Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. NÓVEMBER 2003 H ANN tekur á móti mér í sól- stofu, þar sem hann gengur út úr ástargyðju Dags Sig- urðarsonar; hamgulri á hörpuskel, með Amor og Vulcan á báðar hendur. „Ég þurfti að breyta um takt,“ segir hann, þegar ég spyr hann um þau umskipti að setjast niður við sögulega skáldsögu um Jón Arason og sam- tíma hans, eftir að hafa varið lunganum af tí- unda áratug síðustu aldar í þríflokkinn; Trölla- kirkju, Blóðakur og Vetrarferðina. „Þessar sögur voru samstætt verk, þótt þrjár bækur væru. Í þeim var ég frekar í samtímanum og ég vildi breyta til. Mér var svo bent á Jón bisk- up Arason og syni hans og við nánari skoðun, fann ég að þetta efni hentaði mér, eins og sakir stóðu.“ – Heldurðu að þessi ábending hafi komið til vegna trúarstefsins í bókunum þremur ? „Það er rétt að trúmálin eru mótor þeirra bóka. En ég held, að það hafi ekkert haft með þessa ábendingu að gera. Bak við hana lá miklu fremur hugmyndin um persónusköpun.“ – Þú talar um mótor bókanna. „Mér var einu sinni boðið til Wales og var þá beðinn að lýsa því, hvernig bækur mínar yrðu til. Ég svaraði því til, að ég hefði áhuga á forn- bílum og þegar ég væri að skrifa, þá ímyndaði ég mér, að ég væri að setja saman Rolls Royce eða Cadillac, þótt útkoman gæti nú sem bezt orðið Morris Mini! En ég lít á fyrsta kaflann sem grillið og vélin er söguefnið.“ Allur bragur tímans kom á óvart Nýja skáldsagan heitir Öxin og jörðin – söguleg skáldsaga um Jón biskup Arason og syni hans, sem voru hálshöggnir í Skálholti 7. nóvember 1550. Til þess atburðar dró skálm- öld upptendruð af siðaskiptum og sérhags- munagæzlu. Að vonum stígur mikið persónugallerí fram á sögusviði Ólafs; bæði kirkjunnar menn og veraldlegir valdsmenn, sem Íslendingum eru tamir á tungu enn þann dag í dag; Jón Hóla- biskup Arason og Marteinn Einarsson Skál- holtsbiskup, Ari, Björn, Sigurður og Þórunn Jónsbörn, Erlendur Þorvarðarson lögmaður í Selvogi, Daði Guðmundsson í Snóksdal og um- boðsmaður konungsins Christian Schriver. Og fleiri og fleiri, líka minna þekkt nöfn og óþekkt. – Var það enginn trafali að skrifa um svona þekktar persónur og söguefni? „Nei. Það var mér aldrei til trafala; ekki þegar ég hafði tekið þá ákvörðun að ég væri ekki að skrifa fræðilegt verk, heldur skáld- sögu. Það er nú einu sinni svo, að hlutirnir eru fljótir að taka á sig fleiri en eina mynd. Jafnvel svo skömmu sem 50–60 árum eftir tiltekinn at- burð, ber mönnum hreint ekki saman um það sem gerðist. Og sagnfræðiverk eru dálítið mikið að yrkja söguna. Þau eru oft samtöl milli sagnfræðinga; einn tekur upp eftir öðrum og prjónar ein- hverju við, sem sá þriðji síðan tekur upp og bætir við og þannig koll af kolli. Sagn- fræðiverk eru ekkert fullkomnari en önnur mannanna verk. Aðalatriði er, að við höfum grundvall- arhugmyndina, án þess kannski að vita svo ná- ið um hlutina. Það er mörg holan fyrir rithöfund til þess að skálda í.“ – Ætli sextánda öldin hafi komið Ólafi á óvart. „Já, svo sannarlega. Allur bragur tímans kom mér á óvart. Ég byrjaði á því að eyða einum sjö, átta mánuðum í það bara að lesa mér til. Og ég tal- aði við Hörð Ágústsson, sem tók mér vel og fræddi mig um hús og húsaskipan þessa tíma. Bók hans Dómsdagur og helgir menn á Hólum er mikill fjársjóður. Ég hafði ekki hugmynd um að húsakosturinn hefði verið svo mikill sem hann var, hvað þá að dómkirkjurnar hefðu ver- ið svona miklar byggingar og reisulegar. Þetta voru stórfenglegri hús, en ég hafði gert mér hugmynd um. Og tengsl Íslendinga við útlönd komu mér líka á óvart. Menn brugðu sér til útlanda rétt eins og nú. Það voru reglulegar siglingar milli Hamborgar og Íslands; Þjóðverjar höfðu Hafnarfjörð og þar var kaupstaður. Svo voru menn í sambandi við Englendinga og Dani að sjálfsögðu. Það var ekkert mál að komast á skip.“ – Hvað um menn þessa tíma? „Þeir voru líka stórfenglegri en ég hafði get- að gert mér grein fyrir. Þetta voru sannkall- aðir Íslendingasagnamenn. Og ofbeldið var svo miklu, miklu meira. Er- lendur Þorvarðarson lögmaður, sem bjó í Sel- vogi, drap menn eins og að drekka vatn. Jón Egilsson skrifar í biskupasögum sínum, að hann hirði ekki um að telja upp öll víg Erlend- ar. Hann óttaðist hann út yfir gröf og dauða! Kúnstin að gera hvorki of né van – Var ekki erfitt að henda reiður á Jóni Ara- syni, sem flestir Íslendingar hafa gert sér ein- hverja mynd af? „Það var auðvitað allmikið mál að reyna að skrifa um Jón Arason; persónu, sem ég eins og margur annar, ber óttablandna virðingu fyrir. Það vafðist svo sannarlega fyrir mér. En svo ákvað ég að skutla mér bara til sunds. Kúnstin er að gera hvorki of né van. Og umfram allt að missa ekki sjónar á því, að Jón Arason var maður, eins og ég og þú, þótt hann væri sér- stakur.“ – Hvað um andrúm þessa tíma? Og tung- una? „Gunnar Gunnarsson sagði að enginn ætti að taka sér fyrir hendur að skrifa sögulega skáldsögu. Mér varð oft hugsað til þessara ÁN SNERTINGAR VERÐUR ENGIN KVEIKJA Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ólafur Gunnarsson: Ég ætla mér enga yfirlýsingu í þessari bók. Mér fannst efnið einfaldlega upplagt til þess að segja sögu. Og aftur reis nýr morg- unn yfir Skálholtsstað og fór sér að engu óðslega að lýsa himinhvolfið og Hvítá varð bronsuð af birtunni. Svo lýsir Ólafur Gunnarsson í sögulegri skáldsögu um Jón biskup Arason og syni hans þeim nóvembermorgni 1550, er dómurinn féll; Öxin og jörðin geyma þá best. FREYSTEINN JÓHANNSSON ræddi við Ólaf um skáldið og skáldsöguna. .Ef maður hefur þá tilfinningu að maður sé að ýta einhverju á undan sér, sem er tómt erfiði, þá er eitthvað að. En þegar maður verður að hlaupa á eftir textanum, eins og þegar maður teikar strætó, þú mátt alls ekki sleppa takinu, þá er gaman að skrifa! Kannski er ekki farsælt að hugsa of mikið um það sem maður er að skrifa! Bara gefa sér lausan tauminn … Joyce Carol Oats sagði að rithöfundurinn yrði að trúa á sjálfan sig. Það gerir það enginn fyrir hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.