Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Blaðsíða 15
Í GAMLA Góðtemplarahúsinu í Hafn- arfirði, Gúttó við Suðurgötu, verður opnuð í dag sýning um Sigurð Guð- mundsson málara (1833-1874), líf hans og list. Á sýningunni, sem er á vegum Leikminjasafns Íslands, verða einnig sýnishorn af bún- ingagerð Sigurðar og eftirlíkingar af leikmynda- og leiksviðsgerð hans. Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra opnar sýninguna. Leik- lestur úr smalastúlkunni eftir Sigurð og tónlist verður flutt frá tíma „Málarans“. Sýningin var upp- haflega sett upp á Sauðárkróki sl. sumar í samvinnu við skag- firsk söfn og Þjóðminjasafn Ís- lands. Samstarfsaðilar nú eru Góðtemplarahúsið í Hafn- arfirði, Þjóðminjasafn Íslands, Heimilisiðnaðarfélag Íslands og Hafnarfjarðarbær. Sýningin er opin kl. 15.30- 17 í dag og á morgun kl. 14- 17. Hún verður einnig opin næstu helgar. Líf og list Sjálfsmynd Sigurðar Guðmundssonar. Málverk frá námsárunum í Kaupmannahöfn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. NÓVEMBER 2003 15 Næsta v ika Laugardagur Borgarleikhúsið kl. 15.15 Á tónleikum í 15:15 röðinni verða fluttir fjórir „stórir dú- ettar“ eða „Grand dui Concertante“ eftir Atla Heimi Sveinsson: Hand- anheimar, „Schumann ist der Dichter“ (Schumann er skáldið), „Portes ouvert“ (Opn- ar dyr) og Til vökunnar hel- kalda voðadraums. Flytjendur eru flautuleikararnir Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau og Kolbeinn Bjarnason, saxó- fónleikararnir, Guido Bäumer og Vigdís Klara Aradóttir, Sig- urður Halldórsson, sellóleikari og Guðni Franzson, klarínettu- leikari. Háskólabíó kl. 19.30 Sópr- ansöngkonan Dame Kiri Te Kanawa. Píanó- leikari: Julian Reynolds. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús kl. 16 Tvær sýn- ingar verða opnaðar: Ólafur Magnússon konunglegur hirð- ljósmyndari og valin verk eftir Dominique Perault arkitekt. Hús málaranna, Eiðistorgi kl. 14 Erla Axels opnar sýn- ingu á olíuverkum. Opið fimmtudaga til sunnudags kl. 14-18. Vínbarinn kl. 16 Elísabet Ýr Sigurðardóttir, Beta, opnar myndlistarsýninguna Kossar. Elísabet er lærður innan- húshönnuður og sýnir olíuverk á þessari sýningu, sem er þriðja einkasýning hennar á árinu. Kaffi Sólon kl. 17 Lovísa Lóa Sigurðardóttir sýnir 13 málverk unnin í blandaðri tækni og olíu á striga. Sýningin heitir Hvers - dags - hreyfanleiki. Lovísa lærði myndlist í Finnlandi og Ed- inborg. Hún hefur sýnt víða um land og einnig erlendis. Sýn- ingin stendur til 12. desember. Kænan v. Hafnarfjarð- arhöfn kl. 13.30 Haukur Helgason opnar ljósmyndasýn- inguna „Barnaskóli Hafn- arfjarðar In memoriam“. Myndirnar voru teknar fyrir 40- 50 árum, en Haukur var kenn- ari við skólann á árunum 1955- 61. Sýningin stendur fram yfir áramót. Opið virka daga kl. 7- 19, laugardaga kl. 9-14. Bókabúð Máls og menn- ingar, Laugavegi 18 kl. 11 Lesið úr nýjum bókum fyrir yngstu lesendurna. Felix Bergs- son: Ævintýrið um Augastein, Áslaug Jónsdóttir: Eggið og einnig verður lesið úr bókinni Mánasteinar úr vasanum eftir Brian Pilkington. Sunnudagur Áskirkja kl. 17 Kári Þormar, organisti leikur verk eftir Bach, Buxtehude, Pachelbel og fleiri. Tónleikarnir eru í tilefni af 20 ára vígsluafmæli kirkjunnar og 40 ára afmæli Ásprestakalls. Salurinn kl. 20 Útgáfu- tónleikar Óskars Pétursonar í tilefni geisladisksins Aldrei einn á ferð. Óskar er kunnur sem einn Álftagerðisbræðra. Með honum spila Karl Olgeirsson á píanó, Sigfús Örn Óttarsson, trommur, Jón Rafnsson, kontra- bassa og Stefán Magnússon, gítar. Neskirkja kl. 17 Loka- tónleikar Tón- listardaga Dómkirkjunnar. Dómkórinn flyt- ur tónverk eftir Zoltán Kodalý, Missa brevis. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er flutt hér á landi. Flytjendur með kórnum eru Anna Sigríður Helgadóttir, Snorri Wium, Bergþór Pálsson og Stein- grímur Þórhallsson. Marteinn H. Friðriksson stjórnar. Listasafn Íslands kl. 15 Atli Heimir Sveinsson tónskáld, einn af forvígismönnum SÚM hreyfingarinnar á Íslandi verð- ur með leiðsögn um sýninguna Raunsæi og veruleiki - Íslensk myndlist 1960-1980. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús kl. 15 Í tengslum við sýninguna Ferðafuðu frem- ur Anna Richardsdóttir gjörn- ing og Harpa Björnsdóttir verð- ur með sýningarstjóraspjall. Sýningin hófst í Slunkaríki á Íslafirði haustið 2001 og lýkur nú á fimmta viðkomustaðnum í Listasafni Reykjavíkur. Aðalsafn Borgarbóka- safns Tryggvagötu 15 kl. 15 Sunnudagar eru barna- dagar. Birgir Svan Símonarson kynnir bók sína og geisladisk- inn Bland í poka, með gítarleik og söng. Mánudagur Listaháskóli Íslands, Laug- arnesi, kl. 12.30 Eggert Pét- ursson fjallar um verk sín og fer- il. Um þessar mundir stendur yfir í Listasafninu á Akureyri sýn- ingin Blómróf sem er samantekt á verkum Eggerts sl. fimmtán ár. Þriðjudagur Salurinn kl. 20 Vinir Indlands – styrktartónleikar. Meðal lista- manna sem fram koma eru: El- ísabet Waage, hörpuleikari, Graduale kórinn undir stjórn Jóns Stefánssonar ásamt Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Áshild- ur Haraldsdóttir, flautuleikari, Gunnar Eyjólfsson, leikari, Krist- ján Kristjánsson (KK) og Tríó Reykjavíkur. Listasafn Íslands kl. 12.10- 12.40 Rakel Pétursdóttir verður með leiðsögn um sýninguna. Raunsæi og veruleiki - Íslensk myndlist 1960-1980. Miðvikudagur Listaháskóli Íslands, Skip- holti, kl. 12.30 David Walters ljósahönnuður frá Ástralíu flytur fyrirlestur um ljós og liti. Á 25 ára leikhúsferli sínum hefur Dav- id Walters unnið við öll helstu leikhús í Ástralíu og hlotið verð- laun fyrir ljósahönnun sína. Salurinn kl. 20 Ljóðatónleikar Signýjar Sæmundsdóttur sópran og Þóru Fríðu Sæmunds- dóttur, píanó. Söngvar eftir Franz Liszt og Hugo Wolf, og söngperlur eftir Ravel, Viardot, Kilpinen og Merikanto. Atli Heimir Sveinsson Bergþór Pálsson Signý Sæ- mundsdóttir Dame Kiri Morgunblaðið/Árni Sæberg Tríó Reykjavíkur er að þessu sinni skipað Guðnýju Guð- mundsdóttur, Peter Máté og Sigurði Ingva Snorrasyni. AÐRIR tónleikarstarfsársins í tón-leikaröð TríósReykjavíkur og Hafnarborgar verða annað kvöld kl. 20. Að þessu sinni koma fram Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari, sem einnig mun leika á víólu, og Peter Máté píanóleik- ari. Gestur tríósins er Sig- urður Ingvi Snorrason klar- ínettuleikari. Á efnisskránni verða að mestu verk eftir Mozart, en einnig verða flutt tvö verk eftir tékkneska tónskáldið Jan Vanhal. „Samstarf mitt við Tríó Reykjavíkur er ekki alveg nýtt af nálinni. Ég hef nokkrum sinnum áður kom- ið fram á tónleikum með tríóinu,“ segir Sigurður Ingvi. „Það er frábært að leika með þessum tónlist- armönnum, en á þessum tónleikum fær Gunnar frí og ég kem í staðinn.“ Undanfarin ár hafa þess- ir tónleikar haft á sér létt yfirbragð með tilliti til kom- andi aðventu. Hvernig eru verkin nú? „Það er mjög falleg stemning yfir efnisskránni og því er ekki að neita að það er svolítill kertailmur af henni. Við flytjum verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Jan Kriter Van- hal sem voru samtímamenn. Verkin eftir Mozart eru sónata fyrir píanó og fiðlu í G-dúr, Adagio í F-dúr sem við flytjum öll, en það var upphaflega skrifað fyrir aðra hljóðfæraskipan. Það er mikill helgiblær yfir þessum kafla og byrjunin minnir svolítið á Ave verum corpus. Þá flytjum við Rondó úr hinni frægu Haffnerkvöldlokku í útsetn- ingu fiðlusnillingsins Fritz Kreislers, fyrir fiðlu og pí- anó og Kegelstatt-tríóið. Eftir Vanhal leikum við Tríó í Es-dúr op. 20 nr. 5 fyrir klarínettu, fiðlu og pí- anó og Sónötu í B-dúr fyrir klarínettu og píanó.“ Hvað ber hæst á tónleik- unum? „Við römmum tónleikana inn með tríóum þessara tveggja tónskálda sem sam- in eru á svipuðum tíma. Byrjum á Vanhal-tríóinu, en það má segja að Kegel- statt-tríóið beri hæst. Verk- ið er nokkuð seint ópus- númer, þroskað verk, mjög efnismikið og fallegt. Sagan segir að Mozart hafi samið það á einu kvöld á meðan hann lék keiluspil, en það er örugglega einhver mis- skilningur í því.“ Verk eftir Jan Kritel sjást ekki oft á efnisskrá tónlist- armanna hér á landi. Hver var hann? „Jan Kritel, sem einnig gengur undir nafninu Jo- hann Babtist Wanhal, fædd- ist sjö árum á eftir Haydn, árið 1739. Verk hans eru frekar sjaldheyrð og geldur hann þess að mikil gróska var í tónlist á þessum tíma og mikill fjöldi tónskálda. Hann virðist hafa fallið í skuggann af risunum Haydn og Mozart. Þó var verkum hans stundum rugl- að saman við verk Haydns. Hann samdi ógrynni af verkum, m.a. 100 sinfóníur, annað eins af strengja- kvartettum, en á seinni hluta ævi sinnar semur hann aðallega kirkjuleg verk. Vanhal var mjög merkilegur maður og það er talið að hann hafi verið fyrsta tónskáldið í Vín- arborg sem lifði eingöngu af því að semja og gefa út tónlist. Hann var séður og virðist hafa haft markaðinn á hreinu. Þegar aðallinn missti áhugann á stóru verkunum og fór að spara við sig minnkaði hann sam- setningar á verkunum og samdi um tíma eingöngu pí- anótónlist sem var miklu ódýrari í flutningi. Mozart flutti fiðlukonsert eftir Vanhal, en þeir voru góðir vinir. Einnig er vitað til þess að þeir léku saman í strengjakvartett.“ Kertailmur af efnisskrá STIKLA Tríótónleikar í Hafnarborg helgag@mbl.is Myndlist Borgarbókasafn, Tryggvagötu: Passion. Það nýjasta í gerð teiknimynda- sagna í Svíþjóð. Til 30. nóv. Gallerí Fold: Dominique Ambroise. Til 30. nóv. Gallerí Skuggi, Hverf- isgötu 39: Ágústa Odds- dóttir og Margrét O. Leó- poldsdóttir. Til 23. nóv. Gallerí Sævars Karls: Nini Tang. Til 20. nóv. Gallerí Veggur, Síðumúla 22: Leifur Breiðfjörð. Til 3. des. Gerðarsafn: Sigríður Jó- hannsdóttir og Leifur Breið- fjörð. Til 7. des. Úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmunds- dóttur. Hulda Stefánsdóttir. Til 15. nóv. Gerðuberg: Kogga sl. 30 ár. Til 16. nóv. Hafnarborg: Jón Baldur Hlíðberg og John Th. Josef- sen. Til 24. nóv. Afmælissýn- ing Hafnarborgar. Til 22. des. Hallgrímskirkja: Gunnar Örn. Til 1. des. Hús málaranna, Eið- istorgi: Erla B. Axelsdóttir. Til 30. nóv. Hönnunarsafn Íslands: Sænsk bókahönnun 2002. Til 15. nóv. i8, Klapparstíg 33: Hreinn Friðfinnsson. Undir stiganum: Magnús Logi Kristinsson. Til 10. jan. Íslensk grafík, Hafn- arhúsi: Anna Snædís Sig- marsdóttir. Til 23. nóv. Listasafn ASÍ: Guðný Guð- mundsdóttir. Til 23. nóv. Ar- instofa: Úr eigu safnsins. Til 4. des. Listasafn Akureyrar: Egg- ert Pétursson. Aaron Michel. Til 14. des. Listhús Ófeigs: Dagný Guðmundsdóttir. Til 19. nóv. Kling og Bang, Lauga- vegi 23: David Diviney. Til 23. nóv. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Íslensk myndlist 1960–80. Til 11. jan. Listasafn Reykjanes- bæjar: Kristinn Pálmason. Til 7. des. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Nútíma- maðurinn. Til 20. maí. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi: Ólafur Magn- ússon – konunglegur hirð- ljósmyndari. Til 4. jan. Dominique Perrault arki- tekt. 21. des. Erró-stríð. Til 3.1. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum: Ferða- fuða. Myndlistarhúsið á Miklatúni. Til 25. jan. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Verk Sigurjóns í al- faraleið. Til 30. nóv. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi: Myndverk eftir Valgerði Briem. Til 16. nóv. Ljósmyndasafn Reykja- víkur: Magnús Ólafsson ljósmyndari. Til 1. des. Safn Ásgríms Jónssonar: Vatnslitamyndir Lenu And- ersson í bókinni Lilja í garði listmálarans. Til 24. nóv. Skálholtsskóli: Stað- arlistamenn – Jóhanna Þórð- ardóttir. Jón Reykdal. Til 1. febrúar. Norræna húsið: Afmæl- issýning Meistara Jakobs. Til 16. nóv. Safn – Laugavegi 37: Op- ið mið.–sun. kl. 14–18. Ís- lensk og alþjóðleg samtíma- listaverk. Breski listamaðurinn Adam Barker-Mill. Lawrence Weiner: Fimm nýjar teikni- myndir. Til 1. mars. Hreinn Friðfinnsson. Til 15. febr. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Skáld mánaðarins – Matthías Johannessen. Þjóðarbókhlaða: Smekk- leysa í 16 ár. Til 23. nóv. Leiklist Þjóðleikhúsið: Ríkarður þriðji, lau. Dýrin í Hálsaskógi, lau., sun. Veislan, sun., þrið., mið., fim. Pabbastrákur, fös. Græna landið, fim. Borgarleikhúsið: Lína Langsokkur, lau., sun. Puntila og Matti, lau. Kvetch, sun. Öfugu megin uppí, lau. Grease, mið., fös. Common- nonsense, lau., fös. Leikhóp- urinn Perlan: Perlu-tvenna, frums. sun. Íslenski dansflokkurinn: Þrjú dansverk: The Match, Symbiosis, Party, sun. Iðnó: Sellófon, lau., mið., fös. Tenórinn, sun. Tónlistarhúsið Ýmir: 100% hitt, lau., sun., fös. Tjarnarbíó: Ráðalausir menn, sun. Ævintýrið um Augastein, sun. Gamla bíó: Plómur í New York. Leikfélag Akureyrar - Freyvangur: Erling , lau., fös. DOMINIQUE Ambroise opnar sýningu á olíumál- verkum í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16 kl. 15 í dag. Sýningin heitir Kjarrbirta og eru verkin unnin í olíu á hörstriga. Dominique segir að viðfangsefni sitt sé að mestu stílfært landslag, unnið út frá völdum stöðum í náttúrunni. Þessir staðir eru oft birkikjarr. Þaðan komi hin grænu lit- brigði og andstæður mismunandi birtu sem og hin- ar grafísku pensilstrokur sem einkenna mörg verka hennar. Hún hefur haldið einkasýningar hér á landi og erlendis og tekið þátt í samsýningum. Sýningin stendur til 30. nóvember. Opið daglega kl. 10-18, laugardaga kl. 11-17 og sunnudaga kl. 14-17. Kjarrbirta Dominique Ambroise í Galleríi Fold.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.