Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ? MENNING/LISTIR 15. NÓVEMBER 2003 11 Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn? SVAR: Ari fróði segir í Íslendingabók að Ís- land hafi byggst frá Noregi. Nokkuð af kelt- nesku fólk kom hingað um landnám, en líklega flest án búfjár. Ánauðugt fólk var snautt, og frjálsir menn áttu miklu lengri leið til Íslands frá Írlandi en Noregi. Búfé okkar ætti því fyrst og fremst að hafa komið frá Noregi. Sem dæmi um skyldleika íslensks og norsks búfjár má taka íslensku kúna. Rannsókn á uppruna hennar leiddi í ljós að hún var til- tölulega náskyld kúm sem nú eru kallaðar í Noregi hryggjóttar Þrænda- og Norðurlands- kýr, en fjarskyldari öllum öðrum norrænum kúakynjum. Þrændakýrnar eru mjög líkar ís- lenskum kúm í erfðaeinkennum samkvæmt blóðrannsóknum. Þegar reiknað var út frá skyldleika kynjanna hve langt væri um liðið frá því að ís- lensku kýrnar slitu tengslin við mæðrakynið í Noregi reyndist það vera rétt um það leyti sem landnám var að hefjast hér. Uppruni íslenska hestsins hefur verið rann- sakaður tvívegis. Í fyrra skiptið var kannað hvort gamalt norskt hestakyn í Norður- Noregi, sem í Noregi gengur undir heitinu ?Nordland/Lyngen hest?, kynni að vera skylt íslenska hestinum. Tveir Íslendingar fóru til Norður-Noregs haustið 1998 til að kynna sér hvort til væri tölt í norðurnorska hestinum. Við prófun á níu hestum af þessu kyni kom í ljós að fimm þeirra skiluðu góðu tölti, en fjórir ekki. Norðurnorski hesturinn er þar að auki svo líkur íslenska hestinum að stærð og öðru útliti að ef fimm hestum af norska kyninu hefði verið sleppt saman við 15 íslenska hesta hefði orðið erfitt að draga þá rétt í sundur aftur. Dr. Kristján Eldjárn skoðaði norðurnorska hest- inn á einni ferð sinni um Noreg og taldi að þar væri hugsanlega kominn forfaðir íslenska hestsins. Umfangsmiklar sameindalíffræðilegar rannsóknir á innbyrðis skyldleika hestakynja í Noregi voru gerðar nýlega og doktorsritgerð um þær varin sumarið 2001. Rannsóknin tók til fjögurra norskra hestakynja, Dalahests, Fjarðahests, norsks brokkara og Nordland/ Lyngen-hests. Auk þess voru tekin í rann- sóknina tvö bresk kyn, enskur veðhlaupahest- ur og enskur Standardbred hestur, og að lok- um Hjaltlandseyjahestur og Mongólíuhestur. Þess er rétt að geta að Norðmenn lögðu Hjalt- landseyjar undir sig um 800 og þær urðu hluti af norska ríkinu. Meðal annars eru öll örnefni á eyjunum af norskum uppruna. Líklegt er að Norðmenn hafi flutt búfé með sér til Hjalt- lands. Samanburður sem hér er lýst að ofan sýndi að Hjaltlandseyjahesturinn og íslenski hest- urinn voru náskyldir, og báðir skyldari norð- urnorska hestinum en nokkrum öðrum hest- um í rannsókninni. Sá hestur sem var næstur þessum þremur hestakynjum að skyldleika var Mongólíuhestur en síðan Fjarðahestur, norskur brokkari og Dalahestur. Bresku hestakynin voru fjarskyldari hinum hesta- kynjunum. Svarið við spurningunum um upp- runa og forfeður íslenska hestsins er því það að hann er ættaður frá Noregi og á þaðan ræt- ur að rekja austur til Mongólíu. Stefán Aðalsteinsson, fyrrv. framkvæmdastjóri norræns genabanka fyrir búfé. Hverjar eru algengustu villurnar í talaðri íslensku? SVAR: Ýmislegt má tína til þegar spurt er um algengar villur en sumar virðast þó algengari en aðrar. Sennilega er ein hin algengasta að nota myndina vill af sögninni að vilja í fyrstu persónu eintölu, ég vill í stað ég vil. Þar er um að ræða áhrif frá þriðju persónu hann/hún vill. Algengt er að benda á sagnirnar langa og hlakka. Margir nota þágufall með sögninni langa í stað þolfalls, það er segja mér/þér/ honum/henni langar í stað mig/þig/hann/hana langar. Svipuðu máli gegnir með sögnina hlakka. Í stað þess að nota hana með nefnifalli, það er ég/þú/hann/hún hlakkar, er hún notuð ýmist með þolfalli, mig/þig/hann/hana hlakkar eða oftar með þágufalli, mér/þér/henni/honum hlakkar. Oft ber á því að kvenkynsorð, sem enda á viðskeytinu -ing, fái endinguna -u í eignarfalli eintölu í stað -ar, fyrir áhrif frá þolfalli og þágufalli. Til dæmis er þá sagt: ?vegna sívax- andi gjaldþrota og aukningu skulda ?? í stað ? aukningar ? Þessi nýja ending virðist sækja talsvert á. Algengt er orðið að sleppa því að beygja mannanöfn sem að sjálfsögðu eiga að beygjast eins og önnur nafnorð. Algengast er að sleppa beygingu í tvínefnum, en ekki á sama hátt í karlmanns- og kvenmannsnöfnum. Ef maður heitir Einar Gunnar eða Björn Þór ætti eign- arfallið að vera Einars Gunnars og Björns Þórs, það er báðir liðir eru beygðir. Mjög oft er því sleppt að beygja fyrra nafnið og aðeins sagt Einar Gunnars eða Björn Þórs. Þessu er öfugt farið í kvenmannsnöfnum. Þar er það síðara nafnið sem margir láta óbeygt og segja til dæmis ?ég ætla til Unnar Sif? eða ?ég ætla til Elfar Ósk? í stað Unnar Sifjar og Elfar Óskar. Eins er orðið talsvert algengt að heyra einkvæð kvenmannsnöfn notuð án eignarfalls- endingar þegar þau eru einnefni, til dæmis til Sif, Þöll, Dögg í stað til Sifjar, Þallar, Daggar. Þá má nefna beygingu frændsemisorðanna bróðir, systir, dóttir, móðir. Þau eiga að enda á -ur í öllum aukaföllum eintölu en alloft er not- uð ending nefnifallsins í staðinn, til dæmis ?í bók Guðrúnar Helgadóttir? í stað ? Helga- dóttur, ?ég fékk þetta hjá móðir/systir minni? í stað ? móður/systur ?, ?þetta er frá bróðir mínum? í stað ? bróður ? Venjulega er farið rétt með fimmta frændsemisorðið faðir, líkleg- ast vegna þess að hljóðvarp kemur fram í aukaföllum. Ef nefna skal dæmi um setningargerð má segja að hin svokallaða ?nýja þolmynd? sé mjög að ryðja sér til rúms. Þá er til dæmis sagt: það var barið þig, það var bannað mér, það var ekki leyft okkur í stað þú varst barinn, mér var bannað, okkur var ekki leyft. Annað dæmi væri notkun samtenging- arinnar ef í stað hvort í setningum eins og ?ég ætla að athuga ef hann sé heima? í stað ? hvort ? Einnig er afar oft farið að nota við- tengingarháttinn sé þar sem búast ætti við framsöguhættinum er í setningu eins og: Ef hún sé heima ætla ég að fá hana í bíó, í stað ? ef hún er ? Guðrún Kvaran, prófessor og forstöðumaður Orðabókar Háskólans. HVAÐAN ER ÍSLENSKI HESTURINN UPPRUNNINN? Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum, hvernig verkar kaupmáli og hvað kom fyrir sjö undur veraldar? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is. VÍSINDI Morgunblaðið/Kristinn Er íslenski hesturinn norskur? Í íslenska rúnakvæðinu er Reiðarrúnin tengd ?snúðugri ferð? og ?jórs erfiði?, en í því norska er getið um dularfyllri tengsl; ?Reginn sló sverðið besta,? stendur skrifað. Reiðarrúnin hét að fornu raidho, þ.e. vagn, en ljóst er að hún á sér rætur í arfsögnum og helgisiðum. Flestir túlk- endur hafa bent á tengsl hennar við raunverulegar helgiathafnir í Danmörku og Svíþjóð, en í íslenskri miðaldasögu, Þætti af Ögmundi dytt og Gunnari helming í Flateyjarbók, er frá því sagt að líkneski Freys hafi verið flutt um hérað á vagni mönnum til árbótar. Minnir það á frá- sögn Tacitusar í Germaníu um dýrkun Nerþusar á Norðurlöndum, en samkvæmt henni tign- aði þjóð nokkur í útsænum goðmagn þetta, Móður Jörð, þar væri helgur lundur og heilagur vagn, hulinn klæði, en prestur einn hefði leyfi til að snerta hann. Sagt er að kúm hafi verið beitt fyrir vagn þennan og hann dreginn um byggðina þá prestur skynjaði návist gyðjunnar. Voru þetta glaðir dagar, friður og kyrrð með mönnum, enginn mátti stríð hefja eða taka sér vopn í hönd, en að nokkr- um tíma liðnum voru vagninn, klæðin og gyðjan flutt á ný til hins helga staðar og lauguð í afskekktri tjörn, en þrælum sem um sýsluðu var drekkt. ?Af því stafar hin dularfulla skelfing og hinn ginnhelgi huliðshjúpur, ritaði Tacitus,? er hvílir yfir þessari veru, er þeir einir fá séð, sem ofurseldir eru dauð- anum. Lýsing þessi bendir óneitanlega til norrænnar frjósemisdýrkunar á tímum Krists; þetta kann að vera ?hið heilaga brúðkaup á vori, hin frjóa sameining himins og jarðar?, en þess má geta að fund- ist hefur ævaforn skrúðvagn, alsettur málmskrauti, í mýri nokkurri á Jótlandi. Þessar heimildir má tengja hugmyndum um vagn sólar í fornum kvæðum, svo sem í lýsingu Grímnismála: Árvakur og Alsviður, þeir skulu upp héðan svangir sól draga. En und þeirra bógum fálu blíð regin, æsir, ísarnkol. ísarnkol: járnkul, smiðjubelgir Svalinn heitir, Svalinn: hinn kaldi hann stendur sólu fyrir, skjöldur skínandi goði. Björg og brim eg veit að brenna skulu, ef hann fellur í frá. Sólin er samkvæmt Grímnismálum gyðja, ?brúður himins?, sem dregin er yfir himinhvolfið á vagni. Árvakur og Alsviður eru hestar hennar, en Svalinn merkir skjöld sem ver jörðina fyrir ofhita ?hins skínandi goðs?, þ.e. sólar. Hér er tvennu blandað saman að mati Finns Jónssonar (1913): ?Skjöldur þessi er ekki annað en sólskífan sjálf. Norðan til á Sjálandi hefur nýlega fundist merkilegur forngripur, það er eirplata kringlótt, öðru- megin gulli lögð; hún stendur á tvíhjóluðum vagni og einn hestur fyrir (á fjórum hjólum). Þetta er ef- laust sólin, og er þá sú hugmynd svo gömul, allt í frá eiröld.? Athyglisvert er að í íslenska rúnakvæð- inu er rúnarheitið þýtt með ?iter? eða hjóli. Heimildir sem þessar kunna að skjóta heimsfræðilegum grundvelli undir Reið, en með ?sverði Regins? í norska rúnakvæðinu er hún tengd arfsagnaheimi Völsunga. Í hetjukvæðum Eddu er frá því sagt að Reginn, bróðir Fáfnis, hafi gjörst smiður Hjálpreks konungs á Þjóði. Tók hann þar til fósturs Sigurð, sonarson Völsungs, sagði honum hvar Fáfnir lá á gullinu (Fé) og eggjaði hann að sækja það. Gerði þá Reginn sverð það, sem Gramur hét og var svo hvasst að tók sundur ullarlagð í rennanda vatni. Því næst gróf Sigurður gröf á veg Fáfnis og settist þar í, en er ormurinn skreið til vatns og kom yfir gröfina, þá lagði Sigurður sverðinu í gegnum hann, og varð það hans bani. Tengsl- in við rúnina verða augljós þegar framhaldið er skoðað, því Sigurður reið hesti sínum, Grana, til þess hann fann á fjalli einu hús eða sal ?eldi sveipinn?. Þar svaf inni ein kona, stungin (svefn)þorni Óðins, klædd hjálmi og brynju, en Sigurður notaði sverðið til að rista brynjuna af henni. Reyndist þetta vera Sigurdrífa og var valkyrja sem kenndi Sigurði leyndardóma rúna. Þeir sem nema vilja merkingu rúna hljóta líkt og Fáfnisbani að ríða um vafurloga á Hindarfjalli í andlegum skilningi. Rúnanámið er ?snúðug ferð? og ?jórs erfiði?, samsömun við goðsögulega eld- raun, en markmið hennar er ljóst: að heimta töfrastafi Sigurdrífu, 24 að tölu, en samkvæmt Sig- urdrífumálum eru þeir meðal annars ristnir á skjöld sólar, þann er ?stendur fyr skínandi goði?. Reið- arrúnin kann samkvæmt því að tengjast rún sólar sem hefur staðið á ákveðnu sviði fyrir æðra vitundarstig, rökvísi og hringheild. Skyldum við ekki kynnast leyndardómi þessarar rúnar dag hvern í sólarupprás og sólsetri, umskiptum vöku og svefns, meðvitundar og hins ómeðvitaða, jafn- framt því sem hún ræður hrynföstum athöfnum ? dansi, tónlist og formum skáldskapar. Sé rýnt í tímadjúpið, aftur um arfsagnir inn í heimsfræði goðsagna, kemur hins vegar í ljós öflug mynd tengd tákni hjólsins, mynd af örðugri ferð á vit máttugra völva og galdrakvenna sem sáu tákn og stórmerki í innyflum manna. Í rúnariti Björns frá Skarðsá stendur skrifað: ?Nornir heita vís- endakonur. Edda seigir að nornir heiti þær eð nauð skapi.? Við þennan fróðleik er bætt eftirfarandi vísdómi: ?Nornir hafa nafn af nýrum, því þær vita allt hvað innvortis í manninum er.? RÚNAMESSA LESBÓKAR Morgunblaðið/Einar Falur ?Skyldum við ekki kynnast leyndardómi þessarar rúnar dag hvern í sólarupprás og sólsetri, umskiptum vöku og svefns, meðvitundar og hins ómeðvitaða.? REIÐ RÚNALÝSINGAR 5:16 MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.