Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. NÓVEMBER 2003 RITHÖFUNDURINN Amy Tan, sem notið hefur mikilla vinsælda fyrir skáldsögur á borð við Leik- ur hlæjandi láns og Kona eldhúsguðsins, hefur nú skrif- að ævisögu sína sem hún nefnir The Opposite of Fate, eða And- stæða örlag- anna. Þar seg- ir m.a. frá sjálfsmorði ömmu Tan og síðar frá því er móðir hennar reynir að myrða hana, en fjölskylda Tan er litrík í meira lagi og hefur hún oft not- að þætti og persónueinkenni ættingja sinna við skáldskap sinn. „Þetta er ekki hefðbundin ævisaga,“ hefur Daily Tele- graph eftir Tan sem kveðst oft hafa hugleitt að nota ýmis þau atvik sem koma fyrir í bókinni í skáldsögu, en ákvað alltaf að þau væru einfaldlega of ótrúleg. „Þetta var bara svo fáránlegt að að mörgu leyti þá hefði þetta virkað ótrúverðugt sem skáld- saga. Bókin varð að vera skrifuð sem ævisaga.“ Gæska ókunnugra RITGERÐASAFN sem byggist á sönnum frásögnum af óvæntum tengslum og náungagæsku gagnvart ókunnugum hefur vak- ið nokkra athygli vestanhafs, en bókin The Kindness of Strang- ers sem ritstýrt er af Don George þykir taka vel á efninu og án óþarflega mikillar tilfinn- ingasemi. Inngangurinn er þá skrifaður af sjálfum Dalai Lama sem minnir lesendur á að gæska er ekki bara skortur á illsku, heldur einnig sterkt afl sem rækta ber á meðvitaðan hátt. Opið sár LJÓSMYNDARINN og blaða- maðurinn Stanley Greene hefur sent frá sér bókina Open Wound, eða Opið sár, þar sem hann leit- ast við að láta ljósmyndir sínar draga athygli að þjáningunum sem einkenna líf íbúa Tsjétsníu og baráttu þeirra fyrir sjálfstæði frá Rúss- um. „Það eru til sögur sem marka þig svo að þú verður að koma þeim frá þér og þetta er mín saga,“ sagði Greene í viðtali við New York Times. En að mati blaðsins er bók Green áhrifa- mikill vitnisburður um eyðilegg- inguna og dauðann sem hann hefur upplifað í um 20 ferðum til Tsjétsníu á undanförnum árum. Ofvirka ímyndunaraflið HELEN Fielding, höfundur metsölubókanna um Bridget Jones hefur nú sent frá sér nýja skáldsögu og að þessu sinni er aðal- persónan Olivia Joules, starfsmaður bresku leyni- þjónustunnar, sem líkt og James Bond hefur leyfi til að deyða. Olivia Joules and the Overactive Imagination, eða Olivia Joules og ofvirka ímyndunaraflið er að mati gagn- rýnanda breska dagblaðsins Gu- ardian líflegur þriller sem nær að skemmta lesandanum án þess að taka sjálfan sig of alvarlega. ERLENDAR BÆKUR Andstæða örlaganna Amy Tan Stanley Greene Helen Fielding FJÖLMIÐLAR M ÁVASTELL. Orðið er ekki að finna í orðabók- um, hvorki auknum né endurbættum. Þó var ekkert orð í tungunni emalérað jafn fínlega í vitund íslensku þjóðarinnar á áratugun- um eftir stríð. Það stóð fyrir vonir og þrár heillar kynslóðar íslenskra kvenna sem sá í stell- inu táknrænan vitnisburð um stórborgaralega velgengni og efnislega fágun sem hægt var að reiða fram á bakka eða hrúga á borð. Mávastell mátti leggja að jöfnu við gott ættarnafn eða vel- gengni í útlöndum. Af orðinu stafaði ómótstæði- legur, sigldur þokki, úfmælt reisn nýlenduveld- isins danska, sem var á hvers manns vörum en lá þó utan getu íslenskra talfæra. Ég man ekki hvenær ég heyrði orðið fyrst, en í minningunni var það alltaf tengt esóterískri kvennareynslu. Konurnar sögðu orðið í hálfum hljóðum, nánast hvísluðu það, líkt og þær væru að bera upp nafnið á voldugum guði. „Tók hún fram mávastellið?“ muldruðu þær mjúklátar í kaffiboðum og ég örvænti yfir fyr- irhyggjuleysi foreldra minna sem enn höfðu ekki fjárfest í jafn hljómblíðum borðbúnaði. Þó olli nafngiftin sem slík mér engum heilabrotum. Ég velti aldrei fyrir mér þeim launhelgum sem fól- ust í frómu andvarpinu, ég skynjaði þær fremur og gekk að þeim sem vísum, líkt og sannind- unum sem finna má í biblíusögum ef maður velt- ir þeim ekki of mikið fyrir sér. Máhva gat allt eins verið annað nafn á Jahve og mér hefði þótt eins sjálfsagt að til væru Vishnúbollar og Brah- mastell. Ég var kominn á fermingaraldurinn þegar ég sá Máhvastell í fyrsta sinn. Í mörg ár hafði orðið verið laust við merkingarfestu sína, það hafði lyft sér af sorphaugum borgarinnar og svifið í sólarátt, en nú var leirbakurinn lentur. Í hálf- rökkrinu bak við glerið í stofuskápnum starði mávurinn á mig gulum glyrnum af gljáfölum bláma endalausra bolla, skála og diska. Opinberunin var mér sem reiðarslag. Um langt skeið hafði ég verið Máhvatrúar án þess svo mikið að velta fyrir mér inntaki og uppruna siðsins. Á sama tíma hafði þessi danskættaði dritfugl lónað hér og þar í bestu hverfum bæj- arins inni í upplýstum skápum. Mér leið eins og eyjarskeggja sem uppgötvar einn góðan veð- urdag að guðirnir hans eru hégómi, jafn mikils virði og viðardrumbarnir sem þeir eru ristir í. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið fyrsta lexía mín í fagurfræði, en fram að þeirri stundu hafði ég gert ráð fyrir að hið fagra hefði ávallt háleit markmið. Nú mörgum árum seinna get ég tekið undir með franska kvikmyndaleikstjóran- um Jean Cocteau sem sagði listina oft skapa ljóta hluti sem smám saman verða fallegir, á meðan tískan skapar fallega hluti sem alltaf verða ljótir með tímanum. Fyrir mér er máva- stell enn ákaflega ljótur hlutur, en ég er ekki frá því að það sé raunveruleg list nú, rúmum eitt- hundrað árum eftir að einhver var nógu hort- ugur til að mála svartbak á bolla og bjóða fín- ustu frúnum í bænum í kaffi. MÁVASTELL Ég var kominn á ferming- araldurinn þegar ég sá Máhva- stell í fyrsta sinn. Í mörg ár hafði orðið verið laust við merkingarfestu sína, það hafði lyft sér af sorphaugum borg- arinnar og svifið í sólarátt, en nú var leirbakurinn lentur. G U Ð N I E L Í S S O N NAUÐSYN þess að alhæfa út frá einsögum kemur líka í ljós ef við at- hugum þá staðhæfingu sem stund- um heyrist að einsaga sé í rauninni ekkert annað en gamaldags þjóð- legur fróðleikur. Mér skilst að ein- sögumenn hafni þessari skoðun, en ég hef hvergi rekist á að þeir hafi hrakið hana. Án þess að ég geri kröfu um að teljast sérfróður um einsögu held ég að eina haldbæra leiðin til þess að greina hana frá þjóðlegum fróðleik sé sú sem Sig- urður Gylfi lokar með einvæðing- arkenningu sinni, að segja að ein- sagan varpi með einstökum sögum sínum ljósi á gerð samfélags. Þegar Gísli Konráðsson byrjaði að skrifa sagnaþætti, á fyrri hluta 19. aldar, hefur hann sjálfsagt ekki haft neina vitund um að samfélagið sem sögu- hetjur hans og hann sjálfur lifðu í væri á leiðinni að breytast gagn- gert. Þess vegna urðu sögur hans og þeirra sem fóru í sama farið sögur af einstaklingum í samfélagi, ekki af samfélagi. Til þess að greina sig frá þessu viðhorfi þurfa ein- sögumenn á að halda hugmynd um frjóa samfélagslega alhæfingu af einsögum sínum – og einmitt alhæf- ingu um nývæðingu þótt það skipti kannski ekki máli hér. Af þessum ástæðum held ég að einvæðing- arkenning Sigurðar Gylfa sé hættu- leg blindgata á ferli einsögu- hugmyndarinnar [...] Það er aðeins sú krafa Sigurðar Gylfa að einsagan einoki sagnfræð- ina sem mér líkar ekki, og mér væri nokkuð sama í nafni hvers konar söguritunar slíkrar einokunar væri krafist. Í lok greinar sinnar í Sögu (bls. 49) spyr hann hvort ekki sé kominn tími til „að „íslenska sögu- stofnunin“ geri grein fyrir áherslum sínum og röksemdafærslum, haldi í það minnsta fram einhverju sjón- armiði í stað þess að líta á fagið sem „bland í poka“?“ Ég undrast að lesa svona gegn-sovéskt sjónarmið boðað á 21. öld. Mér finnst það einmitt styrkur okkar, íslenskra sögu- iðnaðarmanna, hve ólík við erum og með margvíslegan fræðilegan bakgrunn. Ég hef engan áhuga á að sagan sé í poka, en endilega á hún að vera bland. Gunnar Karlsson Saga Morgunblaðið/Árni Torfason Gægst um öxl. EINSAGAN BLINDGATA IHöfundurinn býr í næsta húsi. Ég hef þekkt hannfrá því við vorum guttar. Strax á unglingsaldri var hann kominn með skáldagrillur. En ég veit hvert er upphaf alls hans skáldskapar. Það liggur í sjúklegum lygum hans. Ég man sérstaklega eftir því þegar hann laug því að pabbi hans væri úlfabani. Lýsingin var hetjuleg. En þegar við strákarnir í hverfinu mættum til hetjunnar fullir lotningar að fá söguna frá fyrstu hendi komum við að tómum kofunum. Ég man að höfundurinn varð náfölur þar sem hann stóð afhjúpaður við hlið föður síns í dyragættinni. Hann hvarf síðan af vettvangi. IIVið höfundurinn búum í óþægilegri nálægð hvorvið annan. Ég kemst varla hjá því að fylgjast með honum. Ég veit eiginlega allt um hann. Skrif- borðið stendur undir austurveggnum vegna þess að hann vinnur ætíð á morgnana. Sólin skín í gegn- um suðurgluggann á vesturvegginn og er rétt kom- in yfir hálfan norðurvegginn þegar hann stendur upp frá skrifborðinu og leggst til svefns í fáeina klukkutíma. Yfir skrifborðinu á austurveggnum hangir stór svarthvít ljósmynd af mannseyra. Hann situr á grænum stól úr plasti með engum örmum og engu baki. Ekkert ljós er í herberginu, sennilega til þess hann skrifi ekki í myrkri. Fyrir aftan hann stendur myndbandsupptökuvél á þrífæti. Hún er í gangi meðan hann skrifar. Hann klæðist ætíð gráum jakka og á höfðinu hefur hann svartan, barðastóran hatt. Jakkinn virðst vera frá D&G og hatturinn er keyptur á stúdentaferðalagi í París. Þegar hann vaknar seinnipartinn eftir lúrinn horf- ir hann á upptöku morgunsins af sjálfum sér. Bak- svipurinn er eins og af einhverjum öðrum. Grái jakkinn gerir hann herðabreiðan og hatturinn virðulegan. Hann er sjálfsagt innblásinn af mynd- inni þegar hann sest niður aftur við borðið með tölvuna undir fingrunum og mynd af eyra fyrir aug- unum. IIIHöfundurinn hefur alltaf verið hégómafullur.Nú hefur hann látið draga sig í mannlífsviðtal. Það birtist mynd af honum uppi í rúmi. Samkvæmt Feng Shui fræðunum hefur höfundurinn stillt tví- breiðu rúminu upp gegnt svefnherbergisdyrunum sem eiga alltaf að vera opnar; með því móti flæða orkustraumarnir í gegnum líkama hans meðan hann sefur og óþörf spenna hleðst ekki upp. Her- bergið er málað grátt eins og öll önnur herbergi íbúðarinnar og inni í því er ekkert nema rúmið og stór ljósmynd af mannsaugum sem hangir á vest- urveggnum. Rúmið er tvíbreitt vegna þess að höf- undurinn þarf stundum félagsskap. (Starf hans er ákaflega einmanalegt eins og hann hefur útskýrt í mörgum viðtölum.) En mannsaugun veita honum huggun þess á milli, þau næra einkalífið sem er tómt hjá mönnum sem helga sig listinni, eins og hann segir. Augun láta honum líða líkt og hann eigi sér raunverulegt einkalíf, eftirsóknarvert einkalíf, einkalíf sem aðrir vilja fræðast um, einka- líf sem hann verður að opinbera. Hann sefur iðu- lega vel enda með ekkert á samviskunni svo hann viti. IV Ég sá höfundinn í morgun. Hann stóð við úti-dyrnar og barði með priki í teppi. Hann var umlukinn rykmóðu svo það rétt glitti í andlitið. Sennilega hefur hann ekki þekkt mig í gegnum ský- ið því hann svaraði ekki kveðju minni fyrr en ég teygði mig í gegnum mistrið og potaði með löngu- töng í öxl hans. Hann leit upp en gaf varla frá sér hljóð. Hann virtist mjög hugsi. Þegar ég spurði hann um bókina hristi hann höfuðið og hélt áfram að berja í táknateppið þannig að mökkurinn stóð upp af því og blindaði alla sýn. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.