Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 2003 13 TÓNLISTARHÁTÍÐIN í Reykholti verður haldin í sjöunda sinn dagana 25.–27. júlí næst- komandi í Reykholtskirkju. Stjórnandi hátíð- arinnar er sem fyrr Steinunn Birna Ragnars- dóttir píanóleikari. Að þessu sinni flytja tónlistina Brindisi-tríóð frá Englandi og Eþos-kvartettinn íslenski. Brindisi-tríóið er skipað Jackie Shave, Car- oline Palmer og Michael Stirling en Eþos-kvart- ettinn skipa Auður Haf- steinsdóttir, Greta Guðna- dóttir, Guðmundur Kristmundsson og Bryndís Halla Gylfadóttir. Þá mun Jens Krogsgaard frá Kon- unglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn koma fram á ljóðatónleikum ásamt Stein- unni Birnu Ragnarsdóttur. Á fyrstu tónleikum hátíð- arinnar, föstudaginn 25. júlí kl. 21, verða eingöngu flutt verk eftir Franz Schubert. Flytjendur eru Ásdís Valdi- marsdóttir víóla, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó og Eþos- kvartettinn. Tvennir tónleikar verða á laugardeginum: Ljóðatón- leikar kl. 15, fyrir sópran og píanó, þar sem Jens Krogssgaard tenór ásamt Steinunni Birnu flytja hefð- bundin ljóð auk norrænna verka. Seinni tón- leikarnir verða kl. 21. Þá mun Brindisi-tríóið flytja tríó í d-moll op. 120 eftir Gabriel Fauré, eftir Mozart í G-dúr K 564 og eftir Brahms í B- dúr op 8. Lokatónleikarir verða sunnudaginn 27. júlí kl. 16. Frumflutt verður nýtt íslenskt verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við texta eftir Snorra Sturluson. Verkið er fyrir sópran, píanó og selló. Einnig verður flutt píanótríó eftir Joseph Haydn, strengjatríó eftir Dohnányi auk píanókvartetts í c-moll eftir Brahms. Flytjendur eru Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Ásdís Valdimarsdóttir og Brindisi-tríóið. Brindisi-tríóið og fleiri á Reyk- holtshátíðinni Steinunn Birna Ragnarsdóttir Hildigunnur Rúnarsdóttir SAUTJÁNDA starfsár Sumartónleika í Akur- eyrarkirkju er að hefja göngu sína og verða fyrstu tónleikarnir á sunnudag. Tónleikarnir verða fimm talsins og eru haldnir kl. 17 alla sunnudaga í júlí og fyrstu helgina í ágúst. Fluttar verða ýmsar tegundir tónlistar allt frá miðaldatónlist til útsetninga á þjóðlögum og dægurlögum. Allir tónlistarmennirnir eru ís- lenskir nema einn sem kemur frá Danmörku. Tónleikarnir standa í eina klukkustund án hlés og hefur aðgangur alltaf verið ókeypis Voces Thules á fyrstu tónleikunum Á fyrstu tónleikunum kemur fram sönghóp- ur Voces Thules með Björn Steinar Sólbergs- son sér við hlið og flytja bæði samtíma- og mið- aldatónlist. Þeir fluttu svipaða efnisskrá hjá Listvinafélagi Hallgrímskirkju í apríl sl. Voces Thules hafa undanfarið tekið virkan þátt í þeirri leit, sem nú fer fram í tengslum við „týnda“ tónlist sem leynist innan um ritaðan texta íslensku handritanna og hafa þeir unnið að því að hljóðrita Þorlákstíðir úr handriti um 1400, þar sem sungið er um eina dýrling Ís- lendinga, Þorlák biskup Þórhallsson. Hér er um fjóra geisladiska að ræða sem líta dagsins ljós í hátíðarbúningi í lok árs 2003. Páll og Monika flytja nýja efnisskrá Aðrir tónleikarnir verða haldnir 13. júlí og þá munu þau Páll Óskar Hjálmtýsson og Mon- ika Abendroth hörpuleikari leika og syngja nýja efnisskrá. Þau munu einnig verða í Reykjahlíðarkirkju við Mývatn laugardaginn 12. júlí. Næstur er organistinn Lars Frederiksen sem kemur frá Frúarkirkjunni í Óðinsvéum í Danmörku. Hann mun leika verk eftir Buxteh- ude, Raasted, Langgaard og Reger. Lars mun einnig leika á Sumarkvöldi við orgelið í Hallgrímskirkju. Síðustu helgina í júlí mun Björn Steinar Sólbergsson leika öll orgelverk Páls Ísólfssonar en í október eru liðin 110 ár frá fæðingu Páls. Björn Steinar mun hljóðrita öll orgelverk hans á haustdögum og verður hún tilbúin á geislaplötu fyrir jólin. Þessa efn- isskrá mun Björn Steinar einnig leika í Hall- grímskirkju og Selfosskirkju í september. Síðustu tónleikahelgina um verslunar- mannahelgina munu þau Magnea Tómasdóttir sópran og Guðmundur Sigurðsson organisti í Bústaðakirkju flytja íslensk þjóðlög við Passíusálma Hallgríms Péturssonar (1614– 1674) og við ljóð annarra höfunda og einnig verða leiknir stuttir sálmforleikir eftir J.S. Bach og orgelverkið Veni Creator eftir Nicolas de Grigny. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Sönghópurinn Voces Thules kemur fram á fyrstu tónleikum Sumartónleika í Akureyrarkirkju að þessu sinni. Fjölbreytt efnisskrá á Sumartón- leikum í Akureyrarkirkju SUMARÓPERA Reykjavíkur æfir um þessar mundir óperuna Krýning Poppeu eftir Claud- io Monteverdi og áætlar frumsýningu 15. ágúst á Nýja sviði Borgarleikhússins. Þetta er annað starfsár Sumaróperunnar en hún tók til starfa í fyrrasumar með sýningum á Dido og Eneasi eftir Purcell og hlaut fyrir mikið lof gagnrýnenda. Líkt og í fyrra voru haldin áheyrnarpróf og að sögn Hrólfs Sæmunds- sonar barítonsöngvara og stjórnanda Sumar- óperunnar spreytti stór hópur frábærra söngvara sig sem gerði valið afar erfitt. Að- spurður hvað stýri verkefnavali Sumaróper- unnar segir Hrólfur að reynt sé að plægja annan akur en t.d. Íslenska óperan, þó vissu- lega skarist það alltaf eitthvað. „Við viljum vera með annars konar verk en Íslenska óper- an, hún hefur t.d. ekki verið mikið í barokk- inu, og eins í framtíðinni viljum við jafnvel flytja nútímaverk,“ segir Hrólfur. Krýning Poppeu var síðasta ópera Monte- verdis og af mörgum talin hans besta. Segja má að hún sé hápunktur tónritunar endur- reisnartímabilsins, en hún var jafnframt fyrsta óperuverkið sem hafði sögulegar per- sónur í aðalhlutverkum. Verkið rekur sögu Nerós Rómarkeisara og ástkonu hans Poppeu. „Þessi ópera er grundvallarverk í óperusög- unni. Þetta er ofboðslega falleg tónlist auk þess sem söguþráðurinn er afar áhugaverður og höfðar að mínu mati til nútímamannsins. Hún fjallar um ástir, svik og undirferli og gæti alveg eins gerst á Kaffibarnum í dag eins og í Róm til forna. Textinn er óvenjuvel skrifaður af óperu að vera, en verkið tekur á viðfangs- efnum af mikilli dirfsku,“ segir Hrólfur og heldur áfram: „Krýning Poppeu markaði í raun þáttaskil í óperugerð þar sem þetta er eiginlega fyrsta alvöru óperan. Þetta er of- boðslega aðgengileg og falleg tónlist. Óperan er ekki þung þannig að hún ætti að höfða til allra, líka þeirra sem ekki eru vanir að sækja óperur.“ Sýningin verður flutt á frummálinu, ítölsku, en textanum er komið til skila þannig að allir skilji. Með þessu vilja aðstandendur sýningarinnar höfða jafnt til Íslendinga sem og menningarþyrsta ferðamanna. Aðspurður um gildi Sumaróperunnar fyrir unga söngvara svarar Hrólfur því til að bæði skapi hún fleiri atvinnutækifæri hérlendis auk þess sem hún breikki flóruna sem fyrir er. Sumaróperan hefur vakið athygli út fyrir landsteinana og í júlí-hefti Opera Now, sem er útbreiddasta óperutímarit heims, má finna grein eftir Neil Jones þar sem hann fjallar m.a. um starfsemi Sumaróperunnar. Von er á grein um Sumaróperuna í tímaritinu Early Music Review. „Þegar ég hafði samband við útgefandann til þess að kaupa réttinn af nót- unum þá fannst honum þessi nálgun okkar svo áhugaverð að hann vildi ólmur skrifa um þetta í Early Music Review, tímaritinu sem út- gáfan gefur út. Það hefur náttúrlega mjög mikla þýðingu að fjallað sé svona um okkur, því þetta færir Sumaróperuna á hið al- þjóðlega kort óperuheimsins,“ segir Hrólfur. Sjö manna hljómsveit mun sjá um hljóð- færaleik á sembal, lútu og strokhljóðfæri en hljómsveitarstjóri verður Edward Jones sem er einn fremsti barokkóperustjórnandi heims af sinni kynslóð. Leikstjórnin verður í höndum Magnúsar Geirs Þórðarsonar en Snorri Freyr Hilmarsson hannar leikmynd og búninga ásamt Maríu Ólafsdóttur. Þrettán söngvarar taka þátt í uppfærslunni og skipta með sér sautján hlutverkum. Meðal söngvara má nefna Valgerði Guðnadóttur, sópran, Hrólf Sæmundsson, baríton, Nönnu Hovmand, danskan mezzosópran, Ingu Björgu Stef- ánsdóttur, kontraalt, Owen Willetts, breskan kontratenór og Hrafnhildi Björnsdóttur, sópr- an. Sumarópera Reykjavíkur æfir um þessar mundir Krýningu Poppeu eftir Claudio Monteverdi Morgunblaðið/Jim Smart Úr uppfærslu Sumaróperu Reykjavíkur á Dido og Eneasi frá því í fyrra sem hlaut mikið lof gagnrýnenda. Ástir, svik og undirferli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.