Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. NÓVEMBER 2003 3 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 4 6 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI H var lagðirðu bílnum?“ er stundum spurt þegar ég hef gert góð innkaup í verslunum í miðbæ Reykjavíkur og geri mig líklega til að rogast út með stóra innkaupapoka. Þá brosi ég einatt út að eyrum og segi eins og satt er: „Ég er hvorki með bíl né bílpróf.“ Síðan geng ég út hnarreist með byrðina og skeyti ekkert um undrunarsvipinn á þeim sem afgreiddi mig. Hvernig skyldi standa á því að tæplega sex- tug kona, í sæmilegum efnum, skuli stöðugt verða undrunarefni samborgaranna vegna þess að hún ekur ekki bíl? Sumir gætu haldið að hún hefði verið svipt ökuréttindum fyrir að hafa verið stútur undir stýri, eins og sagt er, eða gert sig seka um vítavert gáleysi í umferð- inni. Fæstir geta ímyndað sér að hér sé um að ræða skýran ásetning, þ.e. að fara ferða sinna á annan hátt en á eigin bíl. Ég get svo sem ljóstrað því upp að eitt sinn velktist ég mjög í vafa um gildi þessa ásetn- ings og pantaði mér tíma hjá ökukennara. Ekki man ég hversu margir tímarnir urðu en maðurinn minn elskulegur sagði söguna þann- ig: „Þegar Guðrún hafði tekið 25 tíma fór öku- kennarinn með hana á hringtorgið við Gamla kirkjugarðinnn og þegar hún var búin að fara þar sjö hringi spurði hún með undrunarsvip: „Hvers vegna fer okkar bíll ekki út úr hringn- um eins og allir hinir?““ Að sjálfsögðu ber að taka þessa sögu með fyrirvara en öllu gamni fylgir jafnan nokkur alvara og ekki komst ég svo langt að aka bíl án ökukennara. Hins hef ég stundað hjólreiðar árekstralaust og aldrei lent í því að vera tekin undir áhrifum á slíku farartæki eins og einn kollegi minn úr blaðamennsku fyrir margt löngu. Hann var færður á lögreglustöðina og ökutækið gert upptækt. Þessa sögu sagði hann af talsverðu stolti en bætti við að sam- eiginlegur kunningi okkar hefði slegið honum við þegar hann var tekinn fyrir ölvun við akst- ur á barnakerru. Frásögnin vakti svo mikla kátínu að áheyrendum láðist að spyrja hvort farþegi hefði verið í kerrunni og hvernig lög- reglan hefði afgreitt málið. En hvernig er unnt að fara ferða sinna um Stór-Reykjavíkursvæðið án einkabíls? Ætla mætti að fáir hefðu leitt að því hugann í fullri alvöru. Unglingar iða í skinninu eftir að fá bíl- prófið við 17 ára aldurinn og hálfblindir öld- ungar telja það jafngilda sviptingu sjálfræðis að hætta akstri. Á flestum heimilum eru rekn- ir tveir eða þrír bílar því að einstaklingarnir eru svo sjálfstæðir að þeim er illmögulegt að samræma ferðir sínar. Skólakrakkar leggja á sig ómælda aukavinnu til að geta átt og rekið bíl og niðurstaðan er sú að umferðin silast áfram á hraða snigilsins á verstu álagstímum og taugar ökumannanna eru þandar til hins ýtrasta svo að margir grípa til óyndisúrræða sem allir vita að geta endað með skelfingu. Mér skilst að lágmarkskostnaður við að reka bíl sé 21 þúsund krónur á mánuði og þá er ekki verið að tala um jeppa eða jepplinga sem virðast vera hálfgert sáluhjálparatriði hjá þjóð vorri en ekki einungis stöðutákn. Far- artækin hríðfalla í verði á skömmum tíma en þar fyrir utan menga þau út frá sér þannig að gula slæðu leggur iðulega yfir höfuðborg- arsvæðið þegar kyrrt er í veðri. Síaukin bíla- eign krefst stöðugt flóknari umferðarmann- virkja, og liggja nú brýr og slaufur út um allar þorpagrundir. Umferðarreglurnar eru orðnar svo flóknar að þaulvanir ökumenn verða að hafa sig alla við að hlíta þeim því að þar sem eitt sinn var leyfður tvístefnuakstur er nú orð- in einstefna og leiðin út í hin ýmsu borg- arhverfi endar iðulega úti í sveit. Þetta veit ég þótt ég aki ekki bíl því að ég er stundum far- þegi hjá ættingjum og vinum sem vilja ekki að ég verði mosavaxin í Hafnarfirði, sem raunar er líka sundurgrafinn af umferðarmann- virkjum þannig að vinalegt umhverfið verður stöðugt óþekkjanlegra. Hér hefur enn ekki verið minnst á helsta ókost þess að eiga og reka bíl en það eru bíla- stæðamálin. Ótaldir ferkílómetrar hafa verið lagðir undir bílastæði á undanförnum árum og sér vart högg á vatni. Sá sem ætlar að bregða sér í kvikmyndahús eða á tónleika verður að hafa tímann fyrir sér svo að hann geti lagt bílnum einhvers staðar í grennd. Sá sem ætlar að heimsækja ættingja á sjúkrastofnunum lendir iðulega í vandræðum því að öll bílastæði eru upptekin. Ef honum tekst einhvern veg- inn að finna smugu fyrir jeppann sinn – við skulum segja að hann sé af gerðinni Toyota Landcruiser, sem er algengasta farartækið á Íslandi – lendir hann í gríðarlegum vandræð- um með að finna hann aftur. Á bílastæðum er algeng sjón að sjá ráðvillt fólk munda fjarstýr- ingar í von um að rétt farartæki sýni rétt við- brögð. Bílastæðin við Kringluna og Smáralind eru yfirfull á álagstímum og bílstjórar hringsóla örvæntingarfullir í leit að smáskika svo þeir geti lagt bílnum og sinnt nauðsynjaerindum. Stundum endar þessi leit uppi á umferð- areyjum eða klofvega yfir gangstéttir en sum- ir komast aldrei út úr hringnum fremur en ég á hringtorginu sællar minningar. Ég hef komist að raun um að allmargir eru steinhættir að leggja leið sína um miðborg Reykjavíkur vegna flókinna umferðarreglna og skorts á bílastæðum. Þess vegna hefur verslun í þessum hlýlega bæjarkjarna átt mjög erfitt uppdráttar og kaupmenn kvarta stöðugt. Fæstir gera sér grein fyrir því að mjög hagstætt er að versla í miðbænum og í litlum vinalegum búðum er miklu þægilegra að átta sig á verði og gæðum en í glymjanda verslunarmiðstöðvanna. En því miður. Flestir eru dauðhræddir við stöðumælasektir og sumir hafa ímugust á bílastæðahúsum svo að þeir halda sig í hæfilegri fjarlægð frá miðbæj- arkjarnanum, sem smám saman hefur glatað sínu lífi og lit ef fjölskúðugt næturlífið er und- anskilið því að þeir sem það stunda hafa flestir vit á að geyma blessaðan bílinn heima. Enn er ótalinn einn ókostur sem einkabíl- isminn hefur í för með sér. Það er aukinn fall- þungi íslensku þjóðarinnar ef svo má að orði komast. Fólk veigrar sér við að fara fótgang- andi nokkrar húslengdir og börnum er ekið til og frá skóla með þeim afleiðingum að offita er sívaxandi vandamál í öllum aldurshópum. Að vísu eru starfræktir galvaskir gönguhópar sem fara á kreik um helgar til að hrista af sér slenið en yfirleitt þarf göngufólk að aka inn á upphafsreitinn og leggja bílnum einhvers staðar ef það er svo heppið að finna laust stæði. Gangandi vegfarendur eru orðnir jafn sjaldséðir og spikfeitir krakkar voru í mínu ungdæmi, þegar við þurftum að fara okkar ferða á tveimur jafnfljótum. Á þeim tíma víluðu Reykvíkingar ekki fyrir sér að nota almenningssamgöngur og gilti þá einu hvort um var að ræða börn, heimavinn- andi mæður eða heimilisfeður. Strætisvagn- arnir höfðu fastan sess við Lækjartorg og dældu vegfarendum inn í borgarhverfin hratt og örugglega. En með aukinni velmegun varð einkabíllinn að almenningseign og smám sam- an mótaðist það viðhorf að einungis börn, fá- tæklingar eða þroskaheftir gerðu sér stræt- isvagna að góðu. Svo rammt kveður að þessu viðhorfi að Íslendingar sem búa í stórborgum erlendis og nýta sér þar almennings- samgöngur telja fyrir neðan sína virðingu að skipta við Strætó hf. Samkvæmt því ætti ég að vera gersamlega ærulaus því að þetta ágæta fyrirtæki sér mér fyrir góðri og öruggri þjón- ustu og get ég jafnvel lesið mér til gagns og gamans á ferðum mínum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Að sjálfsögðu fylgja því ýmsir ókostir að aka ekki bíl. Þá getur maður tæplega skotist austur fyrir Fjall eða heimsótt vini í sum- arbústað í Skorradal nema boðinu þangað fylgi flutningar fram og til baka. Maður tekur ekki skyndiákvörðun að skreppa í bíó eða á tónleika, það getur verið umhendis að sinna ýmsum erindum, svo sem stórinnkaupum, og eigi maður garð er ekki úr vegi að koma sér vel við nágrannana. Á hinn bóginn er til- tölulega ódýrt að taka leigubíl stöku sinnum sé miðað við rekstrarkostnað einkabílsins. Ekki ætla ég mér þá dul að þessi grein- arstúfur verði til þess að fólk verði afhuga einkabílnum og taki að fjölmenna með mér í strætó. Hins vegar finnst mér full ástæða til þess að benda á hyggilega og heilsusamlega sparnaðarleið þar sem fólk kvartar stöðugt undan peningaleysi, aukakílóum, skorti á bíla- stæðum og sívaxandi mengun. Kannski verð- ur nógu fínt að nota almenningsvagna þegar þeir verða knúðir vetni. A.m.k. mátti sjá glað- beitta fyrirmenn stíga inn í einn slíkan fyrir skömmu og ef þeir legðu ráðherrabílunum og tileinkuðu sér þennan nýja ferðamáta myndi almenningur kannski fylgja í kjölfarið því að eftir höfðinu dansa limirnir. VITNAÐ GEGN EINKABÍLNUM RABB G U Ð R Ú N E G I L S O N VÉSTEINN LÚÐVÍKSSON LJÓÐIÐ sé það gott botna ég ekki í því legg það frá mér til að líta inní það seinna, einsog forvitnilegt hús innanstokksmunirnir eru ekki það fyrsta sem ég tek eftir heldur stærð glugganna og hvað sjá má útum þá að því búnu sest ég í djúpan stól skáldsins og leyfi honum að segja mér hvers eðlis hún sé, þögnin í þessari kyndugu stofu Vésteinn Lúðvíksson (f. 1944) á að baki smásagnasöfn og skáldsögur. Hann var einn af helstu höfundum íslensks nýraunsæis á áttunda áratug síðustu aldar. Ljóðið sem hér birtist er úr nýrri ljóðabók hans Úr hljóðveri augans (2003). FORSÍÐUMYNDIN er af verki Jóns Gunnars Árnasonar, Hjartað, 1968, í eigu Listasafns Íslands. Það er á sýningu safnsins um veruleika og raunsæi sem nú stendur. Ólafur Gunnarsson hefur skrifað sögulega skáldsögu um Jón Arason er nefnist Öxin og jörðin. Í samtali við Freystein Jóhannsson segist Ólafur ekki vera mikið náttúrutalent sem rithöfundur. „Ég þarf að hafa mikið fyrir hlutunum.“ Manntalið 1703 er elsta varð- veitta manntal í heimi sem nær til allra íbúa í heilu landi þar sem getið er heimilis, nafns, aldurs og stöðu eða atvinnu allra íbúanna. Eiríkur G. Guðmundsson fjallar um mann- talið, aðdrag- anda þess og efni. Raunsæi og veruleiki nefnist sýning um íslenska myndlist á sjö- unda og áttunda áratugnum sem hófst í Listasafni Íslands í gær. Halldór Björn Run- ólfsson skrifar um þetta umbrotatímabil í íslenskri myndlist. Hreinn Friðfinnsson sýnir ný og eldri verk í tveimur galleríum um þessar mundir, i8 og Safni. Einar Falur Ingólfsson ræðir við hann um listina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.