Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.2004, Síða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. júlí 2004
!
Gefum okkur að við séum að
sækja Reykjavík heim í fyrsta
sinn. Sé heppnin með okkur
er logn og myrkur við kom-
una. Rafmagnljósin í borginni
tengja manngert umhverfið
saman í eina órofa heild, og
myrkrið heldur utan um og
þéttir rýmið, svo það virðist sem borg-
in sé mun stærri og fjölmennari en
reyndin er. Sé ekið vestur Hringbraut-
ina í átt að gamla miðbænum ber mest
á tveimur upplýstum byggingum ann-
ars vegar Landspítalanum og hins veg-
ar Háskóla Íslands: stoltar byggingar
höfuðborgar, tákn sjálf-
ræðis og sterkrar menn-
ingar. Afar sannfær-
andi! Svo birtir af degi
og miskunnarleysi sólarinnar afhjúpar
fyrirferðarmikið net umferðarmann-
virkja, sem bugðast fram hjá einstaka
byggingu á stangli.
Á milli spítala og háskóla eru leifar
upprunalegs landslags og hersetuliðs
stríðsára: aumkunarverðar sinuþúfur,
drenskurðir og breiðar brautir flug-
vallar sem skera sér leið um víðfeðma
Vatnsmýrina. Massíf umferð bifreiða
er eins óyfirstíganleg og beljandi fljót
og byggingarnar handan við elginn
standa nánast brjóstumkennanlegar,
slitnar úr tengslum við þann skala -
eða mælikvarða - sem þær eru byggðar
fyrir; nefnilega mannslíkamann.
Aðalinngangur Háskólans virðist nú
agnarsmár í samanburði við víðfeðmi
bílastæðanna fyrir framan hann, og
Landspítalinn heldur niðri í sér and-
anum fyrir ákafa umferðarþungans,
enginn á leið um upprunalegan aðal-
inngang spítalans, sem einhvern tím-
ann hefur verið mikilúðlegur í sam-
ræmi við klassískan stílinn, trjágöng
og hvaðeina, en endar nú halaklipptur
á grænmálaðri stoppistöð strætis-
vagna, sem enginn notar. Því allir fara
um á sínum eigin bílum. Næsta
óárennilegt virðist að ætla sér að
stofna til nánari kynna við þessa borg
óvarinn á tveimur jafnfljótum.
Og þessar vikurnar er verið að bæta
um betur. Enn á að auka veg bifreiða í
lítilli borg á hjara veraldar með meira
malbiki, fleiri akreinum, skiltum og
umferðarljósum til viðbótar þeim sem
fyrir eru. Á stuttum kafla Hring-
brautar sem liggur milli Miklatúns og
Melatorgs er verið að framkvæma fyrir
fé (skatt-) borgaranna verulega vafa-
sama breikkun götunnar, svo næsta
ómögulegt er að sjá að einhvern tím-
ann geti orðið mannvænleg borg á
þessum stað.
En hvert er verið að fara? Og hvað-
an? Hvað er það sem rökstyður átta
akreina bílabraut inni í miðri borg?
Hvað réttlætir að þetta ágæta land sé
hernumið undir bíla, löngu eftir að
hugmyndafræði módernismans hefur
verið afskrifuð sem eyðileggjandi þátt-
ur í borgarskipulagi annars staðar?
Það má kannski reka vandræðagang
Reykjavíkur sem byggðrar borgar til
nærveru sláandi sterkrar náttúrunnar
allt um kring. Borgin lendir alltaf í
öðru sæti í samkeppni sinni við faðm-
lög Bláfjallahringsins, haustliti Þing-
valla, aðdráttarafl Snæfellsjökuls
handan flóans osvfrv. Og kannski má
líkja stöðu hins manngerða umhverfis
við ungling; eftir langdregna barnæsku
ósjálfstæðis og hafta einkenna sjón-
arsviðið miklir vaxtarverkir, leitandi og
óörugg sjálfsímynd, hömlulaus kraftur
og bjartsýni, en lítið um íhygli eða
langtímaplön.
En borgir eru frá fornu fari birting-
armynd siðmenningar. Og fólkið er
borgin. Ekki bílar og flugvélar og um-
ferðarljós. Þótt það glepji augað í nótt-
inni.
Hringbraut:
Sjálfsímynd
staðar
Eftir Guju Dögg
Hauksdóttur
gujadogg@lhi.is
Guja Dögg Hauksdóttir er sjálfstæður arkitekt og
kennari í arkitektúr. Hún hefur unnið í ýmsa
miðla byggingarefna, texta, mynda, sjónvarps og
útvarps við að túlka skynjun og skilning í gegn-
um byggingarlist. Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100 Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111
netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.
I Hvers vegna hefur maður það á tilfinning-unni að gáfumenn eða vitundarverðirnir
svokölluðu, hinir velmeinandi hugsjónamenn
úr röðum háskólamanna, fræðimanna, lista-
manna og gagnrýnenda, séu ekki eins áber-
andi í samfélagsumræðunni og þeir voru
lengst af á síðustu öld? Sennilega er ekkert
einhlítt svar til við þessari spurningu. Árið
1987 hélt pólski félagsfræðingurinn Zygmunt
Bauman því fram að vitund-
arverðirnir gegndu ekki
lengur neinu hlutverki við að móta þekkinguna
og (sið)menningarleg gildi. Ástæðuna taldi
hann vera ákveðna tækni- eða vísindahyggju í
rekstri hins opinbera. Hin húmaníska um-
ræðuhefð væri ekki lengur nauðsynleg og
varla æskileg við lausn vandamála sem upp
kynnu að koma í samfélögum manna. Til þess
væru ráðnir sérfræðingar og vísindamenn af
öllu hugsanlegu tagi, hinir svokölluðu teknók-
ratar. Þessi skýring kemur að minnsta kosti
heim og saman við það að almenn umræða um
þjóðfélagsleg vandamál eða viðfangsefni virð-
ist hafa tilhneigingu til að einangrast innan í
litlum kreðsum. Gott dæmi eru misheppnaðar
tilraunir hugsjónafólks um betra borgar-
skipulag til þess að taka þátt í mótun hug-
mynda um legu Hringbrautarinnar í Reykja-
vík. Annað gott dæmi eru óljósar deilur
lögfræðinga undanfarið um stjórnarskrána.
II Gullöld vitundarvarðanna var sennilegasjöundi áratugurinn og kannski má halda
því fram að þeir hafi dregið sig í hlé eftir að
draumar og vonir blómatímans dofnuðu eða
brustu hver á fætur annarri á áttunda og ní-
unda áratugnum. Hugsanlega situr það í þeim
að hugmyndafræðileg róttækni beið skipbrot í
lok síðustu aldar en vitundarvörðurinn var rót-
tækur í eðli sínu. Hugsanlega hefur vitund-
arvörðunum einfaldlega ekki tekist að hasla
sér völl í nýjum og breyttum heimi sem ein-
kennist síður af hugmyndafræðilegum átökum
og hugsjónabaráttu en hagsmunagæslu, um-
sýslu með völd, peninga og sérfræðiálit, stöðu-
baráttu og ímyndarmótun. Og að vissu leyti
hafa vitundarverðirnir ekki lengur jafn skýra
stöðu eða ímynd og áður. Þeir voru til dæmis
lykillinn að skilningi okkar á ákveðnum menn-
ingarsögulegum grundvallartextum en eftir að
múrarnir milli há- og lágmenningar voru rifnir
niður hafa þeir ekkert slíkt túlkunarlegt for-
ræði. Umráðasvæði eða umræðusvæði vitund-
arvarðanna er með öðrum orðum á reiki. Þetta
er kannski aðalskýringin á langdregnum,
óljósum og óskipulegum deilum um íslensku
stjórnarskrána að undanförnu. Þar eru skilin á
milli sérfræðiálita og hugsjóna ekki alltaf
skýr. Fyrir vikið er hið túlkunarlega forræði í
uppnámi. Það er ómögulegt að vita hverju á að
treysta.
III Í Lesbók í dag eru tvær greinar semfjalla með einum eða öðrum hætti um
hlutverk vitundarvarðanna. Birt er viðtal við
Adriano Sofri, fyrrum leiðtoga ítölsku samtak-
anna Lotta Continua sem stundum hafa verið
kennd við námsmannauppreisnina 1968, en
Sofri afplánar 22 ára refsidóm fyrir orð sem
hann á að hafa sagt í tveggja manna tali árið
1972. Sofri lítur svo á að uppreisnar- og hug-
sjónamenn sjöunda áratugarins hafi ekki verið
sigraðir heldur hafi þeir „beðið virðingarverð
gjaldþrot“. Að hans mati heldur baráttan
áfram enda sé hún göfug í sjálfri sér. Í grein
eftir François Ricard er aftur á móti spurt
hvers vegna ljóðskáld séu orðin að kvakandi
hópsálum.
Neðanmáls
Egóið er ímynd. Við búum til ímynd um það, hvað við eigum að veraog hvað við getum verið. Ímyndin er alltaf tilbúningur og sam-ræmist ekki hlutveruleikanum, jafnvel þótt hann sé ekki álitinn
blekking, því alltaf er um ýkjur að ræða. Þessi ímynd hefur afgerandi
áhrif á persónuleikann. Það fer eftir áhugasviði okkar og markmiðum,
hvað er ýkt. Ímyndin og markmiðin haldast í hendur. Raunsjálfið, atman,
verður þá alloft fyrirlitlegt, og þar sem ekki er á það horft frá sjónarmiði
veruleikans, heldur ímyndunar og óskhyggju, verður viðhorfið til þess
óraunhæft og fráhrindandi. Hugsjónir eru nauðsynlegar öllum þroska og
þróun, en sjálfsímyndin er gagnstætt hugsjónum og háleitum mark-
miðum venjulega óbreytileg og stöðnuð, föst hugmynd, sem við höfum dá-
læti á. Sjálfsímyndin stendur oftast í vegi fyrir þroska, því hún ýmist af-
neitar göllum okkar eða fordæmir þá. Hugsjónir fela í sér viðurkenningu
og lítillæti, en sjálfsímyndin er drambsöm. Sjálfsímyndin er kjarni egos-
ins, sem erfitt er að uppræta og okkur veitist jafnvel mjög erfitt að draga
úr henni. Hún er að margra dómi mesta fyrirstaðan á leið til þroska. […]
Okkur er því nauðsynlegt að vera meðvituð um sjálfsímynd okkar í
smáatriðum, skilja hlutverk hennar og gildi og finna, hversu mikið við
þjáumst undir henni. Þá sjáum við, að hún er of dýru verði keypt.
Jón L. Arnalds
Speki.net www.speki.net
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sjálfsímynd Íslendinga?
Egóið er ímynd
Já, ég er enn og aftur lagstur í lestur áskringilegasta dagblaði landsins, DV. Ílofgreininni „Sumarsveiflan í ár: Ríf-andi gangur í DV“ reyna blaðamenn
DV að varpa ljósi á verðskuldaða velgengni
blaðsins og leita í þeim tilgangi til þriggja versl-
unarmanna á höfuðborgarsvæðinu og lands-
byggðinni: „Það tók fólk tíma að fatta þessa
blaðamennsku sem DV bauð upp á þegar blaðið
var endurreist. […] Fólk missir af miklu ef það
sér ekki DV og er varla samræðuhæft. Blaðið
er með allt aðrar fréttir
en aðrir og án DV myndi
fólk einfaldlega ekki vita
af öllu því sem í gangi er
og greint er skilmerki-
lega frá í DV. Heimssýnin væri allt önnur og fá-
tæklegri“ er haft eftir einum þeirra. Undir
þetta tekur annar ritstjóri blaðsins, Mikael
Torfason: „Það er gleðilegt að finna þennan
meðbyr og ekki síður hitt að lesendur kunni að
meta þann spegil samtíðar sem við bjóðum upp
á dag eftir dag […] Við vissum hvað við vildum
strax í upphafi og nú virðast lesendur deila
þeirri upplifun með okkur“ (DV 20.7.) Hvers
konar upplifunum um land og þjóð og hvers
konar heimssýn miðlar svo blaðið?
Einn samtímaspegill blaðsins snýst um illsku
mannanna, hættur stórborgarlífsins, þá firr-
ingu sem leynist undir yfirborðinu ef grannt er
skoðað. Þessum spegli var á vormánuðum beint
að líkmönnunum svokölluðu, sem sökktu félaga
sínum í vota gröf við bryggjuna í Neskaupstað.
Nú síðustu daga hefur hvarfið á Sri Rahmawati
og yfirheyrslurnar yfir grunuðum morðingja
hennar skipað stóran sess í blaðinu. Og það er
ekki laust við að lesendurnir séu farnir að deila
heimssýn DV-manna með þeim. Um daginn
birtist frétt af því að unglingar væru farnir að
taka ljósmyndir af sér fyrir framan húsið þar
sem Sri var hugsanlega myrt.
Síðastliðinn mánudag birtist heilsíðufrétt í
DV um áflog tveggja drykkjumanna á Austur-
velli undir fyrirsögninni: „FÓLK SKEMMTI
SÉR YFIR BARSMÍÐUM Í BLÍÐUNNI“.
Fréttinni er ætlað að varpa ljósi á tilfinninga-
legan kulda reykvískrar alþýðu sem fylgist af
áhuga með misþyrmingum á almannafæri, rétt
eins og gerist í útlöndum: „Túnið var troðfullt
að fólki sem virtist ekki brugðið, lá hið róleg-
asta og fylgdist með manninum dúndra hverju
högginu á fætur öðru í andlitið á hinum mann-
inum sem gat sig hvergi hreyft. Ekki var
náungakærleikurinn mikill þar sem fólk virtist
skemmta sér ágætlega yfir barsmíðunum, ein-
staka maður stóð upp og tók mynd af félögun-
um sem veltust um í túninu. Ekki virtist nokkur
hafa áhuga á að reyna að stöðva barsmíðarnar.
Horfðu bara á þetta eins og box á sjónvarps-
stöðinni Sýn“ (DV 19.7.)
Fréttinni fylgja margar myndir af áflogun-
um, en erfitt er að tengja þær frásögn blaða-
mannsins. Í ljósi þess að verið er að misþyrma
manni á Austurvelli er t.a.m. afar sérkennilegt
að sjá ungu konuna sem situr tvo til þrjá metra
fyrir aftan slagsmálahundana á stærstu mynd-
inni, en hún horfir ekki einu sinni í átt til þeirra
á meðan hún talar í símann sinn. Af hverju
reynir hún ekki að forða sér? Og af hverju horf-
ir enginn þeirra fimm einstaklinga sem sitja
næst áflogunum á drykkjumennina? Á stóru
myndinni er einungis hægt að fullyrða að fjórir
einstaklingar af um þrjátíu horfi hugsanlega á
áflogin, ef þeir eru þá ekki að horfa á ljósmynd-
ara DV að störfum við að festa á filmu grimmd-
areðli Reykvíkinga.
Margar myndanna á síðunni eru hugsaðar
sem viðbragðaskot og er ætlað að fanga lág-
kúrulegt eðli áhorfendanna. Skýringartextinn
er þannig þrunginn kjánalegri vandlætingu: „Ís
og slagsmál. Þessi eldri maður borðaði ís á með-
an hann fylgdist með misþyrmingunum“; eða:
„Sólarstúlkur. Ungar stúlkur sleiktu sólina á
Austurvelli á meðan mennirnir börðust.“ Hvað
merkja þessir textar og myndirnar sem fylgja
þeim? Varpar ís mannsins frekara ljósi á illt
innræti hans? Lýsir það einstöku kaldlyndi að
halda á matvælum þegar slagsmál brjótast út?
Í smásögunni „Ýlfur hýddra hunda“ (1973)
reynir bandaríski rithöfundurinn Harlan Elli-
son að varpa ljósi á hræðilegt morð Catherine
Genovese í New York 13. mars 1964 en henni
var nauðgað á hrottafenginn hátt og hún síðan
stungin fjölmörgum sinnum. Það tók morðingj-
ann meira en hálftíma að ljúka hryllilegu ætl-
unarverki sínu og á meðan fylgdust 38 ná-
grannar Catherine með öllu saman án þess að
nokkur hringdi á lögregluna. Sumir drógu jafn-
vel stóla sína að gluggunum svo þeir þreyttust
ekki í fótunum á meðan lífið var murkað úr
Catherine. Smásagan „Ýlfur hýddra hunda“ er
stúdía í illsku þar sem Ellison reynir að gera
sér grein fyrir orsökunum sem liggja að baki
athafnaleysi íbúanna, frumstæðu og ægilegu
afli stórborgarinnar sem setur svip sinn á
mannlífið. Eitthvað þessu líkt hefur fréttamað-
ur DV eflaust viljað fanga á meðan rónarnir
hnoðuðust í grasinu á Austurvelli: „Fólk hafði
orð á því að stemningin væri engu lík eins og í
miðborg stórborgar í útlöndum, margt
skemmtilegt í gangi en svo náttúrlega alltaf
eitthvað leiðinlegt sem líka er hægt að
skemmta sér yfir.“
Ofangreind frásögn er ágætt dæmi um það
yfirborðslíf sem DV miðlar á síðum sínum og
kássast jafnan lítið upp á íslenskan veruleika.
Vandlætingartónninn sem einkennir fréttina
alla stendur líka svolítið í mér. Fréttina af
slagsmálunum á Austurvelli má nefnilega
greina sem táknsögu fyrir ritstjórnarstefnu
blaðsins. Dag eftir dag birtast þar svívirðingar
um nafngreinda einstaklinga í formi viðtala þar
sem allt er látið gossa og andstæðingum er gef-
ið rækilega á kjaftinn. Þeir niðurlægðu fá svo
tækifæri til að svara fyrir sig í næsta blaði. Allt
er þetta gert til þess að örva söluna á blaðinu,
peningar fyrir blóð. Og kannski skapar þessi
nýi stíll nýja lesendur með tímanum – og
kannski nýja áhorfendur líka?
Blóðbað á Austurvelli
’Ofangreind frásögn er ágætt dæmi um það yfirborðslífsem DV miðlar á síðum sínum og kássast jafnan lítið
upp á íslenskan veruleika.‘
Fjölmiðlar
eftir Guðna Elísson
gudnieli@hi.is