Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. NÓVEMBER 2003 RISASTÓR kórahátíð sem reglu- lega hefur verið haldin í Eystra- saltslöndum Balkanskaga í rúma öld, sagnahefð Tyrkja, konung- legi balletinn í Kambódíu og Dag- ur hinna dauðu í Mexíkó voru meðal viðburða sem valdir voru í ár af sérstakri nefnd Unesco, sem meistaraverk mannkyns. Alls voru 28 viðburðir valdir, en við- urkenningunni er ætlað að beina athygli að menningarfyrirbær- unum og tryggja að þau leggist ekki af, hafði AP-fréttastofan eft- ir Yoshihiro Higuchi, talsmanni Unesco. Kórahátíð Eystrasalts- landanna vakti sérstaka athygli en hún hefur verið haldin annað hvert ár frá því síðla á 19. öld. Allt að 20.000 söngvarar, allir klæddir þjóðbúningum, koma fram á sviðinu í einu og hátíðin dregur að hundruð þúsunda áhorfenda. „Allri dómnefndinni þótti mikið til koma um umfang þessara kórahátíða. Þær eru ein- stakar,“ sagði Higuchi. „Þvottavél“ Schröd- ers verðlaunuð NÝJAR skrifstofur Gerhard Schröders kanslara Þýskalands, sem gagnrýnendur hafa gjarnan líkt við þvottavél, hlutu í vikunni ein virtustu arkitektúrverðlaun Þýskalands. Byggingin sem er stór og mikil um sig og unnin úr steinsteypu og gleri sýndi að mati dómnefndar „hugrekki“ og „tján- ingu“ í hönnun og þótti skara fram úr öllum þeim byggingum sem reistar hafa verið í Þýska- landi sl. tvö ár. Kanslarinn virðist þá hafa sætt sig við skrifstofurn- ar, en hann hafði áður kvartað yf- ir að þær væru of stórar og að vegfarendur gætu séð inn á klós- ett hans. Það eru arkitektarnir Axel Schultes, Charlotte Frank og Christopher Witt sem deila með sér verðlaununum fyrir bygginguna. Metaðsókn á Dürer AÐSÓKN að yfirlitssýn- ingu á verk- um þýska endurreisnar listamanns- ins Albrechts Dürers í Al- bertina safn- inu í Vín hef- ur verið slík að ákveðið hefur verið að framlengja sýningartím- ann til 8. desember. „Við höfum þegar fengið yfir 300.000 gesti á sýninguna,“ sagði Stephan Musil talsmaður safnsins, en um er að ræða stærstu yfirlitssýningu á verkum Dürers í nokkra áratugi. Vinsældirnar eru enda slíkar að langar raðir hafa myndast fyrir utan safnið af gestum sem bíða þess að virða fyrir sér þær 140 teikningar og 60 málverk lista- mannsins sem þar er að finna, m.a. hinn þekkta Héra Dürers. Albertina safnið á stærsta safn verka Dürers sem vitað er um en á þessa sýningu, sem talin er geta slegið allar fyrri aðsóknartölur að listsýningum í Austurríki, voru að auki fengið lánuð verk frá Prado safninu í Madrid, Nat- ional Gallery safninu í London og Metropolitan safninu í New York. Kórahátíð Eystrasaltslanda njóti friðunar ERLENT Reuters Mexíkóar fagna degi hinna dauðu. Héri Albrechts Dürers. LISTSÝNINGAR eru misað- gengilegar. Sýning á verkum Gúst- avs Geirs Bollasonar í Gallerí Hlemmi, „að sjá það nálgast sem dvelur“ er dæmi um frekar óað- gengilega sýningu. Spurningin sem vaknar við skoðun sýningarinnar er hvaða skilaboðum listamaðurinn er að reyna að koma á framfæri. Að mínu mati er Gústav ekki með ein- hver ein tiltekin skilaboð heldur er hann að reyna að koma á framfæri sýn sinni á heiminn, hvernig hann skynjar umhverfi sitt, og vill fá okk- ur í lið með sér. Þessi niðurstaða mín er fengin eftir lestur sýningarskrár- innar, sem hefur að geyma einn tyrfnasta myndlistartexta sem ég hef lesið um dagana, og mati á verk- unum á sýningunni. „Áfangastaður sem líkist persón- unni en líka yfirgefinn staður sem á endanum tilheyrir engum og gæti þannig túlkað það sem nefnist „hvergi“, eða þar sem kyrrstaðan ríkir. Það má segja að myndefnið túlki að einhveru leyti hreyfinguna eða öllu heldur þrána eftir hreyfing- unni sem löngun eftir kyrrstöðu, að finna kyrrstöðuna í hreyfingunni eða „að sjá nálgast það sem dvelur““, segir meðal annars í texta Gústavs í sýningarskrá og dæmi nú hver fyrir sig. Innsetning listamannsins saman- stendur af nokkrum raunsæislega unnum málverkum sem unnin eru mjög nákvæmlega eftir ljósmynd- um. Maður að keyra dráttarvél, kennslustofa í náttúrufræði, þotu- flugmenn, herþotur. Á tölvuskjá birtust óræðar þokukenndar myndir sem minna á myndir úr ómsjá. Stór- ar þrívíddarteikningar hvíla á haus- kúpu af stórgrip, sem gefur tilvísun í dauðann og hið yfirgefna. Í teikning- unum eru opnir sívalningar með loft- myndum teiknuðum þar innan í. Sýningin er þannig um yfirsýn, um það að horfa á heiminn utan frá og reyna að skilja hann. Flugmennirn- ir, flugvélarnar, loftmyndirnar, svip- myndir úr rannsóknarstofunni gefur allt vísbendingu þar um. Sem innsetning í rými gengur sýningin vel upp en spurningin sem Gústav þarf að spyrja sig er hvort að hægt sé að gefa áhorfandanum ögn meiri meðgjöf, þannig að hann verði fær um það sem Gústav ætlast til af honum. Sveitamennska David Diviney hefur valið sér áhugavert umfjöllunarefni í mynd- list, svokallaða sveitamennsku, eða „hillbilly“. Samkvæmt sýningarskrá sækir Diviney í brunn þessarar menningar til að skoða hrifningu samtímans á einföldu „alþýðufólki“ eins og honum sjálfum, en sam- kvæmt skránni þekkir listamaður- inn þennan heim að einhverju leyti af eigin raun. Á sýningunni eru fjórar högg- myndir og eitt ljósmyndaverk. Fyrsta höggmyndin mætir manni á stigapalli fyrir framan innganginn í aðalsalinn. Pínulítil höggmynd af snjókarli, gulum að lit. Líklega er listamaðurinn hér frekar að setja fram tengingu við sýningarlandið, Ísland, með þessum skúlptúr, en að verkið eigi að endurspegla eitthvað sérstakt í menningu sveitafólksins. Snjókarlinn er alþjóðlegur og guli liturinn gæti frekar vísað til meng- unar stórborgarinnar en hreinleika fjallamennskunnar. Í ljósmyndaverkinu er sannkall- aður sveitamaður, Hillbilly, mættur í allri sinni dýrð. Vopnaður riffli starir á mann geðveikislegu augnaráði, bú- inn að fella einn mann og stela af honum skónum. Á endavegg er skemmtileg högg- mynd sem heitir Veiðimaðurinn með skugga (norðurskautaútgáfa). Á hægri vegg eru tvær svipaðar högg- myndir búnar til úr spónaplötum og sokkum. Þessi sýning er bitlítil, en samt skemmtileg og skrýtin. Kannski er skrýtileiki sýningar- innar einmitt myndbirting sveita- mennskunnar en áhugavert hefði samt verið að sjá fleiri verk í anda ljósmyndaverksins og kafa þannig dýpra í umfjöllunarefnið, eins og lagt er af stað með í sýningarskrá. Það er gaman að sjá hve þetta unga gallerí, Gallerí Kling & Bang, er strax orðið alþjóðlegt. Þegar hafa fleiri en einn erlendur listamaður sýnt þar verk sín og greinilegt að það sem lagt var upp með við stofn- un gallerísins, að þarna myndu nýt- ast alþjóðleg tengsl aðstandenda til að draga hingað til lands alþjóðlega strauma og stefnur, er í fullum gangi. Sjógangur Sjógangur heitir sýning Mar- grétar Oddnýjar Leópoldsdóttur á neðri hæð í gallerí Skugga. Um er að ræða innsetningu þar sem hengdar hafa verið upp ljósmyndir af yfir- borði hafsins, ljósritaðar á glærur, hengdar upp á þráð í láréttri röð, þannig að myndirnar ganga alveg frá lofti og niður á gólf, bæði á vinsti og hægri hönd. Uppsetningin mynd- ar þannig göng, eða Sjógang sbr. heiti verksins, og eins og listamað- urinn vísar til í texta sem fylgir verk- inu á manni að líða eins og hafið hafi opnast líkt og sagt er frá í Biblíunni þegar Guð opnaði hafið til að Ísra- elsmenn kæmust undan Egyptum: „og Ísraelsmenn gengu á þurru mitt í gegnum hafið og vötnin stóðu eins og veggur til hægri og vinstri hand- ar þeim“. Það er nákvæmlega þetta sem Margrét hefur endurskapað í þessu kjallaraherbergi í gallerí Skugga með mjög áhrifaríkum hætti, eini munurinn er sá að við enda gang- anna er hurð sem listamaðurinn hef- ur sett upp. Hurðin er læst, og því er víst að sýningargestir, í sporum Ísraelsmanna, hafa verið blekktir til göngunnar; þeir drukkna með Egyptum þegar göngin falla saman og sjórinn hylur sporin. Innsetning Margrétar er hrein og klár og smekklega sett upp. Þetta er skemmtileg myndbirting á atviki úr trúarsögunni, auk þess sem verkið hrífur áhorfandann með og gerir hann að þátttakanda. Það sem rýrir gildi verksins er að Margrét lætur sér ekki nægja að segja þessa einu sögu með verkinu heldur teygir hún sig í fleiri áttir og óskyldar. Í texta í sýningarskrá (það er reyndar alltaf spurning hve mikið á að tengja texta í sýningarskrá verkinu á sýningunni) fer Margrét að fjalla um upplifun sína á sjónum eða sjóleysi öllu heldur. Hún segir að persónulegar tengingar sínar liggi í innlandinu, og því hafi sjórinn verið órafjarri. Því hafi sjórinn verið eins og fyrirheitna landið fyrir henni, eitthvað sem hún þráði. Þá leggur hún einnig út frá lit hafsins, blám- anum, en þessi tvö síðarnefndu atriði gera lítið annað en að þynna út ann- ars vel hugsaða inn- setningu. Heimilið Jörð Ágústu Oddsdótt- ur er umhugað um jörðina. Hún segir að jörðin sé bústaður allra og um hana verði að hugsa eins og heimili sitt. Verk- ið er stór kúla sem er vafin úr ýmsum efn- isafgöngum sem til hafa fallið á heimili listakonunnar, göm- ul handklæði, gard- ínur o.fl. sem fá nýtt hlutverk í þessari kúlu. Það má skilja kúluna sem svo að undir vafningnum sé jörðin og klæðið sé eins og sárabindi sem Ágústa vefur jörðina inn í til að lækna það sem hefur misfarist við umönn- un manna og lands. Heiti verksins er 365 sinnum og vísar til daganna í árinu, og/eða að verkið sé svokallað tímaverk unnið á hverjum degi með reglulegum hætti. Þá vísar heitið til eins árs, og tímans sem slíks al- mennt. Af fylgigögnum með sýningunni að dæma er Ágústa umhverfisvernd- arsinni og hefur látið til sín taka, bæði sem virkur mótmælandi og í gegnum verk sín. Hún talar um að gefa efnum nýjan tilgang, nýtt hlutverk en endurnýt- ing er eitt af lykilstefjum umhverf- isverndarhyggju. Það er ekki hægt að sleppa því að minnast á álkúlu Ívars Valgarðsson- ar á sýningu hans á Hlemmtorgi í þessu samhengi, en þar voru óneit- anlega til staðar tengingar í ætt við það sem Ágústa er að gera, þ.e. tengingu við jörðina, við hið daglega líf og umhverfisvernd. Verk Ágústu er ekki nógu bein- skeytt og vekur ekki með manni nógu sterkar tilfinningar. En með því að kynna sér fyrri verk Ágústu fæst fyllri mynd af höfundarverki hennar og umfjöllunarefni og þar með betri tilfinning fyrir „365 sinn- um“. Loftmynd í sívalningi, hauskúpa og maður á dráttarvél. Hafið opnast í verki Margrétar Oddnýjar Leópoldsdóttur. 365 sinnum í Galleríi Skugga. Í óbyggðum MYNDLIST Gallerí Hlemmur Opið fimmtudaga til sunnudags frá kl. 14-18. Til 23. nóvember. GÚSTAV GEIR BOLLASON Gallerí Kling & Bang Opið fimmtudaga til sunnudags frá kl. 14-18. Til 23. nóvember. DAVID DIVINEY Gallerí Skuggi Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Til 23. nóvember. ÁGÚSTA ODDSDÓTTIR MARGRÉT O. LEÓPOLDSDÓTTIR Þóroddur Bjarnason Veiðimaðurinn með skugga (norðurskautaútgáfa) eftir David Diviney. Morgunblaðið/Sverrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.