Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2003, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 2003 5
En hvað er það sem breyttist? Eins og áður
segir hafa persónur Arnaldar náð nokkrum
þroska og samskipti þeirra í Mýrinni eru orðin
mjög lipur og læsileg. Stíllinn er orðin talmáls-
legri og stuttaralegri, setningar eru stuttar og
höfundi tekst þannig að skapa samspil hugs-
ana og segða hjá aðalpersónum. Sýnt er inn í
huga Erlendar, Sigurðar Óla og Elínborgar og
aukin áhersla á hugsanir persóna færir þær
nær lesendum.
En aðalatriðið í þróun Arnaldar er meiri
natni við fléttusmíð þannig að sögurnar eru
orðnar trúverðugri innan síns ramma. Í fyrstu
þremur bókunum var oft fullmiklu klambrað
saman; í Sonum duftsins renna saman sagn-
fræðileg umfjöllun um unglingastríð í smá-
íbúðahverfinu, einræktun, lyfjaprófanir og
fleira sem er magnað upp í dramatísku loka-
atriði. Sama má segja um Dauðarósir þar sem
ítarleg umræða um kvótakerfið og spillingu
tengda æðstu mönnum nánast drekkir sögunni
sem verður full dramatísk á köflum, til að
mynda þegar ein persóna er grilluð í ofni í
reykhúsi Sláturfélagsins. Napóleonsskjölin er
svo annars konar saga þar sem hasar heyrir til
og er meira í anda bandarískra kvikmynda þar
sem ofsóknaræði gagnvart kerfinu er drif-
kraftur.
Kannski fékk Arnaldur þar útrás fyrir
spennufíknina í eitt skipti fyrir öll en atburða-
rásin í síðari bókum er lágstemmdari og laus
við ýkjur. Hann hefur náð sterkari tökum á
frásögninni þannig að hún hleypur ekki frá
honum þegar spennan og átökin magnast. Fyr-
ir vikið verða sögurnar trúverðugri og meira
spennandi. Þjóðfélagsumræðan er að sama
skapi betur fléttuð inn í sjálfa frásögnina. Í
stað þess að drekkja sögunni með endalausri
umræðu um byggðavandann, siðferði vísinda
eða hvaðeina eru örlög einstakra persóna nýtt
til að varpa ljósi á samfélagsleg vandamál.
Þannig er ofbeldi gegn konum og siðferð-
isspurningar tengdar erfðavísindum til um-
ræðu í Mýrinni án þess að lesandi fái það nokk-
urn tíma á tilfinninguna að verið sé að predika
eða troða boðskapnum að.
Þá hefur Arnaldur reynt fyrir sér í upp-
byggingu sagnanna og nýjasta sagan, Röddin,
er vel heppnað dæmi um það. Þar gerist öll at-
burðarásin á hóteli í Reykjavík á sex dögum
fyrir jól. Atburðarásin er því afmörkuð í tíma
og rúmi og vísar Arnaldur þar til forms sem
var afar vinsælt á gullöld glæpasagnaritunar á
3. og 4. áratug 20. aldar þar sem glæpasagna-
höfundar kepptust við afmarka sögusvið með
því að loka allar persónur inni á óðalssetrum
sem voru úr sambandi við umheiminn sökum
snjóbylja eða annars álíka.
Samruni þessa forms og nýtísku lögreglu-
sagna þar sem allt snýst um að vera á vett-
vangi, ferðast um og spjalla við vitni tekst vel
og sýnir bæði þróun og tilraunastarfsemi hjá
Arnaldi. Glæpasögur hans eru langt í frá
staðnaðar heldur er mikið líf og kraftur í skrif-
unum sem auðvitað gefur sögunum aukið vægi.
Þjóðleg bókmenntagrein
Íslenskar glæpasögur hafa á örfáum árum
breyst frá því að vera menningarkimi sem fáir
þekktu vel nema starfsfólk bókasafna yfir í að
vera viðurkennd bókmenntagrein sem allir
lesa, jafnt fræðingar sem áhugamenn.
Bækurnar eru gefnar út í kilju nokkrum
mánuðum eftir fyrstu útgáfu og kynntar sér-
staklega sem gott lesefni í sumarbústaðinn –
það kveður við annan tón þegar fólk ræðir um
þessar bækur en þegar það talar um Rauðu
seríuna sem löngum var helsta sumarbústaða-
efni landsmanna ásamt Basil fursta og öðrum
slíkum kempum.
Íslenskar glæpasögur eru með öðrum orð-
um orðnar hluti af „viðurkenndum bókmennt-
um“, þær eru hluti þeirrar menningar sem má
tala um og eru meira að segja orðnar viðfangs-
efni í Háskólanum. Erfitt er að tala þar um
byltingu einstaklings. Höfundarnir sem fram
komu árið 1997 eiga þar allir ríkulegan hlut
ásamt ásamt Viktori Arnari Ingólfssyni sem
gaf út Engin spor (1998) og Flateyjargátu
(2002) og Birgittu Halldórsdóttur sem rutt
hefur brautina af þrautseigju. Ekki má heldur
gleyma öllum þeim höfundum sem hafa
spreytt sig á ritun glæpasagna á síðari hluta
20. aldar, s.s. Gunnari Gunnarssyni og Leó
Löve.
En Arnaldur Indriðason er þó líklega sá sem
hlotið hefur mesta viðurkenningu, hvort sem
um er að ræða af hálfu gagnrýnenda eða al-
mennra lesenda. Það er ekki síst vegna þess að
bækur hans snerta á ýmsum kimum íslenskrar
þjóðarsálar. Tekið er á togstreitunni sem því
fylgir að flytja úr sveit í borg, að fara frá nátt-
úru til tækni, að hverfa frá fjölskyldu til ein-
stæðingsskapar. Öll þessi togstreita hefur ein-
kennt íslenska þjóðarsál á 20. öld og
bókmenntirnar líka, þar á meðal sögur föður
Arnaldar, Indriða G. Þorsteinssonar, sem
samdi þó annars konar bækur.
Bækur Arnaldar fjalla um þessa sömu tog-
streitu og persónur þeirra endurspegla hana í
sálarlífi sínu. Um leið gerast þær á rammís-
lensku sögusviði sem flestir lesendur þekkja
vel úr daglega lífinu og síðast en alls ekki síst
eru þær haganlega fléttaðar spennusögur úr
þráðum sem liggja víða.
Vinsældir sagna Arnaldar Indriðasonar í út-
löndum má vafalaust skýra með þessu síðast-
nefnda enda vafasamt að erlendir lesendur
tengi við Norðurmýrina í Reykjavík og eins og
sjá mátti á þýskri útgáfu Mýrarinnar var út-
gefandinn ekkert að skýra málið – framan á
henni var nefnilega íslenskur torfbær sem
tengdist efni bókarinnar lítið! Aðalástæða
þeirra er eflaust sú að Arnaldur Indriðason er
einfaldlega glæpasagnahöfundur sem kann til
verka og hefur skapað persónur og sögufléttur
sem jafnast alveg á við verk erlendra höfunda,
s.s. Anna Holt, Håkan Nesser, Henning Man-
kell og fleiri.
Hins vegar má vel vera að erlendir lesendur
hrífist líka af þeirri innsýn í íslenska þjóðarsál
sem fá má með því að lesa sögurnar og kynnast
Erlendi, Sigurði Óla og Elínborgu auk fjölda
aukapersóna. Víst er að þessar persónur hafa
snortið streng í hjarta íslenskra lesenda.
Höfundur er bókmenntafræðingur.
„Um leið gerast þær á rammíslensku sögusviði sem flestir lesendur þekkja vel úr daglega lífinu
og síðast en alls ekki síst eru þær haganlega fléttaðar spennusögur úr þráðum sem liggja víða.“
Við höfðum farið of nærri tjörninni í Hnitaskál. Við það
fældust álftirnar úr öryggi tjarnarinnar og út í seinfarna
mýrina. Fullorðnu fuglarnir fóru mikinn og einn af ung-
unum fjórum dróst strax aftur úr. Kjóaparið birtist eins og
hendi væri veifað og hóf að gera aðsúg að þessum unga og
þeir voru enn að þegar við misstum sjónar á þeim. Skömmu
síðar gengum við fram á leifar af beinagrind úr hreindýri
þar sem ekkert hafði verið skilið eftir nema lappir og haus
með smáum hornum.
*
Það var ekkert eftir af bæjarhurðinni á Gullhúsá á Snæ-
fjallaströnd nema tveir hurðarhúnar.
*
Þessi nagli stóð í fúinni spýtu sem ég ímynda mér að hafi
verið í bæjarþilinu í Hælavíkurbænum. Þetta bæjarþil stóð
á fjörukambinum mót hánorðri og skýldi þrettán börnum.
Samt var ekki einu sinni hægt að rækta þarna kartöflur.
RÓSA SIGRÚN JÓNSDÓTTIR
MINNI
Höfundur er myndlistarmaður.
Rilke sagði mér að snúa mér að náttúrunni. Líkami minn er sú eina
náttúra sem ég mögulega þekki. Líkamaleysi mitt hér er ónáttúra.
*
þú ert svo fallegur
já
svo fallegur
að mig langar að koma við vélindað og nýrun og lifrina
setjast á brisið og stökkva niður í magahólf
synda í sýrunum þar
*
æddu inn í mig
og þú sleppur aldrei út úr æðakerfinu
storknuðu
við hægt blóðstreymið
*
svo flaug hann inn um gatið
rétt smaug í gegn
og hann hugsaði með sér
mikið er ég glaður að ég er fugl en ekki maður
*
ég horfi á þig úr fjarska
ég er mjög langt í burtu og ég hugsa til þín með naflanum mínum
og svoldið öllum hárum á líkamanum líka
hárunum þunnu mjúku sem loða við alla húðina ljósa
og ég hugsa líka til þín með grófum skapahárum og
svitagarði undir höndum
hugsanir sem hanga í hárum
*
það fer ilmur um líkamann
svona blíðskaparilmur sem nær næstum út í kalda fingurna
og segir hjartanu að slá í takt
segja: ég get brosað til þín þessu
brosi sem vatnsdroparnir brosa
þegar þeir spýtast út úr fossinum frjálsir
SOFFÍA BJARNADÓTTIR
Ó NÁTTÚRA
Höfundur er háskólanemi.