Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 2003 „MEISTARAR formsins – Úr höggmyndasögu 20. aldar“ nefnist sýning sem var opnuð í Lista- safninu á Akureyri síðastliðinn laugardag. Er þetta eitthvert mesta yfirlit höggmyndalistar eða skúlptúrs („höggmynd“ er í raun úrelt heiti) á 20. öldinni sem sést hefur hérlendis. Ekki er þó öll- um helstu liststefnum 20. aldar gerð skil á sýn- ingunni svo að hún spannar ekki þróun eða sögu skúlptúrsins. Engu að síður er þetta einstakt úr- tak úr sögunni og sem slíkt merkisviðburður á Ís- landi. Alls eiga 40 listamenn verk á sýningunni og margir þeirra lykilmenn í myndlistarsögunni. Má þar nefna Carl Andre, Alexander Archipenko, Rudolf Belling, Walter de Maria, Edgar Degas, Alberto Giacometti, Georg Kolbe, Kathe Koll- witz, Donald Judd, Sol LeWitt, Aristide Maillol, Marino Marini, Henry Moore, Auguste Renoir, Reiner Ruthenbeck og Rosemary Trockel. Í ábót við þessa áhrifavalda í alþjóðlegri myndlistar- sögu hefur forstöðumaður Listasafnsins á Akur- eyri, Hannes Sigurðsson, valið verk eftir 11 Íslendinga sem markað hafa spor sín í skúlptúr hér á landi. Rétt er að geta þess að verk eftir Daniel Buren, Richard Long og Per Kirkeby, sem auglýstir voru á meðal þátttakenda, eru ekki á sýningunni en þau féllu út sökum óviðráðan- legra aðstæðna. Öll verk erlendu listamannanna, að vopnatösku flúxus-listamannsins Axels Lischke undanskil- inni, eru fengin að láni frá Ríkislistasafninu í Berlín. Af verkum eftir eldri meistara 20. aldar er nokkuð um smástyttur saman komnar undir gleri. Má m.a. sjá litla styttu eftir Ásmund „okk- ar“ Sveinsson undir sama gleri og styttur eftir Renoir og Maillol. Aðallega eru þó bronsstyttur frá um 40–60 cm á hæð eða breidd. Stórbrotin verk eru þar á meðal, tvær dansmeyjar eftir De- gas, „Höfuð“ eftir Belling, „Umkvörtun“ eftir Kolbe, „Líkneski“ eftir Köllwitz, „Hjálmhöfuð“ eftir Moore, „Dögun“ eftir Einar Jónsson, „Flat- ur bolur“ eftir Archipenko og „Kvenlíkneski án handleggja“ eftir Giacometti, svo dæmi séu nefnd. Form og rými Edgar Degas og Auguste Renoir eru tveir listamenn á sýningunni sem ekki teljast til mód- ernisma 20. aldarinnar, heldur áttu sín bestu ár á síðari hluta 19. aldar. Báðir voru fyrst og fremst þekktir fyrir málverk en tóku í seinni tíð að móta skúlptúr til þess að fást við annarskonar form- fræði en tvívíður myndflöturinn gaf kost á. Ren- oir verður vafalaust minnst fyrir málverk sín langt umfram skúlptúrana, en Degas var braut- ryðjandi í skúlptúr og því vel við hæfi að hann eigi elsta verkið á sýningunni, „Dansmey að lagfæra böndin á sokkabuxum sínum“, sem er brons- stytta frá árinu 1891. Degas hóf að móta skúlptúr sam- hliða málverkinu árið 1866 og vakti enga sérstaka at- hygli fyrir. En árið 1881 sýndi hann skúlptúrinn „Lítil 14 ára dansmær“ sem er tæplega eins metra há vaxstytta, klædd pí- fukjól og með raunverulegt hár þrætt í hvirfilinn. Skúlptúrefni í þá daga var aðallega brons, marmari og viður og fór efnisval Degas því fyrir brjóstið á mörgum. Mest vakti þó umtal að lista- maðurinn sýndi styttuna ekki á stöpli, en stöpull hafði verið viðtekinn hluti af skúlptúrgerð síðan á tímum Forn-Grikkja og var honum ætl- að að gefa áhorfendum tilfinningu fyrir tign hlutarins, líkt og hann væri af öðrum heimi en þessum og eitthvað til að dást að og skoða í fjarlægð. Án stöpulsins varð skúlptúrinn óhjákvæmilega hluti af hinu raunverulega rými listáhorfandans. Eru það jafnframt hugmyndir okkar um rýmið sem hafa haft hvað mest áhrif á skúlptúr á 20. öldinni. Al- berto Giacometti sem dæmi hugsaði skúlptúr út frá hreyfingu og rými frekar en efn- ismassa og formi. Bronsfígúrur sínar kallaði hann aldrei skúlptúra eða styttur heldur „kon- strúktsjónir í rými“. Rýmiskennd í verkum Hen- rys Moore er aftur á móti andstæð því sem við finnum í verkum Giacomettis. Skúlptúrar hans byggjast á massaþykkum og ávölum formum sem virðast svolgra rýmið í sig og blása út. Skúlptúrar mínimalistanna Carls Andre, Donalds Judds og Sol LeWitts eru þó greinilegustu rýmisverkin á sýningunni. Andre gengur hvað lengst í þeim efn- um með því að raða saman þunnum plötum og fletur þannig skúlptúrinn að rýminu sem afmark- ar hluta þess. Íslensk list í alþjóðlegu samhengi Þótt allnokkrir íslenskir myndlistarmenn hafi gegn um tíðina verið í takti við alþjóðlega strauma myndlistar þá hafa Íslendingar aldrei átt brautryðjanda í myndlist né heldur heims- frægan myndlistarmann. Við hömpum reyndar Ólafi Elíassyni í dag sem frægasta íslenska myndlistarmanni allra tíma, en eins og ég hef áð- ur sagt í skrifum mínum þá eigum við engan rétt á að gera tilkall til hans sem Íslendings. Mað- urinn er jú af íslensku foreldri, en hann er fæddur og uppalinn í Danmörku. Er það mátulegt á okk- ur að þessi eini heimsfrægi „íslenski“ myndlist- armaður hafi aldrei þurft að lifa við aðstæður þær er myndlistarmenn búa við hér á landi og gefur það skýr skilaboð um þá vanrækslu sem íslensk myndlist á við að stríða. Ákvörðun Hannesar Sigurðssonar að setja ís- lenska listamenn með á sýninguna þykir mér því stórgóð enda nauðsynlegt fyrir okkur að skoða íslenska myndlist og myndlistarsögu í alþjóðlegu samhengi. Hannes virðist þó hafa kosið að nota Íslendingana til þess að gefa breiðari mynd af skúlptúrnum, eða fylla upp í nokk- ur skörð sem vantar á sýninguna til þess að sagan verði ítarlegri, heldur en að bera þá saman við sína líka. Einar Jónsson er t.d. eini „symbolistinn“ á sýningunni, Gerður Helgadóttir er fulltrúi þrívíðra járnmynda eða teikninga, sem listamenn eins og Robert Jacobsen, Hans Uhlmann eða Eduard Chill- ida þjóna í alþjóðlegri myndlistarsögu, Krist- ján Guðmundsson og Magnús Pálsson eru fulltrúar frásagnar-hugmyndalistar og Þor- valdur Þorsteinsson sér svo um að loka hringn- um þar sem Degas hóf hann með verkinu „Söng- skemmtun“. Verkið samanstendur af kápum og jökkum í fatahengi. Söngur og lófaklapp óma handan lokaðrar hurðar sem er til hliðar við hengið og á hurðinni er svo handskrifaður miði þar sem fólki er bent á að fara ekki inn eftir að söngskemmtunin er hafin. Skúlptúr þessi sam- ræmist algerlega hinu raunverulega rými listá- horfandans þannig að hann áttar sig jafnvel ekki á því að um skúlptúr eða listaverk sé að ræða. Þorvaldur er þarna í sama hlut- verki á sýningunni og Guillaume Bijl hefði eflaust verið í undir eðli- legum kringumstæðum, en hann er þekkt- ur fyrir að breyta galleríum og sýningarsölum í fataverslanir, bílasölur, aðstöðu fyrir fegurðar- samkeppnir o.s.fv. Heimslistin á Akureyri Sýningin er á heildina vel upp sett. Styttur frá fyrri hluta 20. aldarinnar eru saman í einum sal, í miðsalnum eru öllu léttari verk og í þriðja salnum verk sem „þyngja“ rýmið. Þetta er sýning sem gaman væri að geta geng- ið að vísri í einhvern tíma og skoðað oft. Það er mikið af upplýsingum sem maður tekur inn við skoðun verkanna, bæði fyrir huga og tilfinningar, og skynfæri fara á fullt enda er listasagan mik- ilfengleg og fegurðin margbrotin. Er það stórmerkilegt að svona sýning skuli koma til kaupstaðar á stærð við Akureyri, hér á hjara veraldar, og satt að segja framandi að horfa á skúlptúrana í listasafninu. Á forstöðumaður safnsins hrós skilið fyrir framtakið og ekki síst fyrir að bæta íslensku listamönnunum við alþjóð- legar goðsagnirnar. Sú ákvörðun hans gerir sýn- inguna jafnvel enn áhugaverðari en ella. Þá er sýningarskráin eiguleg heimild. Texti eftir Brittu Schmitz sem starfar við Ríkislista- safnið í Berlín, athyglisverðar vangaveltur Ólafs Gíslasonar, listfræðings, um skúlptúr á 20. öld- inni og stuttar en góðar upplýsingar um lista- mennina er þar að finna ásamt svart/hvítum myndum af verkum eftir íslenska og erlenda listamenn. Sannkallaðir meistarar formsins - „Höfuð“ eftir Belling og „Flatur bolur“ eftir Archipenko. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Konfektmolar“ Sigurðar Guðmundsson- ar og „Opinn kubbur“ eftir Sol LeWitt í Listasafninu á Akureyri. Frá Degas til Þorvaldar Þorsteinssonar „Dansmey að lagfæraböndin á sokkabuxum sín- um“ eftir Edgar Degas. MYNDLIST Listasafnið á Akureyri Opið frá 12–17. Lokað á mánudögum. Sýningu lýkur 20. ágúst. SKÚLPTÚR 40 MYNDHÖGGVARAR Jón B. K. Ransu TVEIR bandarískir fræðimenn, sérfróðir í sögu og málefnum arabalandanna hafa að und- anförnu kynnt hugmyndir sínar um að gera hugmyndir og teikningar arkitektsins heims- fræga, Franks Lloyd Wright, að nýrri Bagdad að veruleika. Arkitektinn bandaríski gerði ár- ið 1957 uppdrætti að glæsi- legum stórborgarkjarna í höf- uðborg Íraks og segja fræðimennirnir Mary Jane Deeb og Mina Marefat sem báðar starfa við bandarísku Þjóð- arbókhlöðuna, Library of Con- gress, að með teikningunum sé nú lag að sýna aröbum að Bandaríkjamenn vilji í raun styðja uppbyggingarstarf í Írak og að þeir virði menningu Íraka mikils. Frank Lloyd Wright heimsótti Írak í maí 1957, þá 93 ára, í þeim tilgangi að teikna óp- eruhús. Hann var óánægður með staðsetninguna sem húsinu hafði verið valin og bað í stað- inn um lóð á eyju í ánni Tígris. Heim kominn bætti Wright um betur og teiknaði gríðarmikinn stórborgarkjarna fyrir Bagdad. Þar er borgarleikús, skrúðgarð- ur með minnisvörðum, gos- brunnum og fossum, bílastæða- hús í laginu eins og stallahofin fornu, safnahús, bæði fyrir nýja list og forna, grasagarður, dýra- garður, spilavíti, pósthús og úti- leikhús og heilt háskólahverfi með tilheyrandi byggingum. Það sem Deeb og Marefat segja hvað merkilegast við teikningar Wrights, er virðing hans fyrir arabískri hefð og menningu og hugmyndir hans um að endurvekja forna frægð Bagdadborgar þar sem hámenn- ing ríkti meðan Evrópuþjóðir voru að berjast við fátækt, fá- fræði og sjúkdóma fyrr á öldum. Frumbyggjalist finnst í Ástralíu Ástralskir vísindamenn til- kynntu á dögunum að þeir hefðu uppgötvað helli sem hefði að geyma 203 myndverk ástr- alskra frumbyggja, allt að 4.000 ára gömul. Vísindamennirnir segja að fundurinn sé einn mesti fengur frumbyggjalistar sem nokkurn tíma hefur komið í ljós og myndverkin öll í góðu ástandi. Myndefni frumbyggj- ana segja þeir helst hafa verið menn og guði, fugla, kengúrur og eðlur. Ekki búinn að syngja sitt síðasta Margir töldu daga Lucianos Pavarottis á óperusviðinu talda, þegar hann boðaði forföll á sýn- ingu á Toscu í Metropolit- anóperunni í New York í fyrra, um það leyti sem sýningin átti að hefjast. Í kjölfarið boðaði hann forföll víðar, bæði á óp- erusviðinu, á tónleikum og tón- listarhátíðum. Það kom því mörgum á óvart að Pavarotti skyldi taka að sér að syngja í einni sýningu á Toscu í Þýsku óperunni í Berlín nýverið. Þar söng hann hlutverk Cav- aradossis og var ákaft hylltur í sýningarlok af þakklátum óp- erugestum. Þá hafði Pavarotti ekki sung- ið á sviði frá því hann söng sama hlutverk við Konunglegu óperuna í Covent Garden í London í janúar í fyrra. Um framtíðina er allt óráðið, Pav- arotti ráðgerir nú að syngja þrisvar í Metropolitan á næsta ári, en hann hefur tilkynnt að hann ætli að setjast í helgan stein árið 2005. Ný Bagdad? ERLENT

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.