Ó L F S S O N Samræður stúlknanna í 10 mínútna DVD-skipa Atriði úr „Talo/Húsið“, 14 mínútna, þriggja skerma DVD-varpi, sem vakti mikla athygli á Documenta XI, í Kassel, sumarið 2002.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.