Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. NÓVEMBER 2003 7 H vað er hægt að segja um ís- lenska list á árunum 1960 til 1980, sem ekki hefur marg- oft verið sagt áður? Ef til vill voru þessir tveir áratugir mestu umbrotatímar sem ís- lensk myndlist hefur gengið gegnum, að minnsta kosti eftir að hún komst aftur á blað sem sjálfstætt fag í upphafi síðustu aldar. Á fáeinum árum um- turnaðist svo allur skilningur manna á takmarki og umfangi greinarinnar að varla var lengur hægt að notast við þann mælikvarða sem áður hafði gilt um hana. Það væri þó rangt að halda að þessi gagngera listbylting hefði einvörðungu átt sér stað hér heima. Í öllum hinum vestræna heima átti sér stað uppgjör við það sem löngum hefur verið kallað formalismi, eða formhyggja, og byggðist annars vegar á innri eigindum listaverksins, línu, formi, lit og myndbyggingu, og hins vegar á skýrri skiptingu myndlistar í teikningu, málverk og höggmyndalist, að viðbættri byggingarlist, ef menn vildu sjá myndlist í sem víðustum skiln- ingi. Allan fyrri hluta aldarinnar sem leið var mönnum kennt að skoða ytri einkenni lista- verka, hvernig listamaðurinn lagði línur þess, raðaði saman formum þeim sem undan pensli hans eða meitli komu og hvernig hann staðsetti liti á fletinum svo þeir færu saman með sem þýðustum hætti fyrir augað. Sá listamaður sem gat teygt og togað öll þessi myndrænu atriði án þess að fyrirgera rammanum sem hann gaf sér var talinn afburðamaður í faginu. Hvort sem þeir hétu Picasso eða Matisse, Kandinsky eða Brancusi, Mondrian eða Moholy-Nagy fylgdu þeir gefnum lögmálum um deilingu listarinnar í ákveðna flokka, eftir efni og gerð. Gilti einu þótt sumir þeirra, svo sem Matisse, Kandinsky og Moholy-Nagy, væru að prófa þanþol landamæra listar sinnar til hins ýtrasta, einn með því að hverfa frá málaralist á striga á stríðsárunum, til klipptra sniðflata úr lituðum pappír, sem hann kvað liggja nærri höggmyndalist, annar með því að semja óperu og ballett, „Gula hljóminn“, árið 1911, sem bræða skyldi saman tóna og liti, og hinn þriðji með því að nýta ljós í stað lita, og ljósmynda- og kvikmyndalist til að ná fram hreyfingu í mynd- list, og plast í stað hefðbundins efnis í högg- myndir sínar, á millistríðsárunum. Fútúristar og fylgjendur dada-listar voru upphafsmenn að sviðsettri myndlist, fluttri og leikinni, á öðrum tug liðinnar aldar. Á sama tíma voru þeir einnig helstu brautryðjendur í notkun ólistræns iðn- varnings sem fóðurs í verk sín. Ekkert af þess- um tilraunum ógnaði þó verulega hefðbundnum, formrænum aðferðum og efnisvali í myndlist fyrr en á seinni hluta liðinnar aldar. Það er því næsta óhætt að draga mörkin við 1960, vilji menn gefa sér ártal til að ákvarða skilin milli formrænnar nútímalistar og hinnar sem eftir fór. Hið örlagaríka ártal, 1960 Því má heldur ekki gleyma hve margir list- fræðingar og gagnrýnendur sjá í ártalinu ákveðin endalok á langri orsaka- og afleiðinga- keðju sem þeir telja að rekja megi allar götur aftur til ítalska málarans Giotto (+ 1337). Þótt ef til vill sé varasamt að fara svo langt aftur í aldir til að finna upphaf ákveðins þróunarferlis sýnir það hve mikil áhersla var lögð á formræn gildi innan myndlistarinnar. Vandinn var samt sem áður sá að vænn hluti myndlistar féll illa að formalismanum. Öll list sem fremur taldist hug- lægs eðlis en formræn var til óþurftar í þessu kerfi. Þannig hefur aldrei verið hægt að koma formrænum böndum á rómantíska og nýróm- antíska – eða symbólska myndlist – að heitið geti, og nær okkur í tíma stendur súrrealisminn utan við formalismann sem afgangsstærð. Jafn- vel eftir 1960 flæktist dada-listin enn fyrir mörgum framúrstefnumanninum, svo sem bandaríska minimalistanum Donald Judd (1928–94), sem sagði Duchamp (1887–1968) hafa „kveikt margan eldinn en ekki dregið neinar ályktanir af logunum“. Erró (f. 1932) var meðal þeirra íslensku listamanna sem í árdaga ferils síns stóðu á mótum beggja tíma, hins aldna for- malisma og nýrrar listar sem í grunninn var sprottin af súrrealisma, en sigldi þó hraðbyri í átt til popplistar, stefnu sem öðru fremur var sprottin úr engilsaxneskum jarðvegi. Í popplistinni blandaðist myndefni úr neyslu- og skemmtanasamfélaginu saman við alþýðleg sjónarmið sem leituðust við að færa myndlistina af stalli hámenningar ofan á plan almennari smekkvísi. Mörgum þótti það hin argasta smekkleysa og lágmenning, enda höfðu skel- eggir verjendur formalismans, svo sem banda- ríski gagnrýnandinn Clement Greenberg (1909–94) og þýski heimspekingurinn og tón- fræðingurinn Theodor W. Adorno (1903–69), eindregið varað við ágangi smekkleysunnar á hendur listinni. Að þeirra mati mátti hvergi hvika í menning- arlegum efnum því listin átti að vera hafin yfir allt dægurþras á borð við tísku og annað ámóta fáfengilegt veraldarvafstur. En við upphaf rokktónlistar og unglingamenningar um miðjan 6. áratug liðinnar aldar skók krafan um að listin nálgaðist lífið á nýjan leik fílabeinsturn þeirra Greenbergs og Adornos svo um munaði. Ímynd- in af misskilda listamanninum uppi á hana- bjálka, sem orðið hafði Puccini fóður í óperu hans um líf bóhemanna í París 19. aldar, hopaði hratt fyrir myndinni af hinum nýja töffara sem sletti og skvetti bílalakki yfir óstrekktan striga sem lá á gólfinu og spýtti svo vindlingsstubb- inum ofan í gumsið þegar hann taldi verkið full- komnað. Þetta var auðvitað bandaríski listmál- arinn Jackson Pollock (1912–56), en fast á hæla honum fylgdi svo Frakkinn Yves Klein (1928– 62), sem málaði málverk sín með eldvörpu, klæddur fínustu Dior-fötum, eða lét módelin sjálf maka sig lit og stimpla sig á strigann. Jörðin sem mót, mergðin sem ferli Það var í þessu nýja og breytta andrúmslofti hraða og auglýsingamennsku sem Erró stað- festi sig sem frásagnarmálari og hamhleypa til verka. Hann var ekki einn um að fara mikinn í list sinni. Jóhann Eyfells (f. 1924), arkitekt og myndhöggvari, sem alið hefur manninn nær alla starfsævina í Bandaríkjunum – lengst af sem prófessor við Flórída-háskóla í Orlando – hafði lítinn áhuga á formrænum vinnubrögðum. Heimspekilegar hugmyndir hans tengdar nátt- úruöflunum og sköpunarmætti þeirra kveiktu af sér aðferðir sem gera Jóhann einstæðan meðal íslenskra myndhöggvara. Oftar en ekki notar hann jörðina sjálfa sem mót fyrir málmbræðing sinn, svo höggmyndin lítur ekki út ósvipuð hrjúfri vörðu. Þegar höggmyndir Jóhanns frá upphafsárum 7. áratugarins eru bornar saman við fremur ein- lit mergðarverk Errós frá svipuðum tíma má sjá töluverðan skyldleika í gerð þeirra og útkomu. Óformlegt flæði hefur rutt burt öllu sem kallað var myndskipan, eða komposisjón, á velmekt- arárum formrænnar abstraktlistar. Að viðbætt- um margbreytilegum verkum Dieters Roth (1930–1998), þýsk-svissneska þúsundþjala- smiðsins, sem búið hafði á Íslandi frá 1957, var næsta auðvelt að sjá hvernig listsköpunin sjálf, ferlið, margfeldið, endurtekningin og óþreyju- fullur hraðinn hafði leyst úr læðingi spánnýja vídd sem var óþekkt á Íslandi fyrir árið 1960. Það var eins og verk þremenninganna væru laus við alla afgerandi miðlægni. Áhorfandanum voru send þau hljóðlátu skilaboð að vinnan við verkin væri að minnsta kosti eins mikilvæg og sjálf útkoman, og hún gæti aldrei verið end- anleg svo lengi sem listamaðurinn lifði. Með öðr- um orðum, enga niðurstöðu var að hafa úr stöku verki. Sköpunarferlið lét ekki staðar numið við ákveðna útkomu, ekki frekar en kvörnin góða sem malaði bæði malt og salt. Umhverfis Dieter Roth Segja má að þeir Magnús Pálsson (f. 1929) og Jón Gunnar Árnason (1931–89) hafi verið fyrri til en aðrir að átta sig á hinni nýju þróun mála. Þeir voru nánast jafnaldrar Dieters Roth og meðal bestu vina hans. Í byrjun 7. áratugarins stofnuðu Magnús, Dieter Roth og Manfreð Vil- hjálmsson arkitekt húsgagnaverslunina „Kúl- una“, þar sem þeir höfðu til sölu heimasmíðuð húsgögn, leikföng og spil. Magnús, sem hafði lengi starfað sem leiktjaldamálari hjá leikhús- unum í Reykjavík, tók einmitt fyrstu spor sín sem óháður myndlistarmaður með því að búa til lítið borð, árið 1962, og kalla það „Erðanú borð!“, því upp úr því trónaði fjall, eða klettur, ekki óáþekkur Sykurtoppnum fræga í Rio de Janeiro, af landslagssléttu sem leyndist undir borðplötunni. Sama ár var hann meðal stofn- enda tilraunaleikhópsins „Grímu“. Jón Gunnar, sem var menntaður vélsmiður, tengdist einnig verslun þeirra þremenninganna því ýmis verk hans voru þar til sýnis og sölu, meðal þeirra „Elementskúlptúr“, sem líktist litlu tré, úr 120 breytilegum málmeiningum. Jón Gunnar deildi með Dieter Roth ómæld- um áhuga á hvers kyns hreyfilist, en helsti boð- beri slíkrar listar um 1960 var ný-realistinn Jean Tinguely (1925–91), svissneskur að upp- runa eins og Roth. Þeir Jón Gunnar og Dieter Roth gerðu saman hreyfanlega klippimynd með konuandlitum fyrir snyrtivöruverslunina Regn- bogann, en henni var stillt út í glugga á húsi Málarans í Bankastræti, þar sem Regnboginn var til húsa. Árið 1964 gerði Jón Gunnar leik- tjöld og handmáluð auglýsingaplaköt fyrir leik- rit Guðmundar Steinssonar „Fósturmold“, sem Kristbjörg Kjeld leikstýrði hjá Grímu. Ári síðar aðstoðaði hann kóreska listamann- inn Nam June Paik (f. 1932) við að setja saman vélmenni fyrir sögulega hljómleika hans og Charlotte Moorman hjá Musica Nova. Fáeinum vikum síðar opnaði Jón Gunnar fyrstu SÚM- sýninguna í Ásmundarsal við Freyjugötu og á Mokka, ásamt þeim Hauki Dór (f. 1940), Hreini Friðfinnssyni (f. 1943) og Sigurjóni Jóhannssyni (f. 1939). Sýningin er ein fárra tímamótasýninga í sögu íslenskrar samtímalistar sem ollu straumhvörfum. Þar var að finna þá breidd sem alla tíð einkenndi list SÚM-hópsins þótt sýn- endurnir væru einungis fjórir að tölu. Fyrir ut- an stórar, breytilegar lágmyndir Jóns Gunnars var að finna þar fullgilda popplist eftir Sigurjón, fyrstu verk sinnar tegundar á Íslandi, og Flux- us-verk Hreins, „Komið við hjá Jóni Gunnari“, sem var hurð sem brotin var í gegn á tveimur stöðum, en brotunum, sem máluð voru rauð, blá og gul, tjaslað í götin til málamynda. Margbreytileikinn innan og utan SÚM Það var ekki fyrr en tveimur árum síðar að SÚM barst liðsauki með inngöngu Rósku (1940–96) í hópinn, róttækrar listakonu sem vakti ómælda athygli og sterk viðbrögð fyrir sjálfsprottna og hispurslausa afstöðu sína til lífs og listar. Upp úr því hljóp mikill vöxtur í fé- lagsskapinn þegar Magnús Tómasson (f. 1943), Tryggvi Ólafsson (f. 1940), bræðurnir Kristján (f. 1941) og Sigurður (f. 1942) Guðmundssynir og Þórður Ben Sveinsson (f. 1945) gengu í SÚM. Kristján og Þórður Ben fundu pláss uppi á hanabjálka í bakhúsi við Vatnsstíginn og stofn- uðu gallerí kennt við félagsskapinn. Það átti eft- ir að verða helsti samastaður íslenskrar fram- úrstefnu um og eftir 1970. Á grunni þess reis síðar Nýlistasafnið, árið 1979, sem trygging áframhaldandi listastarfsemi neðan við Lauga- veginn. Þeir Magnús Tómasson og Tryggvi fylgdu popplistinni eftir með mikilli útsjónarsemi og snörpum efnistökum meðan bræðurnir Kristján og Sigurður gerðust skeleggir boðberar Flux- uslistarinnar. Sigurður var fyrstur manna til að halda einkasýningu í Gallerí SÚM, en Kristján bjó til heildarskipan úr sinni fyrstu einkasýn- ingu og má því teljast fyrsti installatorinn í ís- lenskri list. Ásamt Þórði Ben stóð hann fyrir gjörningum í Gallerí SÚM, en slíkir viðburðir komu á þessum árum miklu róti á hugi manna. Þórði Ben var varla vært í heimabyggð sinni Vestmannaeyjum eftir að hann framdi þar gjörninginn „Gúmmífrelsi“, árið 1969, enda þótti heimamönnum einsýnt að verkið væri sneið til mannlífsins á staðnum. „Landslagi“, eða straubretti því með hænsnaskít og neon- ljósi, sem var miðpunkturinn í heildarskipan Kristjáns á einkasýningu hans í SÚM sama ár, var heldur ekki tekið með miklum fögnuði af þeim sem töldu að hin nýstárlega list SÚM- hópsins væri bæði léleg og meiðandi. Því miður dró skætingsleg togstreita í röðum myndlistarmanna, sem voru annaðhvort með eða á móti SÚM-listinni, athyglina frá kjarna málsins: Íslensk myndlist, sem þrátt fyrir gæði sín var iðkuð á afar þröngu plani, óx með SÚM að umfangi og grósku svo hún varð á 7. áratugn- um snöggtum margbreytilegri en hún hafði ver- ið fyrir daga félagsskaparins. Það sýnir ef til vill þvergirðingshátt okkar og vangetu til að fagna menningarlegri fjölbreytni að vík óx milli vinnu- félaga í listinni sem orðin er viðvarandi, almenn- um unnendum íslenskrar myndlistar til mikillar mæðu. Á 8. áratug síðustu aldar staðfestu fé- lagarnir í SÚM sig, svo um munaði, sem boðber- ar íslenskrar hugmyndalistar og uppskáru mikla viðurkenningu fyrir vikið þegar ellefu manna hópi þeirra var boðið að sýna afrakstur erfiðis síns á sýningunni „Ça va, ça va“, í ný- reistri Pompidou-miðstöðinni, í hjarta Parísar- borgar, árið 1977. Afkomendur SÚM-kynslóð- arinnar, svo sem Ólafur Lárusson (f. 1951), Rúrí (f. 1951), Steingrímur Eyfjörð (f. 1954) og Birgir Andrésson (f. 1955) settu mark sitt á 8. áratug- inn, ekki síst með virkri baráttu sinni til að tryggja framgang stofnunar Nýlistasafnsins, árið 1978, og með því að halda úti fjörugri sýn- ingarstarfsemi í Galleríi Suðurgötu 7. Á sama tíma og SÚM var að festa sig í sessi, árið 1967, hélt Einar Hákonarson (f. 1945) eft- irminnilega sýningu á poppættuðum verkum unnum með blandaðri tækni. Þorbjörg Hösk- uldsdóttir (f. 1939), Hringur Jóhannesson (1932–96) og Bragi Ásgeirsson (f. 1932) kvöddu sér hljóðs sem boðberar nýs raunsæis í málara- list og Magnús Kjartansson (f. 1949), Sigurður Örlygsson (f. 1946), Gunnar Örn Gunnarsson (f. 1946) og Ragnheiður Jónsdóttir (f. 1933) opnuðu nýjar dyr í íslenskri málaralist og grafík, sem gerði myndlist okkar ríkulegri að aðferðafræði og fjölbreytilegri að inntaki en nokkru sinni fyrr. ÞAU GERÐU GARÐINN FJÖLBREYTTARI Landslag eftir Kristján Guðmundsson, sýnt í Galleríi SÚM árið 1969. Höfundur er lektor við Listaháskóla Íslands. Í Listasafni Íslands hófst í gær sýningin Raunsæi og veruleiki – Íslensk myndlist 1960–80. Sýningin fjallar um þá margþættu nýsköpun sem varð í íslenskri myndlist á sjöunda og áttunda áratugnum. Hér er fjallað um strauma og stefnur þessa tímabils. E F T I R H A L L D Ó R B J Ö R N R U N Ó L F S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.