Íslendingaþættir Tímans - 26.09.1969, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 26.09.1969, Blaðsíða 1
Árni K. Valdemarsson, prentsmiðjustjóri. Enn ar einm af sorrom svartlist- arinnar fallinn í valinn á miðjum starfsaMri. Sá, er að þessu sinni var kalaður burt af jarðvistarsvið- inu, var Árni Kr. Valdimarsson prantari og prentsmiðjustjóri, er andaðist 14. ágúst síðastliðinn. Þá aðeins 46 ára. Árni fæddist 27. júní 1923. Varð félagi Hins ísl. prentarafélags 9. febrúar 1946, eft- ir að hafa stundað prentnám í ísa- foidarprentsmiiðju um fjögra ára skeið, frá 1. júní 1941 til 1. júní 1945. Að loknu námi var hann stutt an tíma erlendis. Hóf síðan vélsetn ingu í ísafold um tíma. Gegndi síð ar verkstjórastarfi þar um hálfan annan áratug við ágætan orðstír at- vinnurekenda og vinnufélaga. Foreldrar Árna Kristins voru Guðlaug Sigurðardóttir, fyrrum bónda að Urðarbaiki í Húnavatns- sýslu, Árnasonar og Vaidimar verkamaður í Reykjaví'k Árnason- ar bónda í Breiðholti Jónssonar, Ögmundssonar. Af systkinum Valdimars, föður Árna, minnist ég aðeins þeirra, sem að einhverju leyti tengdust svartlistinni, td.. óla-fs Árnason ar prentara, sem fóll frá á bezta aldri, röskliega þrítugur. Margrét- ar og Gunnhildar, er báðar unnu um tíima í prenitsmiðju. Gunnhild- ur giftist síðar Jóhannesi L. Jó- hannessyni prentara og gjaldkera prentarafélagsins. Ennfremur Ólaf íu, er giftist Herbert Sigmundssyni prentara og prentsmiðjueiganda. Árni Kristinn kvæntist eftirlií andi konu sinni, Halfríði Bjarna- dóttur 10. nóvemlber 1945. Þá hafði hún unnið við svahtlistarstörf um 9 ára skeið. Foreldrar Hatifiriðar voru Ileiga Enea Andersen, klæðskerameist ara og Bjarni Magnússon, Sigurðs- sonar frá Hömrom á Mýrum í Aust ur-Skaftafélssýslu síðar á Fossi við Seyðisfjörð. Jón, bróðir Magn- úsar, var faðir Viimundar fyrrv. landiæknis. Móðir Bjarna var Hail fríður ijósmóðir Brandsdóttir prests í Ásium í Skaptártungum. Meðail systkina Bjarna er Guð- brandur prentari, síðar bóndi i Holti undir EyjafjöHum, fyrsti rit- stjóri Tímans, kaupfólagsst.jóri í Halgeyrsey og Wks forstöðumaður Áfemgisverzilunar ríkisins. Ég kynntist Bjarna Magnússymi fyrst á Seyðisfirði, er ég nam þar prentiðn, enda vorum við nær því jafnaldrar. Hann aðeins ári yngri. Síðar hittumist við ofit í Reykjavik. Hann var þá veralunarmaður í Dagsbrún við Hverifiisgötu, þar sem Jóhann Ólafsson og Co. eru nú til húsa. Síðar rak hamn um tíma Hó- tel ísiand. Bjarni var í gLímufélagi hér í bænum. Þegair iglmusýning- ar voru háðar, þótti mér unun að sjá hann og Magnús Kjaran þreyta glimu við hina harðsnúnu glmu- menn, er þá voru fremistir í flokki. Þeir Bjarni og Magnús voru svo liprir og liðugir að görpunum veitti oft erfiðlega að fá úr því skorið hjá dóimana, hvort um byltu hefði verið að ræða, því oftast komu þeir fótum og hön'dum fyrir sig. Bjarni var smekkmaður góður og listfengur, gluggaskreytinga- maður, fjölbreytitegur og því eft irsóttur til þess starfa. Árna h-eiitnum Valdimarssyni kynntist ég litið um miiðbik ævi hans, en öllu meira sjö síðustu ár ævi bans. Fóilu mér vel kynnin við hann, og því betur sem við hittumist oftar. Hann sýndi mér oft á tíðum þá lipurð og nærgætni, sem ég átti ekki að venjast hjá öðruim. Sennilega hefðu kynni okk ar orðið nánari ef ég hefði vitað fyrr en nú, að honuim Látnum, að hann var kvæntur dót'tur æskuvin- ar míns. Synir þeirra HaHfríðar og Árna, Þorgeir og Haraldur, stunda báðir svartlistarnám. Vænti ég að þeir verði ekki eftirbátar föðurins að smiekkvísi og listfengi í þeirrí iðju. Dóttirin mun að sama skapi fegra og snyrta kynsysltur sínar á lífslieiðinini. Eftirlifandi ástvinum Árna votta ég innilega samúð vegna bins slkyndilega fráfaliLs hans. Jafnframt ber að fiagna, að nú djiarfar fyrk degi eilfðarlífsins, eftir hins stuttu vegfierð hains um jarðvistar sviðið. Jón Þórðarson. MINNING

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.