Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 2003 F EBRÚARMORGUN einn fór ég upp á Líknardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss á Landakoti til að hitta vin minn Halldór Hansen barnalækni. Margir þekkja til læknisstarfa Halldórs og áhuga hans á tónlist, en þeir sem þekkja hann vel þekkja hann ekki síst sem einlægan mannvin, ófeim- inn við að hugsa fallega um menn og málefni. Ég hitti Halldór fyrst sem barn, síðan kynntist ég honum sem vini foreldra minna og þó enn betur þegar áhugasvið okkar mættust í sameiginlegum áhuga á geðlækningum og sál- lækningu barna og fullorðinna. Þegar ég var í námi hittumst við oft í New York-borg þegar hann kom í árlega heimsókn á námsslóðir sín- ar. Það er langt síðan ég gerði mér grein fyrir því að fyrr en síðar yrði ég að setjast niður með Halldóri og ræða við hann um lífsskoðun og læknislist. Þegar ég knúði dyra hjá Hall- dóri sat hann og mókti milli svefns og vöku og hlustaði Mahler sinfóníu í útvarpinu. Hann leit upp, brosti og bauð mér sæti. Við heilsuðumst, ég tók upp tölvuna og spurði Halldór fyrst um ævi hans. Ævi „Ég fæddist á Hringbraut 34 í Reykjavík 12. júní 1927. Faðir minn var Halldór Hansen, skurðlæknir og sérfræðingur í meltingarsjúk- dómum. Hann fékk Hansen nafnið því hann fæddist utan hjónabands og í þá daga var al- gengt að kenna stráka við „Hans“ í merking- unni „hans-son“ – sonur „hans“, einhvers. Föðuramma mín dó þegar pabbi var aðeins nokkurra mánaða svo hann var settur í fóstur á Miðengi á Álftanesi. Pabbi sótti fyrst skóla í Hafnarfirði en gekk síðar daglega til Reykja- víkur til að fara í skóla. Pabbi lærði skurð- lækningar og stundaði rannsóknir í Kaup- mannahöfn, Berlín, Vínarborg og París. Móðir mín fæddist í Ráðagerði á Seltjarnarnesi en pabbi hennar var hafnsögumaður í Reykjavík. Mamma og pabbi kynntust í Hafnarfirði og þau giftust ung 1. mars 1911 en þá var von á elstu systur minni. Á meðan pabbi var í sér- námi vann mamma fyrir heimilinu og tveim elstu börnunum. Ég átti þrjú eldri systkini og var sjálfur yngstur. Fyrir utan pabba og mömmu átti ég líka fóstru sem hét Kristín og var ættuð úr Borgarfirði. Mamma og Kristrín urðu mæður mínar í reynd. Þegar pabbi kom heim úr sérnámi varð hann læknir á Landakoti en hafði líka læknastofu í Pósthússtræti. Hann átti sér þann draum heitastan að hafa lækna- stofu heima og því var ráðist í að byggja húsið á Laufásvegi 24. Árið 1934 fluttumst við af Hringbraut á Freyjugötu 35 og bjuggum þar í eitt ár áður við fluttum í nýja húsið.“ Barnaskóli „Ég átti að fara í barnaskóla,“ heldur Hall- dór áfram, „en fór að fá asmaköst og lungna- bólgur. Það var lítið til af lyfjum við þessu og því varð ég fljótlega hálfgert vandræðabarn heilsufarslega. Mamma og pabbi höfðu misst barn og voru því mjög hrædd um mig. Það var þó reynt að senda mig í barnaskóla en ég var fljótlega tekinn úr honum aftur og settur í einkakennslu, fyrst hjá Ísaki Jónssyni og síðar hjá Bjarna Vihjálmssyni, síðar norrænufræð- ingi. Hann kenndi okkur Jóni Nordal, síðar tónskáldi, en Sigurður Nordal faðir hans hafði fengið þá hugmynd að Jón ætti ekki að fara í hefðbundinn skóla. Þetta voru skemmtilegir tímar og okkur Jóni samdi vel. Ég eignaðist tvo vini fyrir utan Jón, Sveinbjörn Dagfinns- son síðar lögfræðing og Jón Skúla Pálmason sem dó ungur. Vinkona mín Dóra dó líka ung. Ég átti systur sem hét Ebba sem var þremur árum eldri en ég og við vorum mjög samrýnd. Hún kenndi mér og vinkonu minni úr næsta húsi að lesa, verndaði mig og gaf mér kost á að dvelja í friði í heimi dagdrauma.“ Veikindi „Ég var mikið rúmliggjandi og mér var haldið í rúminu með því að láta mig hlusta á grammófónplötur,“ segir Halldór ennfremur. „Mér var líka gefið dúkkuleikhús og ég stytti mér stundir við að setja á svið drauma mína, sögur sem ég hafði lesið og síðar óperur. Ég skoðaði búninga og byggingarlist í bókum og spáði í hvernig ólíkt fólk lifði lífinu. Þetta var máttvana tilraun mín til að taka þátt í lífinu. Mér fannst meira gaman að spá í það sem gerði fólk ólíkt en það sem gerði það líkt og þarna í rúminu lærðist mér af bókum að fólk var ólíkt og að hlutirnir voru ekki alls staðar eins. Ég hef alltaf verið tortrygginn á þá hug- mynd að til sé aðeins einn sannleikur og hef sannfærst um að sannleikur hvers og eins mót- ist af bakgrunni og uppeldi. Ég lá í rúminu meira og minna, dag eftir dag, mánuð eftir mánuð. Ég fékk stundum svo slæm köst að foreldrar mínir óttuðust um líf mitt. Þá var farið að huga að því hvort eitthvað væri hægt að gera fyrir mig í útlöndum.“ Útlönd „Fyrst var ég sendur til systur Stínu fóstru minnar sem bjó þá í Korsör í Danmörku en síðan til Austurríkis vegna þess að þar stóð læknisfræðin framarlega á þessum tíma. Ég lærði að tala dönsku og þýsku. Ég var í Kaup- mannahöfn þegar seinna stríð braust út en komst heim með hjálp frænda míns í gegnum Bergen. Ég kom heim um jólaleytið 1939 og fór þá í undirbúningsdeild fyrir Menntaskól- ann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi 1946. Ég vildi læra leiktjaldagerð í London en 1946 eftir að bróðurdóttir mín lést í bílslysi varð breyting á. Systur mínar voru báðar í námi er- lendis en bróðir minn, faðir stúlkunnar, hafði farist með bandarísku skipi undan strönd Afr- íku. Þar sem ég var í bili eina barn foreldra minna sem eftir var á Íslandi fannst mér ég gæti ekki farið frá mömmu og pabba. Til að gera eitthvað skráði ég mig í læknisfræði. Ég lauk kandídatsprófi í læknisfræði í janúar 1954 og fór þá beint til New York en okkur Kristínu E. Jónsdóttur lækni bauðst að verða kandídat- ar við Mount Vernon spítalann í Westchester County. Fyrst fór ég í meinafræði, svo í barna- lækningar og svo barnageðlækningar frá 1958–1961. Við Kristín fórum frá einum spítala til annars. Ég var á St. Vincent, á Roosevelt og líka á St. Luke en barnageðlækningar stund- aði ég á Hillside spítalanum á Long Island. Ég var í New York til 1961 en kom þá heim og hóf læknisstörf hér.“ Læknisfræði Hvernig fékkstu áhuga á læknisfræði? „Pabbi átti fullt af læknisfræðibókum, að- allega á þýsku og ég fór að lesa mér til. Ég held að frá byrjun hafi ég verið góður hlust- andi og tiltölulega snemma var ég farinn að taka vandamál annarra á mínar herðar. Ég var samviskusamur og mér fannst að ef ég gæti ekki gert eitthvað í málinu þá væri ég ekki að standa mig í lífinu. Þannig byrjaði þetta. Svo fór ég út í lífið og kynntist læknisfræðinni, sjúklingum og læknum, góðu fólki og vondu fólki, greindu fólki og ekki greindu fólki og einhvernveginn staldraði ég alltaf við þroska- feril mannsins og mannlega greind. Ég fékk áhuga á þroskaferli barnsins, kannski vegna þess að ég var á margan hátt vanþroska og hafði fengið tækifæri til að kynnast hlutum m.a. í útlöndum sem aðrir höfðu ekki fengið að kynnast. Ég kynntist margvíslegri hugmynda- fræði og fór að spá í þroskaferlið, tilfinningar, andlega hluti og líkamlega. Þetta atvikaðist svona eins og gengur.“ Geðlækningar En hvernig fékkstu áhuga á sál- og geðlækningum barna? „Ég fór utanfrá og innúr. Ég sá ytri hegðun fólks og mér fannst ég skilja hvernig fólk brást við svona almennt. En þarna fyrir innan, í hugarheimi fólks, var eitthvað sem ég þekkti ekki og skildi ekki en vildi kynnast. Ég sá líka að skoðanir fólks um staðreyndir lífsins mótast fyrst og fremst af menningu og uppeldi. Það sem einkenndi fólk á einum stað einkenndi ekki fólk á öðr- um, ég sá m.o.ö. hversu mikið menningin mótar sjálf einstak- lings og það heillaði mig.“ Menning Er þá ekkert sjálf áður en menning kemur til sögunnar í lífi einstaklings? „Maður getur ekki sagt það með vissu. Það er augljóslega einhver móttækilegur kjarni inni í okkur sem hægt er að móta og þroska. En útkoma þessarar mótunar verður fyrst og fremst fyrir áhrif þeirra sem maður umgengst. Til að fólk geti búið saman í sátt er nauðsyn- legt að einstaklingar geri mikla málamiðlun á milli innra lífs og ytri aðstæðna, þetta er hlut- verk sjálfsins. Siðgæðið kemur svo inn í mynd- ina fyrir tilstuðlan yfirsjálfsins, radda uppal- enda og áhrifavalda sem hafa tekið sér bólstað inni í einstaklingnum og er því að mestu leyti lært, en þó ekki að öllu leyti því það er vísir að siðgæði í öllum. Það er siðferði í eðli okkar allra en til að þjóðfélag virki þá þarf sameig- inlegt siðferði sem allir virða.“ Rétt og rangt Þú ert að tala um rétt og rangt? „Já, en líka um það sem er svo algengt, þ.e. átök fólks um það hver hefur rétt fyrir sér og hver rangt. Og þá kemur maður að því sem er mjög persónulegt því þarna skiptir í tvö horn eftir því hvort fólk er vitrænt innstillt eða list- rænt innstillt. Þeir fyrrnefndu er ofurupptekn- ir af vandamálum sem má leysa með vitrænum hætti. Hinir hafa meiri áhuga á því sem vitræn nálgun nær ekki til. Svör þeirra síðarnefnu eru ekki síður gild en hinna. Ég hef alltaf haft gaman af því sem gerist innra með fólki, þ. á m. barátta hvers manns á milli þess vitræna og þess óvitræna sem hentar viðkomandi einstak- lingi í það og það sinn. Ég hef líka verið hug- fanginn af hæfni fólks til að gefa af sér, en það er forsenda þess að samfélag blómstri.“ Aðstæður Þú talar um að einstaklingurinn geri mála- miðlanir við aðstæður sínar, verður hann þá ekki óheill? „Það er hægt að sveigja innra líf sitt í upp- byggjandi áttir án þess að maður finni mikið fyrir því. Óheilindi eru það ef maður notar að- eins hluta af því sem guð gefur manni. Þá er maður ekki heill. Einstaklingurinn mótast af aðstæðum en þessar aðstæður geta verið mjög ruglingslegar, t.d. fyrir barn sem elst upp hjá uppalendum sem eru ekki sammála um hlut- ina. Ef einhver segir mér eitthvað sem ég vil ekki heyra, þá bjargar það mér tímabundið að verða reiður. Síðar kemst ég kannski að því að það sem hinn sagði var rétt. Maður forðast að særa þá sem manni þykir vænt um, en það get- ur líka skert möguleika beggja. Að þurfa að LÆKNISLIST OG BRÚÐULEIKHÚS LÍFSINS E F T I R H A U K I N G A J Ó N A S S O N „Eftir að hafa verið barnalæknir í heila ævi þá hef ég fleiri spurningar en svör,“ segir Halldór Hansen sem rekur hér ævi sína, störf og hugmyndir um sállækningar. Halldór í starfi sínu sem yfirlæknir á barnadeild Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík. Halldór á námsárunum í Mount Vernon í New York-ríki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.