Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.2004, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.2004, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MAÍ 2004 5 ekki bara eitt listasafn og fáeinir listamenn; það er blanda af listamanninum – sem er forsenda, upphaf og endir alls – og gagnrýnendum, lista- söfnum, söfnurum, fjölmiðlum og menningar- miðlun yfirleitt, og loks galleríum. Á milli þess- ara eininga verður að ríkja jafnvægi. Á Íslandi, á þeim tíma sem ég starfaði þar, voru þar mjög efnilegir listamenn sem voru í tengslum við at- burði í alþjóðlegu samhengi. En það vantaði al- veg að þroska og þróa það stærra samhengi, þann innri strúktúr, þar sem fólk, stofnanir og fyrirtæki hafa ólík hlutverk en eru hlutar í sömu vél.“ Á Íslandi hefur mjög skort safnara, að mati Gunnars, gagnrýnendur og gallerí sömuleiðis sem starfa af listrænum metnaði og eru með- vituð um að kaup og sala snýst um verðmæta- sköpun og raunverulegar fjárfestingar. „Á þeim tíma sem ég er að vísa til á Íslandi var gagnrýni mjög ófagleg. Meira svona tilfinningaleg og per- sónuleg – lítið kryfjandi út frá einhverjum fag- legum forsendum. Það var samt oft mikið fjör og skemmtun að standa í þessu og nutum við mikils stuðnings frá borgaryfirvöldum og stjórn safnsins, ekki síst miðað við hvað við vorum harðlega gagnrýnd á tímabili. Sum umfjöllun sem við fengum var hreinlega hlægileg; ekki síst í Morgunblaðinu. Í Reykjavíkurumhverfinu var ákveðin tilhneiging fyrir innilokunarkennd – svona almennt séð,“ segir Gunnar og fer ekki nánar út í þá sálma. „Maður sá að það sem vant- aði algjörlega í þessa mynd var erlend myndlist, en hún komst ekki inn í landið. Á Kjarvalsstöð- um vorum við alltaf að líta í kringum okkur og gátum sýnt einhver dæmi um erlenda list, en svo fór hún bara beint heim aftur. Á sama tíma voru erlend leikverk í leikhúsunum, erlendar bækur þýddar og seldar, erlend húsgögn og hönnun seld og erlend tónlist flutt og seld. En enginn keypti erlenda myndlist. Myndlistarum- hverfið var bara upptekið af þessum innlenda markaði sem var dálítið eins og hjá mjólkursam- lögunum; það sem var keypt, selt og miðlað var sko íslensk framleiðsla! Þó svo að hugmyndirn- ar væru oftast af erlendum uppruna,“ segir Gunnar og hlær. Safnið í Björgvin hluti af menntunar- og menningarpólitík Það var frá þessum viðhorfum sem Gunnar hvarf til að veita listasafninu í Björgvin for- stöðu. Gunnar segir safneignina þar hafa verið mjög víðfeðma og góða; spannað allt frá alda- mótum 1300 til samtímans „Safnið hafði verið í dálítilli niðurlægingu – fengið lítinn stuðning og lítinn skilning síðastliðin tíu til fimmtán ár og var orðið mikið „safn“ í orðsins fyllstu merk- ingu, rykfallið og gamaldags. Það var því auð- velt verk að setja það í gang aftur og við fengum feikilega góð viðbrögð frá áhorfendum sem fljótt fóru úr 30–40 þúsundum upp í 100 þúsund á ári. En það sem mér fannst merkilegt við þetta safn, ekki síst miðað við reynslu mína frá Íslandi, var að safnið var alþjóðlegt. Ég sá að það hafði verið til öflug borgarastétt í Björgvin á síðustu öld sem hafði áhuga á samtímamynd- list og keypti hana. Á safninu var t.d. gott safn verka eftir Picasso, eða um tuttugu myndir, þrjátíu og fimm verk eftir Paul Klee, auk meist- araverka eftir hina og þessa allt aftur til þrett- ándu og fjórtándu aldar. Borgarastéttin í Björg- vin hafði því augljóslega haft sterk tengsl við umheiminn; við öflugar listmiðjur á borð við London og París.“ Gunnar segist strax hafa komist í góð tengsl við borgarstjórann og aðra ráðamenn sem leiddi til þess að miklu og stóru verkefni var hrint af stað. Heil gata hefur verið lögð undir safnið í Björgvin; þar eru þrjár safnabyggingar og heimsókn þangað er frábær upplifun, fullyrðir hann. „Þetta er hreint ótrúlega flott safn í dag og er nú án efa eitt hið stærsta á Norðurlöndum. Þegar rökin voru orðin nægilega góð og við höfðum sýnt fram á það að hluttekt almennings var orðin svona mikil, þá sáu menn að safnið gæti orðið hluti af þeirri menntunar- og menn- ingarpólitík sem þeir vildu keyra fram í borg- inni. Mikið var gert úr því að listaverkaeignin þyrfti að vera aðgengileg og jafnframt að hún og safnið hefði sama gildi og skólakerfið, ef ekki heilsuverndin! Samfélagslegt vægi safnsins var viðurkennt og borgaryfirvöld samþykktu að setja mikið fé í að byggja yfir safneignina.“ En þó framkvæmdirnar hafi verið miklar var Gunnar ekki búinn að vera þar nema í fjögur og hálft ár þegar Hans Rasmus Astrup, stjórnar- formaður Astrup Fearnley-safnsins gerði hon- um tilboð. „Ég fór og skoðaði mig um, hafði í raun aldrei séð nema framhlið safnsins. Jafnvel þó hér hafi verið metnaðarfullar sýningar, hafði alltaf hvílt hálfgerður leyndardómur yfir safn- eigninni og safninu. Enda er það undir einka- stjórn og því engin nauðsyn að réttlæta neinar þeirra gjörða eða ákvarðana gagnvart almenn- ingi sem teknar eru. Og þegar ég var búinn að kíkja á bak við tjöldin þá sá ég að þetta er auð- vitað hreint ótrúlegt ævintýri sem menn standa í hér.“ Hann ákvað því að slá til og leggja sitt af mörkum til ævintýrisins. „Eigendur þessa safns er ein auðugasta fjölskylda á Norðurlöndum. Í upphafi stundaði fjölskyldan fiskútflutning en varð síðan að skipakóngum og loks skipamiðl- urum. Í dag hefur fyrirtækið skrifstofur í fimm- tán löndum og stundar margvísleg viðskipti með olíu, skip og fleira,“ útskýrir Gunnar. „Fjöl- skyldan er búin að safna myndlist í eina og hálfa öld. Í byrjun tuttugustu aldar átti hún eitt flott- asta og fínasta safn verka impressjónista í Evr- ópu. Í borðstofu afa núverandi stjórnanda safnsins hékk til að mynda meginverk Paul Gauguin „Hvaðan komum við, hver erum við, hvert förum við?“, sem nú er varðveitt á lista- safninu í Boston.“ Þess má geta að verkið er álitið helsta meistaraverk Gauguin og endur- speglar átakanlegar persónulegar þjáningar meistarans, sem var staðráðinn í að binda enda á líf sitt þegar það væri tilbúið. Gunnar segir hafa harðnað í ári hjá fjölskyldunni í kreppunni miklu um 1930, og þá var hluti þessa safns seld- ur. „Núverandi stjórnarformaður, Hans Rasm- us, á þrjátíu ára sögu sem safnari og í safninu hér er hægt að rekja hvernig áhugi hans hefur þróast í gegnum tíðina. Árið 1993 ákveður hann að opna einkalistasafn hér í Ósló og byggir þetta hús, sem er bæði skrifstofuhúsnæði og safna- húsnæði, ásamt listaverkageymslum og tilheyr- andi.“ Þegar Gunnar er spurður hvenær þetta einkasafn hafi komist undir faglega stjórn, segir hann það ekki hafa gerst fyrr en safnið var opn- að. „En í því sambandi tel ég áríðandi að gera ekki lítið úr þeirri þekkingu sem safnari af þessu tagi býr yfir, né heldur að gera of mikið úr forstöðumanninum,“ segir hann hógvær og hreinskilinn. „Hér er teymi að störfum sem á stöðugan orðastað við stjórnarformanninn, sem býr auðvitað yfir þessari miklu ástríðu. Þegar hann var ungur maður þá var hann upptekinn af Parísarskólanum og svo fylgir hann eftir ákveðnum listhreyfingum svo sem í þýsku myndlistinni. Við eigum gott safn verka eftir Anselm Kiefer og aðra frá níunda áratugnum og síðan eftir Damien Hirst og ýmsa Lundúnalista- menn frá um 1990. Um miðjan tíunda áratuginn vaknar áhugi hans á bandarískri samtímalist. Mest hefur verið safnað af fígúratífri og „object“-grundvallaðri list, sem hefur þó mis- munandi gangverk. Mínimalistar komu t.d. aldrei hingað inn – það er kannski til eitt verk eftir Donald Judd. Hugmyndalistin og „Arte Povera“ rataði heldur aldrei hingað. Þegar Hans Rasmus leitar til mín þá er hann að stíga sín fyrstu skref á nýrri braut og vildi að ég að- stoðaði hann við að byggja upp safn bandarískr- ar samtímalistar. Eins og sést í sýningarskrám okkar þá er búið að kaupa mikilvæg verk innan þess ramma og sem dæmi má nefna að við eig- um t.d. ein átta verk eftir Charlie Ray, álíka mörg verk eftir Jeff Koons og öll eru þau hans frægustu verk. Síðan kom í ljós að ekkert var til eftir Andy Warhol, en verk hans eru mikilvæg forsenda amerískrar listar frá níunda áratugn- um, sérstaklega með tilliti til Jeff Koons, og þá þurfti að stoppa aðeins í göt.“ Gunnar segir listaverkaeign safnsins því spanna miklar stórstjörnur; auk Andy Warhol, Jeff Koons, Charlie Ray og Cindy Sherman, má nefna Felix Gonzalez-Torres, Bruce Nauman, Richard Gober og fleiri, en finna má verk eftir flesta þessa listamenn á sýningunni sem nú stendur yfir á Listasafni Íslands og vakið hefur mikla athygli. Eins og ráða má af lýsingu Gunn- ars á áhugasviði eiganda Astrup Fearnley- safnsins, einkennir það listaverkaeignina og stefnumótunina að þar er hvorki safnað eftir listasögulegum forsendum né heldur er gerð til- raun til að eiga sýnishorn af öllu. „Það er ekki markmið okkar að reyna að endurbyggja sög- una,“ útskýrir Gunnar. „Við erum fyrst og fremst upptekin af einstaka listamönnum sem við teljum að hafi skapað nýjar víddir í listasög- unni. Það er því ljóst að hinar menningarpólitísku forskriftir sem koma frá listamannasamtökum og ráðuneytinu, og söfnin í Noregi þurfa al- mennt að taka tillit til, eiga ekki við um þetta safn. Við getum mótað okkar safneign og sýn- ingarstefnu út frá eigin löngunum.“ Þjóðernislegum forsendum hefur verið raskað Gunnar segir safnið nú þegar komið langt áleiðis við að ná fram þeim markmiðum sem það setti sér varðandi safn bandarískra listamanna sem eru þungamiðjan í „appropriation“ listinni. „Núna erum við hér á safninu að byrja að líta til annarra listamanna og það sem ég hef verið upptekinn af undanfarið er að brjótast út úr þjóðernislegum undirskilgreiningum sem hér hafa ráðið ríkjum. Það hefur verið dálítið ein- kennandi fyrir þetta safn að beina sjónum sér- staklega að list ákveðinna þjóða; fyrst Frakka, síðan Þjóðverja, svo Breta og nú Bandaríkja- manna. Á síðasta áratug sjáum við þó að það er búið að riðla öllum slíkum landamærum í list- heiminum og í dag er í rauninni ekki til nein miðja, eða „metrópólis“ fyrir myndlist, þó svo að víða sé mikið að gerast. Við tölum nú um New York, London, París og Berlín sem höfuðvígi, en síðan er mikið að gerast annars staðar svo sem í Rotterdam, Barselónu, Sjanghæ, Tókýó og Saó Páló, svo dæmi séu nefnd. Þjóðernislegum for- sendum hefur verið raskað og þess vegna höfum við leyft okkur að víkja frá þeim á síðustu miss- erum og keypt verk í víðara samhengi. T.d. keyptum við nýverið verk eftir Rirkrit Tirav- anija sem er frá Taílandi og þess má geta að við erum einnig að kaupa verk eftir Cai Guo-Qiang, Ernesto Neto, Janet Cardiff og Ólaf Elíasson. En á sýningunni sem opnuð var á verkum hans í safninu í janúar sl. keyptum við eitt umfangs- mikið verk. Við eigum forgangskauprétt á ljósa- verki sem hann er að vinna að núna og sýna á í Fíladelfíu í sumar.“ Gunnar nefnir einnig að ný- verið hafi verið keypt verk eftir Jason Rhoades í Los Angeles – en verk eftir hann verður sýnt á Austurlandi í sumar, eins og fram hefur komið í tengslum við Listahátíð. Þessi nýkeyptu verk verða þungamiðjan á sumarsýningu safnsins í Ósló. Gunnar leggur þó áherslu á að finna megi skyldleika með öllum þeim listamönnum sem safnið beinir athygli sinni að um þessar mundir. „Skyldleikinn er ekki forsenda fyrir innkaup- unum en sýnir þó að okkar skilningur á hverjum og einum er dýpri en oft tíðkast í innkaupum. Við horfum til ákveðinnar hreyfingar og veljum þá úr sem eru þar í fararbroddi. Það voru fyrst Felix Gonzalez Torres og síðar Rirkrit Tirav- anija, sem opnuðu fyrir nýjar listrænar hug- myndir er franski heimspekingurinn Nicolas Bourriaud hefur fjallað ýtarlega um og nefnt, „esthetique relationelle“ [samskipta-fagur- fræði]. Þar er leitast við að gera áhorfandann að virkum þátttakanda í sköpunarferli verksins. Í mínum huga vinna t.d. listamenn á borð við Philippe Parreno, Pierre Huyge, Carsten Höll- er, Ernesto Neto og Ólafur Elíasson með áþekkar grunnhugmyndir þó þeir tjái þær og útfæri á ólíka vegu. Vel að merkja, á níunda ára- tugnum urðum við vitni að því að sameiginlegt myndmál listamanna, líkt og hjá popplista- mönnum hvarf. Nú vinna listamenn gjarnan samtímis með margar gerðir af myndmáli. Listamenn á níunda áratugnum og í byrjun nýrrar aldar eru náttúrulega allir að fjalla um fagurfræði og listhugtakið annar svegar út frá sínum persónulegu forsendum, en hins vegar eru þeir allir mjög uppteknir af því að virkja áhorfandann og gera hann meðvitaðan um sína eigin tilvist, hvort sem er í tengslum við lista- verkið eða metafórískt í stærra samhengi. Með því eru þeir ekki bara að hvetja hann til leiks, heldur að sýna fram á að listaverkið og þátttaka í listaverkinu hafi félagslega vísun og hlutverk. Listamaðurinn fær að sama skapi samfélagslegt hlutverk á nýjan leik.“ Ný staða sem á meira skylt við módernisma en póstmódernisma Þetta segir Gunnar vera nýja stöðu, „miðað við það sem gerðist t.d. á níunda áratugnum í kringum „appropriation“-listina, sem var mjög einangruð. Þessi póstmóderníska listhreyfing sem slík var nánast búin að segja skilið við sög- una; þrátt fyrir að menn tækju hluti og hug- myndir úr umhverfinu til eigin nota og endur- skoðunar. Það sem að Ólafur, Ernesto Neto og Tiravanija eru að gera, á í mínum huga meira skylt við módernismann að því leytinu, því mód- ernistar voru m.a. uppteknir af listamanninum sem félagslegum þátttakanda með hlutverk í þjóðfélaginu. Sem þátttakanda sem getur haft spurningar fram að færa varðandi umhverfið er hafa pólitískt vægi. Ólafur býr yfir mjög þróuðu hugmyndakerfi sem honum hefur tekist að út- færa sjónrænt með frumlegum hætti í stærra samhengi. Hann er meðvitaður um sögulegt samhengi verka sinna, en um leið upptekinn af því að brjóta hefðir á bak aftur. Ólafur end- urskilgreinir heildarsýn sína í nýtt félagslegt rými, þar sem hann býður upp á gagnvirk tengsl, tengsl er byggjast á samskiptum sem fyrirbrigði. Og án þess að við hér á safninu sem sagt skráum þessar stóru og umfangsmiklu tilhneig- ingar listheimsins í stærra samhengi þá leyfum við okkur að skoða listamenn innan ákveðins samhengis.“ Þegar Gunnar er inntur eftir því hvaða áhrif safn á borð við Astrup Fearnley hafi á annað safnastarf í Noregi segir hann það vera mjög áleitna spurningu. „Samanburðurinn við okkur er mjög erfiður fyrir önnur söfn í Ósló,“ við- urkennir hann. „Þar af leiðandi var ákveðin fjar- lægð á þetta safn til að byrja með, menn sögðu að þetta snerist bara um peninga og listin væri ekkert merkileg. Það var því vissulega andstaða í list- og safnaumhverfinu, því norski listheim- urinn átti í erfiðleikum með að staðsetja safnið í þeirra samhengi. Ekki síst vegna þess að mun- urinn á okkar innkaupamöguleikum og þeirra er svo feikilega mikill að það er ekki hægt að bera það saman. Astrup Fearnley-safnið er í raun fyrsta raunverulega einkalistasafnið í ann- ars fullkomlega ríkisreknu lista- og menningar- samfélagi, án nokkurs stuðnings frá opinberum aðilum. Við vinnum einnig dagsdaglega á virkan hátt í hinu alþjóðlega listumhverfi; við að skoða og kaupa og þess háttar. Okkar umsvif eru þannig að við erum að lána stóru söfnunum úti í heimi verk og vinnum með þeim að gerð sýn- inga. Við þekkjum einnig vel til annarra safnara og galleríista, svo tengsl okkar út á við eru miklu meiri en gengur og gerist í daglegum rekstri hefðbundinna safna í Noregi. Ég hef þó lagt mig allan fram við það að rækta sambönd við önnur söfn í Ósló, sérstaklega nýja ríkislista- safnið og vil að þau líti til okkar sem hluta af sinni framtíðarsýn.“ fbi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Gunnar, með Jeff Koons, í Listasafni Íslands, við verk hans „Höfrunginn“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.