Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.2003, Qupperneq 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 2003 BORGIN Salzburg í Þýskalandi er þessa dagana vettvangur ár- legrar listahátíðar sem efnt er til á hverju sumri og vakið hefur at- hygli víða um heim. Hátíðin er tileinkuð óperu- og leikritaflutn- ingi, sem og tónleikahaldi og krefjast stjórnendur hátíð- arinnar þess jafnan að þeir við- burðir sem þar eru í boð séu í hæsta gæðaflokki. Salzburg sjálf er að mestu byggð í stíl barokk- arkitektúrs sem þykir veita sér- lega viðeigandi bakgrunn fyrir hátíðarhöldin. Salzburgar-hátíðin hófst á föstudag og taka að venju fjöldi söngvara, leikara og stjórnenda þátt í flutningnum, auk hljóm- sveita á borð við fílharm- óníusveit Vínar og fílharm- óníusveit Berlínar. Meðal þeirra verka sem sett verða upp þetta sumarið eru óperurnar Don Giovanni og Samson og Delilah og leikritið Jedermann eftir Hugo von Hofmann þar sem hin þekkta, þýska leikkona Veronica Ferres fer með eitt hlutverk- anna. Það má segja að leikritið sé í vissum skilningi á heima- velli, en það er einmitt Hofmann sjálfur sem á heiðurinn að Salz- burgar-hátíðarinni. Að sögn stjórnenda hafa við- tökur að þessu sinni verið mjög góðar og hefði til að mynda ver- ið hægt að selja um fjórum sinn- um fleiri miða á sýningarnar á Jedermann en húsrúm leyfir. Raphael áfram í Englandi LISTUNNANDI Bretar anda léttar þessa stundina eftir að breska lottóið ákvað að veita 11,5 milljónum punda, eða rúm- lega 1,4 milljörðum króna til að aðstoða stjórnendur National Gallerys við að kaupa verkið Madonna í bleiku eftir ítalska endurreisnarlistamanninn Raphael. Verkið hefur verið í vörslu Nat- ional Gall- erys frá því 1991, en myndin hefur verið í eigu fjöl- skyldu her- togans af Northumb- erland frá því um miðja 19. öld. Fyrr á árinu ákvað hertoginn hins vegar að selja myndina til að fjármagna nauð- synlegar viðgerðir á ættaróðal- inu, Alnwick Castle. Að sögn breska dagblaðsins Guardian höfðu safnayfirvöld áður farið fram á 20 milljón punda styrk, en ákváðu að lækka upphæðina um tæpan helming í þeirri von að lottósjóðurinn yrði viljugri til að veita styrkinn. Sú ákvörðun virðist hafa borgað sig og eru safnayfirvöld nú mun bjartsýnni en áður á að takast muni að halda myndinni í landinu. Nat- ional Gallery þarf þó á næstunni að safna digrum sjóðum til við- bótar við styrkinn frá lottó- sjóðnum, því Getty-safnið í Kali- forníu hefur boðið 29 milljónir punda í verkið. Salzburgar- hátíðin sett ERLENT Þýska leikkonan Veronica Ferres í hlut- verki sínu í Jedermann. Yfirmaður National Gallery með mynd Rapahels. ÁSMUNDARSAFN er flestum kunnugt en þar er reglulega skipt um áherslur og ýmsar hliðar á verkum listamannsins kynntar. Sýningin núna nefnist Nútímamaðurinn og er vel við hæfi að leggja áherslu á þann þátt í starfi og hugsun Ásmundar. Síðasta sýning nefndist Listin á með- al fólksins en þetta tvennt einkennir verk Ás- mundar öðru fremur. Honum var ávallt mjög í mun að listaverk hans döguðu ekki uppi á söfn- um heldur fyndu sér samastað í daglega lífinu. Auk þess fylgdist hann vel með tækninýjungum og viðburðum í þjóðfélaginu eins og viðfangsefni verka hans gefa til kynna. Ófá verk bera nöfn sem tengjast tækninýjungum, verk eins og Raf- magn, Framtíðin, Geimdrekinn, Röntgenminnis- varði, Í gegnum hljóðmúrinn ofl. Með sýningunni hefur verið gefinn út bæk- lingur sem sýnir hvar útilistaverk Ásmundar, ekki færri en átján útihöggmyndir, er að finna í Reykjavík. Auk þess eru sjö verk myndskreyt- ingar í byggingum. Hér eru auðvitað ótalin verk Ásmundar í garðinum við safn hans og í safninu sjálfu. Ásmundi var einkar lagið að skapa verk sem í senn voru nútímaleg myndlistarverk en um leið alþýðleg, hann vildi skapa list fyrir fjöldann og honum tókst það, Reykjavík væri ekki sama borg án mynda hans. Þegar hugsað er til þess að flest verka hans voru unnin fyrir nokkrum áratugum vaknar sú spurning hvaða útilistaverk einkenni Reykjavík nútímans. Bændur í myndlistinni Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður hef- ur talað um sjálfan sig sem bónda í myndlistinni, rétt eins og Ásmundur gerði og eiga þeir þar eitt- hvað sameiginlegt. Þeir eiga það líka sameig- inlegt að hafa báðir unnið mikinn fjölda verka fyrir opinbert rými, þótt flest verka Sigurðar sé að finna erlendis. Reyndar er fullvíst að enginn íslenskur listamaður kemst með tærnar þar sem Sigurður hefur hælana hvað varðar fjölda út- færðra verka í opinberu rými, ekki síst í Hol- landi. Þar í landi eru fá bæjarfélög svo aum að státa ekki af höggmynd eftir Sigurð. Mikið af þessum verkum var gert á níunda áratugnum, en það tímabil í list Sigurðar einkenndist af mikilli og sterkri efnistilfinningu. Það er líka óhætt að segja að listamaðurinn hafi náð mikilli færni í út- færslu verka fyrir opinbert rými, tvö nýleg verk eftir hann í Reykjavík eru til vitnis um það. Þar ber fyrst að geta þess verks sem hefur heillað mig mest af verkum Sigurðar á síðustu árum, svo einfalt er það og þó sláandi, fallegt og ríkt að merkingu. Hér á ég við verkið Fjöruverk í Rauðárvík, við Sæbrautina í Reykjavík til móts við Snorrabraut. Þetta verk var kostað af Reykjavíkurborg en árið 1999 hélt menningar- málanefnd Reykjavíkur almenna opna hug- myndasamkeppni um útilistaverk í tilefni alda- móta. 147 tillögur bárust og voru níu þeirra valdar til frekari útfærslu í lokasamkeppni. Vor- ið 2002 var verk Sigurðar svo sett upp. Fjöruverk samanstendur úr allmörgum púss- uðum granítsteinum, ekki óáþekkum steinum þeim sem fyrir eru í fjörugarðinum. Steinarnir koma reyndar frá Svíþjóð og hafa á leið sinni þaðan komið við í Kína þar sem þeir voru púss- aðir. Þegar þeir eru skoðaðir virðast þeir þó geta verið komnir úr fjörunni sjálfri. Í myndinni Mö-höguleikar segir Sigurður sjálfur um álíka verk sem sett var upp í Svíþjóð að ætlun hans hafi verið að draga athygli að því hvað allir og allt sé í raun einstakt ef við bara gef- um okkur tíma til að taka eftir því. Þannig má líta á steinana sem líkingu fyrir einstaklingana í samfélaginu og verkið sem hvatningu til að hlúa að hverjum og einum. Það má líka túlka verkið sem einfalda myndbirtingu á muninum á náttúru og menningu. Snerting og nærvera mannsins breytir náttúrunni óafturkallanlega, það er menningin sem skapar útsýni og landslag úr náttúrunni, eitthvað fallegt að horfa á. Menn- ingin sem skilgreinir, afmarkar, túlkar, fágar. Þessi grundvallarsannleikur um mannlegt sam- félag sem mótar allt líf okkar og umhverfi kemur fram á einfaldan og látlausan hátt í Fjöruverki. Ævintýraheimur Árið 2000 var haldin lokuð hugmyndasam- keppni um listaverk í og við nýjan Barnaspítala Hringsins í Reykjavík. Sex listamenn voru valdir til að vinna tillögur sínar áfram og varð verk Sig- urðar fyrir valinu. Farið var fram á verk í þrem- ur hlutum, skúlptúra utandyra og innanhúss, sandblástur glers í gluggum og litasamsetningu innanhúss. Hér er um að ræða verk á viðkvæmum stað, verk sem ef vel á að vera er gefandi verk. Endanlegt verk Sigurðar sem nú má sjá í og við spítalann gengur út frá heimi barnanna og ævintýranna. Úti fyrir er stóll í yfirstærð og tré úr málmi á rauðum fleti úr möl. Sandblástur í gluggum sýnir textabrot úr ævintýrum og í and- dyrinu má finna þrjá stóra pússaða steina, líka þeim sem eru í fjörunni. Sigurði tekst hér að skapa listaverk sem vísar í ævintýraheim án þess að verða myndskreyting, verkið skapar sinn eig- in heim sem þó er öllum opinn. Einmitt þetta hef- ur einkennt myndlist Sigurðar í gegnum tíðina. Ólýðræðisleg myndlist? Í bréfi til Sigurðar Guðmundssonar í bókinni um Sigurð sem gefin var út 1991 setti listakonan Marlene Dumas eftirfarandi fullyrðingu fram: „Myndlist þín er ekki lýðræðisleg (ef hægt er að tala um slíkt fyrirbæri) og þykist ekki vera það þrátt fyrir öll opinberu verkefnin sem þú færð.“ Sigurður svaraði þessu meðal annars á þessa leið: „...Því hvað ætti listin, þessi efnablanda, þessi galdur, að gera annað en að ylja okkur með orku sinni? Myndlist sem vill vera meira, vill fjalla um hluti eins og til dæmis stjórnmál, jafn- rétti, mannkynssögu, sálfræði, bræðralag, frið á jörðu eða Guð má vita hvað – þeirri list treysti ég ekki.“ „Listin er í eðli sínu ólýðræðisleg,“ heldur hann áfram. „Býður ekki upp á samfélagslega þjónustu og er alltaf einræða. Þetta þýðir samt engan veginn að hún sé sjálfhverf nautn og til einskis fyrir aðra.“ Þessi umræða um hvort listin eigi að vera lýð- ræðisleg er auðvitað í brennidepli þegar rætt er um verk í opinberu rými. Gaman hefði verið að heyra þá Ásmund og Sigurð ræða þetta málefni, en hvort sem þeir hefðu verið sammála eða ekki er það staðreynd að báðir hafa náð að skapa verk sem höfða til fjöldans án þess að slá í nokkru af listrænum kröfum sínum. Sá munur er á þeim að Sigurður leitar inn á við í myndlist sinni, hann hugsar ekki um áhorfand- ann. Hann sniðgengur allar vinsælar hugmyndir síðustu áratuga um listina sem samskiptatæki listamannsins til að ná tengslum við áhorfand- ann. Hann er rómantíker sem fær vitrun og vinn- ur út frá henni, honum er ekki í mun að skil- greina verk sín á rökrænan hátt. Ásmundur leitar hins vegar út í samfélagið að viðfangsefnum fyrir verk sín en samt verður nið- urstaða þeirra ekki ósvipuð hvað varðar alþýð- leik og nærveru, þó að form þeirra séu gjörólík. Það má segja að Ásmundi hafi tekist að ná til al- þýðunnar eins og ætlun hans var. Hann sagðist hafa trú á fólkinu. Verk Sigurðar ná hins vegar til fjöldans án þess að hann ætli sér það sér- staklega eða tali um það. Það er gaman að skoða steinana hans Ás- mundar með snertifleti þessara tveggja í huga, en á síðustu árum sínum vann hann nokkurn fjölda af smásteinum, pússaði þá eða hjó til og minna sumir þeirra á pússaða steina Sigurðar. Það er eins og þessir tveir listamenn mætist þarna handan tíma og rúms. Samvinna Eitt af því sem Ásmundur lagði mikla áherslu á var möguleikinn á samvinnu allra aðila við skipulagningu og hönnun bæjarhluta og mann- virkja, þetta gildir ekki síður í dag. Því meiri sem samvinnan er milli skipuleggjenda, arkitekta og ekki síst listamanna því betri verður árangurinn. Það er til dæmis góð hugmynd að fá listamenn inn í hönnunarferli áður en því lýkur í stað þess að úthluta þeim hinum venjulega vegg eða gras- flöt undir verk sín og vonandi eigum við eftir að sjá meira af slíku í framtíðinni. Myndlistin í dag hefur breyst frá því á tímum Ásmundar, lista- verk birtast í allra kvikinda líki og myndlistin hefur m.a. færst meira inn á svið hönnunar. Það er hlutverk listamanna að koma með framsækna og sterka sýn. Því fleiri tækifæri sem gefast, því betra. Ég hef trú á fólkinu Ásmundi var mjög í mun að listamenn fylgdust vel með stefnum og straumum, jafnt í nýjustu tækni sem byggingarlist. Hinir fullorðnu verða aftur litlir sem börn í heimi ævintýranna. Þegar betur er að gáð erum við öll einstök, er hugsunin að baki verki Sigurðar Guðmundsson- ar Fjöruverk við ströndina í Reykjavík. MYNDLIST Ásmundarsafn Til 2004. Safnið er opið daglega kl. 10–16. NÚTÍMAMAÐURINN, HÖGGMYNDIR ÁSMUNDAR SVEINSSONAR Ragna Sigurðardóttir Fjöruverk, við norðurströndina í Reykjavík til móts við Snorrabraut. Verk í og við Barnaspítala Hringsins LISTAVERK Í OPINBERU RÝMI, SIGURÐUR GUÐ- MUNDSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.