Lesbók Morgunblaðsins - 24.07.2004, Qupperneq 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 24. júlí 2004 | 13
Eins og sagt var frá hér fyrirtveimur vikum er von á svana-
söng Elliotts heitins Smiths í haust,
en hann lést á síðasta ári á meðan
hann var að vinna að plötunni Songs
from a Base-
ment on the
Hill. Nú er
komið í ljós að
Anti-Records
gefur út plötuna
19. október og
að á henni verða
15 lög:
„Coast to
Coast“, „Let’s
Get Lost“,
„Pretty (Ugly Before)“, „Don’t Go
Down“, „Strung Out Again“, „Fond
Farewell“, „King’s Crossing“, „Ost-
riches & Chirping“, „Twilight“, „A
Passing Feeling“, „Last Hour“,
„Shooting Star“,
„Memory Lane“,
„Little One“ og „A
Distorted Reality Is
Now a Necessity to Be Free“.
Smith eyddi síðustu fjórum árum
ævi sinnar í að semja lögin fyrir
plötuna, og urðu þau alls 34 talsins,
þannig að nítján lög komust ekki á
plötuna og óljóst er hvort þau muni
líta dagsins ljós.
Írsku baðstrandardrengirnir í TheThrills, sem gerðu garðinn fræg-
an með lögunum „Big Sur“ og
„Don’t Steal Our Sun“ á síðasta ári,
eru nú tilbúnir með nýja plötu. Sú
plata mun bera heitið Let’s Bottle
Bohemia og á henni verða tíu lög.
Fyrsta smáskífan heitir „Whatever
Happened to Corey Haim?“ og kem-
ur út 30. ágúst. Platan sjálf kemur í
búðir tveimur vikum síðar, 13. sept-
ember.
Kunnugir segja að Let’s Bottle
Bohemia sé heilsteyptari en fyrsta
platan, So Much for the City, en hún
þótti gloppótt þótt inn á milli glitti í
mikla snilld. Piltarnir í The Thrills
fara ekki dult með áhrifavalda sína
og segja að tónlistin eigi að minna á
sólbakaða vesturströnd Bandaríkj-
anna á sjöunda áratugnum. Röddun
þeirra félaga þykir minna mjög á
þarlendar sveitir þess tímabils, eins
og til að mynda Beach Boys.
Will Oldham situr ekki auðumhöndum þessa dagana. Fyrr á
þessu ári sendi hann frá sér plötuna
Greatest Palace Music, sem ýmsum
þótti standa undir nafni. Nú er nýtt
efni á leiðinni frá söngvaskáldinu,
breiðskífa í haust. Nafn er ekki kom-
ið á plötuna, en
að sögn verða
höfundar „Bon-
nie „Prince“
Billy & The
Wolfman“.
Ekki er vitað
hvort „The
Wolfman“ er
nýtt dulnefni
Oldhams eða
allt annar lista-
maður.
Að auki er nú komin út stuttskífan
Pebbles and Ripples, en Oldham á
helming laganna á skífunni, á móti
þjóðlagarokkurunum í Brightblack.
Á plötunni, sem áður var aðeins til
sölu á tónleikum Oldhams og Brig-
htblack, flytur Oldham þrjú lög. Eitt
er eftir Grateful Dead, annað eftir
Bob Marley og hið þriðja eftir Old-
ham sjálfan.
Will Oldham er upptekinn við
kvikmyndaleik nú um stundir, en
hann tók að sér að fara með hlutverk
í myndinni The Guatemalan Hand-
shake.
Erlend
tónlist
Elliott Smith
The Thrills.
Will Oldham
Sköpunarkraftur hljómsveitarinnar Queennáði hámarki árið 1974. Það ár komu úttvær plötur með hljómsveitinni, Queen IIog sú sem hér er til umfjöllunar, meist-
araverkið Sheer Heart Attack. Aðeins liðu átta
mánuðir á milli Queen II og Sheer Heart Attack,
aðallega vegna þess að hljómsveitin neyddist til að
hætta á tónleikaferðalagi um Bandaríkin vegna
lifrarbólgu gítarleikarans Brians Mays.
May samdi reyndar eitt lífseigasta lagið á plöt-
unni, rokklagið „Now I’m Here“, um þetta tón-
leikaferðalag með hljóm-
sveitinni Mott the Hoople,
sem nýlega hafði nýlega
fengið endurnýjun lífdaga
með Bowie-laginu „All the
Young Dudes“. „…down in
the city just Hoople and me“ segir í textanum.
Sheer Heart Attack markaði tímamót hjá
Queen. Fyrsta platan, Queen, hafði komið út árið
áður og ekki vakið mikla athygli. Tónlistin var að
mestu leyti rokk með dulrænu ívafi. Queen II,
sem kom út í apríl árið 1974, var sennilega
þyngsta plata sveitarinnar; á henni voru epísk
rokkævintýri af álfum, risum og öðrum kynjaver-
um. Með Queen II sló hljómsveitin loksins í gegn í
Bretlandi; platan náði fimmta sæti breska listans
og lagið „Seven Seas of Rhye“ komst í tíunda sæti
smáskífulistans.
Stóri draumurinn, um að slá í gegn í Bandaríkj-
unum, var þó enn bara draumur. Sheer Heart Att-
ack reyndist stórt skref í áttina til þess að láta
hann rætast. Platan vakti mikla athygli vest-
anhafs, auk þess að ná öðru sæti breska listans.
Lagið „Killer Queen“, sennilega fyrsta hreinrækt-
aða popplag Queen, náði líka öðru sæti í Bret-
landi. Mikilvægum fræjum hafði verið sáð í
Bandaríkjunum, sem féllu svo kylliflöt þegar A
Night at the Opera kom ári seinna, í desember
1975, með „magnum opus“ sveitarinnar, lagið
„Bohemian Rhapsody“.
Það verður að viðurkennast að undirrituðum
þótti hreint unaðslegt að endurnýja kynni sín við
Sheer Heart Attack, eftir að hafa gefið Queen allt
of langt frí frá geislaspilaranum. Kórinn sem þeir
félagar mynda í fyrsta laginu, „Brighton Rock“,
minnir mann á hversu einstök sveit Queen var.
„Killer Queen “ er auðvitað fullkomið popplag úr
smiðju Mercurys og svo tekur við frábær laga-
syrpa, „Tenement Funster“ eftir Taylor, „Flick of
the Wrist“ eftir Mercury og „Lily of the Valley“,
líka eftir Mercury. Þvílíkur frumleiki, þvílík tón-
listargáfa.
Þá kemur fyrrnefnt „Now I’m Here“ eftir May,
„In the Lap of the Gods“, snilldarlag eftir Merc-
ury, sem þrátt fyrir allt var mesta náttúrubarnið í
tónlist innan sveitarinnar. Við tekur „Stone Cold
Crazy“, sem Metallica tók síðan upp á sína arma,
ballaðan „Dear Friends“ eftir May og þá hið of-
urlétta „Misfire“ eftir bassaleikann Deacon.
„Bring Back That Leroy Brown“ sýnir hversu
hæfileikaríkur Mercury var, því lagið er eins og
klippt úr söngleik frá fjórða áratugnum. May sýn-
ir ást sína í laginu „She Makes Me (Stormtrooper
in Stilettos)“ og Mercury bindur endahnútinn á
plötuna með „In the Lap of the Gods… Re-
visited“. Þvílík plata.
Hjartaáfall sem endist
Poppklassík
eftir Ívar Pál
Jónsson
ivarpall@mbl.is
F
yrirsögn þessarar greinar vísar í
aðra grein um The Shins, sem birt-
ist fyrir stuttu í bresku rokk-
biblíunni Mojo. Þar leikur grein-
arhöfundur sér að
ofurmennabókmenntum og talar
um að The Shins hafi bjargað nýbylgjurokkinu líkt
og Ofurmennið bjargaði heiminum („The Shins –
save indie rock!“ segir á forsíðu blaðsins). Með-
limir eru svo klæddir upp sem Robin, Ofurmennið,
Kóngulóarmaðurinn og Leðurblökumaðurinn í
myndunum sem fylgja greininni!
Gífuryrði eru fyrir löngu orðin lenska í rokk- og
poppblaðamennsku og nauðsynlegt að taka slíku
af fyllstu varúð. En það er nú einu sinni svo að
breiðskífur Shins til þessa,
Oh, Inverted World (’01) og
Chutes Too Narrow (’03) eru
framúrskarandi verk, báðar
klassískar „indí“-rokk plötur, nýbylgja í sínu tær-
asta formi. Einfaldlega frábærar plötur.
Lög Shins eru einkar melódísk og minna á
blómanýbylgjuna og gítarrokkið sem einkenndi
bresk bönd eins og House of Love, Pastels og fyrri
tíma My Bloody Valentine. Það er einhver Creat-
ionblær yfir sveitinni, en hið fornfræga merki Alan
McGee, mannsins sem uppgötvaði Oasis, dældi frá
viðkvæmnislegri og innhverfri nýbylgju á ára-
bilinu ’82 til ’86 eða þar um bil. Þá er Shins einnig
undir ómeðvituðum áhrifum frá hinni draum-
kenndu sýrunýbylgju sem nýsjálensk bönd eins og
The Verlaines og The Chills voru að gera á níunda
áratugnum, hljómur sem kenndur er við útgáfuna
Flying Nun. Ómeðvitaður því að þeir Crandall og
Hernandez könnuðust ekki við þær sveitir þó að
þeir þekktu útgáfuna. En úr því ætluðu þeir að
bæta hið snarasta.
Fyrri platan er ömurleg
Marty Crandall, hljómborðs- og gítarleikarinn, er
auðsýnilega grallaraspóinn í bandinu sem er dálít-
ið einkennilegt því að það var hann sem leiddi
bandið á sviðinu. Venjulega eru leiðtogarnir þessir
alvarlegu og trúðarnir á bakvið trommusettið.
Hann ræður sér ekki fyrir kæti og er greinilega
í skýjunum yfir því að vera að spila á Hróarskeldu.
Hernandez er rólegri, en engu að síður viðræðu-
góður. Báðir búa þeir yfir þægilegri nálægð og
spjallið er áreynslulaust.
„Mér finnst fyrri platan ömurleg. En ég er hrif-
in af nýju plötunni,“ segir Crandall, hressilega
hreinskilinn, þegar blaðamaður spyr hvað þeim
finnist sjálfum um þessar tvær plötur sem linnu-
laust hefur verið hampað undanfarin misseri.
„Þegar seinni platan kom út fór allt í gang,“
bætir Hernandez við. „Ég verð þó að játa að mér
finnst við hafa unnið fyrir þessu umtali. Sumar
hljómsveitir eiga ekki innstæðu fyrir þessu.“
The Shins var stofnuð fyrir heilum sjö árum en
hefur í raun harkað síðan 1992 en þá stofnaði
söngvarinn, gítarleikarinn og lagahöfundurinn
James Mercer hljómsveitina Flake (síðar Flake
Music). Þar var og trymbillinn Jesse Sandoval og
skipa þessir fjórir The Shins í dag.
„Þetta ár er búið að vera mjög skrítið,“ segir
Crandall, „Við erum búnir að vera á stöðugu tón-
leikaferðalagi. Við eigum okkur ekki líf lengur
(hlær). En þetta er búið að vera mjög skemmti-
legt, algert ævintýri.“
Albuquerque?
Í rokki og poppi virðast ákveðin landsvæði, ein-
hverra hluta vegna, gróskumeiri en önnur og hinar
og þessar „senur“ eru þá kenndar við ákveðna bæi
og borgir. Hér á Íslandi eru Keflavík og Húsavík
t.d. annálaðir tónlistarbæir. Í Bandaríkjunum er
hægt að tiltaka borgir eins og Seattle (gruggið),
Minneapolis (Hüsker Dü, Replacements, Soul
Asylum) og Tampa (dauðarokkið) sem dæmi um
slíkar gróðrarstöðvar. Meira að segja Halifax á
Nýfundnalandi er þekkt fyrir framúrstefnulega
rapptónlist (Buck 65, Sixtoo).
The Shins er hins vegar frá Albuquerque í Nýju
Mexíkó, borg sem hefur hingað til verið eyðimörk í
þessum efnum.
„Það er ekkert að gerast þar,“ segir Hernandez.
„Þú verður a.m.k. að koma þér úr borginni ef þú
ætlar að geta starfað eitthvað við þetta. Við og fólk
í kringum okkur reyndum að koma „senu“ í gang
en hún dó fljótlega.“
Þeir félagar fagna því innilega þegar minnst er á
„Creation“-hljóminn þeirra og fara í engar graf-
götur með að þeir eru undir miklum áhrifum frá
breskum nýbylgjuböndum sem voru að gera það
gott fyrir tuttugu árum.
„Þakka þér kærlega fyrir,“ segir Hernandez og
hann færist allur í aukana. „Við dýrkum þessi
bönd og við erum með „Destroy The Heart“ með
House of Love á efnisskránni. Svo eru þessi 4AD
bönd líka í uppáhaldi hjá okkur, eðlilega (Pixies,
Bauhaus, Cocteu Twins t.d.).“
En þeir hafna hins vegar Beach Boys kenning-
unni sem tíðum hefur verið haldið fram, og sömu-
leiðis gerir blaðamaður það.
„Í síðustu þremur viðtölum hefur verið minnst á
Beach Boys,“ segir Crandell og það örlar á pirr-
ingi í röddinni. „Og vissulega er hægt að finna ein-
hver viðlög, einhverja millikafla sem minna á
Beach Boys. En sú hljómsveit stendur okkur ekk-
ert sérstaklega nærri. Okkur finnst sú samlíking
undarleg því hún liggur ekki beint í augum uppi.“
Crandell og Hernandez samþykkja það að lok-
um kinnroðalaust að þeir séu komnir í drauma-
stöðuna.
„Að sjálfsögðu. Þetta er það sem alla bílskúrs-
harkara dreymir um,“ segir Hernandez ákveðið.
„Nú þurfum við bara að vanda okkur við það að
standa undir nafni. Innstæðan er a.m.k. til staðar.“
Nýbylgjunni bjargað
The Shins Á margan hátt hin fullkomna neðanjarðarsveit en gæði nýjustu plötunnar, Chutes Too Narrow,
gætu tosað sveitina upp á yfirborðið. Verða dyggir aðdáendur svekktir þegar hún verður almannaeign?
Eftirvæntingin eftir bandarísku rokksveitinni
Shins á liðinni Hróarskelduhátíð var næstum
jafnáþreifanleg og drullan sem einkenndi hátíð-
ina. Lesbók ræddi við tvo meðlimi þessarar um-
töluðu nýbylgjusveitar, þá Marty Crandall
(hljómborð, gítar) og Dave Hernandez (bassi)
daginn eftir vel heppnaða og fjölsótta tónleika.
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
The Shins mun leika á Iceland Airwaves-hátíðinni
sem fram fer í Reykjavík dagana 20. til 24. október.