Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.2004, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.2004, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MAÍ 2004 15 Næsta v ika menning@mbl.is Laugardagur Digraneskirkja kl. 14 Söngtónleikar með kirkjulegri tónlist, m.a. eftir Händel, Mozart, Sig- valda Kaldalóns og Jón Leifs. Flytjendur eru Katla Björk Rannversdóttir sópran og Pavel Manasek píanó. Fella- og Hólakirkja kl. 16 Gunnar Þorgeirsson óbóleikari, Pawel Panasiuk sellóleikari og Ag- nieszka Panasiuk píanóleik- ari flytja tónlist eftir Benjamin Britten, Cesar Franck og brasilísku tónskáldin João Guilherme Ripper og José Vieira Brandão. Norræna húsið kl. 16–18 Hópur listafólks frá Long- yearbyen á Svalbarða kynnir þetta norðlæga svæði í myndum, tónum og dansi. Fram koma barnakór, bland- aður kór fullorðinna, þjóð- dansarar og sirkusfólk. Þeir hópar sem standa að dag- skránni eru: Svalbardur, Longyearbyen blandakor, Polarleik, Polargospel, Sirkus Svalnardo og Svalbardmoll. Kringlan kl. 13 og 15 Myndlistarmaðurinn Maria Antal spilar hljóðverk sitt, „Geimskipið Kringlan“. Verk- ið tekur u.þ.b. 45 mín. í flutningi og verður spilað í hljóðkerfi Kringlunnar. Hluti af verkinu er í myndaformi: Rannsókn 1 og Rannsókn 2 og verður sá hluti sýndur á sjónvarpsskjá við verslun Skífunnar á 2. hæð. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsi kl. 15 Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir sýnir gjörninginn Hér og nú. Þóra Sólveig á verk á útskriftarsýn- ingu LHÍ. Kaffi Sólon, Bankastræti 7a kl. 17 Birgir Rafn Frið- riksson listmálari opnar sýningu sem samanstendur af átta olíumálverkum. Yfirskrift- in er „Landsbyggðarblús í borgarljósum“og fjallar um borgarupplifun fólks sem flyt- ur utan af landi til Reykjavík- ur. Birgir hefur starfað við myndlist síðan hann útskrif- aðist og er með vinnustofuna Helgidómurinn og Teits gall- erí sem nú er staðsett í Engi- hjalla 8 í Kópavogsbæ. Sýn- ingin stendur til 25. júní. Opið frá kl. 11 virka daga. Gallerí Klaustur, Skriðu- klaustri kl. 15 Belgíski listamaðurinn Bart Stolle, sem dvelur um þessar mundir í Klaustrinu, opnar sýningu á myndbandsverkum. Sýningin stendur til 10. júní. Kaffi Espresso, Spöng- inni, Grafarvogi Sigríður G. Sverrisdóttir, grafískur hönnuður/myndlistamaður, sýnir myndir, unnar með akríl á striga. Myndefnið á flestum myndunum eru kaffibollar. Sýningin stendur út júní. Sunnudagur Hótel Borg kl. 21 Hljóm- sveit Ómars Guðjónssonar heldur tónleika í Jazz- klúbbnum Múlanum. Flutt verður tónlist af fyrstu geisla- plötu Ómars, Varmaland. Hljómsveit Ómars er skipuð þeim Helga Svavari Helga- syni á trommur, Jóhanni Ás- mundssyni á bassa og Ósk- ari Guðjónssyni á saxófón. Mánudagur Hallgrímskirkja kl. 17 Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskels- sonar bjóða upp á perlur sem tónleikagestir hafa hrifist af í meðförum kórsins und- anfarin misseri. Í tilefni af Frakklandsferðinni syngur kórinn tónlist eftir Frans- mennina Olivier Messiaen og Maurice Duruflé, auk kafla úr frægri tveggja kóra messu Svisslendingsins Franks Mart- ins. Íslenskar perlur, m.a. eftir Báru Grímsdóttur og Hjálmar H. Ragnarsson, hljóma á tón- leikunum og einnig verk eftir norsku tónskáldin Trond Kverno og Knut Nystedt svo og Johann Sebastian Bach. Fimmtudagur Salurinn kl. 20 Píanóleik- arinn Aladár Rácz flytur verk eftir Johann Sebastian Bach, Wolfgang Ama- deus Mozart, Ludwig van Beethoven, Frédéric Chop- in, Franz Liszt, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sunleif Rasm- ussen (frumfl. á Íslandi), Igor Stravinsky, Béla Bartók, Arth- ur Benjamin og Dave Bru- beck. Katla Björk Rannversdóttir Aladár Rácz Verk eftir Birgi Rafn Morgunblaðið/Árni Torfason Hér æfa þau Zsigmond Lázár, Hjörleifur Valsson og Antonía Hevesi gleðitónlist. Fiðluleikararnir Hjör-leifur Valsson ogZsigmond Lázárbjóða uppá fiðluveislu í Hafnarborg kl. 20 í kvöld. Á dagskrá eru nokkrir fiðludúettar og einnig fiðlu- verk án undirleiks, flest allt á þjóðlegum nótum. Undirleikari og skipu- leggjandi tónleikanna er Antonía Hevesi píanóleikari. Antonía leiddi þá Zsig- mond og Hjörleif saman snemma í vetur en þá stóð til að halda þessa tónleika. En vegna anna varð að fresta þeim. „Nú var að hrökkva eða stökkva því Zsigmond er að fara af landi brott. Vonandi ekki fyrir fullt og fast því það er mikill fengur fyrir íslenskt tónlistarlíf að hafa jafn fjölhæfan og flink- an fiðluleikara innanborðs eins og Zsigmond er,“ segir Hjörleifur. Zsigmond Lázár hefur starfað sem kórstjóri, organisti og tónlistarkennari á Stöðvarfirði í vetur. Hann er kominn af gyðingaættum, fæddur í Ungverjalandi árið 1964. Hann hefur starfað við tónlist frá 18 ára aldri og hefur leikið á fiðlu með ýms- um hljómsveitum sem flutt hafa m.a. djass, heimstónlist, klezmertónlist og þjóðlaga- tónlist. Árið 1994 sigraði Zsigmond í kamm- ertónsmíðakeppni í Szeged í Ungverjalandi og fjölmörg verk eftir hann hafa verið flutt opinberlega síðan 1989. „Við ákváðum að halda tónleika í austur-evrópskum anda og verða skemmti- legheitin og léttleikinn í fyrirrúmi. Við djöflumst þarna alveg miskunnarlaust og nýtum orku okkar til hins ýtrasta. Zsigmond hefur rannsakað mjög djúpt aust- ur-evrópska þjóðlagahef og hina upprunalegu klezmer- tónlist. Hún er til í svo mörg- um myndum en það er ekki oft sem við fáum að heyra hina upprunalegu klezmer- tónlist.“ Er klezmertónlistin í tísku hjá Íslendingum nú um stundir? „Klezmertónlistin er að ganga í endurnýjun lífdaga víða um heim, en við Íslendingar höfum fram að þessu ekki þekkt mikið til hennar. Það halda jafnvel sumir að um sé að ræða nýja tónlistargerð. Það að hún er svona áberandi núna má kannski þakka versluninni 12 Tónum. Þar á bæ hefur mannskapurinn verið dug- legur að auka fjölbreytnina í geisladiskaúrvali landans. Ef til vill spegla vinsældir þessarar tónlistar líka þörf okkar fyrir að sleppa fram af okkur beislinu og verða ölv- uð af gleðitónlist.“ Hvað ætlið þið að flytja? „Við komum víða við og snertum á ýmsu. T.d. ætla ég að leika á léttum nótum göm- ul íslensk rímnalög sem Karl Ottó Runólfsson útsetti snemma á 20. öldinni. Þegar maður hlýðir á gamlar upptökur af fóki syngja rímur þá er það ekki beint ólgandi af þrótti, mæðutónn- inn og melankólían er allsráðandi. Þau bjóða samt alveg upp á léttari túlkun og ég nýti mér það. Kannski er það stílbrot, það kemur í ljós. Zsigmond leikur alda- gamalt ungverskt stef sem hann hefur útsett sjálfur. Við spilum saman rúmenskt sígaunalag sem heitir Lævirkinn. Verkið er mjög þekkt en útsetningarnar eru mjög mismunandi eftir svæðum. Í verkinu er heil- mikill dúókafli, fuglasöng- skafli, þar sem við spilumst á. Í hita ákallanna getur margt óvenjulegt gerst,“ segir Hjörleifur og hlær. „Við skiljum klassísku lögin ekki alfarið eftir heima því Zsigmond leikur þekktan Ungverskan dans eftir Brahms. Þá flytjum við verk eftir Smetana, Frá heima- landinu, það er saknaðaróð- ur til heimalandsins. Ekki má nú gleyma Paganini. Eft- ir hann flytjum við stutta sónötu. En það segir nú ekki alla söguna þó hún sé stutt, því það tekur næstum hálft lífið að læra verk Paganinis. Bela Bartók var ekki hægt að skilja eftir því hann vann svo merkilegt starf í þágu austur-evrópskrar tónlistar. Honum til heiðurs flytjum við Zsigmond dúett. Þá skellir Zsigmond sér til Kan- ada og flytur þaðan eld- hressa sveitatónlist.“ Þetta eru fyrst og fremst skemmtitónleikar og lofar Hjörleifur óvenjulegum tón- leikum. Sleppum fram af okk- ur beislinu STIKLA Fiðlutónleikar í Hafnarborg helgag@mbl.is Myndlist Gallerí Kambur: Mar- grete Sörensen og Torben Ebbesen frá Danmörku. Til 31. maí. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti: Ari Svav- arsson. Til 11. júní. Gerðarsafn: Íslensk mál- verk í einkaeign Dana. Til 20. júní. Gerðuberg: „Allar heims- ins konur“. Til 24. júní. Hafnarborg: Arngunnur Ýr. Ólöf Erla Bjarnadóttir. Halldóra Emilsdóttir. Til 7. júní. Hallgrímskirkja: Steinunn Þórarinsdóttir. Til 1. sept. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Kristín Ísleifs- dóttir. Til 30. júní. Hag- virkni, húsbúnaður eftir ís- lenska myndlistarmenn, 1904–2004. Til 20. júní. i8, Klapparstíg 33: Gabríela Friðriksdóttir. Til 26. júní. Íslensk grafík, Hafn- arhúsinu: Björg Þorsteins- dóttir. Til 30. maí. Kling og Bang, Lauga- vegi 23: David Askevold. Til 6. júní. Kirkjuhvolur, Akranesi: Erla B. Axelsdóttir. Til 6. júní. Listasafn Akureyri: Kenj- arnar eftir Goya. Til 14. júlí. Listasafn ASÍ: Magnús Sigurðarson og Ragnar Kjartansson. Til 6. júní. Listasafn Árnesinga: Handverk og hönnun. Cat- egory X. Hönnunarsýn- ingar. Til 30. maí. Listasafn Íslands: Í nær- mynd Close-up, bandarísk samtímalist. Til 27. júní. Listasafn Ísafjarðar: Guðbjörg Lind Jónsdóttir. Til 1. júní. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn: Mað- urinn og efnið. Yfirlitssýn- ing. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Útskriftarsýn- ing Listaháskóla Íslands 2004. Til 31. maí. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir: Francesco Clemente. Roni Horn. Til 22. ágúst. Listasafn Reykjanes- bæjar: Margrét Jónsdóttir. Til 20. júní. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Sigurjón Ólafsson í alfaraleið. Til 30. maí. Listhús Ófeigs, Skóla- vörðustíg: Sunna Sigurð- ardóttir. Til 6. júní. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Grófarhúsi: Finnsk samtímaljósmyndun. Til 29. ágúst. Mokka: Gunnar Scheving Thorsteinsson. Til 6. júní. Norræna húsið: Sigurður Þórir. Til 13. júní. Ráðhús Reykjavíkur: Sigrún Eldjárn. Til 31. maí. Safnasafnið, Svalbarðs- strönd: 11 nýjar sýningar. Safn – Laugavegi 37: Opið mið.–sun. kl. 14–18. Sumarsýning úr safnaeign. Margrét H. Blöndal. Til 20. júní. Leiðsögn alla laug- ardaga. Safn Ásgríms Jóns- sonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Skriðuklaustur: Fantasy Island. Samsýning 8 lista- manna. Til 25. júní. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Skáld mánaðar- ins: Sjón. Heimastjórn 1904. Þjóðminjasafnið – svona var það. Þjóðarbókhlaða: Heima- stjórn 100 ára. Sigríður Ás- geirsdóttir sýnir steint gler. Til 7. júní. Leiklist Þjóðleikhúsið: Edith Piaf, mið., fim., fös. Græna landið, fös. Borgarleikhúsið: Don Kí- kóti, fim. Chicago, lau., fös. Rómeó og Júlía, mið., fim., fös. Belgíska Kongó, sun. Sekt er kennd, fim. Nor- ræn gestaleiksýning: This is not my body, lau. VERIÐ velkomin í Árbæjarsafn Sum- arstarfsemi Árbæjarsafns hefst að þessu sinni á annan í hvítasunnu, mánudaginn 31. maí. Þá verður safnið opið kl. 10–17. Fjölbreytt dagskrá er í boði, hestvagn verður á ferð um safnsvæðið kl. 13–16 og klukkan 16 verður messa í gömlu safnkirkjunni. Sér- stök leikjadagskrá verður fyrir börnin eftir hádegi og teymt verður undir börnum við Árbæinn. Húsfreyjan í Árbæ bakar lummur í tilefni dagsins og handverksfólk verður á baðstofulofti við tóvinnu og roðskógerð. Í Dillonshúsi er veitingasala, þar er boðið upp á ljúffengar og þjóðlegar kaffiveitingar. Karl Jónatansson spilar á harmóníku við Árbæ og Dillonshús. Sumarið er komið í Árbæjarsafni Það er að jafnaði mikið um að vera á Árbæjarsafni yf- ir sumarið og gestum iðulega boðið upp á lummur. LEIKSÝNINGIN Rómeó og Júlía, sem sýnd er í Borg- arleikhúsinu, hefur fengið til liðs við sig leikkon- urnar Nönnu Kristínu Magnúsdóttur í hlutverk Ben- vólíós og Selmu Björnsdóttur í hlutverk frú Kapúlett. Sýningin verður á fjölunum fram að miðjan júní en þá heldur leikhópurinn utan til Þýskalands með leik- verkið Brim eftir Jón Atla Jónasson. Leikaraskipti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.