Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 7
 'mZ-rj-.rr MINNINC Sigríður Trjámannsdóttir F. 14, okt. 1888. D. 3. sept. 1969. Eyjarfjörður finnst oss er fegurst byggð á landi hér. (M.J.) Sigríður Trjámannsdóttir, ey- firzk að ætt, húsfreyja að Haf- •steinsstöðum í Skagafirði um 30 ára skeið, er látin. Hún var kona Jóns Björnssonar, tónskálds, söngstjóra og bónda að Hafsteinsstöðum. Ég hef átt tvær vinkonur úr Eyjafirði. Þær höfðu báðar sér- kennilega djúphlýtt og glaðbjart sólskin í sálinni. Nú eru þær báðar d’ánar. Siígríður var af Helgakvers kyn- sióð. Hún lœrði að lofa og biðja guð á bernskumiáli. Þá vissu það íslenzkir foreldrar, að börn hafa Heilagsanda-skilning á versum og 'bænagerð. Sigríður var barn þess íslands, sem hafði á hverju heimili hús- lestur og sálmasöng á hverju kvöldi vetrarins og passiusálma á föstu. Húslestur á sunnudögum og hátíðum, ef ekki var farið í kirkju. Allt heimilisfólkið kunni fjölda mörg sálmalög og sálma. Allir kunnu fjöldia mörg kvæði og lög við þau. — Helgakver var lært utan að. Þjóðin stundaði mikið og margþætt og traust heimanám. Sálmar og trúarlærdómar kristn- innar geyma mi-kið af fögrum og vel sögðum lífsreglum. Ég heid, að hjá Sigriði hafi ver- ið óvenju frjór og djúpur jarðveg- ur hjartans fyrir guðs mustarðs- korn. Hjá henni uppfylltist bæn- ín: Lát aldrei baktal nagg né spott í orðum minum finnast. Það var síra Helgi Konráðsson, sem leiddi okkur hjónin fyrst í hlað á Hafsteinsstöðum. Herra Sigurgeir biskup sendi kandidata- efni í guðfræði út að prédika síð- Bsta sumarið fyrir embættispróf. Ingólfur Ástmarsson fékk prédik- unarstarf á Glaumbæ og Víðimýri. Við gátum ekki fengið húsnæði í Glaumbæ. Síra Helgi kom okkur þvl fyrir hjá hjónunum á Haf- steinsstöðum. Hann þekkti þau vel og sagði, að vel myndi fara um okk ur hjá þeim, ef við gætum sætt okkur við að búa eitt sumar í torf- bæ. Hjónin á Hafsteinsstöðum hugs- uðu í öllum viðskiptum fyrst og fremst um okkar hag. Vinátta þeirra frá þessu sumri hefur alltaf síðan haldizt, bæði við okkur og son okkar, sem þá var lítill drengur og naut góðs at- lætis. Hafa synir okkar verið vinir •Síðan. Á Hafsteinsstöðum er fagurt út- sýni: Skín við sólu Skagafjörður, skrauti búinn, fagurgjörður. — Gamall, stór, tvílyftur torfbær var þar þá, og neðar á hlöðum fallegt, tyrft brunnhús. — Lítill bæjarlæk- ur. — Við Sigriður sóttum vatn I brunninn. eða okkur var fært það. Við bökuðum kökur saman á glóð í gömlum hlóðum. Heimsins beztu kökur. Hún kenndi mér að baka þær. Löngu seinna, þegar við komum að Hafsteinsstöðum, var þar kom- Íð steinhús í staðinn fyrir bæ. Hjón in voru þau sömu. Söngur, tónlist og hátíðleg gieði í sjálfri rúm- helginni. eins og verið hafði í gamla daga. En mér fannst eitthvað óendanlega dýrmætt og fagurt vera horfið frá Hafsteinsstöðum, eitthvað, sem enginn tá-mi. gæti nok-krusinni bætt. Torfbærinn, hlóðin, glóðin og gamla brunnhús- ið var horfið frá stéttinni. Stéttin var líka horfin. Saga gamla kyrrláta íslands farin þaðan. Og nú er húsmóðir þess tíma, sem ég minnist, einnig farin. Hún var göf-ug kona. Hún v-ar snyrtikona í öllu verki. Hún lærði fatasaum á Akureyri. Hún saumaði faUega kjóla, hafði saumastofu á Akureyri í mörg ár. Hún hafði gaman af öllu, sem fallegt var. En þegar hún var ung húsfreyja á Hafsteinsstöðum, þá voru hjón- in að eignast jörð og bú. Hvers- dagsleg nauðsyn varð að sitja i fyrirrúmi þeirrar ýmsu híbýla- prýði, sem konur hafa gaman af. Á Hafsteinsstöðum var ekki unn ið við siátt lengur en til kl. 8 að kveldi. Sjaldgæft í sveit á þeim dögum. Aldrei við heyverk á sunnu diögum. Hjónin og sonur þeirra fóru þá með okkur til kirkju. Ef ekki varð messu við komið, þá æfði organist- inn fjölmenna kóra mestan hluta sunnudags. Heyfeng höfðu hjónin jafnvel betri en aðrir í grennd. Á heimili þeirra fór saman mikil reglufesta og mikið frjálsræði. En alltumfaðmandi kærleikur hús- freyjunnar var eins og stöðugt góð viðri, eins og sólskinið, döggin og sumargeislinn hlýi. Öll sú ánægja kkemmtun og gleði, sem hún fann í fegurð daganna, líktist því helzt, að hversdagslegustu hlutir kæmn dansand- úr öllum áttum til henn ar, hver með sinn skerf. Og fágæf skapgerð hennar óf úr því öUn töfrakiæði gleðinn-ar. Rödd hennar bar ljúfan hreim þeirrar sífeUdu ánægju, sem ÍSLENDINGAÞÆTTIR 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.