Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.2003, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 15. NÓVEMBER 2003 9 Í Safni, á Laugavegi 37, verður síðan í dag opnuð kynning á völdum verkum Hreins frá síð- ustu þremur áratugum og hafa sum þeirra ekki verið sýnd áður hér á landi. „Þetta er samansafn af verkum, sum eru fengin að láni, sum eru í eigu Safns, ég á ein- hver. Markús Andrésson, starfsmaður Safns, er sýningarstjórinn. Ég veit ekki að öllu leyti hvað verður sett upp en eitthvað af þessum verkum verða endurgerðir.“ – Sum verka þinna hafa ekki verið varanleg og hafa skemmst með tímanum. „Það er einkenni á mörgu sem ég hef gert, sérstaklega frá lokum níunda áratugarins, en þá átti einhver breyting sér stað og ég fór að sækja mikið í efnivið og aðferðir sem höfðu mjög skamma endingu, eins konar fiðrildaævi. Þetta voru bréfaverk, pappaverk og annað slíkt sem þoldi illa raka og flutning – þau hurfu mjög fljót- lega. En margt af þessu var gert með það fyrir augum að það mætti alltaf fara út í verslun eða verksmiðju, ná í efnið og gera verkið upp á nýtt. Og við erum nú að baksa við það. En framleiðsla hluta er alltaf að breytast, og þótt einungis tíu, fimmtán ár hafi liðið eru hlutir eins og pappa- kassar ekki lengur framleiddir eins og þá var gert, því nú er prentað á þá alla. Við lentum í töluverðu basli við að fá óprentaða kassa fyrir tvö umbúðaverk sem við erum að endurgera.“ – Þú hefur verið búsettur í Amsterdam í meira en þrjá áratugi. Er mikilvægt fyrir þig að koma reglulega hingað heim og sýna? „Mér hefur reglulega verið boðið að koma og sýna og mér finnst það mjög skemmtilegt. Það hefur verið mun meira um það nú síðustu árin. Mér finnst eðlilegt og dálítið nauðsynlegt að taka þátt í myndlistarlífinu hér – og bara lífinu hér yfirleitt. Reyndar hef ég aldrei haft það á til- finningunni að það hafi orðið nokkur viðskiln- aður. En þessi vinnuþátttaka hér hefur vissu- lega aukist frá því sem var fyrst eftir að ég settist að í Amsterdam.“ Þetta SÚM er löngu liðin tíð – Þú ert nýorðinn sextugur og afar virkur myndlistarmaður. Þú varst einn af stofnendum SÚM-hópsins, sem er löngu orðinn að stofnun í íslenskri listasögu, og mörgum finnst eflaust orðið svo langt um liðið að þeir sem stóðu að hópnum hljóti að vera orðnir hálfgerðir stein- gervingar. „Veistu, ég er búinn að gleyma SÚM. Ég hef ekki hugsað um SÚM síðan nítján hundruð sjö- tíu og eitthvað. Þá var hópurinn einfaldlega lagður niður. Ég er voðalega lítill fortíðarsinni. Þótt ég sé oft að grufla eitthvað í fortíðinni í þessum ljósmynda- og textaverkum, þá er það aldrei af fortíðarhyggju eða fortíðarþrá, eins og oft sést hjá fólki. Þetta er bara löngu löngu löngu liðin tíð og mér gjörsamlega óviðkomandi. Ég varð mjög feginn þegar þessi SÚM-tími var að baki. Það var bara stutt tímabil í minni lífs- reynslu, frá 1965 og eitthvað fram á áttunda áratuginn. Ég hef heldur ekki neina sérstaka stöðu á neinn hátt, ég er bara kominn á ákveð- inn aldur, ég er sextugur og það er ekkert dramatískt við það. Ég er ekki meðvitaður um það að ég hafi einhverja stöðu í listasögunni hér, enda horfi ég ekki á hlutina út frá einhverju list- sögulegu sjónarmiði, að minnsta kosti ekki mína eigin sögu. Ég spekúlega kannski eitthvað í þessu í sam- bandi við annað fólk. Og þá helst eldri lista- menn, hugsa um hvernig fer um þá inni í ein- hverri sögu. En þetta SÚM er löngu liðin tíð. Mér fannst SÚM alltaf vera einn af þessum eðlilegu hlutum sem alltaf eiga sér stað; eitthvert ungt fólk rott- ar sig saman og gerir eitthvað. Það er allt og sumt. Það skeður bara og er hinn eðlilegi hlutur. Og stundum, af einhverjum raunverulegum og skiljanlegum ástæðum fá sumar af þessum hreyfingum eða hópum á sig talsverða mýtu en aðrir ekki. Það má vel vera að hafi lafað eitthvað svoleiðis við SÚM eftir að það hætti að vera til en ég held það sé allt saman horfið. Enda hefur svo óra margt skeð síðan. Það hafa margar lista- sögur átt sér stað síðan SÚM leið undir lok.“ Duchamp makalaust ferskur – Einn listamannanna sem þú hefur greini- lega hugsað um er Marcel Duchamp, en þú hef- ur gert verk honum til heiðurs. Er hann einn þeirra sem hafa haft áhrif á þig? „Já, alveg tvímælalaust. Heilmikil áhrif. Með útúrsnúning sinn á hlutunum. Mér hefur alltaf þótt hann afskaplega stímúlerandi og einhver návist í verkunum hans. Og makalaust ferskur. Þótt hann hafi lagt áherslu á það sjálfur að hið nýja standi ekki lengi við, það gufi voðalega fljótt upp, þá finnst mér framlag hans til list- arinnar endast býsna vel. Þess verk hafa áhrif, í þeim er eitthvað sem er hvergi annars staðar. Það er líka mikilvægt hvernig hann vinnur með mótsagir, í verkunum og lífinu.“ – Þú vinnur líka mikið með mótsagnir, ekki satt? „Er það ekki afskaplega mikilvægur þáttur í eðli mannsins? Miklu meiri en menn vilja kann- ast við, held ég. Það er einhver móralismi í gangi, að menn eigi ekki að vera mótsagna- kenndir. Að mótsagnakenndur persónuleiki sé ekki í heilu lagi. En mótsagnakenndin er afar eðlileg, einn af þeim þáttum sem drífa okkur áfram. Mér þykir vænt um og laðast að þessum þætti í mannlegu eðli.“ Við ræðum að lokum um efni verkanna sem Hreinn er nú að setja upp, en glerið er þar áber- andi, sem og kristallar. Hvers vegna skyldu þessi efni hafa verið jafnáberandi í verkum hans á síðustu árum og raun ber vitni? „Það er einfalt mál með glerið. Mér var boðið að koma og vinna á stóru glerverkstæði í Mars- eilles. Það er í eigu hins opinbera og afar við- kvæmt pólitískt, því það er eingöngu fyrir svo- kallaða prófessjónal myndlistarmenn en ekki fyrir glerlistamenn. Ég hef aldrei á ævinni haft nokkurn einasta áhuga á gleri eða ákveðnum efnum sem slíkum, nema þá sem augnabliks „afferum“. En þetta boð kom til vegna kunn- ingsskapar í franska galleríinu mínu og fyr- irtækisins og nú hef ég farið þangað suðureftir í nær tíu ár. Ég var óskaplega örvæntingarfullur þarna til að byrja með og er það kannski enn, en ég kann ekkert að vinna með svona efni. Ég vissi hrein- lega ekkert hvað ég var að gera á þessum stað. Þetta efni, glerið, er náttúrlega áhugavert í sjálfu sér og gaman að horfa á fært fagfólk vinna með þeð, en gler hefur aldrei verið mitt val. En ég þáði boðið og gerði tilraun með þetta. Þetta var óskaplegt basl; það stendur yfir þér hópur af tæknifólki sem horfir á þig með spurn og vill fá að vita hvað það á að gera. Hvað á að skapa. Og maður veit ekkert hvað maður á sjálf- ur að gera, hvað þá hinir. En þetta er ástæðan fyrir því að ég fór að vinna glerverk. Að ég fór að nota kristalla og eitthvað sem glitrar, það var öðruvísi. Ég byrjaði á því í lok 9. áratugarins, og aftur var það tilviljanakennt. En áratugurinn þarna á undan var búinn að vera svo þungbúinn; þykkt loft og leiðinlegt. Um leið mikið framleitt af óskaplega leiðinlegri list. Bara það að fara að vinna með eitthvað yfirmáta barnalegt og kits-legt efni, varð áhugavert. Þetta var engin ný uppgötvun, það hefur glitrað á margt í myndlistinni gegnum aldirnar, en ég fór aðallega að nota þessa kristalla í installa- sjónum, sem ég var talsvert í á þessum tíma. Svo gliðnuðu þessar installasjónir oft upp, urðu að fleiri sjálfstæðum verkum og upp- runalega verkið hætti að vera til. Ég gerði tölu- vert af þessum kristallaverkum um og eftir 1990, sum voru geysilega stór. Svo var eins og það gengi yfir, nýir tímar tóku við, með öðrum aðferðum og öðrum efnum. Kristallarnir eru eitt af því sem ég hef farið að endurnýta upp á síð- kastið. En eins og með flestallt annað sem ég geri, þá eru þetta meira og minna tilviljanir.“ NT FERÐALAG Morgunblaðið/Einar Falur „Það er alltaf gott ef hægt er að umbreyta hlutum,“ segir Hreinn Friðfinnsson. efi@mbl.is Ég er búinn að gleyma SÚM. Ég hef ekki hugsað um SÚM síðan nítján hundruð sjötíu og eitthvað. Þá var hópurinn einfaldlega lagður niður. Ég er voðalega lítill fortíðarsinni. Þótt ég sé oft að grufla eitthvað í fortíðinni í þessum ljósmynda- og textaverkum, þá er það aldrei af fortíðarhyggju eða fortíð- arþrá, eins og oft sést hjá fólki. Þetta er bara löngu löngu löngu liðin tíð og mér gjörsamlega óviðkomandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.