Íslendingaþættir Tímans - 26.09.1969, Blaðsíða 13
ir eru þeir er þau réttu hjálpar
hlönd á einn eða annan hátt, en
œtíð þannig, að sem minnst bæn
á. Bæði voru þau þannig gerð, að
þau hlutu að eignast vini, hvar
sem þau fóru. Og allir áttu heim
boð á Sólvöllum, hvort sem þeir
bjuggu nærri eða fjarri. Og alla
fýsti að þiggja slíik heimboð. Var
því gestkvæmd mikil á heimilinu.
Gestamóttakan sjálf kom vitanlega
meir í hiut húsfreyju .Mátti segja
að heimilið stæði um þjóðbraut
þvera, þar sem beini var veittur
hverjum sem var, e n húsfreyja
laðaði gesti, svo sem sagt er uim
hinar fornu höfðingskonur er slíka
rausn sýndu. Og Kristín kunni vel
að taka á móti hverjum sem var,
jafnt þeim sem heldri menn köll-
uðust, og hinum sem lægra þóttu
settir. En aldrei var þó alúð meiri
en þá er gesturinn þarfnaðist raun-
verulega hjálpar eða hlýju .Þessi
umhyggja var henni í blóð borin
En einnig hafa valdið miklu náin
kynni hennar af kjörum manna,
erfiðleikum og áhyggjum er hún
hafði kynnzt svo vel á vaxtarárum
sinum og þekkti síðan alla tíð.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast þeim Markúsi og Kristínu
mjög vel og heimili þeirra Mátti
segja að ég væri þar heimagangur
árum saman. Er sjaldgæft að kynn-
ast slíku heimili sem þeirra hjóna.
Ek'kert heimili að mínu eigin und-
anskildu, varð mér kærara .Eru
mér margar þær stundir ógleyman-
legar, ekki sízt samræður við
heimafótk. Að Sólvöilum var gott
að koma, hitta heimamenn að máli
og ræða við þá sér ti! sálubótar
og margfaldiegs gagns.
Ætíð héldust náin kynni milii
Kristínar og vina hennar og ætt
ingja þar eystra í Árnessýslu, þótt
sjálf væri hún flutt úr héraðinu.
Vinum var kært að koma á heimili
þeirra hjóna á Sólvöllum Og sjálf
vitjaði Kristín oft, og þau hjón
bæði, á fornar slóðir á vit frænda
og vina og voru hvarvetna sannir
aufúsugestir.
En þessi tími er liðinn og ekki
kemur hann aftur fremur en ann
að sem fram hjá er farið. En gott
er gengins að minnast.
Bldr er beztr
með ýta sonum
ok sóiar sýn,
beiiindi sitt,
ef maðr hafa náir,
án við löst at lifa.
H.M.
Með örfáum orðum langar mig
að kveðja Kristínu Andrésdóttur,
frændfconu miína, ekkju . Markúsar
ívarssonar.
Móðir mín og hún voru systra-
dœtur, og báru sama nafn, nafn
Kristínar Loftsdóttur í Austurhlið
í Gnúpverjahreppi, en hún var
amima þeirra.
Um Kristínu í AusturMíð var
það sagt, að hún hafi verið kvenna
fríðuist og nettust og svo snyrtileg,
að orð var á gert. Var það haft
fyrir satt, að hún færi aldrei á
teiginn öðruvísi en næla á sig skott
húfu. Hún var glaðvær, söngvin
og vel hagimælt. Austurhlíðarsvst-
ur, dœtur Kristínar, voru miklir
aufúsugestir hvar sem þær komu.
Þœr voru svo söngvísar, að þær
lærðu hvert nýtt lag, sem þær
heyrðu, og kenndu svo þeim er á
vldu Mýða.
Guðrún frá Austurhlíð, móðir
Kristínar Andrésdóttur giftist að
Heillnahjiáleigu í Gaulverjabæjar-
hreppi. Hún var fljúgandi hagmælt,
enda má rekja þessa ætt, Reykja-
ætt, beint til séra Kolbeins í Mið-
dal, en Guðrún dóttir hans giftist
Eiríki á Reykjum á Skeiðum.
Guðrún er kunn af Gil'sbakka
þuilunni, sem séra Kolbeinn faðir
bennar orti um hana.
Hagmælska, söngnæmi og glað-
værð hafa gengið í erfðir i þess-
ari ætt, og get ég nefnt sem dæmi
systkinin frá Hellnahjáleigu, Loft
og Kristínu Andrésdóttur með vísu
á vör, hvenær, sem tilefni gafst,
og Kristín, söngvin og glaðvær svo
af bar.
Ég minnist þess, er ég barn að
aldri heimsótti Kristínu frænku
miína ásamt móður minni .Fyrst í
Aðalstræti, síðar vestur á Bakka
stíg og loks á Sólvaldagötu 6. Heim-
ili hennar þar, ©r mér hugfólgnast,
enda átti ég lengsta dvö) á því
heimili. Hún tók mér strax opn-
um örmuim og hennar heímili var
mitt heimili.
Þau hjónin Markús ívarsson og
Kristín, höfðu átt hús við Túngöt-
una. Þar var skemmtilegt að búa
fyrir konu, sem alin var upp í
sveit og þráði að sjá í kring um
sig gróður og græn tún. Þetta hús
létu þau af hendi, þegar Markús
stofnaði vélsmiðjuna „Héðinn“, á-
samit Bjarna Þorsteinssyni .Þau
fluttust þá niður í Aðalistræti og
bjuggu á loflinu yfir védsmiðjunni
En mikil hafa þau viðbrigði verið,
að fflytja úr frjálsræðinu við l'ún-
götuna, niður í steinsteypt Aðal-
strætið og sífelldan dyn vélsmiðj
unnar.
Kristín sagði seinna, að það hefði
verið eins og gripið væri um hjart-
að í sér, þegar hún fluttist af Tún-
götunni. En hún stóð dygg við hli'ð
manns síns þá eins og endranær,
enda get ég ekki hugsað mér ástúð
legra hjónaband. Þar fór saman
ást, virðing og vinátta.
Árin liðu. Ég fór suður til
Reykjavíkur í Kvennaskólann. Við
vorum bek'kjarsystur frænkurnar
Guðrún, elzta dóttir KriS'inar og
ég.
Þá var það sjálfsagt, að ég fylgd
ist með henni og borðaði heima
hjá henni á Sólvalagötu 6. Þetta
var svo eðlilegt, að um það þurfti
ekki að ræða. Og um borgun var
eklki að tala.
Hvað skyldu þeir vera margir,
unglingarnir, sem áttu sitt fyrsta
heimili í Reýkjavík hjá Kristmu og
Markúsi?
Ég minnist svo margra gleði
stunda á Sólvalagötu 6.
Ég minnist páskamorgna. þegar
hitzt var í Fríkirkjunni kl. 8, páska
sálmarnir sungnir af hjartans list,
og síðar farið heim á Sólvallagötu
6.
Eða jólahátíðin. Aftansöngur i
kirkjunni kil. 6 á aðfangadagskvöld
og svo farið heim með Markúsi og
Kristínu. Þar leið aðfangadags-
kvöld með söng og mikilli jóla-
gleði. Það var spilað á orgei og
allir sungu. Aldrei sungum
við nema jólasálma það kvöld Mér
er minnisstætt að Kristín söng
mllirödd við hvert lag, enda hafði
hún mjög góða söngrödd.
Um jólin voru jafnan margir
gestkomandi á Sólvallagötii 6. Það
var frændfólk og vinir, sem ekki
áttu fjölskyldu til að dvelja hjá.
En hjá Kristínu og Markúsi var
hjartahlýja og húsrými fyrir alla-.
En þetta átti ekkj eingöngu við
uim jólin. Fjöldi fólks átti athvarf
hjá þeiim hjónum allt árið um
kring. Listmálarar voru þar tíðir
gestir, og suimir dvöldu þar lengri
eðu skemmri tíma.
Þessari miklu gestakomu fylgdi
líka mikii glaðværð. Hið Ijúfa og
glaða skap húsráðendanna dró þar
ekiki úr.
Þær hafa lika sagt dætur þeirrs.
hjóna: „Við þvrflum ekki að fara
í bíó þegar við vorum ungar. Það
var alltaf svo gaman heiima“. Inni
fSLENDINGAÞÆTTIR
13