Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.2004, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. júlí 2004
!! !!
"# $
%
&
'
( )
( * '
(
&( + $
%
*
,
' ( $
%
'
&
( -
, )
( .
( +
$
%
( $/
,
0
(
(
$
%
,
, '
( 1 ,
!
( 2
'
'
,
'
( $
%
*
/3
,
( "
,
&
&3
&
'4 + &
'
( 5
(
$
%
6 '
/ '
( ,
$
%
6
'
'
'
'
( +
$
%
( 7&
/
, '
8
( 0 ( " $
%
*
2 0 ,
&
$
%
8
( 0( 9
3 *3 9 &(
S
vo fjalla megi um bókmenntir
kvenna í Rómönsku-Ameríku á
síðasta áratug er nauðsynlegt að
rifja upp að á árunum uppúr 1970
notuðu rithöfundar álfunnar
kímnigáfu og skopstælingar til
að koma óvæginni pólitískri samfélagsádeilu á
framfæri. Konur í hópi rithöfunda afmáðu að-
greiningu einkalífs og opinbers lífs og beindu
sjónum sínum að konum sem kynverum. Rit-
verk kvenna frá þessum árum eru meinhæðin,
hvöss og gagnrýni þeirra beindist gegn
rótgróinni kvennakúgun og hugmyndum
feðraveldisins, þar sem for-
ræðishyggja karla er sam-
þykkt og réttlætt.
Í bókmenntum níunda ára-
tugarins er tekist á við vaxandi uppgang ein-
ræðisstjórna og valdbeitingu einræðisherra
víða um álfuna. Fjölbreyttari stjórnarhættir
fyrri tíma hverfa með öllu og píramítafyrir-
komulag valdsins, hornsteinn feðraveldis-
hugmyndarinnar, gegnsýrir samfélagið.
Menntamenn og rithöfundar verða öflugir
talsmenn andófs og mótmæla. Margir þeirra
láta lífið fyrir skoðanir sínar á meðan aðrir
verða fórnarlömb ofsókna og pyntinga. Bók-
menntirnar verða einn helsti vettvangur þjóð-
félagsgagnrýni og fjalla um andlegar og
líkamlegar afleiðingar þessara aðstæðna. Með
flóknum leikfléttum og marguppbrotnum
textum gera rithöfundarnir tilraun til að fela
boðskap sinn fyrir ritskoðun og mörg þessara
verka eru gefin út erlendis. Textarnir koma
gjarnan tilfinningalegu róti á lesandann því
hann upplifir ógnina og vanmátt sögupersón-
unnar gagnvart kringumstæðum sínum.
Á níunda áratugnum losnar ögn um heljar-
tök herstjórna og einhverskonar lýðræðis-
stjórnir taka víðast hvar við völdum. Á fyrri-
hluta áratugarins einskorðast bókmenntirnar
mjög við ofsóknir og pyntingar en á síðari
hluta hans losnar ögn um. Þá koma fram á
sjónarsviðið skáldkonur sem spyrja áleitinna
spurninga um hlutverk og stöðu kvenna á
þessum nýju tímum þar sem hinir svokölluðu
vinstrimenn og fjölbreyttar fylkingar jafn-
aðarmanna viðhalda viðteknum viðhorfum til
hlutverka kynjanna og kynjamisréttis. Litlar
breytingar verða á lífi kvenna því einræði
karla við ákvörðunartöku er enn við lýði. Kon-
urnar gagnrýna hvernig samfélagsvefurinn
heldur áfram að mótast án þess að tillit sé tek-
ið til virkari þátttöku þeirra í stjórn- og at-
vinnumálum. Þær lýsa erfiðleikum þeirra sem
þora að brjóta upp viðteknar venjur og ríkj-
andi hefðir. Þær trúa á mátt sinn og megin og
vilja verða þátttakendur í uppbyggingu nýrr-
ar samfélagsgerðar. Það eru þessar skáldkon-
ur sem ögra umhverfi sínu og boða nýja tíma.
Syðst í álfunni koma fram á sjónarsviðið
þær Diamela Eltit í Chíle og Susana Silvestre
í Argentínu og fjalla þær um stöðu kvenna –
þó á ólíkan hátt sé. Diamela Eltit (f. 1947) kom
fram á listasviðið á árunum eftir valdarán
hersins 1973 og hefur frumleg og vitsmunaleg
rödd hennar verið áberandi æ síðan. Í skáld-
sögum eins og Fjórði heimurinn (El cuarto
mundo, l988), Heilög kýr (Vaca sagrada,
1992), Eftirlitsmennirnir (Los vigilantes, l994)
og Vinnumenn dauðans (Los trabajadores de
la muerte, 1998) ögrar hún viðteknum hefðum
og gildum, auk þess sem hún gagnrýnir
chileskt samfélag. Hún gefur þöglu andófi
lágstéttarinnar frammi fyrir skipunartóni
hersins nýtt vægi og hlutverk. Þögnin verður í
verkum hennar ögrandi uppspretta sam-
félagsóróa þar sem vald og kyn eru ekki að-
skilin. Eltit fjallar um hið kvenlega sem menn-
ingarlegan tilbúning hins einsýna karllæga
yfirvalds og hið kvenlega er tákn þeirra sem
kúgaðir eru af miðstýrðum valdakerfum.
Sögupersónur hennar eru fulltrúar þeirra sem
engin áhrif hafa og hún bregður upp myndum
af kúguðum meðlimum fyrirmyndarfjölskyldu
hins kaþólska einráða föður og lætur þá engj-
ast í ofbeldi, sifjaspellum, sjúkdómum og
dauða.
Táknrænn vettvangur valdabaráttu
kynjana verður móðurlíf kúgaðrar konu þar
sem ófæddir tvíburar, stúlka og drengur, tak-
ast á um athygli og yfirráð frá getnaði til fæð-
ingar. Ofbeldisfull og stöðug átök systkinanna
endurspegla samfélag þar sem hann nýtur
kyns síns en hún geldur þess. Frá fæðingu til
unglingsára er misrétti kynjanna smám sam-
an fest í sessi á sama tíma og ætlast er til að
þau lifi í sátt og samlyndi. Þegar systkinin
sættast að lokum og sameinast sem karl og
kona í sinni fyrstu kynlífstilraun eru þau að-
skilin með valdi, fordæmd og smáð vegna
Samtímabókmenntir
kvenna Rómönsku-
Ameríku
Eftir Hólmfríði
Garðarsdóttur
holmfr@hi.is
Bókmenntirnar hafa verið einn helsti vett-
vangur þjóðfélagsgagnrýni í Rómönsku
Ameríku síðustu áratugi segir í síðari grein
um bókmenntir þessa heimshluta. Þær fjalla
um andlegar og líkamlegar afleiðingar bágs
stjórnarfars og efnahagsástands. Ritverk
kvenna frá þessum árum eru meinhæðin,
hvöss og gagnrýni þeirra beinist gegn rót-
gróinni kvennakúgun og hugmyndum feðra-
veldisins, þar sem forræðishyggja karla er
samþykkt og réttlætt.
Af öryggi
og áræði