Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 20
FIMMTUGUR
ÞÓRODDUR JÓNSSON,
HÉRAÐSLÆKNIR Á AKUREYRI
Hinn 7. október sl. átti fimm-
tugsafimæli Þóroddur Jónasson,
héraðslæknir á Akureyri. Hann er
ekki einn þeirrar manngerðar,
sem sumir vilja nefna „auglýsinga
menn“, er ekkert um það gefið,
að hátt sé haft um persónu hans
og störf:
Finnst mér því þeim mun meiri
ástæða til að geta hans við þessi
tfmamót. þótt harla ófullkomin
verði sú mynd, sem dregin er upp
í fáum orðum af manni jafn ljón-
gáfuðum. fjölhæfum og ágætum
af verkum sínum.
Fæddur er hann að Grænavatni
f Mývatnssveit og eru foreldrar
hans Jónas Helgason fyrrum
bóndi og hreppstjóri á Græna-
vatni og kona hans. Hóimfnður
Þórðardóttir. Bæði eru þau hjón
á lífi. hann á niræðisaldri, hún
nær áttræð. en vel ern og við
bærilega heilsu.
Ekki skal hér farið út í langar
ættrakningar, til þess eru aðrir
mér betur fallnir. Þess skal að-
eins getið. að Helgi á Grænavatni.
föðurafi Þórodds. var bróðir
hinna þjóðkunnu manna. Sigurð-
ar Jónssonar, ráðberra og bónda
að Yztafellj og Árna Jónssonar
prófasts að Skútustöðum.
Móðurafi Þórodds var Þórður
Flóventsson, bóndi að Svartárkoti
og víðar Þótti hann sérstæður
persónuleiki en ýmsu atgervi
gæddur og lifa enn í Þingeyjar-
þingi og víðar sögur af sérkenni-
legum tiltækjum hans og tilsvör-
um.
Er hér nokkur vísbending þess,
að fjölgáfaðir menn og farsælum
hæfileikum gæddir eru í ættum
þeim, sem að afmælisbarninu
standa.
Eigi má hér heldur undan draga
að geta þess, að Jónas faðir Þór-
oddar hefur á langri ævi unnið
það afrek að vera helzta driffjöð-
ur í sönglífi Mývatnssveitar með
starfí sínu sem onganistl í Skútu-
staðakirkju og stjórnandi kirkju-
kórs, sem hann sinnir ennþá, og
söngstjórn 'karlakórs í hartnær
fjóra áratugi, en taktstokkinn
lagði hann þar á hilluna fyrir
nokkrum árum. Þessi störf leystl
hann af hendi auk þess að standa
vel í stöðu sinni sem bóndi og
gegna erilssömum opinberum
störfum.
Uppvaxtarár og námsár Þór-
odds þekki ég ekki af raun, held-
ur hefi þar við að styðjast frásagn-
ir skólabræðra hans og aveitunga
og það, sem lesa má í opinberutn
skýrslu-m.
Til skilnings á síðari æviferli
skal hafa í huga, að mótunarár
uppeldis síns lifir hann heima i
Mývatnssveit á árunum um og eft-
ir 1930. Þau ár sýnast nú óraiangt
að baki, þótt aðeins séu tæpir fjór-
ir áratugir á mMi að réttu tíma-
tali.
En þar liggur hin mikla gjá,
heimsstyrjöldin síðari, sem urn-
breytti íslenzku þjóðlífi svo, að sá,
er aðeins man til hinna horfnu
tíma, finnst hann hafa lifað í tveim
ur ólíkum veröldum.
Mývatnssveit hefur verið víð-
frægð fyrir fjölbreytt og þróttmik
ið félagslíf og snerting sú, se-m
Þóroddur óhjákvæmilega var í við
það á uppvaxtarárum sínum, og
þá ekki sízt sönglífið. sem áður
getur, hefur tvímælalaust ráðið
mi-klu um starfsferil hans síðar á
ævinni.
Að ioknu undirbúningsnámi
heima fyrir settist hann í 2. beltk
Mennlaskólans á Akureyri haustið
1934. Námsárangur hans í mennta
skóla og háskóla mun hafa borið
vitni skjótum og öruggum náms-
gáfum hans. Stúdentaárgangur M.
A. 1939 var fámennur, en vel skip-
aður og hreppti Þóroddur þar ann
að sæti á eftir Jóhanni S. Hannes-
synj nú skólameistara að Laugar-
vatni. Spurnir hef ég og af því,
að vel hafi honum sótzt námið í
Iæktiadeild Háskólans, þaðan sem
hann lauk kandidatsprófi árið
1947.
Næstu misseri stundaði hann
störf í ýmsum læknishéruðum og
á Landakotsspítala og snemma árs
1950 settist liann að sem praktiser
andi læknir á Akureyrl. Ekki ílenl-
Ist hann þó i því starfi, því að
ihaustið 1951 gerist hann héraðs-
læknir í Breiðumýrarhéraði og
flyzt aftur í Þingeyjarsýslu í ná-
grenni við æskustöðvar sínar í Mý-
Vatnssveit. Hófst þar með nær Í8
ára starf hans sem héraðslæknir
í Suður-Þingeyjarsýslu, en þann
æviþátt þekki ég af eigin raun.
Ókunnar eru mér allar orsakir
tll þeirrar ráðabreytni að hverfa
frá tiltölulega hægu og sennilega
tekjugóðu læknisstarfi á Akureyri
að erfiðu og erilssömu héraðslækn
isstarfi lágt launuðu í víðlendu hér
aði og örðugu yfirferðar að vetrar-
lagi. En geta má sér þess til, að
sterkar taugar hafi tengt Þórodd
heimahögum sínum og skal í því
sambandi aftur minnt á uppvaxt-
arárin í Mývatnssveit, áður en
öldurót heimsstyrjaldarinnar s íð-
ari færði flest á tjá og tundur.
Sá sem kynntist Suður-Þingeyjar-
sýslu og íbúum hennar, fer ekki
í neinar grafgötur um, að ekki
eru það hærri tekjur, meiri lífs-
þægindi eða betri búskaparaðstaða
þar en annars staðar, sem heldur
fólki fremur i sveitum þar en i
öðrum sýslum. Örugglega er þar
þungt á metum gömul og rótgró-
in hefð í félags- og menningarlífi,
sem enn hefur ekki kollvarpazt
í umróti síðustu ára.
„Enginn er spámaður í sínu föð-
urlandi”. er orðtæki, sem ekki
sannaðist á Þóroddi í starfj hans
sem héraðslæknir. Héraðsbúar
fundu fljótlega, að í starfið var
kominn maður, sem sinnti því af
óhvikulli skyldurækni. Hann var
tilbúinn að svara kalli hvenær
sólarhrings sem var, tók sjúkíing-
um með hressilegu viðmóti
og léttri gatnansemi, sem er eitt
20
ISLENDJNGAÞÆTTIR