Íslendingaþættir Tímans - 26.09.1969, Page 22
SEXTUGUR:
Guðmundur Hjálmarsson
kaupfélagsstjóri, Skriðulandi, Dalasýslu
Fyrir tæpri öld hóf Torfi Bjarna
son, síðar skólastj., búskap í Ólafs
dal, en hann var, setn kunnugt er,
mikill fræðimaður í búvísindum
og beitti sér fyrir margs konar
framikvæmdum sem til heilla
horfðu fyrir land og lýð. Hann
stofnaði fyrsta búnaðarskóla lands
ins að Ólafsdal árið 1880, og hann
var aðalihvatamaður að stofnun
Kaupfélags Saurbæinga árið 1898,
og fyrsti fonmaður þess. Nokkrum
áratugum síðar stjórnaði Markús
sonur hans kaupfélaginu, eða til
ársins 1954. Sá seim nú stjórnar
Kaupfélagi Saurbæinga og hefur
gert það s.l. 12 ár, er Guðmund-
ur Hjálimarsson, sonur Áslaugar
Torfadóttur frá Ólafsdal og Hj'álm
ars Jónssonar, Ljótsstöðum í Lax-
árdal, hann var einn Skútustaða-
bræðra, en hinir voru séra Árni
á Skútustöðum, Jón s.st., Sigurður,
ráðherra og bóndi Yztafelli og
Helgi bóndi að Grænavatni.
Að Guðmundi Hjálmarssvni
standa því í báðar ættir miklir at
orku- og hugsjónamenn, er stóðu
í fyllkingarbrjósti í félags- og rnenn
ingarmiálum þjóðarinnar.
Guðmundur fæddist að Ljóts
stöðum 10. ágúst 1909, yngstur 10
systkina ásamt Jóni tviburabróður
sínum. Hann ólst upp í föðurgarði
og vandist ungur til starfa. Guð-
mundur átti því láni að fagna að
hljóta undirbúningsmenntun hjá
séra Henmanni Hjartarsyni á
Skútustöðum .Síðar fór hann í
héraðsskólann á Laugum og tók
próf þaðan vorið 1929. Um skeið
vann hann við afgreiðslustórí hjá
kaupfélaginu á Þórshöfn. Eííir
eins vetrar nám í Samvinnuskólan
um lauk hann þaðan burtfarar-
prófi vorið 1933. Eftir að hafa
stundað ýmsa vinnu í næstu tvö
ár, réðist hann sem fréttastjóri til
Nýja Dagblaðsins frá 1935- 1937,
er hann fór til Skipaútgerða: rík-
isins og vann þar á skrifstofu t
2 ár. f endurskoðunardeild Lands-
bankans var hann í 5 ár. Fór til
Bandaríkjanna árið 1944 og stund-
aði nám í verzlunarfræðum við rík
isháskólann í Minneapolis og ferð-
aðist jafnframt um Bandaríkin og
Kanada. Þegar hann kom heim ár-
ið 1947, réðist hann til Sambands
ísl. samvinnufélaga, og vann þar
um 10 ára skeið, að undanskildu
rúmu ári er hann vann við Kaup
félag Saurbæinga og Kaupfélag
Flateyjar.
Samhliða því sem Guðmundur
hefur haft á hendi margþætt og
tímafrek störf, hafa h'laðizt á hann
ýmis önnur trúnaðarstörf. Hann
var lengi formaður starfsmannafé-
■lags S.I.S., og á þeim árum hóf
Hlynur, tímarit starfsmanna SÍS
og kaupfélaganna, göngu sína. Guð
mundur var formaður undirbún-
ingsnefndar er vann að stofnun
Sambands ungra framsókrtar-
manna og kosinn fyrsti ritari þess.
Hann er nú formaður Framsókn-
arfélags Dalasýslu. Áður fyrr lét
hann íþróttir mikið til sín taka,
einkum glímu og skíðaíþróttir Frá
unglingsárum hefur hann jafn-
an verið ungmennafélagi og látið
málefni ungmenna- og íþróttafé
laga mikið til sín tafca.
Þegar Guðmundur varð kaupfé
la-gsstjóri Kaupfélags Saurbæinga,
voru mörg verkefni, sem þurfti að
leysa. Breyttir timar kröfðust marg
víslegra breytinga á verzlunarmál-
um .Samgöngur á sjó til Salthólma
víkur voru miiirn erfiðleikum
bundnar, og verzlunarhúsin þar
gömul og þörfnuðust endurbóta.
Það varð því að ráði, að ný vensl-
unarbús voru reist við Vesturlands
veg hjá Máskeldu, að Skriðuiandi,
sem það er nú kallað. Þar hafa
risið upp á 'skömmum tíma mynd-
arleg, nýrízku verzlunarhús, ásamt
fbúð fyrir starfsmann. Þar er einn
ig nýtt sláturhús í grennd. Öll
hafa 'húsin risið af grunni í t'íð
Guðmundar, nema hans eigið íbúð
arhús að Ásum, skammt frá Salt-
hólimaivík.
Kaupfélag Saurbæinga nýtur
trausts og stendur styrkum fót-
um, það veitir góða þjónustu og á
því Mni að fagna að eiga vakandi
stjórnendur og trygga samvinnu-
menn, sem standa vörð um félags-
starfsemi sína. Þessi hópur sam
vinnumanna hefur lyft Grettistaki
undir foustu kaupfélagsstjórans.
Þess er líka vert að minnast að
samhliða framfcvæmdum kaupfé-
lagsins hefur hver og einn bóndi
á verzlunarsvæðinu staðið í stór-
fel'ldum framkvæmdum, og margt
fcotið orðið að stórbýli. Þá hafa
sömu aðilar einnig reist glæsilegt
félagsheimili og staðið að sameig-
inlegri skólabyggingu að Laugum
ásamt ö ðrum sveitum Dalasýslu.
Þarna bafa, eins og að Mfcum læt-
ur margar samstilltar bendur ver-
ið að verki, en enginn einn mað
ur hefur þó lagt þar jafn mikið
til máLa og Guðmundur HjáLmars
son. Á honum hefur mestur þung-
inn hvílt, og hann hefur leyst
vanda margra sem til hans hafa
leitað. Hér er stiklað á stóru og
margt ótalið af störfum Guðmund-
22
(SLENDINGAÞÆTTIR