Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2003næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 2003 11 Af hverju græddi Fíleas Fogg einn dag þegar hann fór umhverfis jörðina á 80 dögum? SVAR: Hugsum okkur að maður fari í ferðalag til austurs og færist á hverjum 23 klukkustund- um sem svarar 15° í landfræðilegri lengd en það samsvarar einu tímabelti eða einni klukkustund í tímamun (360°/24 = 15°). Hann leggur af stað kl. 12 á hádegi á fyrsta degi í til- teknum mánuði. Ef maðurinn hefur ekki breytt klukku sinni sýnir hún 11 fyrir hádegi annan daginn þegar hann er kominn í áfangastað en klukkur þeirra sem þar búa sýna 12. Næsta dag mundi klukka hans sýna 10 eftir að hann hefur farið samtals 30° til austurs. Hann hirðir raunar ekki um þá klukku lengur, heldur fer eingöngu eftir því sem innfæddir segja, að klukkan sé 12. Hins vegar lítur hann aldrei á dagatal á ferð sinni, heldur fer eftir eigin talningu á dögunum. Svona gengur þetta áfram 24 sinnum og maðurinn telur sig hafa upplifað 24 daga og 24 nætur og því sé kominn 25. dagur mánaðarins þegar hann kemur aftur heim til sín. Honum bregður því í brún þegar hann sér að dagatalið heima hjá honum sýnir 24. daginn. Kjarni málsins er auðvitað sá að jafnlangur tími hefur í rauninni liðið hjá ferðalanginum og hjá þeim sem heima sátu. Sá fyrrnefndi hef- ur lifað 24 „sólarhringa“ sem voru hver um sig 23 klukkustundir, samtals 24x23 klst. = 552 klst. Hinir lifðu hins vegar 23 daga sem námu 24 klukkustundum hver og það gefur auðvitað sama klukkustundafjölda. Þessi kjarni máls er hinn sami hjá Fíleasi Fogg. Honum virðist ferðin taka 81 „sólar- hring“ en hann fer í sífellu til austurs. Hver dagur hjá honum er þess vegna að sama skapi styttri en hjá fólki sem heldur kyrru fyrir og heildarferðin verður jafnlöng og 80 24 stunda sólarhringar. Ef Fíleas hefði farið í ferðina nú á dögum og lagt sig eftir að fylgjast með dagatali inn- fæddra þar sem hann átti leið um, þá hefði hann séð að dagatalið hrökk til um einn aftur á bak þegar hann fór yfir dagalínuna sem svo er kölluð. Dagatalningin hefði þá ekki komið honum á óvart í lokin eins og hún gerir í sögunni. Maður sem fer kringum jörðina til vesturs upplifir á sama hátt einum færri daga og næt- ur en þeir sem halda kyrru fyrir. Ef hann legg- ur af stað á hádegi og færist til dæmis um 15° til austurs á hverjum 25 klukkustundum er alltaf hádegi að staðartíma eftir hvern slíkan áfanga. Hann lýkur umferðinni eftir 24 slíka áfanga eða 24x25 klst. = 600 klukkustundir og þá eru liðnir 25 sólarhringar heima hjá honum. Hann missir úr einn dag í dagatalinu þegar hann fer yfir dagalínuna. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði. Hvernig lifa slímálar? SVAR: Slímálar (e. hagfish, slime-eels) teljast til hringmunna Cyclostomata) og tilheyra hópi vankjálka (Agnatha). Vankjálkar eru gjarnan taldir til fiska en eru um margt mjög ólíkir fiskum og þróunarfræðingar telja þá vera frumstæðustu hryggdýrin. Eins og nafnið gef- ur til kynna hafa vankjálkar enga kjálka, ólíkt öllum öðrum hryggdýrum. Tegundir slímálaflokksins (Myxini) eru langar og mjóslegnar, fölbleikar að lit og eru eflaust best þekktar fyrir undarlegan kjaft sem þær hafa, auk fjölda króka sem gegna meðal ann- ars því hlutverki að bora gegnum hreistur fiska. Þeir sem hafa handfjatlað þessi sérstöku dýr kannast eflaust við allt það slím sem þau gefa frá sér og getur verið afar hvimleitt. Sennilegt er að slímið sé til varnar, slímkirtlar kringum allan líkamann bregðist við ágengni manna eða dýra með því að seyta slími. Til slímála teljast sennilega 32 tegundir. Auk þess að tilheyra slímálaflokknum (Myxini), teljast þeir flokkunafræðilega til ættbálksins holgóma (Myxiniformes) og ættarinnar Myx- inidae eða slímálaætt. Þekktar eru 6 ættkvíslir meðal slímála. Slímálar eru oftast sníkjudýr og sjúga sig fasta við önnur dýr, yfirleitt hægsynda fiska, og sjúga úr þeim blóð og annan líkamsvessa. Þeir eru einnig meðal fyrstu gesta í hræ stærri dýra sem liggja á hafsbotninum. Slímálar hafa afar lélega sjón og styðjast að mestu við vel þróað þefskyn sitt til að rata á bráð eða hræ. Snertiskyn þeirra er líka afar næmt og um- hverfis kjaftinn hafa þeir fjóra anga, eða þreif- ara, sem þeir nota til að leita sér að æti á hafs- botninum. Margt í líffræði slímála skilur þá frá fiskum. Til dæmis hafa slímálar þrjú hjörtu en hvorki maga né kjálka. Uppbygging taugakerfis er mjög frábrugðin fiskum og seilin, eða hrygg- strengurinn, er aðeins til staðar í fóstrinu en vantar í fullorðin dýr. Slímálar ganga ekki gegnum lirfustig heldur er ungviðið nákvæm eftirlíking af fullorðnu dýrunum. Á ungviðisstiginu eru dýrin bæði með karl- og kvenkynfæri en verða á síðari stigum lífs síns annaðhvort karl- eða kven- kyns. Þó þekkist það meðal margra tegunda að hver einstaklingur skipti um kyn eftir árs- tíma. Hver hrygna gýtur ekki mörgum eggj- um en mikið er lagt í hvert egg, þau eru stór og tiltölulega fyrirferðarmikil. Þrátt fyrir þetta eru slímálar margir. Á einu smáu svæði undan austurströnd Bandaríkjanna töldu líf- fræðingar allt að 15 þúsund einstaklinga og hafa margir vísindamenn metið það svo að dánarhlutfall þessara dýra sé afar lágt. Eins og áður var minnst á þá sækja slímálar talsvert í hræ og leita sér næringar með því að festa sig við aðra fiska og sjúga úr þeim blóð. En samkvæmt rannsóknum eru burstaormar sem halda sig í mjúkri botnleðjunni að öllum líkindum mikilvægasta fæða slímála. Efna- skipti slímála eru svo hæg að þeir geta verið án matar í mjög langan tíma, jafnvel nokkra mánuði. Slímálar finnast á tempruðum og köldum haf- svæðum báðum megin við miðbaug. Atlants- hafsslímállinn (Myxine glutinosa) sem finnst hér við land getur orðið allt að 75 cm á lengd. Tegundin Myxineios hefur einnig fundist í haf- inu kringum Ísland. Jón Már Halldórsson, líffræðingur. Af hverju græddi Fíleas Fogg einn dag á ferðalagi sínu? Hvað gerist þegar maður lætur braka í puttunum? Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? Hvers vegna kemur reykurinn af eldinum? Þessum spurningum og fjölmörg- um öðrum hefur nýlega verið svarað á Vísindavefnum. VÍSINDI Jules Vernes var höfundur bókarinnar Um- hverfis jörðina á 80 dögum. ingarnir, sem skrifum eingöngu á dönsku. En ég lagði mig fram, gafst aldrei upp og er alltaf að læra meira,“ sagði Palma, sem nýlega var valinn af menntamálaráðuneytinu í stjórn danska listþróunarsjóðsins. „Að mínu viti er nauðsynlegt að evrópskar bókmenntir endurspegli þá menningarlegu fjölbreytni sem þar ríkir. Annars stefnum við í átt sem mig hryllir við, eins konar einboðinn farveg, einsleita hugsun þar sem allir upplifa tilveruna eins. Af þessum sökum er nauðsyn- legt að heyra fleiri raddir; hvernig líður Íraka í Tékklandi, Marokkóbúa á Spáni eða Amerík- ana í Svíþjóð? Innflytjendabókmenntir eru ekki aðeins tæki til þess að efla gagnkvæman skilning, heldur auðga þær einnig bókmenntir viðkom- andi þjóðar. Vandinn er bara sá að hingað til hefur verið litið á innflytjendur sem fulltrúa útlagabókmennta, en ekki þjóðarbókmennta, og á meðan hið síðarnefnda er metið hærra er ekki von á breytingum.“ Til þess að bregðast við þessu lagði Palma til að veittir yrðu sérstakir styrkir til þýðinga eða útgáfu bóka innflytjenda, í hverju landi. Hann sagði það vissulega geta orkað tvímælis, en geta verið góðan kost, svo framarlega sem styrkirnir væru viðbót en ekki frádráttur frá útgáfu heimamanna. „Ég er að tala um að styrkja eina til tvær innflytjendabækur á ári. Ég veit að útgefendur yrðu viljugri og opnari fyrir slíkum verkum ef aðeins væri dregið úr fjárhagslegu áhættunni.“ Undir þetta tók Mikka Lehtonen, fundar- stjóri og háskólaprófessor, og talaði um „já- kvæða mismunun“: „Ef einhver vill vinna að því að hnika valda- tengslunum miðja/jaðar, hvort sem er með þýðingum, útgáfu, gerð námsefnis eða á annan hátt, finnst mér að til ættu að vera sérstakir sjóðir til þess að styrkja þannig framtak.“ Stjúpmóðurmál er skapandi Diana Chuli, albanskur rithöfundur og bar- áttukona fyrir mannréttindum og sjálfstæði kvenna, var næst á mælendaskrá. Hún lýsti því hvernig fall Múrsins fyrir rúmum áratug hefði orkað neikvætt á bókaútgáfu í landinu, engir þýðendur eða útgefendur hefðu viljað taka að sér að kynna albanskar bókmenntir er- lendis. „Fólk vissi ekki lengur hvað það átti að gera við bækur, kannski vegna þess að frelsið sem þær höfðu boðað og barist fyrir svo lengi var komið. Margir höfundar hurfu af sjónar- sviðinu, sumir hættu vegna ásakana um tengsl við kommúnista, einhverjir gáfust upp gagn- vart upplausn tímanna og svo framvegis,“ sagði Chuli. Hún lýsti flókinni stöðu kvenhöf- unda í rás tímans og spurði svo: „Getur verið að kvenhöfundar séu eins konar innflytjendur í Albaníu, þótt þeir hafi ekki farið úr landi, út úr borginni, jafnvel ekki út af heimilum sínum?“ Í kjölfarið barst talið að tungumálinu sjálfu og notkun þess. „Það er munur á útlaga og inn- flytjanda,“ áréttaði Francesc Parcerisas frá Katalóníu. „Reynir höfundur að laga sig að nýja málinu eða vill hann halda í móðurmálið. Hvernig velur höfundur tungumál? Ef hann skiptir um mál, óttast hann þá að missa les- endur, eða dugar gamla málið einfaldlega ekki til þess að lýsa nýjum aðstæðum og reynslu?“ Rubén Palma svaraði því hvernig hann valdi sér mál: „Helsta ástæða þess að ég ákvað að skrifa á dönsku, var sú að 99% Dana sem ég talaði við sögðu mér að það væri ekki hægt! Mér fannst það ákveðinn hroki, þeim fannst Suður-Ameríkumaður ekki samboðinn gamla víkingamálinu. Það er nefnilega ekki sama út- lendingur og útlendingur, Svíar og Þjóðverjar sleppa, en ef þú ert S-Ameríkumaður, Arabi, Mongóli... þá versnar í því. Þetta efldi í mér þrjóskuna og ég hef ekki hvikað frá henni – enda finnst mér sjálf áskorunin næg ástæða og í raun það skemmtilegasta við að skrifa á dönsku.“ Í sama streng tók indverski rithöfundurinn Rajvinder Singh, sem býr í Berlín og skrifar mestmegnis á þýsku. „Að skrifa á „nýju“ tungumáli er sérlega skapandi ferli. Móður- málið sitt lærir maður ómeðvitað, en „stjúp- móðurmálið“ lærir maður meðvitað, kominn til vits og ára. Þegar ég nota þýsku er ég alltaf að skapa eitthvað nýtt, ég nota kannski hug- myndir úr móðurmálinu, punjabi, og finn þeim nýjan farveg.“ Áhorfandi við hlið hans kinkaði kolli og tók aftur upp hugmyndina um tómið. „Tómið er uppspretta frumleikans, það er staðurinn það- an sem við getum gagnrýnt samfélagið. Rit- höfundurinn vinnur í tóminu og það er alltaf eins konar útlegð.“ „Og hver ákveður annars hvað eru innflytj- endabókmenntir?“ spurði enn annar gestur í sal. „Það er fremur pirrandi, árið 2003, í stórum löndum eins og Ástralíu og Ameríku, sem sjálf voru byggð upp af innflytjendum, að ákveðinn hópur taki að sér að skilgreina – út frá litarafti – hvað séu innflytjendur og bók- menntir þeirra.“ Undir þetta tók S-Afríkumaðurinn Nkosi, bjartsýnn að vanda, og kvaðst telja að 21. öldin yrði öld þýddra bókmennta. „Þá kannski verður mögulegt að vakna upp af þeirri martröð sem mannkynssagan er, eins og James Joyce komst að orði,“ sagði áhorf- andi í sal að endingu. Að loknum fyrri þingdegi var svo efnt til upplestrarkvölds í Esplanade-garðinum í Helsinki þar sem lesið var fyrir borgarbúa á slóvensku, finnsku, ensku, íslensku, punjabi, frönsku og katalónsku með tilheyrandi þýð- ingum. Veronica Pimenoff Rubén Palma Lewis Nkosi Demosthenes Kourtovik sith@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 05. júlí (05.07.2003)
https://timarit.is/issue/256327

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

05. júlí (05.07.2003)

Aðgerðir: